Archive for month: May, 2016

Júní áskorun!

27 May
27. May, 2016

Júní áskorun er kvið áskorun á Instagrami undir #kviðaskorun #juniaskorun í boði @gydayogadis og takið myndir fyrir og eftir.  Þið megið alveg ráða því sjálf hvort þið skellið inn mynd inná #myndfyrirogeftir eða hvort þið sendið mér mynd og við setjum þær svo saman þegar við klárum námskeiðið í lok júni.

images

Þetta er bara gaman.  Ég mun birta nokkrar kviðæfingar í hverri viku á instagraminu mínu @gydayogadis fyglist endilega með mér og “follow” til að fá upplýsingar beint í æð.  Það verður munur trúðu mér en kviðæfingar verður þú að gera daglega í 10 mínutur í senn með hléum 🙂   Hvernig líst þér á?

Ég er þekkt fyrir ansi marga vitleysuna og þetta er ein af þeim.  Þið munið eflaust eftir handstöðuáskoruninni….  ég stóð á höndum uppá hvern einn og einasta dag í eitt ár og tók myndir hér og þar um bæin inni og úti jafnt á Íslandi sem erlendis og póstaði inná   Til þess meðal annars að geta verið í höfuðstöðunni í 5 mínútur þarf gríðarlegan kviðstyrk….  þegar þú ert farin að ná því þá gerum við meðal annars ýmsar kviðæfingar í höfuðstöðunni.

Unknown

Verðlaunin sem í boði eru er hreinlega þú sterkari þú til þess að gera það sem þig langar að gera dags daglega.  Bakverkir t.d. í mjóbaki er oftar en ekki vegna lélegra kviðvöðva.  Arm balance stöður t.d. handstaðan þú þarft að hafa góðan kvið, 8 pack, hliðarkviðvöðva, bakkviðvöðva.  13244655_10154161420282346_4031199594674964915_n

Leikurinn er einfaldur þú tekur mynd af þér fyrir og eftir.  Fylgir mér á Instagramminu ég mun nefnilega ekki pósta á blogginu mínu né á Facebook aðeins á Insta.

JÚNÍ ~ JÚNÍ ~ JÚNÍ ~ er mánuðurinn….  vertu með ~ þú ert aldrei of gamall/gömul né of ung eða ungur til að hefja leikin.

Er orðin megaspennt að byrja 1. júní 2016.

Jai bhagwan

 

Ayurveda og Jóganámskeið

17 May
17. May, 2016

Umbreyting til hins betra með jurtum og breyttum lífsstíl.

Hvað er Ayurveda?
Ayurveda eru systurvísindi jóga, hið forna og hefðbundna form læknisfræðinnar á Indlandi. Ayurveda eykur skilning okkar og ábyrgð á eigin heilsu og að ná jafnvægi með einstaklingsmiðaðri næringu og lífsstíl. Það er tilhneigin innan þjóðfélags okkar að telja að heilsa sé sú sama fyrir okkur öllm sértaklega þegar við tölum t.d. um fæði. En það er kannski ekki alveg rétt, það hentar okkur ekki öllum það sama, við lítum mismunandi út, skoðaðu í kringum þig. Kannski hentar þinni Dhosu/líkamsgerð að borða heitan mat þegar það hentar öðrum einstaklning að borða kaldan mat og svo framvegis. Við erum nefnilega öll mismunandi og þurfum því mismunandi hluti til að haldast hraust, líkamlega, tilfinningalega og hugarfarslega.

Hvað læri ég á námskeiðinu?
Þú munt líta á sjálfa þig, líkama þinn og venjur þínar á algjörlega nýjan hátt. Þú munt læra að þú raunverulega hefur valdið og getuna til þess að leitast við að lifa heilbrigðara og hraustari lífi með því að skoða Ayurveda ~ Lífs Vísindin.

• Læra hvað Ayurveda er
• Kynnast þinni eigin líkamsgerð ~ Vata ~ Pitta ~ Kapha
• Læra daglega rútínu til að halda betri heilsu og jafnvægi
• Jógastöður sem koma jafnvægi á þína líkamsgerð
• Læra sjálfsnudd
• Læra hvernig má halda líkamanum skýrum og hreinum í gegnun “Neti”

námskeið
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 18.mai kl: 17-19 og stendur til 13. júní. Opið í alla tíma í töflu Shree Yoga á meðan námskeiðinu stendur. Verð er krónur 25.000.- fæði og námskeiðsgögn innifalin í verði og afsláttur af mánaðarkorti að loknu námskeiði.

Athugið Takmarkaður fjöldi.
Skráning hér og [email protected]

Staðreyndir um Ayurveda;
Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.

IMG_4626_Fotor

Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.

Matarræðið tekið í gegn skv. Ayurvedic fræðunum og yogaæfingar á hverjum degi – hér erum við aðallega að tala um að byggja upp heilsuna – byggja upp gott meltingarkerfi til þess að þér geti liðið sem best í eigin líkama/musteri. Ef ristillinn og meltingarkerfið í heild sinni er ekki að vinna og skila því sem þarf að skila getur það verið ávísun á veikindi og skv. Ayurvedic fræðunum þá byggist almennt heilbrigði á því að meltingin sé starfhæf og í lagi.

Man kind of spices in wooden bowl and spoons

JAI BHAGWAN

Hvað er Mudra?

06 May
6. May, 2016

Mudra þýðir handastaða. Mudrur eru oft notaðar í tengingu við öndunaræfingar og hugleiðslur til að skapa ákveðin áhrif. Taugaendar í fingrum og höndum eru tengdar upp í heila. Með stöðum og hreyfingum er starfsemi heilans örvuð og þar með áhrif höfð á gjörvalla líkamsstafsemina, hugann og hjartað. Mjög

Mudras, með því að setja hendur í Mudra ertu í reynd að bæta meðal annars líkama þinn, andlega og andlega velferð. Í Ayurveda vísindunum þá eru efnin fimm eða eiginleikunum fimm skipt á hvern fingur.

Element /Efnin eru fimm;    loft, eldur, vatn, jörð og eter/rými.

Þumalfingur táknar eldinn, vísifingur er loft, löngutöng er eter/rými og baugfingur er jörðin en litli fingur er vatn.

1-298x300

 

Á snerta fingurgómunum saman á mismunandi vegu eða til annarra hluta lófa orkubrauta  jafnar orkuflæðið (Prana) innan líkama okkar, og orkan ferðast um taugar örvar orkustöðvarnar. Í sanskrít, Mudra þýðir bókstaflega stelling / innsigli og hefur verið notað í mismunandi trúarbrögð, list, jóga og hugleiðslu í langan tíma.

Í litla sæta hand blogginu mínu í dag ælta ég að tala um Prana Vayu Mudras eða Bhairav Mudra

6a00d834539cc469e200e553a7d2ea8834-600wi

Bhairava and Bhairavi mudras þessi handsstaða kemur oft ósjálfrátt upp hjá mörgum þegar þeir setjast niður í öndunaræfingar eða hugleiðslu. Önnur hendin einfaldlega hvílir ofan á hinni hendinni og báðar hendur hvílast og lófar snúa upp og þumlarnir snertast. Bhairava er þegar hægri hendin hvílir ofan á þeirri vinstri og táknar karlægu hliðina Shiva sem hvílir ofan á þeirri vinstri. Bhairavi er þegar vinstri hendin sem táknar kvenlægu hliðina Shakti þegar vinstri hendin liggur ofan á þeirri hægri. Bhairava er mjög kröftugt “powerful” form af Shiva og Bhairavi Shakti er meðvitund.

Nú getur þú prufað allavega MUDRAS.  Sestu niður í þægilega setstöðu – þína setstöðu Shukasana eða Lotus Pose og prufaðu handstöðurnar og hvort þær opni fyrir orkubrautirnar þínar og aðstoði þið í daglega lífinu til að róa þig niður.  Bhairav Mudran er öflug ef þú átt við t.d.  kvíðavandamál að stríða og eða spennu um líkama þinn þá eru hún virkilega góð.  Sömuleiðis getur þú prufað Anjali Mudra eða í bænastöðu sem við notum alltaf þegar við lokum jógatímanum í Shree Yoga.

Anjali mudra þýðir í raun insigli á að heiðra sjálfan sig og aðra.

Þetta verða lokaorðin á litla fallega handblogginu mínu í dag.  Já löngu tímabært blogg.  Ég ætla gefa mér enn betri tíma og setja fleirri Mudra’s / handstöðu og bæti við þetta blogg á næstu dögum.

PH-47-Edit-Edit

Prana mudra er ein mikilvægasta mudran.  Prana er lífsorka og Prana mudra viðheldur þeirri lífsorku sem er til staðar í líkamanum og eykur hana um leið.  Prana Vayu er 1 af 5 Vayusanum, er í raun öndunin sjálf, þú andar að þér lífsorkunni og vekur upp þá orku sem fyrir er í líkamanum. Prana mudra er einnig sögð hafa góð áhrif á sjónina, minnkar taugastreytu og róar líkama og gefur innri frið. Sagt er að að Prana mudra hafi áhrif góð á alla sjúkdóma.  Virkir Rótarstöðina ~ Muladhara neðstu orkustöðina.  Þú setur þumalfingur og litlafingur og baugfingur saman… fingurgómarnir snertast og langatöng og vísifingur eru beinir, lófin vísar upp í loft.

Unknown-3

Gayan mudra eða Chin mudra er mudra þekkingar og lærdóms. Styrkir loft frumefnið / Air element í líkamanum.  Fingurgómarnir mætast og sagt er að Gayan mudra auki virkni innkirtlastarfseminar.  Ávinningurinn af þessari sem og öllum mudrum er mikill.  Til dæmis eykur mudran minni og skerpir heilastarfsemina, hjálpar við einbeitingu og þegar Chin mudra er reglulega æfð þá léttir á þunglyndi og reiði.

images

Prithvi mudra eykur jarðar frumefnið / earth element. Jörðin er mikilvægur hluti meðal annars af beinum, brjóski, húð, hár, neglur, vöðva, sinar og innri líffæri.  Prithvi mudra byggir og endurnærir þessa vefi og styrkir beinin.  Byggir upp traust og styrk, dregur úr streitu og máttleysi.  Hjálpar til við þyngdaraukningu, bætir meltingu, eykur blóðflæði og styrkir Kapha doshu.   Þumalfingur og baugfingur saman og hinir fingur eru beinir.

Prithvi-earth-mudra

Jal Mudra styrkir frumefnið vatn / water element. Eykur vatnsbúskapinn í líkamanum og kemur í veg fyrir vatnsskort og hvers konar þurk.  Viðheldur eðlilegu vökvajafnvægi í frumum, vefjum, vöðvum, liðum og brjósk. Hefur áhrif á tungu og bragðskyn.  Jal mudra nærir húðina, vinnur á húðsjúkdómum, eykur blóðflæði og dregur úr vöðvaverkjum.  Hjálpar til við að opna hjartastöðina ~ Anahata chakra og hentar vel í hugleiðslur.

jal-mudra-water-element

Vishnu mudra þessa handstöðu notum við þegar við gerum öndunaræfinguna Aniloma Viloma ~ Nadi Shodana eða Víxlöndun.  Vísifingur og langatöng eru inní lófanum, lokar hægri nösinni með hægri þumli ( notum alltaf hægri hendinga ) og andar út með vinstri nös…  því næst andar þú inn og lokar með hægri baugfingri, rétt tyllir fingrunum á nasir þarf ekki að þrýsta.

vishnu mudra

 

Ofangreindar mudrur gefa okkur hugmynd um það hvernig við getum notað hendurnar til þess meðal annars að stjórna efnunum eða elementunum í líkama okkar og virkja orkubrautirnar NADIS.  Prófaðu þessar í þinni ástundun og sjáðu eða finndu ávinningin af hverri og einni fyrir sig.

hsmudracenter

Orkustöðvarnar eru sjö;

  • Rótarstöðin    ~ Muladhara ~ Hárauð
  • Hvatarstöðin  ~  Svadisthana ~ Appelsínugul
  • Sólarplexus         ~ Manipura ~ Skærgul
  • Hjartarstöðin ~ Anahata ~ Fagur græn
  • Hálsstöðin       ~ Vishuddha ~ Blá
  • Ennisstöðin        ~ Ajna ~ Fjólublá / fjólliluð
  • Hvirfilsstöðin     ~ Sahasrara ~ Ljósbleik / hvít

 

Orkubrautirnar í líkamanum erum 72.000-  þrjár aðal orkubrautirnar eru;

  • IDA kalda orkubrautin
  • PINGALA heita orkubrautin
  • SUSHUMA sem hefur með taugakerfið að gera.  Fer þvert í gegnum allar orkustöðvarnar. Sjálfráða og ósjálfráða taugakerfið og er í raun aðal orkubrautin.  Orkubrautirnar mynda svokallaða fléttu utan um orkustöðvarnar.

 

nadi-ida-pingala-costa-rica-yoga-teacher-training

Þetta efni er mjög spennandi og þið getið leitað enn frekari upplýsinga á internetinu.

Gangi ykkur vel í ferðalaginu ~ megi ferðalagið vera ykkur frjósamt og umfram allt skemmtilegt.


J A I   B H A G W A N