Archive for month: January, 2016

26 Jan
26. January, 2016

Ég ákvað það í fyrrasumar að fara til Thailands til að nema og upplifa jóga og Thai yoga bodywork massage í Janúr 2016. En svo voru ýmsir hlutir sem komu upp og frestaði ferðinni og hugsaði ekkert um það.  Þar til bara um áramót varð góð breyting allt gekk upp og dísin keypti famiða til Thailands fyrir tilstilli allra minna stuðningsmanna sem eru eiginmaðurinn og strákarnir mínir.

image

Hér er ég að læra Jóga nefnt ANUSARA jóga sem er magnað og virkilega djúpt jóga, jógastöður sem þið flest þekkið en nálgunin og hugmyndafræðin svolítið önnur en í venjulegum Hatha jóga tíma eða Prana Power tíma. Í stuttu máli þá er ég algerlega fallinn fyrir þessari tækni. Hér er verið að hugsa um að koma í veg fyrir meiðsli. Stöður séu réttar, axlir, mjóbak… já mjóbak t.d. þar sem ég hef verið að eiga við pínu mjóbaksvandamál þá er þetta algerlega nýr heimur. Mikið um “assistant” í Anusara jóga sem er angi af Lyanger Jóga.imagee

Ástæðan fyrir því að ég valdi Thailand og ANUSARA jóga var sú að Jonas Westring kom til Íslands síðastliðið sumar, hitti hann reyndar fyrst fyrir tveimur árum í workshopi á íslandi og heillaðst strax af því sem hann var að gera. En sl. Sumar þá kom hann og var með námskeið í Thai Yoga Bodywork Massaga sem ég tók og útskrifaðist með Diploma í Thai yoga nuddi sem er bara klikka nudd – crazy gott fyrir alla sér í lagi íþróttafólk; hlaupara, fimleikafólk, jóga og svo lengi mætti telja. Í lok námskeiðsins átti ég dag með Jónasi á Íslandi og fór með hann í göngu á Esjuna í fallegu veðri uppá topp og í sjósund. Ég átti góðar stund með honum og við gátum talað og rætt þessi mál vandlega og hér er ég… í Chiang Mai núna.

Jónas er sænskur en hefur búið síðastliðin 20 ár bæði í Ameríku og Thailandi, hann er alþjóðlegur kennari sem ferðast víða hér getið þið séð síðuna www.shantaya.com og frekari upplýsingar.

imageEn aftur að ANUSARA jóga, árið 1997 stofnaði Johmn Friend Anusara yoga sem snýr að þessum hliðum jóga sem við þekkjum (Hatha, Jnana og Bhakti) hjalpar við að opna allar hliðar í að vera eitt… huga – líkama og sál.

Upphaf og opnun fulls… hvernig er staðan, hvernig er líkamsbeitingin, hvernig opnar þú til fulls?

Meira um Anusara jóga.. yogadísin er að sjóða saman nýja stundatöflu í nýja jógastrinum mínu í Gerplusalnum í Kópavogi sem mun hefjast 29 febrúar kl 6:15 já hefðbundnu morguntímarnari verða til staðar.. þeir mega ekki detta út! En ég er einnig að hugsa um að vera með einn tíma í viku jafnvel laugardaga og sá tími er lokaður ANUSARA jógatími (ef ég næ kennararéttindunum) sá tími verður í það minnsta í tvær klukkustundir. Meira um það síðar hvað verður gert í tímanum sem er fyrir alla já líka byrjendur og það skiptir máli fyrir okkur strax og sér í lagi þegar við erum ung að byrja í jóga að huga að réttri líkamsbeitingu svo líkaminn haldi áfram að styrkjast og eflast ekki ofgera og skemma eða meiða. Ef þú ert komin þanngað hafir t.d. slasað þig eða meitt í jóga ~ leyfðu þá jóga að laga “fixa” þig og endurgera!

En í stuttu máli um ferðina mína sem tók ansi langan tíma vegna tafa í Oslo 4 klst og 20stiga frost – var verið að afhýsa mótorana en Thai air kom mér alla leið og ég var nú ansi þreytt og lúin í 1 dag eftir ferðalagið og líka það að fara svona langt í fyrsta skipti alein og þurfa stóla á sig á allann hátt… ég veit ungu krakkarnir gera það auðveldlega ferðast um allann heim Indlands, Colimbiu, Vietnam og svo mætti lengi telja en jú þegar maður eldist aðeins verður þetta svona aðeins meira “scary” að fara einn… ég gat þetta alveg og er bara nokkuð stolt af mér að hafa ákveðið að fara í þetta stóra og mikla ferðalag í minni leið ~ minni jógaleið og leiðinni heim í hjarta mitt. Aðbúnaður er frábær í alla staði, maturinn er mjög góður og alltaf eitthvað fyrir hráfæðisdísina að borða mjög gott en ég hef verið að fá mér tærar Thai grænmetissúpur (eini gallinn – svolítið mikill sykur settur í matinn) en ekki í hráfæðis!!!

Kuldinn og rigninginn er Chiang Mai jarðarbúum kærkomin og gróðurinn vá ég heyri hann skríkja af kátínu og gleði 🙂 jörðin er svakaleg drulluleðja og pollar. Hefði verið smart að vera með gúmístigvélin en ég er vel klædd og líður vel og er hamingjusöm þrátt fyrir að hér sé virkilega kalt…. held að í dag hafi verið 5 gráður í mesta lagi! En það á að stytta upp á morgun og sólin kemur enda er ég sallaróleg verð hér í 4 vikur til viðbótar!

Nóg sagt í bili, ég mun reyna blogga og setja myndir inná bloggið og fylgist með mér á facbook og instagraminu sem og Snapchat þar er ég undir nafninu; gydadis velkomið að fylgjast með!

Kærleikur og mundu að þú ert allt og algerlega einstök.
Jai bhagwan.

Ps… er búin að fara nokkrum sinnum í Thai nudd sem er dásemd þegar maður er að vinna svona mikið með kroppinn sinn. Og þannig læri ég hvað mest að finna upplifa hvernig aðrir nudda. Fengum einnig gesta kennara í morgun 3 tímar með Lyanger jógakennara alger upplifun! Nú verð ég að hætta og undirbúa mig fyrir tímann á eftir.

image

Jóga fyrir þig ~ Jógasetur Kópavogi

15 Jan
15. January, 2016

Hvernig líst ykkur á þetta ::::   Jóga fyrir þig! 

Nú er ég að græja mig fyrir mikið og langt ferðalag.. Thailandsferðin hefst næst komandi þriðjudag og yogadísin er kannski ekki alveg að borða úr sjáfsalanum á flugvellinum eða það sem boðið er uppá í vélunum!  Ég er í massívu tilraunaeldhúsi og búin að finna klikkað gott og hollt snakk….   sem enn og aftur er “sælgæti án samvisku”   Fræ, graskersfræ og sólblómafræ og aðferðin er svo sáraeinföld;

~ Sólblómafræ, Graskersfræ í sitthvora skálina og leggja í bleyti (minnst 4 klst)

~ Sigta og setja í skál ( sitthvora ) strá íslenska sjávarsaltinu yfir – þitt magn 🙂

~ Inní þurkofininn í svona 1 sólahring

IMG_0308

Klikkað gott snakk.  Núna er í ofninum sætar kartöflur “just loveIT”

~ Taka hýðið af

~ Skál með Olíu, salt og vatn og setja flysjaðar kartöflur (ostastkeri/Juvelinerinn) og marenera smástund, stundum set ég cayanne pipar.

~ Raða í þurkofnin og þurka í svona ca sólahring.

IMG_0306

Þetta er bara partur af því sem ég tek með mér til að næra sálina mína og líkama!  Lofa ykkur að fylgjast með – kíkið líka á snappið hjá mér    gydadis   getið fylgst með ferðalaginu..

 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Í kvöld er það Yin Yoga & Yoga Nidra

17:00-18:30 í Jógasetrinu mínu Kópavoginum  ~~~  Jóga fyrir þig!

Allt til alls, komdu með peysu og sokka og þitt teppi jafnvel. Dýna á staðnum!

J Ó G A   F Y R I R   Þ I G

JAI BHAGWAN

IMG_0295IMG_0300IMG_0298

Ps. var að leika í morgun…  massívur kviður og “arm balance” í fyrramálið verðum við í fimleikasalnum og gerum fimleikaþrek, masterum höfuðstöðuna og reynum annað skemmtilegt.

K-deer vetur 2016 kemur í hús í næstu viku!

ps.ps…  Jai bhagwan.

Vetur 2016 ~ Kdeer leggings og toppar!

08 Jan
8. January, 2016

Hver kannast ekki við það að ílengjast í góðum leggings??

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hæ ég verð að deila með ykkur hugsun Kdeer á bak við hverja hönunn / leggings.  Þetta er flot fyrirtæki sem hefur stækkað frá því að byrja við borðstofuborðið og hanna og sauma sjálf í nokkuð stórt fyrirtæki og heldur allri starfseminni í Bandaríkjunum  þ.e. sko sendir ekki til Kína að láta sauma.  Hönnunin er hreint út sagt frábær, sniðið klikkað gott og klofstykkið úlla lala það gerir gæfumunin og engar áhyggjur sem þú þarft að hafa varðandi hvernig buxurnir liggja á þér og þess háttar.  Háar í mittið og það er alveg nákvæmlega sama hvernig líkamsbyggingin þín er ~ þú ert smart, töff og umfram allt tilbúin í hvað sem er í Kdeer buxum ; ræktina, út að skokka, í jóga, klikkaðar dans buxur og síðast en ekki síst bestu leggings “ever” til að vera í dagsdaglega!   Þú einu sinni átt Kdeer og vilt alltaf vera í Kdeer, ég segi ykkur það satt.

jennifer_stripe_capris_from_bandier_large

Einnig met ég það mikið að Kdeer er ekki aðeins að skarta fyrirsætum í stærð 0 eða xxsmall eins og tíðkast heldur alla vega líkömum, löngun, stuttum, litlum og léttum og stærri og þéttari.  Í alvöru þetta er eitthvað fyrir alla.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Nýja vetrarlínan lofar góðu.  Yogadísin er að græja verslun í nýja (gamla) húsnæðinu eða Jógasetrinu í Kópavoginum.  Þar verða til sölu allt frá Kdeer, Manduka jógadýnur og aukahlutir, safar ofl. til að grípa með sér eftir jógatíma eða sundlaugaferðina ( er í sama húsi og Salarsundlaugin).  http://www.k-deer.com/pages/who   lesið ykkur til um Kristine frumkvöðulinn og hönnuð Kdeer.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

….all of our signature stripes are named to honor someone dear to k-deer founder and designer, kristine. our goal is to raise awareness and funds for non-profit organizations by celebrating the amazing women in her life, and giving back, one stripe at at time.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hver kannast ekki við þetta að vera í leggins eða buxunum allan daginn…  þegar þú sinnir vinum og daglega lífinu einnig.  Úrvalið er brjálað flott orðið.  Þær eru einnig til einlitar, svartar, rauðar, koksgráar og topparnir eru bilað þægilegir.

Hlakka til að taka inn vetrarlínuna fylgist með og kíkið á mig í Jógasetrið Kópavogi, Versölum 3, 2hæð Kópavogur.

          Allir dagar eru hamingjudagar….  

Jai bhagwan.

 

Nýjir tímar í töflu.

07 Jan
7. January, 2016

Hvernig gengur ykkur í græna mánuðinum?  Eru þið farin að prufa grænan safa?

Þessi hér klikkar sjaldan ef manni langar í bragðgóðan og pínu namminamm boost.

 • Spínat 1-2 lúkur
 • 1 Agúrka
 • Avacado
 • Ananas eða Mangó 1/2 stk.
 • Sjávarsalt 1/2 tsk.
 • Pínu svartur pipar ( ótrúlega góður fyrir meltinguna )
 • Vatn

Öllu skellt í blandarann og þessi er saðsamur góður til dæmis í hádeginu.

Að öðru þá er yogadísin með stútfulla tösku af fréttum fyrir ykkur.  Í fyrsta lagi eru tímarnir að fjölga aðeins í næstu vikuna til 18 janúar.   Yogadísin fer í frí 19 janúar – 27 febrúar í yoga námsferð til Thailands.  Yoga retreat ferð fyrir mig og sálina mína, alger endurhlöðun.  Verð í námi hjá snillinginum honum Jonasi Westring já sá sem hefur nokkrum sinnum til íslands og lærði ég einmitt hjá honum Thai Yoga Bodywork Massage.  Mun læra og taka kennararéttindi í ANUSARA Yoga, mennta mig aðeins meira í Raw Food og Thai Yoga Bodywork Massage.

Starfsemin hefst aftur samkvæmt stundatöflunni mánudaginn 29. febrúar n.k.  en þangað til verða fullt af tímum fyrir þig.

Opnunarparty ~ Dans yoga partý verður laugardaginn 5. mars..  með fyrirvara gæti breyst, fylgist endilega með öllum breytingum sem verða þér og þínum til góðs varðandi jógaástundun, Thai yoga nudd og Hreint fæði!

TÍMAR sem bætast við frá og með mánudeginum eru:

 • Mjúkt jóga fyrir þig  ~  Mánudag og Miðvikudag  kl: 09:00-10:00
 • Yin Yoga                        ~  Föstudag kl: 17:00    ( 8jan. & 15Jan.)
 • Yoga Nidra                    ~  Föstudag kl: 17:30     ( 8jan. & 15jan.)
 • Fjölskyldu Jóga          ~  Sunnudagur 10. janúar kl: 10:30-12:00  ATH…  allir í fjölskyldu velkomnir.
 • Prana Power Yoga    ~  Fimmtudagur 14 janúar – kvöldtími kl: 20:30-21:45

images-1

Prana Power Yoga.  Jóga sem eykur lífskraftinn og viljastyrkinn.  Prana ~ Lífsorka = því meiri lífsorka því meiri gleði.

IMG_0180

Breytingin ein og sér stækkar og breikkar sjóndeildarhringinn.  Leiðum okkur í gegnum ferðalagið sem við erum öll á og hugleiðum Yamas & Niyamas með ferðatöskuna stútfulla af kærleik.  Hvernig getur þú öðlast betra og innihaldsríkara líf, ertu að næra Egóið þitt eða ertu að næra sálina þína.  Spurðu þig að þessari spurningu næst þegar þú færð þér t.d. eitthvað að borða.  Eða þegar þú segir við einhvern hversu vænt þér þykkir um viðkomandi.   Látum ekki dramadrottninguna taka völdin og höldum okkur í sattviku ástandi, það er gott að skoða og rannsaka sjálfan sig og nota einmitt tímann núna til þess!  Tíminn er núna.

Sé ykkur í jógasetrinu í Kópavogi. Tímataflan, skoðaðu hana hér hægra megin efst á síðunni.

Jai bhagwan.

Nýtt ár og nýtt upphaf ~ Grænn mánuður ~ Námskeiðin að hefjast!

02 Jan
2. January, 2016

Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna.  Þakka yndislegar stundir með ykkur á liðnu ári og tek svo fagnandi á móti nýja árinu með opið hjarta og von um að allir geti átt góðar stundir við góða heilsu.   Hér ætla ég aðeins að minna ykkur á tímatöfluna hjá mér í Gerplusalnum.  Ætla einnig að bæta við tímum og hefjast handa með Yoga & Ayurveda námskeið n.k. miðvikudag 6. janúar 2016, kl.: 19:30-22:00  sjá aðeins neðar upplýsingar.

Viðbót af tímum… koma inn síðar í Janúar;

Mánudagar, Miðvikudagar og Föstudagar kl: 9:00-10:00

Þriðjudagar og Fimmtudagar kl: 8:30-9:45   &  kl: 10:00-11:00

Fimmtudagskvöld kl: 20:15-21:30

 

Ef þú ert með óskatíma þá endilega láttu mig vita!!!   Er að byggja upp tíma og töflu fyrir þig, já JÓGA FYRIR ÞIG

12243415_961939237195560_517193452105119235_n

Grænn mánuður  ~ Ertu með?  Ég mun pósta á síðuna söfunum okkar og hvað við b0rðum svona nokkurn vegin hér getur þú séð safan sem við Valli gerum á hverjum degi; http://gydadis.is/graeni-safinn-okkar-valla/

NÁMSKEIÐ:

Yoga & Ayurveda námskeið 6 – 17 janúar n.k.  Hefjum námskeiðið á miðvikudaginn 6. janúar kl: 19:30-22:00  hér http://gydadis.is/namskeidsgledi-hja-yogadisinni/  getur þú lesið þig til um námskeiðið en tímarnir eru lokaðir og skyldumæting í miðvikudags- og mánudagstíma.  Frjáls mæting í opnu tíma sem eru í töflu á meðan námskeiði stendur.

mandala_of_the_bridge_of_hearts_by_lakandiwa-d51c42t

Jai bhagwan.