Archive for month: September, 2015

Yoga & Hugleiðsla 40 daga áskorun!

30 Sep
30. September, 2015

Hugleiðsla er aðferð til að beina huganum í ákveðna átt t.d að öndun eða sjá fyrir sér ákveðinn lit, með það að leiðarljósi að kyrra hugann, þannig náum við að temja eða draga úr áhrifum óstýrlátra hugsana sem geta haft áhrif á líðan okkar m.a geta valdið streitu og kvíða. Í raun er hugleiðsla einskonar þjálfun fyrir hugann sem eflir einbeitingu og skýrleika hugsana, það fer að „rofa“ til hjá okkur í öllu áreitaflóðinu sem dynur á okkur í daglegu lífi. Hugleiðsla er ein af okkar náttúrulegum leiðum til að koma líkama, huga og sál í jafnvægi sem eina heild. 
Til eru margar aðferðir til að hugleiða því ættu allir að geta fundið sína leið til að ná að róa hugann og finna fyrir kyrrð innra með sér.

Mjög gott er að gefa sér tíma á hverjum degi til að núllstilla sig.  Setjast niður í sætið eina ( þitt hásæti ) og alltaf á sama stað í íbúðinni.  Býrð til þitt andrúmsloft og þína aðferð sem kallar á að þú komir aftur og aftur í sætið eina.  Þú gætir til dæmis verið með uppáhalds hlutina þína á “altarinu” kertaljós og örlítið reykelsi ( ef þú þolir það ).  Ef þú getur setið með krosslagðar fætur þá er oft gott að setja undir rófubeinið kubb, púða eða teppi nú eða rúlla jógadýnu og finna góða og þægilega stellingu.  Settu teppi og púða undir hnéin ef þau eru hátt uppi til að úthaldið verði meira.  Gott er að vera vel klæddur jafnvel með hugleiðslusjal eða teppi.  Sattvikur tími er á morgnanna frá klukkan 04:00-8:00 þá er langbest að gera jóga, öndunaræfingar og stunda hugleiðslu.  Þú þarft alls ekki að sitja í margar klukkustundir.  Gefðu þér bara 5 – 10 mínútur og svo finnur þú að úthaldið eykst hægt og sígandi.  Aðferðirnar eru margar og oft er bara mjög gott að byrja á því að koma sér fyrir og sitja og fara með staðhæfingar aftur og aftur til dæmis; ég er friðsæl og ég er hamingjusöm eða fara með möntru, nota öndunina, orkustöðvar, ljósið og líkamann.  Jóga snýst um að sameina huga líkama og sál.  Ef þú hefur tíma til að taka öndunaræfingar og gera jóga þá er það gott en þess þarf ekki alltaf.  Ef þú ætlar að vakna fyrr á morgnanna þá verður þú að fara fyrr að sofa.  Gætir byrjað á því að stefna á 15-30 mínútna ástundun á morgnanna þá verður þú að fara sofa 15-30 mínútunum fyrr en vanalega og helst fyrir klukkan 22:00 á kvöldin.

Það er ekki nóg að hreyfa sig eins og stöðugt er verið að minna okkur á, við þurfum líka að hvílast.  Hvíla líkama og huga.   Í stöðugu áreiti samfélagsins gleymum við okkur sjálfum, erum stöðugt með athyglina út á við og veitum ekki innri líðan gaum.  Okkur finnst gjarnan að eitthvað sé að, erum þreytt, orkulaus, ófullnægð og finnum fyrir streitu. Þegar við setjumst niður í réttri líkamsstöðu, veitum önduninni athygli og byrjum að anda dýpra fer líkaminn að slaka og það hægir á huga. Þegar þú veitir líkama, huga og tilfinningum athygli með því að skynja þig, leggur þú hugann til hliðar og nærð smám saman að tengjast kjarnanum þar sem kyrrð og sætti ríkir.  Þetta krefst æfingar og ástundunar.  Margir kalla þessa tækni gjörhygli eða mindfulness en rannsóknir sýna að mindfulness er ákjósanleg tækni til að draga úr steitu og verkjum. Árangurinn er vellíðan, gleði, friðsæld og bjartsýni.

  • ÞAÐ TEKUR 40 DAGA AÐ BRJÓTA UPP VENJUR OKKAR
  • ÞAÐ TEKUR 90 DAGA AÐ BÚA TIL NÝJAR VENJUR
  • ÞAÐ TEKUR 120 DAGA AÐ FESTA NÝJA VANANN Í SESSI
  • ÞAÐ TEKUR 1000 DAGA AÐ VERÐA MEISTARI Í NÝJA
    VANANUM.

Ég hvet þig til að prufa 40 daga og sjá hvernig þér líður.  Gefðu þér pínu örlítið brot af deginum til að setjast niður og hugleiða.  Ef þú átt erfitt að sitja með krosslagðar fætur eins og ég lýsti hér fyrir ofan, sittu þá á stól en með báðar iljar í jörðu, hendur á hnjánum ( ekki setja bakið þitt upp við bak á stól ) og byrjaðu þína hugleiðslu.  Það eru alltaf til einhverjar leiðir til að aðlaga og nálgast þannig að þér líði ekki ílla í hugleiðslunni.  Í rauninni getur þú hugleitt hvar sem er í göngu, útí náttúrunni í strætó, eða biðstofunni, finndu þína leið og þinn tíma en langsamlegast best er að hafa “rútínu” eða daglegt skipulag og hefja hvern einasta dag á hugleiðslu.

Gangi þér prýðilega vel og hlakka til að taka Yoga & Hugleiðslu & Öndunaræfingar með þér í salnum – Speglasal í Kópavogi nú eða í Hreyfingu Heilsulind.

Áskorun 40 daga HUGLEIÐSLA 

Kærleiksmantran mín

“OM NAMO BHAGAVATE VASUDEVAYA”

A75A3450

Yoga Nidra & Yin Yoga

25 Sep
25. September, 2015

Yin Yoga er tilvalið til að efla núvitund og styrkja orkubrautirnar og líffærin. Í Yin Yoga er asana/jógastöðu haldið í 5 – 10 mínútur sem hefur styrkjandi áhrif á bein og bandvef og opnar fyrir orkuflæði í líkamanum.  Frábær leið til að auka einbeitingu og liðleikann og um leið er það hugleiðsla inná þau svæði sem við erum að opna.  Tíminn byrjar á 25 mínútna Yin æfingum og svo er það Yoga Nidra.

Jóga Nidra er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðslu. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir.  Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar!  Þú gefur líkamanum leyfi til að heila sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma.

Prufaðu Yin Yoga   &   Yoga Nidra.  Gott er að koma með klút fyrir andlitið í hlýjum fötum, sokkum og teppi.  Dýnur á staðnum kubbar og annað jógadót.

Tímarnir eru annann hvern föstudag kl: 18:30 – 19:50  Speglasal – Gerplu, Versölum 2, II hæð fyrir ofan sundlaugina.

25. september

09.október

16. október.

30. október

13. nóvember

Með kærleikann að vopni eru þér allir vegir færir.

J A I    B H A G W A N

1896870_649325795104060_2106506843_n

Thai Yoga Bodywork Massage

22 Sep
22. September, 2015

Hefur þú prufað Thai yoga bodywork Massage eða tælenskt nudd? Sumir kalla það “jóga lata mannsins”.

Grunnhugmyndin á bak við tælenskt nudd er að auðvelda flæði orku um líkamann. Þessu svipar til jógaheimspekinnar en samkvæmt henni streymir lífsorkan (Prana) um orkubrautir (Prana Nadis) í líkamanum. Í tælensku nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Með því að nudda þessa punkta er hægt að meðhöndla hina ýmsu sjúkdóma og lina sársauka. Truflanir á orkustreymi líkamans leiða til sjúkdóma. Nuddið losar þessar stíflur, örvar flæði lífsorkunnar og endurnærir líkama og sál. Ólíkt vestrænu nuddi snýst tælenskt nudd ekki bara um líkamann sjálfan heldur einnig hinn svokallaða orkulíkama. Í vestrænu nuddi eru vöðvarnir nuddaðir en í tælensku nuddi er þrýst á orkupunkta í staðinn. Einnig er mikið erum teygjur líkt og í Hatha jóga og er nuddið því stundum kallað jóganudd.

Tælenskt nudd hefur átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár enda hefur áhuginn á óhefðbundnum lækningum farið sívaxandi. Tælenskt nudd er m.a. talið hafa góð áhrif á astma, hægðatregðu og vöðvabólgu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem það er notað til endurhæfingar eftir hjartaáföll og heilablóðföll. Vestrænir læknar sjúkraþjálfarar, nuddarar og jógakennarar streyma til Taílands til þess að læra nudd og bæta við þekkingu sína enda tælensk nuddmeðferð spennandi valmöguleiki við hefðbundnari læknismeðferðir.

Býð uppá tíma 90 mínútna tíma. Teygjur og nudd og slökun. Hafðu samband við mig ef þig langar í Thai Yoga Nudd.    [email protected]  eða s: 822 8803

 

thai yoga mynd

Njótið vel og munið að nýta hvert einasta augnablik því hver einasta stund er dýrmæt.  Dali Lama sagði að það væru aðeins tveir dagar á árinu sem við getum ekki stjórnar og annar dagurinn er gærdagurinn og hinn er kallaður á morgun!  Njóttu stundarinar, njóttu augnabliksins og njóttu þess að vera þú sem þú ert.

Kærleikur

Gyða Dís

img0258

 

Handstaða 365 365/365 er í dag!!

18 Sep
18. September, 2015

Handstöðuáskorun mín á ári I er bara að ljúka í dag!  Ví hvað þetta hefur verið skemmtilegt ferðalag. Ég hef farið víða en ekki um allt land og tekið myndir.  Mikið í Reykjavík, Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri og undir Eyjafjöllunum ofl.  hér og þar í nágrenni Reykjavíkur upp við hús, tré eða frístandandi.  Innannhús og bara hver sem er sem segir manni enn og aftur ” þetta getur þú gert alls staðar” ef þú þarft vegg þá ferðu upp við vegg eða tré.

Í dag ætla ég að ljúka handstöðu áskoruninni við Hörpu kl. 16:00 og væri klikkað gaman ef þú gætir verið með!

Ég og nokkrir verða tilbúnir að aðstoða við handstöðuna eða undirbúning á handstöðunni.

Finndu vellíðanina, finndu hvað þú bústar upp öllu kerfinu og hitar líkamann upp á náttúrulegan hátt og síðast en ekki síst er þetta vitaskuld náttúrulegt “bótox”

Síðar í mánuðinum ætla ég a ðsetja allar myndir 365 upp í tímaramma og setja inná bloggið mitt…  fylgstu með!

Kastljós umfjöllun sjá hér;

http://www.ruv.is/frett/vid-finnum-thessi-brot-ekki-hja-okkur

eitthvað um 23mín…

Kærleikur og ljós

Jai bhagwan

Gyða Dís

 

 

 

Jóganámskeið hefst í næstu viku

16 Sep
16. September, 2015

4 vikna byrjenda námskeiðið sem hefjast átti 15 sept. mun hefjast 22. september n.k. kl. 12-13.  Ef þú hefur tök á vertu með og lærðu grunninn í jóga.

Jóga er svo miklu meira en að gera jógastöður og sveigja líkamann í flottar jógastellingar. Í jóga ræktum við með okkur huga, líkama og sál. Öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun spila stórann þátt í því að gefa okkur tækifæri til að stíga út úr huganum og hverfa aðeins inn á við í hjarta okkar.

Jóga hjálpa þér að komast í dýpri tengingu sjálfan þig og lífið. Kynnast því hver þú ert í raun og veru, hjálpar þér að leita leiða til að svara þessum aldagömlu spurningum; Hver er ég? Hvaðan kom ég? Hver er tilgangur lífs míns? 

Jóga er eining og við sameinum þessa þætti; huga, líkama og sál með því að stunda PRANAYAMA – öndunaræfingar – ASANAS jógastöður – DAHARNA slökun og hugleiðsla  

Ráðleggingar almennt með matarræði og hvernig við getum virkjað “meltingareldin” Orkustöðvar og kynning á Ayurveda fræðunum.

Undir leiðsögn jógakennara getur þú farið dýpra í jógastöður náð betri tengingu við öndunartæknina og beislað hugann.

Aukin lífsorka, gleði og jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. Tímarnir fara rólega af stað en geta verið kröftugir og spennandi. Hefur þér kannski dreymt um að komast af öryggi í höfuðstöðuna, dansarann eða örnin?

Jóga leiðir heim í hjarta okkar. Borðaðu vel, hugaðu vel að líkama og sál og finndu út hvað það er sem þú þarft á að halda til að geta tekist á við allt daglegt amstur og það sem fellur á veg þinn í lífsferðalaginu.

 

OM NAMO BHAGAVATE VASUDEVAYA

A75A3577

4 vikna BYRJENDA námskeið í JÓGA

09 Sep
9. September, 2015

ÖNDUN – Pranayama

JÓGASTÖÐUR – Asana

HUGLEIÐSLA & SLÖKUN – daharna

Yamas & Niyamas – aðeins gluggað í jógasöguna.

4 vikna námskeið sem hefst n.k. þriðjudag 15. september kl: 12-13.  Staðsetning í Gerplu, Speglasal II hæð (fyrir ofan Salarsundlaugina)

Þarft ekkert endilega að eiga jógadýnu, komdu og finndu hvað jóga getur gefir þér mikin styrk og úthald, líkamsvitund eykst og þú verður meir og meir meðvitaður um sjálfan þig við ástundun jóga.

Verðið er kr.: 18,900,- fastir og lokaðir tímar 2 x í viku þriðjudögum og fimmtudögum. Opið í alla aðra tíma í töflu.  Mappa fylgir, upplýsingar og fræðsla einnig um matarræði.

Skráning í gegnum netfangið mitt [email protected]   einnig í síma 822 8803 svo er einnig viðburður á facbook  https://www.facebook.com/events/617784821657721/

Kennari: Gyða Dís, lærð frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar.  Er í framhaldsnámi mun útskrifast sem 580 RYT jógakennari á næsta ári.

Yoga, jóga námskeið, Thai Yoga body Massage therapist og elska að kynna hvað þú getur gert gott fyrir kroppinn þinn með matarræðinu.

Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir

meðvituð um sjálfan okkur við ástundun jóga.

ByrjendaYoga