Archive for month: October, 2016

Hvað ætlar þú að gera í dag til að gera líf þitt betra?

12 Oct
12. October, 2016

Lífið er svo frábært og svo dásamlegt – hættu að láta aðra hafa slæm áhrif á lífið þitt. 

Það er ég sem stjórna því hvernig mér líður og ég er meistarinn í mínu eigin lífi.  Já og ég skrifa mína sögu í ferðalaginu….  enginn annar.

Ég er að meina þetta í alvöru.  En fyrir marga er þetta mjög erfitt.  Sjálf hef ég verið í þessum sporum og látið aðra stjórna lífi mínu og reyna hafa áhrif á skoðanir mínar og gjörðir.  Kannist þið við þetta?  Erum við ekki oft að láta leiða okkur áfram af öðrum hvötum en okkar eigin?  Hættum því núna strax!

Við erum öll mismunandi, með mismunandi skoðanir, mismunandi útlit, mismunandi heilsu bæði líkamlega og andlega. Mikið veikt fólk er oft mjög hamingjusamt!  Hafi þið tekið eftir því?  Hinsvega við sem heilbrigð erum erum oft að horfa eftir “staðalímyndum” og viljum vera öðruvísi en við erum sköpuð fyrir þetta líf. Elskaðu líkama þinn nákvæmlega eins og hann er.

Hamingjanm, allir vilja vera hamingjusamir og við leitumst að vera hamingjusöm. Hvað er það sem gerir þig hamingjusama/hamingjusaman?  Þú skapar þína eigin hamingju. Vera jákvæð og sjá það jákvæða í öllu sem er.  Umbreyta þessu neikvæða í það jákvæða ~ alla vega að reyna það eftir fremsta megni.  Já það gerist ekkert jákvætt í lífinu okkar ef við erum bara búin að pakka öllu neikvæða í ferðatöskuna þegar við höldum áleiðis útí lífið, vinnuna, skólann, við heimilisstörf og leik.

“Mótlæti styrkir okkur og herðir okkur” þetta sagði amma mín heitin alltaf og já þetta líka “það sem drepur okkur ekki styrkir okkur” …  það væri gaman að skrifa blogg um visku forfeðra okkar, það var nú gaman að hlusta á ömmu og afa í gamla daga.  Þau upplifðu nú ýmislegt, kulda, vosbúð og voru ekki að hafa áhyggjur af því að eignast nýjan bíl eða fara erlendis í innkaupaferð fyrir jólin eða komast í ræktina í morgunsárið og svo aftur um kvöldið!

Skilaboð mín eru þessi;;;;

  • Vertu innan um fólk sem styrkir þig og dregur alla styrkleikann þinn fram en ekki veikleikann.  Vertu glaður/glöð með lífið og tilveruna
  • Það er einhver ástæða fyrir mótlætinu og hindrununum sem við öll takið eftir lendum í á lífsleiðinni.  Hindranirnar eru prófraun á þig, hvernig þú tæklar það þegar þessar dyr lokast og hvort þú sjáir ljósið og hina hurðina og tækifærin.
  • Vertu opin fyrir tækifærunum því þau eru allt um kring.
  • Sóttu í ífélagsskap þeirra sem eru dyggðugir, góðir og greiðvirknir. Leyfðu þér að dást af öllum góðum eiginleikunum sem þeir hafa og þeir munu að lokum verða þínir líka.
  • Samgleðstu með þeim sem gengur vel í lífinu og standa sig vel.
  • Talaðu alltaf fallega og vel um alla, ekki taka þátt í kjaftagangi.
  • Elskaðu sjálfan þig og dáðst að þér… vertu bara pínu ástfangin af sjálfum/sjálfri þér.

bakteygja

Ég rakst á þennan texta sem mér fannst tilvalið að deila með ykkur. (Höf. óþekktur). 

Við sannfærum okkur sjálf um að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst börn og síðan annað barn.

Síðan pirrum við okkur á því að krakkarnir verði nógu gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur stödd þegar að því kemur.

Við teljum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifærið til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna.

Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viðurkenna þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður á hverjum degi.

Vinur minn sagði eitt sinn: Í langan tíma hafði mér virst eins og lífið væri í raun að hefjast – hið raunverulega líf. En alltaf var einhver hindrun í veginum, eitthvað sem þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Þessar „hindranir“ eru lífið mitt.

Varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deilir því með einhverjum sérstökum. Nógu sérstökum til að eyða tíma þínum með og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt, eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú eignast börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, eða eftir að þú hættir að vinna. Að þú giftist eða skiljir. Eftir laugardagskvöldinu eða Sunnudagsmorgninum.

Hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftir að þú ert búinn að borga upp bílinn eða húsið. Bíða eftir sumrinu, vorinu, haustinu eða vetrinum. Hættu að bíða eftir að þú fáir þér drykk og svo að bíða eftir því að það renni af þér. Hættu að bíða eftir því að þú deyir.

Hættu að bíða….

Það er enginn betri tími en einmitt núna, að vera hamingjusamur.

Í dag er akkúrat tíminn til að vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda.

Elska eins og enginn hafi nokkurn tímann sært þig.

Dansa eins og enginn sé að horfa.

Dagurinn til að vera hamingjusamur er í dag.

Njóttu augnabliksins á meðan þú hefur ennþá augnablik til að njóta.

Byrjaðu að njóta lífsins núna á meðan þú hefur ennþá líf til að njóta.

1470347_616192005084106_2052793071_n

Haustið og Vata tímabilið.

04 Oct
4. October, 2016

Nú er haustið komið með öllu sínu yndislega fallegu litum já og rigningu og roki en aðallega þurru veðri ( þó það sé blaut núna)  Haustin er VATA tímabil…  þurrt og þarf líkaminn extra mikla olíu bæði í inntöku og svo að sjálfsögðu að olíubera húðina.  Í ayurveda fræðunum er það kallað Abhyanga.  Nuddar þig sjálfa/nn með volgri olíu.  Sesamolían er aðalolían og hentar Vötunni sérlega vel.  Sólblóma olía og kókosoliu getur þú einnig notað.  Setjið olíu í krukku og hitið upp.  Berið á líkama ykkar, nuddið og gefið ykkur 10-20 mínútur.  Yndislegt að gera áður en þú ferð í rúmið á kvöldin.  Ef þú vilt ekki fara í bað eða sturtu áður en þú klæðist eða ferð í náttfötin þá væri gott að biða í 15-20 mínútur með olíuna á sér og leyfa henni að síga inní húðina.  Þetta er eitt það besta sem ég veit og gera bæði á morgnanna og á kvöldin.  Húðburstun er frábært að framkvæma áður og bera svo olíu á sig.  Inntaka olíu er einnig nauðsynlegt á þessu tímabili.  Auktu við olíu í daglegri fæðunni þinni.  Taktu inn t.d. hörfræolíu áður en þú ferð að sofa á kvöldin.  Virkar vel á innkirtlakerfið og lifrin vinnur vel úr henni yfir nóttina. Svo er hörfræolían mjög góð fyrir þá sem eiga erfitt með hægðir og stíflast auðveldlega.  Ghee er frábær og góð olía út á salatið eða yfir súpuna og strá fræum yfir.  Svo er það góð olíudressing einnig alltaf góð.

13934827_10154386138622346_6592439736065867709_n

Hér er ein  yndisleg uppskrift af Olíudressingu sem er frekar matarmikil.

Salatdressing “þessi góða

1 ½ bolli sveppir niðurskornir

½ bolli valhnetur frekar smátt saxað

1 msk. Olífuolía

1 msk. Sítrónusafi

1 msk. Tamarisósa

1 msk. Steinselja – fersk niðurskorin

1 msk. Oregano

1 – 2 msk vatn – meira ef þarf

½ tsk sjávarsalt

1/8 tsk pipar

img_9980

Öllu hrært saman í skál . Sveppirnir látnir marenarast í þessari blöndu. Leyfa þessu að taka sig 1 klst er flott eða lengur

Pac Choi er kínversk kál ef þú færð það ekki er frábært að nota íslenska grænkálið sem spretur vel og er mega holt.

Raða kálblöðum á fallegt fat, dreifa sveppamareneringunni yfir hvert blað – blaðið er einskona skál fyrir dressinguna.

Þetta er frábær forettur og gott einnig sem meðlæti með mat.

Ég mun blogga aðeins meira um Ayurveda og líkamstegundirnar Vata-Pitta-Kapha…  hefur þú tekið test og veistu hvernig þú ert í dag!  Við breytumst að sjálfsögðu erum allt önnur í dag en við vorum í gær.  Eitt sem ég ætla segja ykkur frá er

Lífselexírinn Chyawanaprash

Samkvæmt Ayurveda er Chyawanaprash eitt öflugasta náttúrumeðalið til að kveikja meltingareldinn og styrkja um leið ónæmiskerfið. Sultan er sögð auka upptöku næringar, skerpa minnið, vera blóðhreinsandi, styrkja hjarta, þétta húð og næra vöðva. Það síðastnefnda er vegna þess að með bættri meltingu eykur Chyawanaprash upptöku próteina. Þannig eykst þróttur og þrek sem heldur okkur ungum á öllum aldri. Það kemur því tæpast á óvart að Chyawanprash – sem er gefin uppskrift að í hinum 5000 ára vedísku ritum- sé flokkuð sem sjálfur lífselexírinn; einhverskonar “lýsi” indversku lífsvísindanna.  Þær systur í Systrasamfélaginu eru algerir snillingar og góðir pennar og fjári fræðandi með allt milli himins og jarðar.  Ég ætla setja linkinn þeirra hér og lesið ykkur til.  Ég er að taka Chyawanprash daglega á fastandi maga og er sérlega gott núna í Vötu tímabilinu.

Jai bhagwan

13726669_1791948971040464_7036547477548817155_n

 

Spegilmyndin mín… ég sé mig í þér.

03 Oct
3. October, 2016

I see you, I see me in You……   ótrúlega fallegur text í titillagi Avatar  I see you  sem Leona Lewis syngur svo ótrúlega fallega.

Ástæða mín fyrir þessu bloggi er að ég hef verið að uppgötva ( svo ótrúlega gott að þroskast og eldast ) fatta og tengja….  að þegar ég hitti fyrir einstakling sem er öskrandi reiður, glaður, sorgmæddur, hamingjusamur eða sýnir tilfinningar sýnar á þann hátt að það geti pirrað aðra í kringum hann.  Þá er svo gott að skoða sinn innri mann og spyrja “hey afhverju er þetta að trufla mig” ?   Vittu til svarið býr hið innra með þér.  Já þú sérð að aðrir verða spegillinn þinn.  Allir í kringum þig eru spegilmyndin þín.  Þegar þú upplifir og bregst ílla við reiði hjá besta vini þínum eða maka, kafaðu inná við og skoðaðu þitt eigið sjálf, spurðu sjálfan þig afhverju þú ert að upplifa þessa reiði og afhverju hún fer svona ílla í þig.  Um leið og þú kafar inná við fattar þú að tilfinningar þínar eru að segja ÞÉR eitthvað.  Þú gætir uppgötvað að viðbrögð þín hafi verið þess valdandi að þú þurfir að hlúa að sjáfum þér og lækna og leiðrétta og um leið og þú hefur gert það þá líður þér enn betur og sérð allt í réttu ljósi.

Sömuleiðis vegna vinnu þinnar eða hverju sem er að þú ert spurð/ur um taka fund og um leið hvaða tími henti þér.  Þá gæti svarið verið eins og ég hef oft gert sjálf.. tja svarið er / var oft eitthvað á þessari leið;

  • “Ég veit að þú ert frekar upptekin, svo bara þegar þér hentar”
  • “Ég get unnið eða raðað mínum tíma upp eftir þinni dagskrá”
  • “Hafðu ekki áhyggjur af mér, ég er laus og liðug – þú bara kallar”

Read more →