Archive for month: March, 2016

Páskar og þitt páskasúkkulaði.

22 Mar
22. March, 2016

Hvert er þitt uppáhalds súkkulaði?  Hjá mér er það ofureinfalt; það sem ég bý til hverju sinni. Ég græjaði saman súkkulaði sem ég kalla ” Súkkulaðisæla með saltkaramellufyllingu ”  himneskt algerlega og brjálæðislega gott. Sjávarsaltið íslenska  þetta vestfirska er lang best og á svo skemmtilega vel við hráfæðissúkkulaði!  Ég er súkkulaðifíkill manstu!

Nú eru að koma páskar og þjóð og börn sérstaklega fá endalaust af páskaeggjum sem er auðvitað svo spennandi ..  þau tala sín á milli og metast aðeins um fjöldan, hey jú ég fékk 3 páskaegg – en þú?  Spyrja þau hvert annað, svo er það gúmmelaðið sem er inní eggjunum…  allavega hlaup og ýmis góðgæti en það má nú alveg minnka aðeins og kannski reyna koma pínu hollara súkkulaði inní hringiðuna.  Afmarka við eitt páskaegg ef hægt er mögulega,  ég skil það alveg fólk vill halda í hefðirnar og vera með  sitt ekta uppáhalds Nóa og Síríus páskaegga, eða Góu og þar fram eftir götunum.

En veistu ef þig langar til að prufa að græja þitt eigið súkkulaði þá það er ofureinfalt, það sem vex oftast í augu er þekkingarleysið á hráefninu en þú getur fengið það nánast allt útí Bónus… í heilsuhillinni og svo æfir þú þig og setur út það allavega þitt “super uppáhalds stöff” sem þú átt til – og það sem þig langar í hverju sinni.  Auðvelt að aðlaga fyrir börnin með bragðefnum t.d. dropum – appelsínu, myntu, jarðaberja, banana eða bara t.d. appelsínubök úr líffræni appelsínu.  Droparnir sem ég nota eru frá Medicene Flower…   http://www.medicineflower.com/flavorextracts.html

í Mogganum föstudag 18. mars síðastliðin var pínu viðtal við mig og þá gaf ég upp þessa uppskrift sem er mitt uppáhalds akkúrat núna.  Karmamellufyllingin er hrein dásemd og alls engin vísindi í að búa til, hér eru góðar uppskriftir af möndlusmjöri og döðlussultu eða döðlupaste.    Gangi þér vel!

Súkkulaðisæla með saltkaramellufyllingu

Súkkulaði

Hér er grunnuppskrift að súkkulaði sem ég fer alltaf eftir. Svo bæti ég út í alls kyns góðu hráefni, eftir því hvað ég á til og hvert tilefnið er.

Það skemmtilegasta við súkkulaðigerðina er hversu fjótleg og einföld hún er. Það albesta við hrásúkkulaði er að það er bæði frábærlega gott og meinholt. Það er hægt að fá sér hrásúkkulaði í morgunmat ef mann langar til, enda er það stútfullt af magnesíum og öðrum góðum steinefnum. Grunnsúkkulaðiuppskriftin er frá Sollu á Gló, í minni útfærslu. Hráefnið fæst flest allt í heilsuhillu Bónus.

Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu,Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“.

Hráefni:

½ bolli kaldpressuð kókosolía

½ bolli kakósmjör

¼ bolli kakó paste (má sleppa)

1 bolli hreint kakóduft

½ bolli hlynsíróp eða önnur sæta t.d. agave síróp

1 msk. kókospálmasykur

1 msk. vanilla (mín uppáhalds er Medicene flower)

1 tsk. maca (má sleppa)

1 tsk. lucuma (má sleppa)

1-2  tsk. grænt duft ( má sleppa )

Svo bætist við slatti af kærleika og ást og best er að hlusta á fallega möntru á meðan þú útbýrð súkkulaðið, „fæðu guðanna.”

Þú getur svo einfaldlega leikið þér með grunnuppskriftina og bætt út í hana því sem þú vilt, Til dæmis appelsínu-, piparmyntu-, jarðarberja- eða  bananadropum, eða hverju sem þér dettur í hug og átt í skápnum. Lakkrísduft er til dæmis rosalega gott. Í venjulegri konfektgerð bæti ég pínu salti út í grunnsúkkulaðið, kanil og kardimommum. Passaðu þig á sætunni sem þú notar. Leiktu þér og prófaðu þig áfram og hægt og rólega getur þú kannski minnkað sætuna aðeins!

Aðferð:  

Settu kakósmjör og kakópaste í stutta stund í vatnsbað þannig að leysist upp. Taktu þá blönduna úr vatnsbaðinu og bættu saman við kókosolíu og sætu og hrærðu í. Loks blandarðu út í kakódufti, vanillu og salti.

Á páskum breyti ég út af venjunni og hef grunnsúkkulaðiuppskriftina mína vel þykka. Svo valdi ég að nota stærri gerðina af pappírsformum.

Helltu helmingnum af grunnsúkkulaði í botninn á formunum og frystu á meðan þú útbýrð saltkarmellufyllinguna.

IMG_1750

 

 

 Saltkaramellufylling

1/2 bolli möndlusmjör, hægt að kaupa tilbúið en einfalt að búa til sjálfur (sjá uppskrift)

½         bolli hlynsíróp

½ bolli döðlumauk (sjá uppskrift)

2 sk. vanilla

1/8 tsk. sjávarsalt

Aðferð:

Settu möndlusmjör, sætu og döðlumauk í blandara (vitamix) þar til orðið nokkuð mjúkt en stoppaðu af og til til að skafa niður með hliðum, má vera pínu „crunchy” (gróft).

Smyrðu karmellufyllingunni á ískalda súkkulaðibotnana, gott er að hafa hana í þykkari lagi.  Skelltu aftur í frysti í smá stund. Því næst hellir þú restinni af súkkulaðinu yfir fyllinguna og frystir í 5-10 mínútur til viðbótar, settu þá kurlaðar möndlur yfir og stráðu sjávarsalti í kantana. Svo er þessari dásemd skellt aftur í frysti og hún tilbúin eftir 1 klst. Súkkulaðið geymist vel í frysti, gott að taka það út 10 til 20 mín. áður en þú ætlar að gæða þér á því, og bjóða öðrum.

 

2348164-the-best-salted-caramel-sauce

 

 

Möndlusmjör

almond-butter-31

4 bollar möndlur, ég legg þær alltaf í bleyti sirka 8 klst. geri þær lifandi ( spíra þær ) því næst þurrka ég þær í þurrkofni  (valkostur) Athugið að það má alls ekki vera raki í möndlum!  En þið getið að sjálfsögðu notað möndlurnar án þess að leggja í bleyti.

¼ bolli         kókosolía

1 tsk. sjávarsalt

Aðferð:

Möndlur settar í matvinnsluvél með S blaði og

malaðar. Bættu kókosolíu og salt út í, leyfðu þessu að ganga í sirka 12 mín. Hér þarf smá þolinmæði en þetta er allt þess virði, þú færð ekki betra möndlusmjör en heimagert! Geymslutími sirka 4 mánuðir í ísskáp.

 Date Paste GF SCD

DÖÐLUMAUK

2    bollar döðlur, steinlausar, lagðar í bleyti sirka 10 mín

¼ tsk sjávarsalt

örlítið af sítrónusafa til að halda ferskleikanum

Allt sett í blandarann og maukað. Þetta döðlumauk er frábært og gott sem álegg, út í smúþí eða sem sætuefni í hrákökur.

 

Viðtalið við mig í Mogganum þann 18. mars er hér;

10371520_971636706255311_5713954622970927835_n

 

Njótið elskurnar og gleðilega páska krakkar.

J A I    B H A G W A N

Súkkulaði og Jóga ~ námskeið

18 Mar
18. March, 2016

Þá er komið að því að setja saman síðasta súkkulaðinámskeiðið fyrir páska.

Jóga og hráfæði.. skemmtileg blanda sem hefur verið hvað vinsælust hjá mér.  Langar þig til að bæta þig í t.d. höfuðstöðunni og læra aðeins betri tækni til þess að komast áleiðis í handstöðu og aðrar “arm balance” handstöðu jógastöður.  Já þá er tíminn núna!!

Mánudaginn 21.mars n.k. kl: 19:00-21:30 verður námskeið í skúkkulaði gerð og jóga, ætla einnig að kynna fyrir ykkur hvað Anusara jóga er.  Já þetta verður gaman og skemmtilegt ferðalag með ykkur.  Það er ofureinfalt að gera sitt eigið hráfæðissúkkulaði…  alltaf gott að eiga slíkt til í frystir þegar löngunin sækir á þig.

Námskeið;

Hráfæði & Jóga

Mánudaginn 21.mars

verð krónur 6.000-

 

Hér er viðtal við mig sem birtist í MBL 18.mars 2016

10371520_971636706255311_5713954622970927835_n

 

Kíktu á viðburðin á facebook síðunni minni…   Shree yoga – jóga með Gyðu Dís.

 

Kærleikur og ljós…  Jai bhagwan.

Byrjendanámskeið & Jóga fyrir 60 ára og eldri

10 Mar
10. March, 2016

Byrjendanámskeið 

17. mars – 12. april
Þriðjud. og fimmtud. 12:00-13:00
Verð: 20.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur.  Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga;

Öndun (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana)

yoga-men-side-plank2

 

Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og náum betri og meiri teygju og liðleika.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

 

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvisst fer ákveðið ferli í gang, leysum úr læðingi „prönuna“ eða lífsorkuna og hreinsun á sér stað í líkamanum, taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stíga út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Allir geta stundað jóga, krakkar, unglingar, fullorðnir og einnig fólk sem á við veikindi eða fötlun að stríða. Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga.    Skráning hafin.

Spennandi nýtt jóganámskeið fyrir 60 ára og eldri.

30. mars – 27. april
Mánud. og miðvikud. 9:30-10:30
Verð: 20.000 kr.
Kennari; Gyða Dís

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Námskeiðið 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.

maxresdefault

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.
 Gerðar verða léttar æfingar bæði á stól og á gólfi sem auka teygjanleika og mýkt, bæta jafnvægi og stöðugleika. 
Í lok hvers tíma er góð slökun sem gefur góða hvíld og nærir huga, líkama og sál.  Endurgerir og endurnýjar þig.

Verið hjartanlega velkomin að koma í prufutíma í jóga og skoða nýja jógasetrið í Kópavogim,  Shree Yoga, Versölum 3- 2 hæð fyrir ofan Salarsundlaugina.

jean-dawson-yoga-sukhasana-500x333

 

Svo er auðvitað gott að skutla sér í Salarsundlaugina eftir dýrðar jóga og slökunartíma.  Ef spurningar vakna hafðu endilega samband, sendu mér tölvupóst [email protected]  eða hringdu í síma 822 8803

Jai bhagwan

Kærleikur og ljós

Velkomin heim til íslands!

05 Mar
5. March, 2016

Þessi orð í hátalarkerfi Icelandair elska ég.  Já eftir 22 tíma ferðalag var ég loks að komast á áfangastað og hitta mína elskur allar nema auðvitað þann yngsta sem er enn í Danmörku.

Ég kom heim aðfaranótt laugardags fyrir viku síðan eftir eins og ég segi langt og strangt ferðalag frá Chiang Mai ~ Thailandi.  Ég var yfir mig hrifin af landi og þjóð, ferðaðist lítillega, var staðset í norður Thailandi þar sem loftslagið er frekar gott en fór ásamt góðri amerískri vinkonu sem ég kynntist í náminu til Krabi í suður Thailandi á ströndina í 4 daga.  Það var ansi ljúft líf, liggja og hvíla sig í mjúkum sandinum, gera jóga og drekka kókosvatn og borða framandi ávexti og taka nokkur sundtök í sjónum.  Fegurðin var gríðarleg og og þar hitti ég einu íslendingana sem ég hitti allann þennan tíma í Thailandi og það var upplifun og mjög gaman!

Enn nú hef ég öðlast kennararéttindi í Anusara Yoga sem er ;

Anusara Yoga, eða “Jóga hjartans” var stofnað af John Friend í 1997. Fyrrum nemandi Lyengar (hins fræga sem lést í fyrra). Hann þróaði Anusara kerfið. Það eru ákveðnar reglur og valkostur er varðar innsetningu hvers tíma t.d. er alltaf farið með OM í upphafi tíma og lok tíma og ákveðin mantra sungin á Sanskrit. Jógakennarinn undirbýr flæði gaumgæfilega fyrir hvern tíma ásamt þema … vel skipulagt og það eru nokkar hæðir í jógatímanum. T.d. er alltaf tekin handstaða. Anusara jóga er kerfi sem getur hjálpað við að lina þjáningar og koma í veg fyrir veikindi og meiðsli. Vinna með hjartað, sveigjanleika, úthhald, styrk og jafnvægi, flæði, hugur, líkami og sál. Innri friður.

Það má segja að í Anusara jóga erum við alltaf að leita og kafa eftir því góða og hinu guðdómlega hið innra með okkur.  Sjá það góða í hverjum og einum til þess að öðlast færni til að sjá og finna það hjá sjálfum sér. Meðal annars með því að; vekja upp hjartastöðina og meðvitundina, stöðugleika og gleðina hið innra. Gleðin endurspeglast, hún og leyfir hjartanu þínu að skýna eða glitra þessu góða út í samfélagið og alheimin. Það er mjög mikil áherslu á hvernig líkamsstaðan er, jógakennari aðstoðar og leiðréttir nema í tímum. Ávinningurinn er að nemandinn öðlast góða meðvitund um líkamann sinn og fer öruggur í jógastöður, nær enn meiri opnun og tengslum við sjálfan sig og jógastöðuna sem kennarinn leitast við að koma nema í með virðingu fyrir hverjum og einum og þú ert alltaf á þínum eigin forsendum og enn og aftur hlustar á líkama þinn.  Með djúpri virðingu fyrir því liðna, ósk um bjarta framtíð með þakklæti og kærleika fyrir því sem er.

Anusara jógakerfi er heilandi og heillandi kerfi og býð ég uppá 5 vikna námskeið sem verður 1 x í viku í 2 1/2 tíma í senn.  Lokað námskeið og verður takmarkaður fjöldi…  ef þig langar til að vera með endilega sendu mér skilaboð því fyllast fer í námskeiði!

12782037_10209036612380920_1896086667_n

Þakklæti til alls sem er ,  ég að útskrifast með Anusara Jógakennararéttindi.

 

Í Thailandi öðlaðist ég einnig enn meiri þekkingu og lærdóm á Thai Yoga Bodywork Massage sem ég tók réttindi í hérlendis fyrir tæpu ári síðan. Þessi tegund nuddi er oft kallað “yoga hvíta mannsins” hefur verið aðlagað að jógateygjum og nudd á orkubrautir og gríðarlega áhrifaríkt og heilandi nudd fyrir alla.

unspecified-1

Hér erum við fullklædd ég með húfu í dúnúlpunni og peysu, ullarhosum að læra aðeins meira í Thai Yoga Massage.

Lífið er skemmtilegt og núna er ég búin að opna litla sæta jógasetrið mitt SHREE YOGA á sama stað og ég hef verið að kenna í Versölum 3, 201 Kópavogi í Gerpluhúsinu og fyrir ofan Salarsundlaugina.  Alger forréttindi að hafa sundlaugina í sama húsi með góðum pottum og einum ísköldum!

Ég valdi nafnið Shree vegna þess að fegurðin, gleðin og góðvildin í nafninu er svo sterk og höfðaði til mín um leið og það nafn fann mig!   Tímataflan í Shree Yoga er hér : http://gydadis.is/timatafla/

SHREE ~ SRI ~  SHRI misjafnt hvernig þú skrifar og hljómburðurinn fannst mér fallegastur eins og ég valdi!

Sem titill ( Sri Lanka, Sri Swami Satchitananda)

SHREE merkir meðal annars hið guðdómlega í öllu sem er, glitrandi fegurð að innann sem utan, gleði og hamingja, góðvild, glitur í augu, stjörnur á himni og Gyðjan Lakshmi er verndari.

lakshmi

Lakshmi (or Laksmi) is the Hindu goddess of wealth, good fortune, youth, and beauty. She is the wife of the great god Vishnu and the pair is often worshipped in tandem as Lakshmi-Narayana.  Just as her husband has many avatars when he descends to earth so too Lakshmi takes on different forms:  

  • Sita, wife of lord Rama
  • Dharani, wife of Parashurama,
  • Queen Rukmini, wife of Krishna
  • Padma, wife of Hari

Lakshmi may also be called Lokamata, ‘mother of the world’ and Lola, meaning fickle, in reference to her seemingly haphazard dispensation of good fortune.   Ég þýði fljótlega!

Þessi bloggsíða verður áfram með ýmsum breytingum og uppfærslum þó.   Betri og aðgengilegri og Shreeyoga.is þá ferðu inná þessa síðu.  Ég mun setja Logoið mitt hér inn fljótlega en þetta geti þið séð hér og nú 🙂

12803077_1730862267149135_4791763710317918428_n

 

Námskeiðin mín hefjast þann 14. mars n.k. og verður gríðarlegt úrval af tímum í töflunni sem vonandi gæti hentað þér og ykkur sem lesið bloggið mitt!

NÝTT!

  • ANUSARA YOGA   ( lokaðir tímar / námskeið )
  • Jóga fyrir 60 ára og eldri
  • Inversion ( höfuðstöður & herðastöður )
  • Öndun & hugleiðsla leidd
  • Mjúkir jógatímar / Restorative eða endurhlöðun og uppbygging með púðum og rúllum ofl..

Kíktu við hjá mér í setrið Shree Yoga og ég tekk alltaf glöð og þakklát á móti þér.  Úrval af Kdeer jógafatnaði og Manduka jógadýnum og fylgihlutum.

profile-image

Þessar koma í næstu viku!

12802840_10153936363512346_8407964187771558941_n

Megir þú finna hina guðdómlegu fegurð hið innra með þér og leyfa hjartanu að lýsa upp alheimin.

Jai bhagwan.