Archive for month: July, 2016

Kærleikurinn, vonin, trúin og ástríðan.

24 Jul
24. July, 2016

Kærleikur, von og trú.  Kærleikurinn þetta er úr Biblíunni ( ók ég er ekki að lesa Biblíuna – en þetta fjallar um kærleikann)

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 13

Kærleikurinn mestur
Þótt ég talaði tungum manna og engla, 
en hefði ekki kærleika, 
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. 

Og þótt ég hefði spádómsgáfu 
og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, 
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, 
en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. 

Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, 
og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, 
en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. 

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. 
Kærleikurinn öfundar ekki. 
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. 

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, 
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. 

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. 
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. 

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. 
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, 
og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. 
Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. 

En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem 
er í molum. 

Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, 
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. 
En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. 

Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, 
en þá munum vér sjá augliti til auglitis. 
Nú er þekking mín í molum, 
en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. 

En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, 
en þeirra er kærleikurinn mestur. 

Leitumst við að vera í kærleikanum, í öllum athöfnum daglegs lífs.  Í vinnunni, við heimilisstörfin, með vinum og ættingjum, með ástvinum, börnum og barnaörnum, foreldrum og dýrunum.  Náttúrunni, umhverfinu og alheiminum.  Finndu kærleikann vaxa hið innra með þé, finndu hvernig þú nærð að draga kærleikann fram í dagsljósið og finndu hvað er miklu miklu auðveldara að staldra við og njóta í kærleikanum og ástinni heldur enn í hatrinu.  Hatur er Tamas, tamasik hugsun getur verið eitur fyrir allla.  Afhverju að hata og vera reiður.  Við reiðumst öll, verðum vond útí sjálfan okkur og aðra og finnst lífið svo ósangjarnt af því við getum ekki gert hitt eða þetta sem aðrir hafa möguleika á að gera.  Til dæmis eru Gunna, Kalli og börnin að fara í mánaðarreisu og þau hafa unnið fyrir ferðinni, áskotnast aukavinna, krakkarnar borið út blöðin og allir leggjast á eitt til að safna fyrir ferðinni.  Í staðinn fyrir að öfunda þau sýndu þeim ást og virðingu og að gleðjast með náunganum er svo miklu fallegra og betra fyrir sálina en öfundinn.  Öfundsýki gætir hjá mörgum og þá sérstaklega konum.  Kvennfólk getur verið afbrýðissamt útaf ótrúlegustu atvikum eða hlutum og þá helst útí vinkonur sínar eða aðrara konur.  Eru semsagt afbrýðissamar útí aðrar konur!  Skoðum það aðeins!  Afhverju að vera afbrýðissöm útí bestu vinkonu mína þegar hún opnaði fallega verslun með yndislegum gjafavörum og blómum sem gleðja allt og alla.  Öfundsýki, hvað er það?  Hverjum líður vel af því að öfunda annann mann eða konu?  Engum, ég held barasta engum getur liðið vel.  Nei alls ekki.  Á ég að vera afbrýðissöm af þvi hún hafði trú á sjálfri sér og fylgdi sinni ástríðu og þorði að stökkva útí djúpu laugina?  En ég sit alltaf heima og þori ekki, er hrædd við áhættu, er hrædd við að missa allt, er hrædd við að mistakast!  Afbrýðissemi er Tamas, tamasik hegðun sem kemur einungis mér sjálfri í slæmt ástand og líður verra og verra í hatri og básúnast, tala ílla um, niðurlægja t.d. vinkonuna sem hafði trú og opnaði verslunina með því að segja þetta já blómaverslunin þarna á þessu svæði mun bara aldrei ganga upp, það mun engin koma í þetta hverfi eða keyra svona langa leið til að versla við hana.  Þetta er svo dapurt, vegna þess að um leið og þú fattar það, uppgötvar hið innra með þér hversu miklu miklu betra er að samgleðjast náunganum. Samgleðjast vinkonu þinni sem í keyrði áfram og lét draumin um litla blómabúð verða að veruleika, fann ástríðuna hjá sér til að kýla verkefnið af stað.  Og hvað með það þó að það mistakist og allt færi um koll.  Ætla ég þá að sitja heima og halda áfram að tala ílla um bestu vinkonu mína og hugsa með mér og segja upphátt jafnvel “já hún hefði svo sem átt að vita þetta sjálf”  ég sagði henni að þetta myndi aldrei ganga upp. Ég sem sagt gerði í því að draga niður úr ákafa hennar og ástríðu með niðurrifstali gagnavart verkefninu frá upphafi án þess að hafa einhverja snefil af þekkingu takið eftir, enga þekkingu á blóma- og gjafavöruverslun né rekstri á verslun.  Nei ég held að það sem svo miklu meira fallegra og kærleiksríkara að samgleðjast með vinkonunnni.  Samgleðjast ástríðunni sem hún ber í brjósti til að láta þetta ganga enda er þetta drifkrafturinn hennar.  Sömuleiðis ef um mistök væri að ræða og hún af einhverri ástæðu þyrfti að hætta með verslunina eða verslunarreksturinn myndi ekki ganga upp eins og ráð var gert fyrir þá ætla ég að vera fyrsta manneskja til að koma og styðja við bakið á henni, styrkja hana til að halda áfram og nota kærleikann, vonina og ástina um að allt verði í himnalagi þó verkefnið hafi ekki farið eins og til stóð.  Og ef betur er að gáð var ég kannski svona líka afbrýðissöm vegna ástríðunar sem hún bar í brjósti til verkefnisins. Hún framkvæmdi draumin, lét verða af því og vinnur af miklum kærleika að því sem hún er að gera til að láta allt ganga upp og að daglegur rekstur beri sig.  Ég er kannski bara afbrýðissöm vegna þess að ég sjálf já ég sjálf hef haft einhverja hugmynd í maganum til margra ára og ekki þorðað, ekki haft hugrekki né ástríðu til að framkvæma hugmyndina mína!  Já og útí hvern er maður afbrýðissamur eða reiður….   vegna þess að reiði og afbrýðssemi er sami hluturinn.  Ég varð reið og ég varð afbrýðissöm af því að ég sjálf þorði ekki, ég sjálf týndi kærleikanum og ástinni og sem öllu skiptir ÁSTRÍÐUNNI til verka og að framkvæma.

Elskum og leyfðu þér að elska. Ég hef þessa líkingu á afbrýðisseminni og svo reiðinni til þess að átta sig á því hversu langt við erum oft sokkin í eigin Tamas rugli.  Reiðin og hatur afhverju er það sprottið?   Afbrýðissemi? Hvaðan er afbrýðissemi sprottin?  Já maður spyr sig. Spurðu sjálfan þig næst þegar þú finnur fyrir afbrýðissemi, hvaðan er hún sprottinn og oftast á hún alls ekki rætur að rekja til þeirra manneskju sem þú heldur að þú sért afbrýissöm útí eða reið útí.  Hugsið ykkur að oftast verðum við konur afbrýðissamar útí aðrar konur!  Afhverju?   Og karlar verða reiðir, sýna reiði sína og vilja auðvitað alls ekki tala um það eins og við konurnar.  Við höfum hlutverk hér á jörðunni til að hjálpa og styðja við aðra og gefa af sér en ekki stela frá þeim og draga niður úr fólki með tamasik orku…  notaðu Sattviku orkuna og ástina og allt verður nákvæmlega eins og það á að vera.

Hættum þessari vitleysu, samgleðjumst náunganum og vinum.  Samgleðjumst maka okkar þegar honum gengur vel enn hafðu líka vit á því að hugga þá og hina sömu þegar þeim gengur ílla.  Við erum ekki hér á jörðu til að lifa í eymd og volæði, það er einhver ástæða fyrir veru okkar hér.  Ein spurning í lokin sem ég hef verið að velta upp annað slagið;

Afhverju tekur það okkur heila mannsævi                                                                                                                að átta okkur á því að stundinn er núna                                                                                                                  til að lifa, vera og njóta.      

Það er gott að kafa inná við og skoða sjálfan sig.  Egóið er svo mikið að tala og vill svo mikið stýra okkur eins og hugurinn fer með okkur í ferðalag og vill bara taka algerlega við.  Hugurinn og Egóið vinnum með það og hafðu kjark til að sjá hvað er að gerast hið innra með þér.  Egóið er útsjónarsamt og finnur sér leið til að taka okkur á sitt vald.  Hafðu kjark til að biðja um hjálp.  Kjark til að hætta og lxosa sig við þann leiðinlega ávana að vera afbrýðissamur eða reiður.

Í jarðaförum þá heyrist þessar línur hjá prestunum oftar en ekki, vitna þeir í bréf Páls til Korintumanna. Ég rakst á þetta og fannst bara svo fallegt að skutla þessu útí alheimin.  Ég og allir að taka sig saman og lifa lífinu núna í kærleika og ást, kærleika og von, kærleika og ástríðu.

Om Namo Bhagavate Vasudevaya

Ef þér líður ílla er alltaf gott að fara með kærleiksmöntruna 12 xinnum.  Kallaðu á hjálp hjá þínum Guði og þú færð svarið, svarið mun berast til þín. Mantran hjálpar til við að hreinsa í burtu og byggja upp kærleikann.  Kallar á kærleikann í hjarta okkar og býr til Sattva eða sattvika orku hið innra með okkur.

Jai bhagwan

 

unspecified-33

 

 

                                                                                                                                       

Jóganámskeiðin að hefjast í Shree Yoga setrinu.

20 Jul
20. July, 2016

Byrjendanámskeið 

9. ágúst – 1.september 2016
Þriðjud. og fimmtud. 12:00 – 13:00
Þriðjud. og fimmtud. 17:45 – 18:45
Verð: 20.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur.  Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga;

Öndun (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana)

yoga-men-side-plank2

Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og náum betri og meiri teygju og liðleika.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvisst fer ákveðið ferli í gang, leysum úr læðingi „prönuna“ eða lífsorkuna og hreinsun á sér stað í líkamanum, taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Allir geta stundað jóga, krakkar, unglingar, fullorðnir og einnig fólk sem á við veikindi eða fötlun að stríða. Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga.    Skráning hafin.

Spennandi nýtt jóganámskeið fyrir 60 ára og eldri.

8. ágúst – 31. ágúst 2016
Mánud. og miðvikud. 9:30-10:30
Verð: 20.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Námskeiðið 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.

maxresdefault

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
 Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. 
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, líkama og sál.  Endurgerir og endurnýjar þig.

Verið hjartanlega velkomin að koma í prufutíma í jóga og skoða nýja jógasetrið í Kópavogim,  Shree Yoga, Versölum 3- 2 hæð fyrir ofan Salarsundlaugina.

jean-dawson-yoga-sukhasana-500x333

 

Ayurveda og jóga

10. ágúst – 31. ágúst 2016
Miðvikudaga kl: 19-21:00
Mæting í morguntíma eða hádegistíma
Verð: 25.000 kr.
Athugið Takmarkaður fjöldi.
Kennari; Gyða Dís

Umbreyting til hins betra með jurtum, jóga og breyttum lífsstíl.námskeið

Hvað er Ayurveda?
Ayurveda eru systurvísindi jóga, hið forna og hefðbundna form læknisfræðinnar á Indlandi. Ayurveda eykur skilning okkar og ábyrgð á eigin heilsu og að ná jafnvægi með einstaklingsmiðaðri næringu og lífsstíl. Það er tilhneigin innan þjóðfélags okkar að telja að heilsa sé sú sama fyrir okkur öllm sértaklega þegar við tölum t.d. umfæði. En það er kannski ekki alveg rétt, það hentar okkur ekki öllum það sama, við lítum mismunandi út, skoðaðu í kringum þig. Kannski hentar þinni Dhosu/líkamsgerð að borða heitan mat þegar það hentar öðrum einstaklning að borða kaldan mat og svo framvegis. Við erum nefnilega öll mismunandi og þurfum því mismunandi hluti til að haldast hraust, líkamlega, tilfinningalega og hugarfarslega.

Hvað læri ég á námskeiðinu?Þú munt líta á sjálfa þig, líkama þinn og venjur þínar á algjörlega nýjan hátt. Þú munt læra að þú raunverulega hefur valdið og getuna til þess að leitast við að lifa heilbrigðara og hraustari lífi með því að skoða Ayurveda ~ Lífs Vísindin.

• Læra hvað Ayurveda er
• Kynnast þinni eigin líkamsgerð ~ Vata ~ Pitta ~ Kapha
• Læra daglega rútínu til að halda betri heilsu og jafnvægi með jurtum og mat ( innifalið er máltíð )
• Jógastöður sem koma jafnvægi á þína líkamsgerð
• Læra sjálfsnudd
• Læra hvernig má halda líkamanum skýrum og hreinum í gegnun “Neti”

Þú getur lesið meira um Ayurveda ~ Lífsvísindin hér á blogginu ( eldri færsla )

 

 

Man kind of spices in wooden bowl and spoons

Öllum námskeiðum er frítt í alla opnu tímanna í töflunni.  Kíkið á töfluna sem er að fæðast.  Nýjir tímar ofl. skemmtilegt!

Svo er auðvitað gott að skutla sér í Salarsundlaugina eftir dýrðar jóga og slökunartíma.  Ef spurningar vakna hafðu endilega samband, sendu mér tölvupóst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

Jai bhagwan

Kærleikur og ljós

Tímarnir, námskeiðin og H-in þrjú!

11 Jul
11. July, 2016

Alveg splunkunýtt sem við köllum H-in þrjú ~ 3xH; HANDSTAÐA, HÖFUÐSTAÐA OG HERÐASTAÐA

Nú þegar maður hefur meiri tíma þá situr maður yfir stundatöflugerð og námskeiðunum og innflutninginum í litla jógasetrinu Shree Yoga sem er vaxandi.  Námskeiðin hefjast í annarri viku í Ágúst eða þann 8/8/2016.

N Á M S K E I Ð  ~ Lokaðir tímar

 • Byrjendanámskeið
 • Framhaldsnámskeið
 • Ayurveda og jóga
 • Jóga fyrir 60 ára +
 • Anusara námskeið I & II
 • Einkatímar og ráðgjöf
 • Einkatímar og ráðgjöf
 • Hráfæði, súkkulaði og jóga
 • 3 x H ~ Handstöður, Höfuðstöður og Herðastöður ~Inversion
O P N I R T Í M A R
 • Hlýtt, Vinyasa flæði ~~ Nýtt!
 • Hatha jóga
 • Yin Yoga
 • Djúpslökun

Í Shree Yoga setrinu verður ávallt til hveitgrass og engiferskot sem er sérlega gott að skella í sig eftir morguntímanna.  Leggings og toppar frá Kdeer sjáið hér mikið úrval til, þægindin í fyrirrúmi og þú vilt helst ekki fara úr þeim.  Klofsaumurinn gerir þig enn kvennlegri og strengurinn er hár og þægilegur.

Manduka jógadýnur og jóga aukahlutir svo sem teppi, strapar, púðar, fatnaður og fleira sjáið hér Manduka jógadýna verður þinn sálufélagi í ferðalaginu.

Ayurveda ~ lífsvísindin, meltingin, kryddin og jurtirnar, Triphala og Kitcheri kryddblandan fæst hjá okkur í litlu jógabúðinni.  Hefur þú annars prufað Kitcheri pottréttinn?  Ef ekki getur þú komið á námskeið Ayurveda og jóga og lært um lífsvísindin, jóga fyrir þina líkamsgerð, mat og jurtir ofl sem hentar þinni dósu / líkamsgerð 🙂 doshurnar eru þrjár  VATA,  PITTA  OG KAPHA.

Væri gaman að fá skilaboð og komment frá þér um óskatíma í jóga ~ er þinn óskatími snemma á morgnanna eða á kvöldin?  Þú getur sent mér tölvupóst á [email protected]

Hlakka til að hefja fulla starfsemi í águst með ykkur. Og megið endilega láta boðskapinn um nýtt jógastúdíó í Kópavogi flæða með í ferðalaginu.  Takk takk og JAI BHAGWAN.

 

Ps…  fyrirhugað er einnig að eiga til góða næringu til að taka með sér í vinnuna og jafnvel hrákökusneið eða konfekt. Allt í bullandi vinnslu og hönnun.  Þetta er klikkað gott búst, hindberja, Vanillu ó ég elska vanillu og svo súkkulaði og allt í sama bústinu nammmmi nammi gott!

 

búst kl