Archive for month: December, 2015

Meltingareldurinn #AGNI#

29 Dec
29. December, 2015

Vissir þú að þú meltir allt sem þú skynjar og upplifir.  Ekki aðeins fæðuna sem þú tekur inn!

Í Ayurveda vísindunum er talað um AGNI meltingareldinn, er hann nógu öflugur hjá þér “sterkur” til að vinna sínu vinnu eða ekki?  Ef eldurinn er lítill þá nær hann ekki að vinna sitt verk og AMA myndast í líkamanum, ristlinum, þörmunum og um allann líkama.  AMA eru óhreinindin t.d. þegar þú skafur tunguna með tungusköfu á morgnanna ( fyrsta sem þú gerir ) þá ertu að skafa óhreinindin AMA af tungunni.

images-1

En hvernig virkjum við meltingareldinn?  Og höldum honum gangandi ALLTAF?

Góð spurning…  rannsakaðu lifnaðarhættina þína fyrst og fremst.  Hvernig eru til dæmis;

~ Matarvenjurnar þínar

~ Svefnin – sefur þú nóg

~ Hreyfing – öndunaræfingar

Hugsaðu þér allt sem þú borðar verður að því sem þú ert – eða þú ert það sem þú borðar!!!

Góð ráð varðandi mat og matarræði er fyrst og fremst að borða reglulega, alltaf morgunmat, hádegismat og kvöldmat.  Borða góðann og próteinríkan mat, helst hreinan (sattvikan) lífrænt ræktaðan og ef við getum þá íslenskt.  Borðaðu fyrir sálina þína en ekki egóið, finnst það eiginlega besta ráðið.  Borðaðu minna, minnkaðu skammtana, hugleiddu inná matinn þinn, tyggðu matinn og ekki drekka með matnum né 30 mínútur fyrir og eftir mat.  Ekki borða fyrir framan sjónvarpið eða í bílnum eða við vinnunna / tölvuna.  Vertu í ró og næði, og upplifðu hvern bita og taktu eftir brögðunum í matnum þínum.  Kryddaðu matinn þinn vel með Ayurvediskum kryddjurtum sem örva meltingu.  Pippar og Kardimommur flott útá morgunmat og allann mat alla ávexti t.d.

Man kind of spices in wooden bowl and spoons

Svefninn, ef þú sefur ílla og lítið þá borðar þú ílla og sækir í ruslfæði!  Kannist þið ekki við það?  Hvíldu þig, farðu fyrr að sofa, slökktu á símanum og tölvunni.  Taktu þér bók til lestrar, hugleiddu og gerðu öndunaræfingar fyrir svefnin sem styrkja og virkja AGNI meltingareldinn.  Farðu með möntrur ~ möntrur byggja upp hjartaprönu.  Vaknaðu snemma ~ hugsaðu um að breyta um lífstíl til framtíðar – horfðu fram á veginn, ekki bara fram að helgi eða mánaðarmótum.

Hreyfðu þig, veldu þér hreyfngu við hæfi. Göngu, skokk, jóga, sund, dans eða hvað sem er.  Líkaminn er byggður til að hreyfa sig en alls ekki til langtíma setu.  Ef þú vinnur og situr mest allann daginn – stattu þá upp og hreyfðu þig á 40 mínútna fresti.. stilltu klukkuna á símanum!  Þá mannstu það, drekktu meira af vatni, hafðu lítið glas hjá þér við borðið svo þú þurfir að standa upp og sækja þér vatn.

Jarðtengdu þig, staldraðu við hér og nú og veltu fyrir þér hvað er það sem gerir mér og sálinni minni gott.  Á hverjum morgni eigum við að vakna upp hraust og kát og laus við alla verki og fara beint á klósetið. Ekki fara inní nýjan dag með amstur gærdagsins.

Jógastaða sem er góð fyrir meltinguna er t.d. Garland pose ~ Malasana

malasana1

Sestu niður á með hæla í gólfi, ef þú nærð þeim ekki niður rúllaðu dýnunni undir eða teppi til að hafa jarðtenginguna. Notaðu handleggina og þrýstu innanvert á hné/læri, lengdu í hryggnum þínum og teygðu hvirfil upp. Taktu djúpar öndunaræfingar og finndu hvað þessi staða losar um spennu í mjóbakinu einnig.  Haltu stöðunni í um það bil 30 sek og auka svo í 60 sek.

Flottur ávinningur af þessari fallegu stöðu sem stundum er einnig kölluð “Womans Wise Pose”

 • Opnar mjaðmir
 • Teygir vel á öklum, mjóbaki og aftanverðu læri
 • Tónar kvið
 • Bætir meltinguna
 • Styrkir efnaskipti
 • Styrkir grindarbotn

Önnur útfærsla er að hafa minna bil á milli fóta..  hendur í bænastöðu og taka eldöndun ~ Kapalabhati öndunaræfingar sem hjálpa til við að kveikja á meltingareldingum.

Jarðtenging með því að taka hundinn sem horfir niður og vera 2 mínútur með djúpum öndunaræfingum og þaðan beint í barnið ~ child pose sem er flott fyrir meltinguna.  Liggja í barninu í 2 mínútur.

MG_6617

Ayurveda fyrir þig, námskeið í janúar og skráningar að hefjast!  Langar þig að vera með?

AYURVEDA HEALING FOR YOU

Borðaðu fyrir sálina en ekki egóið.

JAI BHAGWAN

Ögraðu þér!

17 Dec
17. December, 2015

Já gerðu eitthvað sem hreyfir við þér…

Hindranir, lærum að yfirstíga hindranir og sjá að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Það ert þú sem velur hvaða lest þú tekur í þínu ferðalagi.  Ætlar þú að velja sömu lestina með sömu vandamálunum og hugsunum.  Hugurinn er svo atorkusamur og vill að sjálfsögðu setjast í sömu lestina og alltaf… aftur og aftur og fá að stjórna.  En getur þú platað hugann á einhvern hát, fundið innri styrk og valið aðra lest í stað þess að endurtaka aftur og aftur það sama sem uppfyllir kröfur egósins / hugarins!

Já, ögraðu þér, taktu hina lestina og finndu að það er allt í lagi.  Ekki þjóna egóinu, þjónaðu sálinni þinni.

8 lima kerfi sem Indverski spekingurinn Patanjali setti upp og hér tala ég um Niyamas.

NIYAMAS  – Innri agi hvernig þú tæklar allt hið innra., það sem leitast skal við að gera, hvernig ég beini og sýri lífinu mínu.

 • SAUCHA    Hreinleiki, hreinlæti gagnvart líkama, að innan sem utan, umhverfi og heilsufari. Hreinleika í  huga og tjáningu. Borða hreinan mat, sattvikan mat. Halda umhverfi hreinu, heimili, vinnustað og náttúrunni.
 • SANTHOSHA    Æðruleysi, að vera sátt við það sem er, að gera það besta úr öllu. Að lifa í alsælu.  Rækta með sér þakklæti og glaðlyndi, vera æðrulaus með allt sem kemur til manns “gott og slæmt” .  Treysta fullkomlega á framvinndu lífsins.  Auðmýkt er systir æðruleysisins.
 • TAPAS    Ákveðni, eldur, bruni.  Að nota viljann til að gera það sem þarf til að ná árangir og sjálfsaga. Brenna upp innri hindranir. Rækta með sér ákveðni og eldmóð gagnvart daglegum verkum, adlegu leiðinni og daglegri ástundun.  Að mæta aftur og aftur á jógadýnuna. Tapas er stundum þýddur sem eldur, eldurinn sem brennur upp fortíðinna, hindranirnar sem við lifum við í dag, eldur sem brennur úrgangi.
 • SWADHYAYA    Sjálfsskoðun, nám í lögmálum lífsins, að vera opin fyrir nýjum lærdómi á dýpri sviðum lífsvísindanna.  Víkka sjóndeildahringinn og þekkingarforðann með lestri góðra bóka, hugleiða boðskap heilagra fræða, leita sannleikans og hugleiða. Vera hlutlaus áhorfandi að sjálfum sér í öllum kringumstæðum.
 • ISHWARA -PRANIDHANA    Gefa Guði líf sitt, verði Guðs vilji. Gefast leið sálarinnar.  Að rækta með sér trúna, einlægni, þolinmæði til að umbreyta mótstöðu egósins, að helga sig Guði og þroskaleiðinni.

Hugsaðu fallegar hugsanir

Talaðau fallega

Gerðu góðverk ~ Seva

KARMA 

indianlamp

Nýtt á íslandi, jógabuxur sem þú getur notað við öll tækifæri!

03 Dec
3. December, 2015

11050726_937406079627087_4206679002080331621_n

Yogadísin komin heim úr námsferðin full af fróðleik og kappi til að upplýsa ykkur kæru jógar og jógynjur.  Ayurveda fræðin eða vísindin eru svo hreint út sagt mögnuð á allann hátt og mest er það reynslan þín – prufa þú á sjálfum þér þvi þannig getur þú einungis dæmt niðurstöðuna.  Með Yömurnar og Niyömurnar að leiðarljósi verða þér allir vegir færir….   og alltaf alla daga allann sólahringin allt þitt líf hafðu fyrstu Yömuna með í ferðalaginu þínu  अहिंसा  ~  AHIMSA ~ NONVIOLENCE ~ ÁN OFBELDIS að lifa lífinu án ofbeldis gagnvart þér sjálfum, öðrum og umhverfinu.   Hafðu trú og treystu að allt er nákvæmlega eins og það á að vera!   Ekki hafa áhyggjur af öðrum ~ treystu ~ hafðu trú!

12003319_1055211544513206_2189349219476800155_nEn með þessum pósti langar mig að kynna fyrir ykkur nýtt vörumerki á íslandi K.DEER …  fyrsta sendingin er uppseld en fæ aðra sendingu eftir 2 vikur um það bil og mun ég setja upp auglýsingu á blogginu og facebook  og er einnig að leita eftir húsnæði fyrir bæði jógasalinn minn, jógadýnurnar Manduka og “propsið” og svo fötin og fleirra til.

11745924_1019356861432008_4532364877463749094_n

Stundum getur þessi setning verið erfið en hún er bara svo nákvæmlega rétt. “allt er nákvæmlega eins og það á að vera”

 

11012482_1001951843172510_2750301922765285000_n

Ef þú vilt frekari upplýsingar strax varðandi K.deer þá sendu mér skilaboð [email protected] eða hringdu í síma 822 8803.

11865129_1035456146488746_6071595563713343840_o

Sniðin á buxunum eru mjög góð, há uppí mittið og langar þannig að þú getur dregið þær undir ilina.  Topparnir eru einnig mjög góðir og halda vel að – bæði innanundir toppar og yfir.  Kíktu á og hafðu endilega samband.  Stærðirnar eru frekar eðlilegar ef þú notar Medium í Nike t.d. þá notar þú M í K.deer.

homepage-top-2

þú getur einnig séð og skoðað vöruúrvalið inná síðunni þeirra

http://www.k-deer.com

10498483_930688520298843_6726831956397891965_o

JAI  BHAGWAN