Archive for month: December, 2014

Handstaða 365

10 Dec
10. December, 2014

Já áskorunin er í fullum gangi og nú síðastliðið mánudagskvöld kom stutt viðtal við mig í Kastljósinu..  og myndbrot af þessu skemmtilega uppátæki mínu 🙂

Allt er eins og það á að vera…  vertu með og prufaðu – hvet ykkur til dáða.  Það er verið að kenna handstöðuna víða t.d. í jógasölum og oft eru það sérauglýst námskeið…  svo gætir þú alltaf kíkt á mig í Gerplusalinn hér er tímataflan;

Mánudags- miðvikudags og föstudagsmorgnar       kl.: 6:30-7:30   Prana Power Yoga

Fimmtudagskvöld kl 19:30-20:45  Prana Power Yoga blöndum oft Yin og Restorative yoga með!

Laugardagsmorgnar kl: 8:30-10:00 Prana Power Yoga – Armabalancing og fleira.

Hér er myndbrotið …   leikið ykkur krakkar – finnið barnið í ykkur og þig getið þetta alveg!

Jai bhagwan

Gyða Dís

http://www.ruv.is/frett/ein-handstada-a-dag-i-365-daga

 

Úlfadrykkurinn

04 Dec
4. December, 2014

Nú er aðventan genginn í garð og það snjóar úti…  getum ekki verið glaðari hér á bæ “litla jólabarnið” í okkur gargar af kátínu – Esja Ösp fallegi Golden hundurinn minn er svo kát með snjóinn – hoppar og veltur sér og jú henni finnst hann líka svakalega spennandi á bragðið hí hí enda ekki orðin 6 mánaða enn þó stór sé orðin.  Set inn myndir af henni og blogg fljótlega.   En núna á aðventunni ætla ég að setja inn uppskriftir af einhverju sem mér þykir gott og spennandi.  Ég svo oft spurð að því hvað ég sé að borða – fólk vill fá lýsingar á hverju innihaldi fyrir sig sem er bara gott og blessað 🙂  Í dag verðu Það “úlfadrykkurinn” heiti dásamlegi.  Ég kenni hann við Úlfin eða David Avacado Wolfe sem á allann heiðurinn af því að ég fór að stúdera hráfæði enn betur og súkkulaðið!!!

Úlfadrykkurinn;

Setja vatn í pott svona ca ½ liter

Lúku af goji berjum ( eða minna )

½-1 tsk Reishi svepp (duft)

½- 1 tsk Chaga svepp (duft

—–   má líka vera blanda með sveppum.

Hitar þetta upp í smá stund – rétt leyfir að hitna hefur tilfiningu fyrir því

 

Þá er það blandarinn…

Settu chia seed svona 1-2 msk eða eftir smekk.

Kakósmjör – cacoa butter ca 1 msk eða bara tilfinninguna ( alger dásemd )

1 msk. Kakkónibbur

1 tsk kanil

1 tsk kardimonur

1 tsk Muskat

1 msk hunang

1 tsk maca

2 msk Lucuma

Örlítið salt

Nokkur korn cayenne pipar

Þegar þetta superstöff er komið í blandarann þá hellir þú heitu goji safanum og öllu innihaldinu í blandarann og setur í gang.

Er alger draumur og gott að fá sér heitann súkkulaðidrykk svona á aðventunni.  Þetta er mitt „heita súkkulaði“  alltaf hægt að betrumbæta og á tyllidögum að setja meiri súkkulaðinibbur eða hrákakó og svolítið mikið meira af kakósmjörinu sem er ótrúlega holl og góð fita tók þessar upplýsingar af vefinum hjá Sollu á GLó ;

Kakósmjör  er fitan úr kakóbauninni sem gefur súkkulaði sína unaðslegu áferð. Kakósmjör hefur nefnilega þann sérstaka eiginleika að vera í föstu formi við stofuhita, en bráðna hratt og vel við hitastigið í munninum. Þessi eiginleiki er einmitt stór hluti af töfrum súkkulaðisins. Kakósmjörið gefur góðan súkkulaðiilm og er frábært í súkkulaðigerð sem og ýmsa eftirrétti. Smá klípa útí hristinga og hnetudrykki kætir bæði kropp og koll. Kakósmjör er einnig frábært að nota í nuddolíur og krem.

Innihald: Kakósmjör* (upprunaland Perú).

Næringargildi í 100g:

Orka 3694 kJ/890 kkal

Fita 99,8g

Kolvetni 0g

Prótein 0,1g

Ofnæmis- og óþolsupplýsingar: Gæti innihaldið snefilmagn af jarðhnetum og öðrum hnetuafurðum.  Geymist á þurrum og svölum stað.    *Lífrænt ræktað

Kakósmjörið má bræða yfir vatnsbaði fyrir notkun, en einnig er sniðugt að rífa það niður með rifjárni.

Allt þetta fína hráefnið nema sveppina færðu hjá Bónus „Sollu vörur“  Hagkaupum og svo getur þú fengið sveppina t.d. hjá Kollu Grasalæknir; Jurtaapótekið.

Prufið ykkur áfram ég skutla inn mynd af þessum líka yndis góða drykk með!  Um að gera njóta aðventunar krakkar…..  vera til staðar í augnablikinu… ekki bíða endilega þar til allt á að vera svo “fullkomið” á sjálfan aðfangadag.   Notaðu stundina núna – gerðu vel við þig og farðu í hlýja sokka – settu heilandi tónlist á og njóttu!     Jai bhagwan!