Archive for month: March, 2015

Yoga & Ayurveda lífsstíll.

28 Mar
28. March, 2015

hérAyurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“.  Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.

Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“  eða tímalaus speki. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.

Matarræðið skiptir öllu máli.  Já það er númer eitt ;  FÆÐI  það veltur ansi margt á því hvað og hvernig við fóðrum musterið okkar…  líkama okkar.   Ég hef óbilandi áhuga á Ayurveda fræðunum og lífsstíl.  Tel ( af því sem ég hef lesið mig til um ) að við getum stjórnað líðan og heilsu okkar með því einu að halda meltingarkerfinu í góðum “starfhæfu” það er t.d. að skila einu sinni á dag allavega og talið er í læknisfræðinni að megi rekja allt að 80% sjúkdóma til meltingarkerfisins.  Hugsaðu þér.   Er ekki tími til að skoða aðeins og líta sér um öxl.  Í ayurveda fræðunum er talað um Doshurnar þrjár;  VATA – PITTA – KAPHA.   Að öllum líkindum ertu tvídósa en þó nokkrir þrídósa með jafnt og gott kerfi.  Nú undanfarið hefur verið svona Kapha tímabil – vetur kalt.   Einnig er talað um efnin fimm eða the five elements;  Eter/rými, loft, vatn, eldur og jörð.    T.d. eru frumkraftar VATA eter/rými og loft.  Frumkraftar PITTA eldur og vatn.  Frumkraftar Kapha er vatn og jörð.

Þegar við erum að tala um mat og matarræði þar sem staðhæfing númer eitt í fræðunum er FÆÐI þá er mjög vinsælt hérlendis nú þessa daganna skýrt smjör eða GHEE.  Það er bara klikkað klikkað gott í allt – allt sem þér dettur í hug.

A75A2451

Uppskrift af Ghee:   Grænt og ósaltað smjör. Góður pottur, hrein matskeið, pískari/sleif, sigti eða síupokar frá Ljósinu og hrein krukka..  sjáðu aðferðina hér  getur ekki verið einfaldara 🙂

Ég var með saumaklúbb í vikunni.  Fékk æskuvinkonurnar til mín og þeim til kannski undrunar fengu þær heitan mat hí hí ekki hráfæðisgrænmetisstöffið sem yogadísin borðar dagsdaglega í sparimat, morgunmat, hversdagsmat og þar á milli.  En get samt sagt ykkur ég borða Ghee… og vel af því geri mína Ayurvediska matarrétti og balansera með Ghee-inu.  En aftur að saumaklúbbnum þá bauð ég uppá fiskrétt með Kitcheri og sætum kartöflum og hér er uppskriftin;

 

Sætar kartöflur með gljáðum Peacanhnetum 

Uppskrift sem er sérstaklega góð fyrir Vötu og Pittu minna fyrir Köfuna. Smart uppskrift ef þig langar í eitthvað “spicy and sweet” og sem meðlæti!

 • ½ tsk.  Cayanne pipar
 • ½ tsk.  kanil
 • 5 Döðlur
 • ¼ bolli Ghee (ca 2msk.)
 • 3 tsk Mable syróp
 • ½ bolli haframjöl (heilir hafrar)
 • ½ bolli Peacan hnetur
 • Sjávarsalt
 • 3 bollar sætar kartöflur

A75A2491

AÐFERÐ:   1 msk. ghee á pönnu og hitið. Mable syróp sett útí og síðan salt og cayenne pipar og kanil.  Saxa hnetur og setja útí ásamt höfrunum.   Tekur ca 3-5 mín passa hita ekki of mikið.  Hneturnar verða gljáðar og fallegar.   Umm klikkað gott til að setja yfir ýmislegt t.d. salat!

Hita bakaraofn 180 gráður. Skera sætar kartöflur í litla bita (ef lífrænt er í lagi að hafa hýðið þrífa bara vel) raða í eldfast mót restina af Ghee og velta uppúr.  Klippa eða skera döðlur í litla bita og strá salti yfir og gljáðu pecanhnetu og haframjölmixinu yfir.  Baka í ca 1 klst.

Er æðislegt og balancer t.d. sykurþörfina.  Sæt og sterkt er klikkað smart saman og gott eitt og sér sem aðalréttur. Döðlurnar eru þéttar og kælandi.  Hjálpa líkanaum að rífa upp “Ojas” sem er heilbrigt meltingarkerfi.

Þrátt fyrir “sætu” nafnið eins og sætar kartöflur þá er þær ótrúlega góðar og mikið mælt með þeim í Ayruveda fræðunum.  T.d. balancer blóðsykurstuðulinn.  Pecan hnetur eru mjög góðir protein gjafar og balanca sykurstuðulinn einnig og hjálpa til við að lækka slæma kólesteról.

Fiskréttur;

Ofneldaðir þorskhnakkar úr Ghee og góðum kryddjurtum. 

•        800 g þorskhnakkar
•        1 lítill rauðlaukur
•        1 lúka niðursneiddur púrrulaukur
•        Dalafeta með kóríander og hvítlauk
•        steinselja – fersk
•        coriander – fersk
•        sítróna
•        ólífuolía
•        salt og pipar
•        3-4 msk ghee

Ég hef verið með létt saltaða þorkshnakka og rifið roðið af áður en ég sker hann niður.

2 msk. ghee í botn á eldföstu móti. Skerið þorskinn í bita og setjið í eldfast mót. Skerið púrrulaukinn og rauðlaukinn í þunnar sneiðar og setjið í formið með fiskinum. Saxið niður steinselju og bætið út á. (Það má líka nota aðrar kryddjurtir eða þurrkuð krydd). Restina af ghee yfir fisk, setjið nokkrar skeiðar af festaosti út á.  Hellið aðeins af góðri ólífuolíu yfir.  Kreistið safann úr einni sítrónu yfir. Saltið og piprið. 

Eldið við 200 gráður í ofni í um 25 mínútur. Stráið söxuðum kóríander yfir þegar rétturinn er tekinn út úr ofninum.

A75A2453

A75A2481

A75A2489

Kitcheri – Basmati grjón og hér er smart að eiga þrýstipott / hraðsuðupott þessi réttur tekur aðeins 10 mín í suðu og öll næringarefnin haldast í pottinum…

Hægt er að hafa þennan Ayurvediska pottrétt bæði þykkan eins og graut eða þynnri eins og súpu… og er ótrúlega balancerandi fyrir allar dósurnar þrjár Vata-Pitta og Kapha;

 • 1/2 bolli mung baunir   ( liggja í bleyti í 8klst.)
 • 3 tsk. Ghee
 • 1/2 tsk svört sinnepsfræ
 • 1/2 tsk kúmen
 • Asofoetida duft af hnífsoddi ( fæst í austurlensku búðunum)
 • 1 tsk turmerik
 • 1 tsk sjávarsalt ( íslenska )
 • 1 bolli basmati hrísgrjón
 • 1 tsk cummin duft
 • 6 bollar vatn
 • 1 tsk corriander duft
 • 1 -5 sneiðar engifer.

Setja ghee í pott og hita, setja kryddin útí þar til sinnepsfræin byrja að poppa þá skellir þú baunum útí svo basmati hrísgrjónum.  Því næst vatninu og lokið á pottinn og taktu tímann – 10 mínútur taktu þrýstipottin af hellunni og leyfðu að róast þar til þú getur opnað pottinn og maturinn er tilbúin 🙂  útí þetta getur þú sett allt grænmeti sem þér dettur í hug; gulrætur, paprikur, og gert þetta meira af súpu jafnvel.  En þessi eins og uppskrift segir til um er góður einn og sér og sérlega hreinsandi og góður fyrir meltingarkerfið – gott að taka skorpu og borða aðeins þennann pottrétt í einhverja daga – basmati grjónin eru auðmelt og mung baunirnar.   Ef þú notar venjulegan pott þarftu aðeins meira af vatni og sjóða réttinn í 30-40 mín og hræra í annað slagið.  Þessir fínu þrýstipottar fást í IKEA á mjög góðu verði.

A75A2490

Kíktu á þessar uppskriftir og prufaðu eina og eina sem meðlæti eða allt saman.   Ég sló þessum rétti upp í “familíu” dinner og allir voru kátir og fannst allt sem eitt algert lostæti.

Njótið elskurnar og lifðu lífinu til fulls.    Næsta grunnnámskeið í Yoga & Ayurvedic sem og framhaldsnámskeið (sitthvort námskeiðið) hefjast 7 apríl n.k.

Jai bhagwan.

om

 

 

 

 

 

 

 

 

#HANSTADA365

21 Mar
21. March, 2015

Handstöðuáskorunin vekur athygli sem er bara skemmtilegt.  Það var birt viðtal við yogadísina í gær 20-3-2015 í Fréttatímanum já um þessa pínu klikk en skemmtilegu áskorun sem ég er með á instagramminu undir #handstada365  ….  kíktu það endilega á .. hastagið #handstada365 á Instagramminu eða inná facebook síðunni minni, þar getur þú séð allar 162/365 myndirnar.  Nú ef þú ert pínu forvitin að sjá viðtalið  og kynnast því   afhverju ég er jógakennari í dag og hvað ég er að fást við!

Á blaðsíðu 34 er viðtalið..  er bara sátt við útkomuna!  Munið krakkar að allir geta stundað jóga og jóga er fyrir alla konur og karla í hvaða formi sem er!

IMG_6254

 Morgunmaturinn svona til hátíðarbrigða setti ég Thaini / sesamsmjör útá grautinn minn sem gerir allt svona “creamy” og notalega mjúka stemmingu í bragðið.  Skálin mín fallega með  ॐ OM ॐ tákninu er frá yndislegri jógasystir Áslaugu Höskulds sem er snillingur í keramikinu.

 http://www.frettatiminn.is/tolublod/20-mars-2015/

21160 Gyda 6168Myndina fyrir Fréttatímann tók Haraldur ljósmyndari.   Veðrið var undurfagurt og himin fallega blár.  Þetta verður handstöðumyndin mín í dag – á #handstada365 hver er þín mynd?  Taggaðu þig við #handstada365 og leiktu þér….  finndu “blissið” eða ljóman sem myndast um allann líkamann þegar þú ferð í viðsnúna stöðu.   Komdu í Gerplusalinn til mín og lærðu undirstöðuna og jógastöður sem undirbúa þig fyrir handstöðu ef þú ert ekki örugg eða öruggur!

Í nóvember síðastliðnum hafði RÚV eða Kastljós komist að þessu uppátæki hjá mér og birti einnig  smá innskot í Kastljósi.   Þið getið kíkt á það hér;

http://www.ruv.is/frett/ein-handstada-a-dag-i-365-daga

Taggaðu þig við #handstada365 og leiktu þér….  finndu “blissið” eða ljóman sem myndast um allann líkamann þegar þú ferð í viðsnúna stöðu.   Komdu í Gerplusalinn til mín og lærðu undirstöðuna og jógastöður sem undirbúa þig fyrir handstöðu ef þú ert ekki örugg eða öruggur!

J A I   B H A G W A N

ॐ   GYÐA DÍS   ॐ

Ekki bara jóga!

08 Mar
8. March, 2015

Nei nei,ég geri nú margt annað en jóga og standa á höndum um allann bæ og veifa myndum á Instagramminu með #handstada365 #yogadis #alltereinsogthadaadvera til dæmis elska ég að gera góðan mat og kökur.  Eldaði í gær ósköp þægilegan kjúklingarétt ( tók nú engar myndir ).  Elsti drengurinn og kærastan komu í mat og voru ánægð með prufueldhúsið mitt – er svolítið gaman að leyfa því bara vera með sem þér dettur í hug.  Rétturinn samanstóð af eftirfarandi;

 • Bringur  4-6 stk.
 • Lítið salt og pipar
 • Spinat
 • Pesto (grænt) 2 dósir
 • Cherry tómatar
 • Döðlur  4-6
 • Brokkolí
 • Fetaostur
 • Hlynsíróp

Meðlæti;  Basmati grjón og salat eftir þínu höfði og Papaya ávexti!

Aðferð;   Eldfast mót, raða spínat í botnin og skera kjúklingabringur í 3-4 bita og velta uppúr pestói. Raða kjúkling á fat og setja inní ofn ca 20 mín á 180-200 gráðum fer eftir ofninum þínum.  Taka út og setja restina af pestói yfir kjúkling.  Döðlur kliptar í litla bita og dreift yfir.  Tómatar skornir í 4 parta og dreift yfir.  Brokkolí í litlum bitum einnig dreift yfir og að lokum fetaosturinn heil krukka en sía olíuna frá.  Valkostur er að skutla pínu hlynsírópi yfir – ekki miklu og inní ofnin í ca 10-15 mín Wolllla komin klikk góður réttur fyrir familýtime.  Ennn með þessu getur þú haft hvað þú vilt t.d. brauð en ég valdi basmati hrísgrjón ( eru holl og Ayurvedisk)

En toppurinn á yndislegu laugardagskveldi var þessi dásemdar hráfæðis “osta” kaka með hindberja/cherry fluffý og súkkulaðiglansi ofaná og hér er sko mynd af því !!!

A75A2397Nafnið á þessar dásemd er ekki komið.  Öll ráð þegin og sá eða sú sem finnur flott nafn er boðið í Kaffi/te og kökusneið og já sem fyrst áður en þessi klárast.

Bragðið á þessari fyllingu sem samanstendur af hindberjum, trönuberjum og öðru sem gerir hana svona ykkar að segja silkimjúka og að leyfa sér að velta bitanum uppí munni og finna ferska/beiska/sæta og dúnamjúka bragðið er unaðslegt.  Sagt er að til þess að fullnægja kvennamanni er nóg að gefa henni súkkulaði.  Í mínu tilfelli er það svona kaka krakkar.  Og það sem var nú eiginlega skemmtilegast að krakkarnir og gestirnir voru himinlifandi og strákunum mínum og Naglanum fannst hún vera svona í lýsingunni og allir voru fullnægðir hí hí hí ….  Já þetta er staðfreynd með súkkulaðið og kvennmaninn – en sem betur fer eru ekki allir sammála!

Þetta er svona afmælis afmælis afmælis kaka – ef þú átt von á boðskorti í afmæli þá verður þetta eftirrétturinn jebbí jeijj  yogadísinn nálgast fimmtugsaldurinn óðum og hlakkar ógurlega mikið til.

Hey þú ertu með hugmynd af nafninu á þessari dásemd.  Kannski er nafnið dásemd með hindberjum smart hvað finnst ykkur?  Einn maður og aðeins einn maður á sem hefur yfirgefið þetta líf hann elskulegur Davíð Örn okkar talaði alltaf um dásemd, átti dásemdar eiginkonu og dásemdar dætur og þrátt fyrir ógurlega erfið veikindi þá gat hann séð dásemdina allt í kringum sig.  Hann var alger snillingur og er sárt saknað.

Einnig er ég alger prjóna- heklufíkill og er alltaf alltaf með svona umþaðbil 4 atriði á prjónum og heklunálini…  Er alltaf með ölduteppi á nálinni sjáðu þessa fallegu dásemd sem einn lítill snáði fékk í skírnargjöf (frá vinkonu minni) en ég eignaði mér handavinnuna og hönunnina á teppinu sko

IMG_3782

Ölduteppin – elska sitja og hekla þessi og hugsa um litina og þann litla eða litlu sem mun eignast slíkann grip…  Alltaf með slíkt teppi á nálinni.

En núna er ég með eina orange litaða stóra garðaprjónspeysu á prjónunum og ætla auðvitað að vera búin með hana í gær… til þess að geta byrjað á nýrri handa þessum eða hinum – hugurinn minn er ótrúlega öflugur skooo…  enda hrikalegt starfstæki þessa peysu gæti ég líka hugsað mér að eiga í öllum fallegu 7 orkustöðvarlitunum.  Er núna að prjóna til að efla og styrkja hvatarstöðina/magastöðina og næst verður það ja hver veit

7-chakras-beginners

Peysuuppskriftin er norsk já er bara farin að lesa norsku “heia norge” 

 

A75A2405 Fallega kristalsglasið ber kröftugan og algeran vetrardrykk til að berjast gegn þessum flensum og kvefpestum sem herjar á alla landsmenn….   Turmerik kraftur;

 • Turmerik rót
 • Appelsínur
 • Sítrónur
 • Engiferrót
 • Grape

Allt sett í blandarann og síað í fínu síupokunum frá Ljósinu.   Þetta er algerlega skotheldur drykkur fyrir kaldann og slappan líkama…   ég lofa því 🙂

A75A2403

 

Enn og aftur að Nafngiftinni á kökunni minni “dásemdinni”  ertu hugmyndarík/ríkur hentu á mig nafni á bloggið mitt eða sendu mér skilaboð á facebook nú eða á tölvupósti undir “nafnagift” á tövlupósti;   [email protected]

Já ég hlakka til að heyra í ykkur….  nú er ég hætt og farin í sund og trítla aðeins með fallegu tærnar mínar í snjónum.     Njótið sunnudags og lífsins.. munið að LÍFIÐ ER AKKÚRAT  N Ú N A!!!

Jai bhagwan.

 

 

Strákar og jóga

03 Mar
3. March, 2015

Það er ótrúlegt hvað strákarnir eru farnir að vera öflugir í jógatímunum.   Eru ávalt öflugir og flottir en þá meina ég öflug næting!   Hér er yndislegt myndband með nokkrum strákum sem fara útí náttúruna í sínu heimalandi og ástunda saman jóga.  Til þess að öðlast en meiri lífsorku þá er klikkað að vera útí náttúrunni og ástunda jóga.    Sjáið þetta videó  eða stuttu heimildamynd um þessa fjóra pilta.     https://vimeo.com/109012862

gerplastrákarEn og aftur er ég svo heppinn á mínum jógakennaraferli að fá að leiða hrikalega flotta og orkumikla stráka í jóga í Gerplusalnum.   Gerplukrakkar koma í fastann jógatíma og eru strákarnir mun öflugri en stúlkurnar í mætingu.  Þrátt fyrir að vera í meistarahóp í áhaldafimleikum sem er talin ein erfiðasta íþróttagreinin og útheimtir hrikalegann vöðvastyrk og tækni þá eru krakkarnir að mæta í jógatima til að fá teygjurnar, jarðtenginguna, finna að stundinn er akkúrat hér og nú og það að öndunin skiptir mjög miklu máli – öllu máli.  Öndunartækni sem þeir læra leiðir þá lengra og dýpra í sínum æfingarferli og lífinu sjálfu – ferðalaginu sem við öll erum í.  Strákarnir eru það langt komnir að þeir mæta í jógatímann til að fá slökunina / savasana / dead man’s pose…  jibbý og næsti tími er einmitt djúpslökun eða yoga nidra til að undirbúa þá fyrir keppnistímabilið sem er að byrja n.k. helgi.

savasana gerpla

 

Skilaboð dagsins eru þau að jóga er alls ekki bara eða aðeins fyrir konur nei sei sei nei…  allir geta gert jóga… konur og karlar – stúlkur og drengir – fólk á efri árum og sjúklingar.  Hlakka til að hitta minn hóp af Gerplukrökkunum á morgun – djúpslökun ZZZZZZzzzzz

Manduka_Spring2015_PROlite_Wisdom_Print_5x7

Lifðu lífinu til fulls og njóttu hverrar stundar.  Lífið er núna!

JAI BHAGWAN