Archive for month: November, 2014

Handstöðuáskorun 365

26 Nov
26. November, 2014

Frelsi – já hvenær fannstu síðast fyrir frelsinu 🙂 hugsaðu þér þegar þú varst barn þá lifðir þú lífinu frjáls og glaður án þess að hafa áhyggjur af því sem væri að gerast í heiminum!  Hafðir tíma til að leika þér allann daginn, hlaupið og jafnvel farið fulla brú/wheel.  Tekið handahlaup á túninu og verið algerlega fráls!  En hvað er það sem hefur breyst??   Jú við höfum bætt kannski við nokkrum árum og jafnvel nokkrum kílóum og svo hitt við hræddumst ekkert sem börn og krakkar.   En langar þig ekkert að vera á sama stað þá meina ég rétt sem snöggvast – stuttann tíma 🙂  finna hjartað slá aðeins örar, hafa trú á sjálfan þig og verða ástfanginn af lífinu!  Ég hef fulla trú á því að það verði lítið mál fyrir þig..  ég get það þá geta þetta allir.  Ég elska viðsnúnar stöður “inversion junkie” og handstaðan já handstadan er ein af þessum stöðum sem láta mann finna að lífið sé bara nákvæmlega eins og það..  finna þessa stutta stund sem maður er í handstöðunni hve stutt er í barnið hjá manni, gleðinn og orkann sem vex og vex bara við handstöðuna.   Hugsaðu þér þetta;  frelsi frá hræðslunni / freedom from fear!

Ég er með átakið – áskorun ein handstaða á dag í 365 daga og eftir 365 daga ertu komin í handstöðuna.  Ég geri það daglega hvar sem er og hvenær sem er dagsins; í garðinum í búðinni, við fallegt tré í vinarhúsi, erlendis, á flugvellinum og já hvar sem er!  Sko… ég viðurkenni það alveg að handstaðan veitir gríðarlega athygli, fólk reyndar aðallega dáist af því að ég skelli mér upp í handstöðuna og bið þann sem á vegi mínum verður að smella á mynd á snjallsímanum mínum 🙂   Og já krakkar handstaðan gefur mér algert FRELSI í þessar örfáu mínútur sem ég er að leika mér frá því sem er að gerast í heiminum.  Bara ég alein eins og Palli einn í heiminum! Ég hleð líkamann minn af jákvæðri orku sem dugar mér í gegnum daginn – hitar upp líkamann og styrki á allann hátt og í alvöru held að mér finnist bara að líkaminn minn hafi yngst töluvert og er alltaf í stuði með Guði.

Þar sem ég er jógakennari er ég oftar enn ekki með einhver góð ráð svo þú komist uppí handstöðu og leynt og ljóst að styrkja þá líkamsparta sem þurfa vera sterkir fyrir handstöðu.  Ef þú gerðir þetta sem krakki er það lítið mál að byrja aftur  – já há þó svo að liðin séu 20 eða 30 ár frá því síðast, prufaðu bara og komdu sjálfum þér á óvart. Handstaða krefst þess að þú hafir gott jafnvægi til þes að vera uppi / vinnur á móti þyngdaraflinu.  Og handstaðan sem þú gerir t.d. í dag er þín besta handstaða – þinn líkami þinn dagur og þó svo þú vitir að þú getur betur – láttu líkamann bara vera og segja þér til!

En það eru svo ótrúlegir ávinningar af því að fara í handstöðuna. Afhverju að lyfta lóðum ef þú getur ekki lyft eigin líkama eða notað þinn eigin líkama til styrktaræfingar – það gerum við í jóga og bætum inní skemmtilegum æfingum öðru hverju “armbalancing” jógastöðum.

Ávinningurinn sjáðu til er meðal annars þessi;

1.  Styrkir kviðvöðva.  Hljómar furðulega en það eru aðalallega kviðvöðvarnir til að halda þér í jafnvæginu”

2. Styrkir úlnliði og handleggi.  Í handstöðunni notar þú líkamsþyngdina þína – pældu í því og vinnuyr vel á öxlum, handleggjum og úlnliðum. Og getur hjálpað þér að forðast slæm meiðsl og liðagigt í framtíðinni.

3. Styrkir hryggsúluna.  Þú styrkir alla líkamann eins og áður er sagt og gefur þér frábæran kost að bæta allar jógastöður.  Færð klikkað góða tilfinningu eftir t.d. langann dag í vinnunni – við setuna á skrifstofu eða búin að standa allann daginn.

4. Róar huga, hjálpar að losa stress og jafnvel lítilsháttar þunglyndi.  Blóðflæðið eykst upp í höfuð, róar og færir þér góða hamingju og skapið – orkugefandi í alla staði.

5. Kemur jafnvægi á skjaldkirtilinn og starfsemi hans. Keyrir upp efnaskiptinn.

6. Styrkir bringu, axlir, bak og háls.

7. Færð miklu betri tilfinningu fyrir jafnvægið.

8. Náttúrulegt “Botox”  allt blóðflæðið og súrefnið sem færist uppí höfuð í handstöðunni.  Bloðflæðið hjálpar til við að halda aftur af hrörnun “anti aging” 🙂 jebb trúðu mér bara!  Kannski þetta eitt gerir það að verkum að þú prufar handstöðuna!

9. Engin er meistari, ekki ég né þú.   Mundu að hver dagur er þinn og þú masterar nákvæmlega eins og þú getur í hverju sinni.

10. Farðu bara rólega af stað, keyrir púlsinn upp – legðu lófana í gólfið bara upp við vegg og fáðu tilfinninguna….  svo kemur að því að þú nærð að sparka öðrum fætinum upp – lengra og lengra og lengra!

Já hvað segir þú er ekki ástæða til að prufa? Hvet þig til að setja inn myndir á Instagramm  undir hastaginu #handstada365  og  #gydadis

Góða skemmtun að finna barnið í þér, ég set hér inn myndir ekki allar sem komnar eru en dagur 68/365 var í dag 🙂

Jai bhagwan.

1457550_10152803014382346_563458657178980391_n

10676175_10152791203187346_8567443200019316480_n

10153814_10152821804752346_7271764065465143260_n

10616346_10152691802642346_3306538985177343415_n

67 365_Fotor

10262233_10152846007362346_1487633374257681611_n