Archive for month: January, 2015

YOGA NIDRA – Svefnjóga

26 Jan
26. January, 2015

YOGA NIDRA í kvöld 6 febrúar 2015 kl.: 18-19:15

Yoga Nidra (sanskrit) jógasvefn, djúpslökun og þér
er leyfilegt að sofna. Hreinsum til í líkama, huganum og sálinni….     Viljastýrð slökun – endurnærandi á allann hátt.

Karma; í jóga erum við stöðugt að hreinsa/brenna og losa okkur við gamalt munstur (karma) og hleypa þessu nýja inn. Hleypa birtunni, hlýjunni og ástinni inn í líf okkar.  Koma vel klæddur með teppi og klút til að leggja yfir augun, hlýja sokka og kærleikann.

Endilega dreifið og leyfið vinum og fjölskyldum að vera með, gott fyrir alla börnin/unglingarnir hafa ekki síður gott af djúpslökun!

Jai bhagwan.

nidra

Lifandi eftirréttir – Raw / hráfæðis ís með þykkri súkkulaðisósu.

17 Jan
17. January, 2015

Er ekki komin tími á eina góða uppskrift af ís og öðru gúmmelaði 🙂 það held ég nú!  Allavega er ég spurð að því hvað ég sé með í matinn þið vitið á aðfangadag og gamlársdag þegar maturinn á að vera svo 100% “perfict” besti matur ever og það má ekkert klikka.  Þeir sem eru vanir rjúpum bíða í eitt ár eftir næstu rjúpuhátíð eða kalkúninum og já að ógleymdu hamborgarahryggnum he he … hann er enn á borðum og já líka hjá mér eða minni fjölskyldu ásamt öllu gúmmelaðinu sem fylgir.  En nóg um það gott og blessað ég er enn á hráfæðis “rawfood” ohhh langar í svo miklu betra orð yfir þetta eða bara “lifandi fæði” það er það sem ég borða í raun því ég legg allt í bleyti og spíra og þurka í þurkofninum ef ég nota ekki strax, já köllum þetta bara lifandi fæði!   Maturinn minn á aðfangadagskvöld samanstóð eiginlega að mestu leiti á ÍS umhummm  jebb ís.  En borðaði samt pínu sparimat með fólkinu já já.

Forréttur;     Sveppasúpa umm klikkuð góð ( kem með uppskrift síðar )

Aðallréttur : Mareneraðar rauðrófuskífur með “fafel” / hummus á milli

EFTIRRÉTTUR: Lifandi ís / vanillu ís og myntuís ásamt klikk góðri þykkri súkkulaðisósu, mareneraðar og gljáðar hnetur og möndlur – ávextir ofl.

Lifandi ís uppskrift;

1 bolli Kasjúhnetur lagðar í bleyti 1-2 klst. ( spíra / lifandi )

1/2 bolli kókoskjöt ( fáið það í Asísku matvöruverslunum / frosið ) eiginlega alveg möst í ísinn

1/2 boli sætuefni ( agave eða hlynsýróp ) má vera minna.

1 1/4 bolli vatn

1-2  matskeiðar vanilla extract eða duft  (lítið í einu smakkið til)

Pínu salt

1/2 bolli kókosolía fljótandi ( hita aðeins í vatnsbaði )

2 matskeiðar mynta ( finnst auðvitað best frá medicene flower fæst í Mamma veit best)  http://www.medicineflower.com/564.html

2 msk. spínatdjús ( nokkur spínatblöð og vatn í blandarann / gefur græna litinn )

1/2 bolli cacoa nibbur

Ok hér er geggjað að eiga ísvél en ekkert bilað must!  Ef þið eigið hana ekki til er gott að blanda möndumjólk útí eða möndluhrati og lecithin sem þykkir ísinn.

AÐFERÐ; Allt sett í blandarann nema kakónibburnar.  Blanda þar til létt og gott, sett síðan í ísvélina ( fást í Elkó) í um fjörtíu mínútur. Lokar þessu með að setja kakónibbur útí.

Vannillu ísinn er alveg eins nema sleppa myntunni og spínatdjúsnum.  Þú getur sett hvað sem er í ísinn.

Súkkulaðisósa / þykk:  3/4 bolli dökkt agave eða maple sýróp

3/4 bolli cacao duft / raw

1/3 bolli kókosolía / raw – fljótandi

pínu salt

Allt sett í blandarann – stoppa annað slagið og skafa niður.  Þetta er ein mín uppáhalds súkkulaði sósa þykk og dásamleg og hægt að nota á svo margt annað t.d. skera niður epli og smyrja!

Til að toppa dásemdina þá er ég búin að leggja í bleyti hnetur peacan, valhnetur og möndlur í um 6-8 tíma og þurka í ofninum svona ca 24 tíma  Síðan er mareneringin; Hlynsíróp, vanilla extract, sjávar salt, kanill og öllu hrært saman því næst hnetum velt uppúr og þurkað aftur í jafnvel 48 klst. úff þetta er klikka ofaná ísinn með ávöxtum svona spari spari t.d. jarðaber, bláber, bananar, fíkjur já fíkjurnar koma sterkar inn á ísinn!

Prufið ykkur áfram og njótið – flottur eftirréttur og hægt að bæta ávöxtum við t.d. banana og minnka sætuna á móti.

Love your life – live your life!   Elskaðu og njóttu –  Jai bhagwan.

 

IMG_1231-682x1024

 

 

 

 

 

“Be yourself; everyone else is already taken.” ― Oscar Wilde

08 Jan
8. January, 2015

Það er svo virkilega gaman að vera með ykkur og gera jóga.  Ég ætla vera með námskeið lokað morgunnámskeið kl 6:15-7:15 í Hreyfingu Heilsulind sjá hér  https://www.hreyfing.is/vefverslun/namskeid/kraftjoga-(kk–kvk)/313     ég hef kallað það Kraftjóga í volgum sal.

Ætla leggja áherslur á öndunaræfingar með jógastöðum og  þú munt öðlast frelsi og lærir að meta og elska sjálfan þig.  Finnur að kærleikurinn verður sterkari í þínu eigin lífi. Jarðtenging, fegurð, viska og rými. Rými fyrir þig til að læra elska líkama þinn og virða, finna fyrir innri og ytri fegurð og jarðtengjast með dýnamískum jógastöðum.  Hvert er leyndarmálið á bak við unglegan líkama og styrk?

Kíktu á málið – kannski er þetta eitthvað fyrir þig.  Það er dásamlegt að vera í Hreyfingu Heilsulind www.hreyfing.is   – já heitu pottarnir eru æðislegir og hreinlætið og fólkið þar er frábært.  Ég er svo ótrúlega heppinn í lífininu að fá að vera með í þessum flotta kennarahóp sem er í Hreyfingu.  Þar er boðið uppá jógatíma á hverjum degi opna tíma sem þarf að skrá sig í og svo fullt af námskeiðum – ég semsagt fer af stað með dýnamískt kraftjóganámskeið á þriðjudaginn kemur sem stendur yfir í 6 vikur.  Verður bara gaman og þú kannski lærir höfuðstöðuna fullkomlega eða bara það sem þig hefur alltaf langað til að gera og mastera þá stöðu á námskeiðinnu.  Það er nauðsynlegt að koma á námskeið og læra og yfirfara allar jógastöður – fá leiðbeiningar.

Hlakka til að sjá ykkur á jógamottunni….   en mundu þetta  🙂

untitled-281-copy (1)“Be yourself; everyone else is already taken.” ― Oscar Wilde

Nýtt upphaf – nýtt ár 2015!

06 Jan
6. January, 2015

IMG_4626_FotorMarkmið, eru þið að setja ykkur markmið krakkar?  Ég hef alltaf sett þessi sömu markmið ár eftir ár.  Vera betri útgáfa af sjálfri mér, betri í dag en ég var í gær.  Skoða og yfirfara hvað ég gerði sem mér mislíkar t.d. í gær og reyna bæta fyrir það.  Mottóið mitt er þetta að; allir dagar eru hamingjudagar…  hvaða dagur sem er.  Njóta hvers dags í botn eins og hann sé sá síðast, já hver veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér hí hí allavega ekki ég!

Nýtt upphaf hefst í hvert skipti sem þú mætir á jógadýnuna – pældu í því.

IMG_4990

Tímarnir verða sömu efitr sem áður í GERPLUSALNUM Kópavogi og bætist jafnvel við sjá töfluna fínu fyrir vor 2015!

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
6:30-7:30 PRANA POWER YOGA PRANA POWER YOGA PRANA POWER YOGA
8:15-9:30 Byrjenda  1 Byrjenda 1 Byrjenda 1
8:30-9:30 PPY + Armbalanc
9:30-10:00 Yin / Restorative
12:10-13:00 Byrjenda 2 Byrjenda 2
19:30-20:45 PPY + armbalanc
18:00-19:00 Yoga Nidra

En takið eftir við bætist YOGA NIDRA / SVEFNYOGA já há einu sinni í mánuði 1 föstudag hvers mánaðar, byrjendanámskeiðin verða tvö morguntímar og hádegistímar.  Alltaf gott að koma á byrjenda námskeið og rifja upp og læra stöðurnar og hvað hver og ein staða gerir fyrir þig.  Hlakka til að sjá ykkur hress á þessu fína ári 2015 krakkar.  Leitaðu upplýsinga hjá mér í síma 822 8803 eða sendu mér tölvupóst [email protected]     Fyrsti tími ársins verður í fyrramálið kl. 6:30 komdu og prufaðu sjáðu hvernig þér líkar..  jóga er fyrir alla konur og karla, krakka og unglinga og unga sem aldna, í hvaða líkamsástandi sem þeir eru.  Allir geta gert jóga og þú líka!

Jai bhagwan.

Vertu ljósið og lýstu allt upp í kringum þig….  þú ert ljósberin!

10003224_1541415556093808_1699565658059003066_n