Archive for month: September, 2014

Gulur, rauður, grænn og blár…..

27 Sep
27. September, 2014

Yogadísin hefur verið gríðarlega upptekin í skipulagningu!  Já nú er haustið komið í allri sinni dýrð og litirnir maður minn.  Hafi þið tekið eftir þeim!  Elska haustið með orange litunum í trjánum og veistu hvað litirnir merkja og hvaða þýðungu þeir hafa?  Það er alltaf gaman að pæla í þvi og hér neðst í blogginu sjáið þið litina og hversvegna þú t.d. velur ákveðin lit á jógadýnunni þinni nú eða alltaf sama litin á peysunni eða skónum ha ha þetta er ótrúlegt!!

Já skipulagningin, sko haustið byrjaði með trompi.  Ég hætti að kenna í World Class og hóf að kenna mitt jóga Prana Power Yoga í Gerplusalnum.  Það er alltaf aukning af jógum sem sækja tímanna hjá mér.  Byrjendanámskeiðið fór hins vegar ekki af stað þar sem ekki náðist í næga skráningu – kannski tímasetningin sé ekki góð svo ég ákvað að sleppa því.  En skemmtileg nýjung ég er að byrja kenna hjá Hreyfingu 🙂  það kom svona pínu óvænt já verð að segja það.  Fékk fyrirspurn frá þeim í Hreyfingu hvort ég gæti hugsað mér að taka að mér kennslu og leiða námskeið hjá þeim.  Jú aldeilis leist líka svona svakalega vel á.  Námskeiðið byrjar n.k. þriðjudag 30 sept.  verð með 6 vikna námskeið sem hefst kl 6:15 – 7:15  🙂 veit aðallega fyrir morgunfólkið!!   Tvisvar í viku þriðjudaga og fimmtudaga.   Einnig mun ég leiða opin tíma á fimmtudagskvöldum kl 17:30-18:30.   Kíktu á auglýsinguna hér ef þú hefur áhuga eða ert að æfa í Hreyfingu https://www.hreyfing.is/vefverslun/namskeid/nytt-kraftjoga-(kk–kvk)/313 já þetta er allt skemmtilegt í bland og bjó þetta fína nafn til Hreyfiborg…  ha ha þar sem ég er að kenna í Heilsuborg og verð með mitt námskeið þar og opin tíma 1x viku – svo er ég í Hreyfingu með námskeið og opin  tíma 1x í viku og svo er það Prana Power Yoga í Gerplusalnum 5 x í viku sjáðu

Laugardagur     8:30-10:30 PRANA power YOGA  / arm balancing
Mánudagur       6:30-7:30    Kröftugur morguntími
Miðvikudagur   6:30-7:30   Kröftugur morguntími
Fimmtudagur 19:30-20:45 Prana Power Yoga / armbalancing
Föstudagur        6:30-7:30   Kröftugur morguntími

Blanda öllu saman – YIN YOGA, RESTORATIVE, NIDRA, HATHA, ASTHANGA, ARMBALANCING og  bara allt jóga – Pranayama öndunaræfingar í öllum tíma.  Meginatriðið er að rækta huga, líkama og sál.   Finna að þú ert hér og nú – njóta stundarinar! Krútið við þetta er að þú getur keypt klippikort 10 tíma á aðeins 8.900.-  getur mætt í alla tíma og engin skuldbinding en ef þú kaupir staka tími er tíminn á 1000 kr. en Fimmtudags og Laugardagstímarnir á krónur 2000.-

Ok snúum okkur að litunum þetta er bara lítið og basic, langar til að koma með betri lýsingu fljótlega á bloggið;

Hvirfilstöð –  Fjólublár -bleiklillaður – Andleg tilfinning og tenging við almættið. Róandi fyrir líkama og sál. Góður fyrir hugleiðslu, eykur tilgangi og reisn og skýrleika.  Ert skilningsríkur og hefur góða hæfileika til að gefa af þér er hreinsandi.

Ennisstöð – Dimmblár – Innsæi, næmi og hugmyndaflug. Róandi. Hjálpar til við að opna innsæi. Er litur guðlegar/divine þekkingu.

Hálsstöð – Himinblár – Tjáning og samskipti,  félagsvera, ákveðin persónuleiki og lætur ekki vaða yfir sig…. sönn / sannur sjálfrum þér

Hjartastöð – Grænn  – Lífsorkan/prana, tilfinningar okkar.. ást og kærleikur til þín sjálfrar. Jafnvægi, samhæfingu og hvetur til umburðarlyndis og skilnings.

Solar plexus – Gulur – Ósjálfráð viðbrögð okkar, persónuleikinn, vilji, samskipti.  Örvar andlega virkni, tilfinningar og traust. Sjálfsvirðing, hjálpar þér að koma þér af stað í ákveðin verkefni….

Hvatastöð – Appelsínugulur – Frjósemi, getnaður, sköpun. Hlýr og orkugefandi. Örvar sköpunargáfu. Fjörlegur litur og leikur í honum.

Rótarstöð – Rauður – Jarðtenging, kraftur. Orkugefandi,  örvar tilfinningar og matarlyst. Djarfur litur og eykur sjálfstraustið umhyggju þína fyrir fjölskyldunni.

Svo kannski er einhver ástæða fyrir því að við veljum ákveðin lit á jógadýnunni – sem er okkar félagi !!!

IMG_3560

ProLite_JW_0040

Manduka sendinginn komin í hús!!! jebb á fallega liti af dýnum, brúsarnir komnir aftur og þetta hér er klikkað næs dæmi…  sjáðu til dæmis augnpúðana sem eru meðal annars fylltir með lavender olíu, hörfræjum og fleirra til þess að hjálpa þér til að ná ró og frið í slökun.

IMG_1368_Fotor

Hugleiðslupúðar sem eru dásamlegir og teppinn….  ullarteppi úr endurunni ull og vel stór í  þessi líka skemmtilega ACI    🙂

Jebb svona er það nú ! Ég ætla nú að fara koma mér í hanska og þrífa hjá mér 🙂 nota helgina því nóg verður fyrir stafni í næstu viku.

Hlakka mikið til að hitta ykkur í jóga hvort heldur í Heilsuborg – Hreyfingu eða bara hjá mér í Hreyfiborg hí hí 🙂  meina sko GERPLUSALNUM í Kópavoginum.

Njótið haustsins og litardýrðarinar.

Jai bhagwan.

Gyða Dís

 

Handstöðuáskorun 365 dagar

17 Sep
17. September, 2014

Jæja krakkar vissu þið hvað mér finnst gaman að svona skemmtilegum viðburðum og áskorunum?  Nei ég nebblega vissi það ekki sjálf fyrr en ég fór að kynnast mér betur og betur og meira og meira í gegnum jóga!  Ég sumsé stunda jóga á hverjum degi.  Og þú veist er ekkert endilega að gera bilaðar æfingar – asana – jógastöður…  nei kannski sit ég og anda, fer með bænirnar mínar og möntrur og fer af stað.  Sko það er nefnilega þannig að 80% af öllu jóga eru öndunaræfingar…. og þá er nú eins gott að geta andað krakkar!!!!!!

En jú ég geri einnig mikið af ASANA- jógaæfingar og það nánast daglega – eitthvað stundum mikið og stundum lítið oft bara þegar ég er að kenna og þá er ég eiginlega kannski ekki að gera jóga – heldur að kenna en hvað um það ég ætla setja hér nokkrar myndir inn og mannstu á INSTAGRAMMINU undir #handstada365  og gaman að setja líka #handstand365

Skemmtileg áskorun sem ég held að engin hafi gert hérlendis enda er ég pínu klikk – og viðurkenni það fúslega vera standandi á höndum hingað og þangað og á þessum aldri sem ég er á 49 ára skoooo…..   eins og litlu krakkarnir 🙂 eða þannig er minningin mín um drengina mína tvo fimleikastrákanna Dodda Reynir og Benedikt Rúnar já já og ég geri þetta miðaldra konan…  kannski geri ég þetta alla tíð ef líkami og sál leyfa mér – hver veit??

Hér er einnig myndband til að kenna þér að hoppa upp – og já endilega prófaðu það sakar ekki vertu bara heima upp við vegg og vúbsadeisí þú kemst upp einn góðan veðurdag!  Hey hey þú ég komst ekki þar sem ég er núna fyrir nokkrum árum sko!

Ljós og kærleikur til ykkar

#handstada365

IMG_3826_Fotor

Jai bhagwan

handstaða

IMG_3822_FotorGyða Dís

Hér kemur vídeo upptaka frá því í vor… kíktu á hopp hopp

https://www.youtube.com/watch?v=xGZvIu1mZ4w

Byrjenda námskeið í jóga

07 Sep
7. September, 2014

Jóganámskeið, það er smart hugmynd að taka byrjendanámskeið í jóga þrátt fyrir að þú eða þið séuð nokkuð vön að fara í jóga og gera jóga hvort heldur heima eða í tímum.  Ástæðan er að farið er vel í grunninn já allann grunn á grunnjógastöðunum.  Fólk er aðlagað og leiðrétt, farið vel yfir öndun og öndunaræfingar gerðar og þú veist að 80% af jógaástundunni eru öndunaræfingar jebb akkúrat ekki jógastöður.   Enn þú veist hinsvegar gerum við jógastöður og notum einnig gríðarlega mikla öndun með Pranayama – ujjjai ofl.

Ef þú ert að spá í grunnnámskeið – koma þér vel af stað, kynnast einnig fræðinni, þar sem allt jóga snýst um eru yomur og niyomur!  Kemur á óvart að jóga snýst ekki um að gera bara jógaæfingar og mæta flottur í jógatíma í nýjustu tísku og gera klikkað flottar jógastöður !!!   Þú getur vel farið í jógatíma og komið algerlega útkeyrður úr tíma – kannski var akkúrat ekkert farið inná við og þú ferð beint út í samfélagið með egóið / hugann allsráðándi og þá varstu alls ekki að gera jóga….  þá varstu bara í líkamsrækt 🙂 sem er einnig alveg frábært… líkami okkar þarf á hreyfingu að halda að sjálfsögðu.  En pældu aðeins í þessu!

Ég ætla bjóða uppá grunnnámskeið í jóga HATHA jóga, prana power yoga.  Með mikla áherslu á öndun, hugleiðslu og leiðina okkar – hver er þín leið 🙂 jú við erum öll á sömu leiðinni þ.e. á leiðinni heim, tengjast hjartanu okkar, sálarvitundinni og líkamsvitundinni. Grunnvísindin – yömurnar á fyrsta námskeiðinnu svo verður framhaldsnámskeið og þið munið finna og læra hvað jógafræðin á vel við allar athafnir daglegs lífs þrátt fyrir að þær séu afar afar gamlar frá því fyrir 200 árum fyrir krist!

Fyrsta yaman….   AHIMSA = án ofbeldi….   leitumst við að lifa lífinu án þess að beita ofbeldi.  Já nú hugsar þú “ég! Ég beiti alls ekki ofbeldi því síður….   en skoðaðu málið! Ertu að beita sjálfum þér ofbeldi?  Með því að dæma þig – vera ekki sátt við hvernig þú t.d. ert í vaxtarlaginu og að þú lítur í spegil á morgnanna og segir æji já ert þetta þú!!!  Vildi að ég væri einhvern vegin öðruvísi í vaxtarlaginu eða liti fallegra út ( hvað er fegurð )….   Ertu að beita fólkinu þínu ofbeldi t.d. með því að reyna stjórna allt og öllum á heimilinu?  Já pældu aðeins í þessu.

Hlakka svo til að halda fyrsta byrjendanámskeiðið í Gerplusalnum á þessari haustönn…  ef þú hefur áhuga þá eru tímarninr kl 8:20-9:20 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og þér er frjálst að mæta í alla opnu tímanna í Gerplusalnum og með fylgir mappa sem við munum fylla í reglulega á námskeiðinu.  Aðstaðan til fyrirmyndar góður búningsklefi og alltaf verður fallegt og gott te í boði eftir tíma – getur sest niður og slakað á áður en þú flýgur útí samfélgið til að sinna þínum daglegum skyldum.

Eigið dásamlegann sunnudag og megi guðinn þinn (hver svo sem hann er) leiða þig áfram þinn veg.

Hafðu endilega samband ef frekari upplýsinga er þörf …

[email protected]  eða sími 822 8803.

JAI BHAGWAN

10373969_658233570936638_5690117280485555177_n

YOGA NÁMSKEIÐ Í Gerplusalnum Kópavogi

05 Sep
5. September, 2014

Hæ hæ nú er komið auglýsingaplagg….  bloggið mun bara snúast um þessa auglýsingu já maður bara verður að auglýsa sig og láta vita hver maður er og svona…  hætt þar sem allir þekkja mig og þess vegna hendi ég þessu upp hér og nú og þið megið endilega dreifa og leyfa vinum og ættingjum vita af t.d. byrjendanámskeiðinu… eða kannski þú sem ert búin að stunda jóga vilt fá betri leiðbeiningar og aðstoð og læra stöðurnar já grunninn og kynnast jógasögunni og hreyfa við yomum og niyomum sem er akkúrat það sem jóga snýst um.   Og eitt hér vissir þú að jóga er alveg 80% öndun aha  vissir ekki hélst kannski að það snérist um að komast í fallega “standing head to knee” eða “standing bow”  eða Tree pose” ha ha ha tí tí tí 80% öndun jebbsí darling og hana nú!!!!  Kíktu á töfluna verð með tíma í fyrramálið fyrsta laugardsgsfjörið 2 tímar sem verða alltaf breytilegir – tökum Prana Power Yoga, armbalancing, yin yoga, restorative / endurhlöðun og klikk góða og langa slökun.   Geggjað að taka með sér góða peysu og sokka og jafnvel teppaling til að breiða yfir sig í slökunninni….   Sjáumst elsku hjartans þið….  Ljós og kærleikur til ykkar og njótið haustdaganna þeir eru dásamlegir.

1271063_10152663635457346_8313097660719615861_oJai bhagwan