Archive for month: February, 2015

Námskeiðsgleði hjá Yogadísinni

26 Feb
26. February, 2015

Kannski besta lýsingin á mér þessa daganna 🙂 er ótrúlega lukkuleg að fá til mín þessa fallegu ljósbera aftur og aftur í jógatíma, á námskeið og slökun og hráfæðisnámskeið.  Jæja en næsta námskeið “byrjenda” verður n.k. sunnudag 1 mars kl 15:00 í Gerplusalnum.  Ef þig langar til að vera með – já sendu mér línu [email protected]

Lýsing; 

Sunnudaginn 1 mars í Gerplusalnum / speglasal Versölum 2 fyrir ofan Salarsundlaugina í Kópavoginum…  sjá á korti.  Kl.: 15:00-18:00 
Námskeið;  Yoga eins og þið þekkið hjá mér ásamt góðum æfingum og æfingakerfi til að byggja upp og styrkja líkama ykkar, stoðkerfi og líffæri “balancerum” með Ayurvedic fæði og lærum að þekkja okkur með þvi að skoða aðeins ofaní fræðin og skilja hvaða Dosha þú ert Vata – Pitta – Kapha
Staðreyndir um Ayurveda; Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, l…íkama, tilfinninga og sálar.
Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.
Námskeiðið byrjar n.k. Sunnudag með mælingu / vigtun      (fæ aðstoð hjá tengdadóttur minni verðandi sem er með nýjasta nýtt og vigtar og segir til um aldur líkama ofl. fituprósentu – vöðvamassa ofl.) verður sumsé í upphafi vigtað og í lok námskeið  ( mjög æahugavert að sjá stöðuna á líkamanum í upphafi og lokin )   Mætingarskylda ( nema eitthvað komi uppá ) í Tíma 1x viku á Miðvikudagskvöldum kl 20:30-22:30  einnig verða opnir tímar sem eru skv stundaskrá í töflu í Gerplusalnum.
Matarræðið tekið í gegn skv Ayurvedic fræðunum og yogaæfingar á hverjum degi – hér erum við aðallega að tala um að byggja upp heilsuna – byggja upp gott meltingarkerfi til þess að þér geti liðið sem best í eigin líkama/musteri. Ef ristillinn og meltingarkerfið í heild sinni er ekki að vinna og skila því sem þarf að skila getur það verið ávísun á veikindi og skv. Ayurvedic fræðunum þá byggist almennt heilbrigði á því að meltingin sé starfhæf og í lagi. Námskeið sem hentar öllum og ég mun koma með frekari upplýsingar síða.
Verð kronur 18,000,- Innifalið eru morguntímar í jóga í Gerplusalnum og mánudagskvöldtiminn. Upplýsingar, uppskriftir, aðhald (lokaður hópur) Athugið að það verður takmarkaður fjöldi! Klippikort á tilboði í aðra opna tíma!
ATH! Fyrsti tíminn er n.k. sunnudag 15:00-18:00 en verða á Miðvikudagskvöldum sá næsti 4 mars kl 20:30 Miðvikudagskvöld 11 mars og 18 mars.  Morguntímar fylgja með í námskeiðinu.
Hafðu endilega samband ef þú vilt frekari upplýsingar [email protected] eða hringdu bara í mig s: 822 8803

ayurvedic mynd

Vertu umbreyting sem þú vilt sjá í heiminum.            Minni ykkur á tímanna í Gerplusalnum;

Fimmtudagaskvöld   19:30-20:45,   Laugardagsmorgnar 8:30-10:00

Morguntímar kl, 6:15-7:15  Mánudags, miðvikudags og föstudagsmorgnar

Fín sturtuaðstaða og ferð endurnærð og fersk/ur í vinnuna.

 

Jai bhagwan!

 

Dásamleg grænmetissúpa

18 Feb
18. February, 2015

Fæði sem við borðum dagsdaglega skiptir öllu máli er númer eitt – tvö og þrjú.  Hefur þú pælt í því hvernig þú fóðrar musterið þitt / líkama.  Leitumst við að borða sem hreinasta fæði og hér er ég með smarta og dásamlega góða súpu og brauð sem klikkar ekki og olífu tapenade.  Klikkað gott fyrir stórfjölskylduna, saumaklúbbinn eða bara á venjulegum miðvikudegi.

Dásamleg blómkálssúpa JAYU

Blómkáls grænmetissúpa ( maukuð ) í matvinnsluvél/blandara eða töfrasprota. Fyrir 4-6

 • 1 stór haus blómkál
 • 2 stórar bökunarkartöflur ( eða bara litlar 4-5 eftir stærð)
 • 2 gulrætur
 • 2 grænkálsblöð eða lúka af spínati
 • 1 laukur
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 1-2 tsk turmerik
 • 2-3 tsk karry (milt)
 • 2-3 tsk kórianderduft
 • ½ tsk múskat
 • 1/8 tsk ceyennepipar
 • 1-2 grænmetisteningar
 • 1 dós kókosmjólk
 • 3 bollar vatn
 • Ghee eða góð olía til steikingar

Aðverð; Saxa lauk og hvítlauk, mýkja í ghee eða olíu. Setja síðan kryddið útí og láta malla aðeins ( ekki of mikill hiti)  Skræla og skera kartöflur í stóra ten. Skera blómkálið í litla bita (geyma ca 1/3 af blómkálinu). Steikja allt með lauk og kryddi í 2-3 mín. Í stórum potti ásamt söxuðum gulrótunum.  Mala vel af svörtum pipar útí.  Setja vatn útí en ekki láta fljóta yfir grænmetið. Sjóðið í 10-15 mín ásamt söxuðu grænkálinu og grænmetisteningunum þangað til græntemið er meyrt.  Mauka allt í matvinnsluvél/blandara/tofrasprota.  Setja aftur í pottinn með kókosmjólkinni og vatni eftir smekk – en súpann á að vera frekar þykk. Sjóða restina af smátt skornu blómláinu rétt sem snöggvast í litlu vatni með smá salti og bæta útí í lokin.  Salta og pipra eftir smekk.

Sítrónusafi er alltaf góður – en alls ekki of mikið hér má jafnvel sleppa því.

Þessi súpa er „súpergóð“ gott að baka sitt brauð með.  Þið eruð örugglega með góðar uppskriftir en hér kemur ein sem klikkar ekki!  Endilega krydda eftir smekk, þetta er alls ekki sterk súpa en bragðgóð og börnum finnst hún góð!  Gott að vera með nýbakað brauð með súpunni.

 

speltbraud01

Speltbrauð með fjallagrösum

Þessi uppskrift er í grunni sú sem Solla birti í Hagkaupsbókinni (Grænn Kostur Hagkaupa). Gerðar hafa verið minni háttar breytingar, t.d. nota ég ýmis bragðaukaefni, meira af fræjum og baka stærri brauð.

Þurrefni:

1 kg spelt

10 tsk lyftiduft

2(-3) tsk salt

u.þ.b. 800 mL fræblanda (hér er um að gera að nota sköpunargáfuna). Hér er nýjasta blandan:

300-350 mL graskersfræ

400-500 mL sólblómafræ

1  msk sesamfræ (pínulítið í deigið og svo stráð ofan á brauðið)

Vökvi/te:

0,7 L sjóðandi vatn

2-3 tsk íslenskt jurtate / valmöguleiki

2 tsk mulin fjallagrös

1-3 msk hunang

0,5 L AB mjólk

Blöndun:  Sjóðandi vatn er hrært aðeins í minni skál með telaufum (jurtate/ef þú notar), fjallagrösum og hunangi. Leyft að standa meðan þurrefnum er blandað í skál.  Því næst er AB mjólkinni bætt útí teblöndunua og vökvanum síðan bætt út í þurrefnin. Allt hrært mjög varlega saman með stórum gaffli (nota salatgaffal). (Ath: speltdeig þolir illa hrærslu.) Þetta á að vera eins og mjög þykkur hafragrautur.

Bökun:  Deiginu er hellt í mót (nota tvö stærri silikonmót) og sesamfræi stráð ofaná. Bakað í ofni við 200 °C í 45-50 mínútur eða þar til brauðið er orðið brúnt að ofan. Brauðin eru tekin út og látin standa í mótunum með viskastykki yfir meðan þau eru að kólna svo að rakinn fari ekki úr þeim. Ég frysti oft hluta af afrakstrinum, sker t.d. hvert brauð í 3-4 hluta.

Tapanede - humus

Tapende / humus

 • 2/3 bolli steinlausar olífur
 • 4 msk. capers, þurkaðar
 • 3 hvítlauksrif / smátt skorið
 • 2 msk. Sítrónuhýði / raspað (lífræn)
 • 3 msk. Sítrónusafi
 • 3 msk. Steinselja – fersk

Allt sett í matvinnsluvélina og maukað.  Gott með góðu heimaökuðu brauði.

 

Njótið vel og munið að sofa vel, borða vel og hreyfa ykkur daglega.

Jai bhagwan

Fangaðu fegurðina í augnablikinu og taktu á móti gjöfum jarðar!

 

 

 

 

 

Yoga og Ayurvedic námskeið.

11 Feb
11. February, 2015

N.k. Mánudag ætla ég að starta námskeiði í Gerplusalnum / speglasal sem mun standa yfir í 4 vikur.  Yoga eins og þið þekkið hjá mér ásamt góðum æfingum og æfingakerfi til að byggja upp og styrkja líkama ykkar, stoðkerfi og líffæri “balancerum” með Ayurvedic fæði og lærum að þekkja okkur með þvi að skoða aðeins ofaní fræðin og skilja hvaða Dhosur þú ert Vata – Pitta – Kapha   Staðreyndir um Ayurveda; Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.

Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.

Námskeiðið byrjar n.k. Mánudagskvöld kl.: 18:30 með mælingu / vigtun ( fæ aðstoð hjá tengdadóttur minni verðandi sem er með nýjasta nýtt og vigtar og segir til um aldur líkama ofl. fituprósentu – vöðvamassa ofl.) verður sumsé í upphafi vigtað og í lok námskeið þann 16 mars.  Mætingarskylda ( nema eitthvað komi uppá ) í mánudagstíma kl 19-20:45 (ath fyrsti og síðasti tími kl 18:30) einnig verða opnir tímar sem eru skv stundaskrá í töflu í Gerplusalnum.

Matarræðið tekið í gegn skv Ayurvedic fræðunum og yogaæfingar á hverjum degi – hér erum við aðallega að tala um að byggja upp heilsuna – byggja upp gott meltingarkerfi til þess að þér geti liðið sem best í eigin líkama/musteri.  Ef ristillinn og meltingarkerfið í heild sinni er ekki að vinna og skila því sem þarf að skila getur það verið ávísun á veikindi og skv. Ayurvedic fræðunum þá byggist almennt heilbrigði á því að meltingin sé starfhæf og í lagi. Námskeið sem hentar öllum og ég mun koma með frekari upplýsingar síða.

10-SuperFoods-That-Support-Your-Colons-Cleansing-Process

Verð krónur 23,900,-

Innifalið eru morguntímar í jóga í Gerplusalnum og mánudagskvöldtiminn. Upplýsingar, uppskriftir, aðhald (lokaður hópur)  Athugið að það verður takmarkaður fjöldi!

Hafðu endilega samband ef þú vilt frekari upplýsingar eða vilt skrá þig;  [email protected]  eða sími 822 8803.

ayurvedic mynd

Jai bhagwan.

Satya – सत्य – Truthfulness – Sannleikur

03 Feb
3. February, 2015

“The only true thing is what’s in front of you right now.”

― Ramona Ausubel

Nú er komið að því, jógatími í fyrramálið eftir vikuhlé í Gerplusalnum takk fyrir … vildi óska að ég kæmi svona líka endurnærð eftir fríið ha ha … en það að hitta ykkur og leiða áfram mun endurnæra mig á líkama og sál.

Satya – सत्य – Truthfulness – Sannleikur.

Önnur (Yaman)Yamas hinni áttföldu leið Patanjali sem ritaði Yoga Sutras sem enn eru í fullu gildi og ef allir notuðust við YAMAS & NIYAMAS væri lífið svo einfalt og laust við hatur-stríð og óheiðarleika og allt sem fylgir því að girnast ofl. En Satya á svo fallega vel við þegar við erum búin að rúlla út jógadýnunni og eigum stefnumót við sjálfan okkur… getur hvergi falið þig og alls ekki flúið neitt þú ert umkringd sjálfan þig með öllum þínum kostum og göllum. Metur þig og elskar og virðir með sjálfsskoðun á þínum eigin daglegu venjum – hugsunum – huganum / Egóinu. Hvert stefnir þú og hvernig ætlar þú þangað sem þú stefnir…. Já   SATYA.

LIVE YOUR LIVE

LOVE YOUR LIVE

LIFÐU LÍFINU LIFANDI

 JAI BHAGWAN   –  Ég heiðra ljósið í þér!