Archive for month: August, 2014

Jóga í Gerplusalnum “Speglasal” fyrir ofan Salarlaugina í Kópavoginum

31 Aug
31. August, 2014

Elsku fallegu þið sem gefið ykkur tíma til að lesa bloggið mitt…. sem hefur verið ansi snautt núna í sumar ennnnnnnnnn  er komin í gang og ýmislegt sem ég er að gera og prófa á sjálfri mér hí hí tí… 🙂 og ætla deila með í ykkur..  En sjáið hér er laaaannggguurrr  texti…   jibbí allt að gerast!!!

Tímamót í jógakennslu og jógalífinu mínu.

Ég ætla nú samt að byrja á því að segja hversu óendanlega lánsöm ég er að hafa fengið að kynnast ykkur öllum elsku hjartans jógar og jógynjur…. án ykkar væri ég bara alls ekkert að kenna eða leiða áfram tíma!!! Pælið í því!!
Til ykkar segji ég bara einfaldlega; JAI BHAGWAN…..

Ég er hætt að kenna í World Class, held áfram með jógatíma í Heilsuborg og hef bætt við tíma þar sem er opin á mánudögum kl.16:30-17:30 komdu og prufaðu Heilsuborg á mánudaginn – ef þú hefur ekki þegar gert það yndislegur staður og fólk!!

Einnig ætla ég að bjóða uppá fullt af tímum í Gerplusalnum “speglasal” annarri hæð fyrir ofan Salarsundlaugina í Kópavoginum. Byrja strax núna aftur 1.sept og næstu viku færðu frían prufutíma – jebb láttu sjá þig endilega. Stundataflan kemur inná netið – verð með Byrjendajóga, Yin Yoga, Armabalancing, námskeið, workshop, retreat og það þetta sem er mitt yoga “PRANA POWER YOGA” ok hér kemur sýnishorn af því hvernig taflan verður fram að áramótum…

Prana Power Yoga kl.: 06:30-07:30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
…. jafnvel þriðjudagar og fimmtudagar ( kl.: 07:00-8:00 )

Byrjendajóga 8 vikna námskeið hefst 8 sept. kl 8:10-9:20 mán,mið og föst
…. hér mun ýmislegt fylgja með matarupplýsingar og fleira.. lokaðir tímar

Armbalancing “playtime” fimmtudagskvöld kl 19:30-21:00

Klikkað laugardagsfjör;  Prana Power Yoga kl.: 8:30-10:30

Fyrsta “retreat” Yoga and raw food retreat verður 13 og 14 september.

Rúsínan í pylsuendandum krakkar… jebb þannig er að þið fáið ykkur klippikort hjá mér og nú er tilboðið sem gildir út fyrstu vikuna í sept 1-8 sept…

  • 10 tíma kort á aðeins krónur 5.900.-  Rétt verð 8.900.-  og þú getur farið í alla tíma nema lokaða tíma .
  • Stakur tími á morgnanna kr.: 1000-
  • Stakur tími á kvöldin og laugardögum kr.: 2000.-

Endilega láttu heyra í þér eða sjá þig í Gerplusalnum hlakka mikið til að sjá ykkur aftur eftir sumarfrí elsku hjartans ljósberar. Finndu gleðina og ástina í hjartanu þínu og njóttu augnabliksins…. Jai bhagwan.

image
Gyða Dís s.: 822 8803 – [email protected]