Archive for month: June, 2014

Rassberry bliss…

29 Jun
29. June, 2014

Síðustu tvær vikurnar hafa verið yndislegar.  Sko í fyrsta lagi sumarið kom og fór og kom aftur og já aðeins hverfur í stutta stund en common getum ekki kvartað erum á Íslandi og höfum margt annað og fallegt í staðinn fyrir sólina og að hitamælirinn segir 17-25 stiga hiti sé úti í forsælu – ekki satt?   Hver hefur þetta ferska og fallega súrefni og vatnið og fegurðina – útsýnið já maður þarf ekki einu sinni í ferðalag útúr bænum því hver höfum við Esjuna og fjöllin í kring – sjávarilminn og græna grasið.  Elska þennann árstíma eins og í raun alla og hver hveru sinn sjarma og karma 🙂

En ég var svo heppinn að fá fjöldskylduna mín ” USA” familí í heimsókn til íslands eftir allt of langan aðskilnaða þá hittumst við.  Yndislegt í alla staði – pínu erfitt þar sem strákurinn minn amerÍski sem ég passaði þegar ég var au pair hjá þeim er dáin, já það var keyrt á hann þegar hann blessaður var á göngu með hundinn sinn og dó samstundis árið 2006 aðeins 21 árs gamall, eina barn foreldra sinna og þau eiga miserfiða daga ennþá – sem skiljanlegt er.  En Meira um USA familí og svona Ég ætlaði að eins að blogga lítið stutt og laggott um rassberry blissið og minnast á hversu ánægð ég er með jógatímanna í Gerplusalnum – held barasta að þeir séu komnir til að vera!!!!    Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudagsmorgna kl 6:30-7:30 erum við með jógafjör og allir velkomnir í Gerplusalinn 2 hæð og svo á miðvikudögum kl 19:00.   Hafðu bara endilega samband ef þú ert og hefur einhverjar spurningar á [email protected]

RASBERRY BLISS

  • 2 bollar Hindber eða Rasberry
  • 2 döðlur
  • 1 bolli vatn ( jafnvel minna )

Allt sett í blandarann og vúb vúb hér er komin klikk góð sósa á grautin – ostakökuna og á hvað sem er!   Annað þú getur líka sleppt döðlum og sett eitt lífrænt epli allt með kjarnanum og alles og það er annað en líka hrikalega gott dæmi.  Ég set þetta á chia grautinn minn og er gott á ostaköku hvort heldur sé “Raw” eða ekki og bara basic yfir hafragrautinn…

Mitt mottó er “ekki borða það sem vont á bragðið”  prufaðu þetta og leyfðu mér að fylgjast með!!

Jai bhagwan

Gyða Dís

IMG_3302

Langar þig til að læra meira um hráfæði, fara aðeins dýpra í jóga- og jógafræðina eða mastera einhverja flotta jógastöðu sem þig hefur dreymt um…   prufa handstöður, prufa æfingar sem færir þér langlífi og eru “anti aging” balansera hormónakerfið og borða góðan “raw” mat og klikkaða deserti…  súkkulaði og nammi…  hvað segir þú ertu til!!!    Næsta námskeið verður helgina 11-13 júlí næst komandi og ég mun pósta / blogga um það næstu daga….

Jóga- hráfæðishelgi 11-13 júlí….  í Gerplusalnum

Prana Power Yoga stuð – armbalancing, súkkulaði, og margt fleira.  

Hafðu bara samband  [email protected]

…..   bloggið kemur inn fljótlega og hér sérðu líka frá síðasta námskeiði.

Prana Power jógahelgi / UPPLIFUN OG KÆRLEIKUR

jai bhagwan!!!!!!

Jógastuð – dýnamískar æfingar og endurhleðsla..

25 Jun
25. June, 2014

Jógastuð í kvöld kl: 19-21 já tveggja tíma fjör við ætlum að leika okkur saman ef þú vilt aðeins eina klst þá er það ok…  komdu og vertu með – tökum dýnamískar æfingar, endurhleðslu og orkugefandi stöður, viðsnúnar stöður, þyngdaraflið, jarðtenging og fágun….  já DÝNAMÍSKAR æfingar….   klikkuð slökun og leyfðu þér að síga aðeins inná við – sjáðu fegurðina hið innra og elskaðu sjálfan þig – nákvæmlega eins og þú ert.   Tíminn í kvöld eru tveir tímar og jafnvel pínu trít í lokin….. reyni að finna sanngjarnt verð 1500-2000 krónur ….  hvað finnst þér?

Jóga snýst um að vera gefðu þér leyfi til að

VERA hér og nú!

 

10299540_10152499099832346_1498994348322837465_nJai bhagwan.

Gyða Dís

S: 822 8803

Jógatímar í Gerplusalnum…. opnir tímar og allir velkomnir fyrir alla !!!

18 Jun
18. June, 2014

Nú er komið sumar ekki satt… með rigningu og öllu tilheyrandi!  En við erum búin að eiga mjög sólríka og notalega daga og getum bara alls ekki kvartað eða hvað??

Ég ætla bjóða uppá jógatíma fyrir alla í Gerplusalnum í sumar.  Hér eru drögin af töflunni og fyrsti tíminn er á föstudagsmorgun… frír prufutími fyrir alla – komdu og vertu með!

Kl.: Mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur laugardagur
06:30 Jóga Jóga jóga
07:30
08:00
12:00
18:00 Jóga opin tími og
   fyrir meistarahóp
 20:00 áhalda-og hópfimleikum
 
   

ATH! BREYTING….

Gerpluiðkendur í meistaraflokk karla og kvenna áhalda og hópfimleikum

sem og þjálfarar þeirravelkomnir í tíma kl. 18-20 – opin tími

Opnir tímar eru þið 🙂 og allir velkomnir.

Pranajógastuð í sumar

Speglasal 2 hæð /ofan Salarsundlaugina í húsnæði Gerplu.

 Greitt er fyrir stakann tíma krónur 1000,-

Næsta jóga- og hráfæðisnámskeið verður í Júlí og stefni ég á helgina 11-13 júlí….  fylgist með 🙂

Sjáumst á jógamottunni….   á föstudagsmorgun en engin tími á laugardag þar sem ég verð á námskeiði hjá erlendum kennara

Sumsé föstudagur opin tími fyrir alla og vertu velkomin FRÍR fyrsti tíminn.. kl 6:30 og hlakka til að sjá ykkur!

Jai bhagwan

Gyða Dís

1016857_10152264306297346_231847779_n

 

Prana Power jógahelgi / UPPLIFUN OG KÆRLEIKUR

09 Jun
9. June, 2014

Helgin var hreint dásemt, hér breyttum við um og vorum heima hjá mér í hreiðrinu Vesturfoldinni – já foldinni fögru og tókum tveggja daga Power Yoga og hráfæðismatargerð.  Veðrið lék við okkur og vorum við að mestu útí í náttúrunni og það sem toppaði var í lok síðara dags klukkustunda djúpslökun – svefnjóga eða Yoga Nidra.   Úti við vatnsnið í gossbrunni, fuglasöng og fegurðar allt um kring.  Sólinn skein og hér var makað á sig sólarvörn strax að morgni laugardags… já og verð að hrósa sólarvörninni frá Dr, Mercola snildin ein og fæst hjá Mamma veit best í Kópavoginum http://mammaveitbest.is   Ein jógynjan er með svo heiftarlegt sólarofnæmi að til stóð að vera inninn dyra alla helgina – en nei hún prufaði þessa og viti menn fann ekkert og báða daganna fór í pottinn líka þannig að hipp hipp og húrrey fyrir þessari snild ég skutla inn mynd af þessari Natural Sunscreen 10363362_787828077908046_5510496082429931566_nog krakkar tékkið á þessu kosturinn er að hún kostar ekki annan handlegginn…  en ég notast alltaf við kókosolíuna og helst þessa hráu sem er alveg snild sem sólarvörn og sem eftir sól.   En þessa Dr. Mercola nota ég í andlitið því ég vil alls ekki verða dekkri og vil verja andilið á mér 🙂

Hér var mætt með ýmsum fyrirframákveðnum formerkjum sem jógarnir áttu að fara eftir enda vorum við í “vorhreinsun og orkuhleðslu” og dásemd PH gildið mælt ofl.  Hvað stóð uppúr þessa helgi er svo ótrúlega erfitt að segja að vísu hjá mér að fá að leiða þessar fallegu jógynjur áfram meira og meira inná við skoða sjálfan sig – finna sattvica orkuna flæða um líkama sinn og fylla hann af Prönu/lífsorku.  Mín eðalstund var að fá þetta tækifæri að vera innan um þær og fá að leiða þær áfram – keyra púlsinn upp, keyra prönuna upp, virkja orkustöðvarnar og finna að maður er fullkomin nákvæmlega eins og maður er!  Sattvica orkan sem myndaðist þessa helgi var gífurleg.  Te-ið frá Kollu í Jurtaapótekinu var himnesk góð blanda 🙂 humm…  góð lifrahreinsun og sælgætið frá henni Köllu í Græna hlekknum var hrein dásemd úfff…  paprikurnar hennar eru til að lifa fyrir újá….

Ég stefni að sjálfsögðu að áframhaldandi “Prana Power Yoga og Rawfood retreat” helgum í sumar!  Já fylgist bara með og mun auglýsa með meiri fyrirvara þannig að þú getur gert ráðstafanir í tíma.  Ég bara verð að leyfa hér nokkrum myndum að fylgja og sýna þakklæti mitt með þessu litla og stutta bloggi…..   Uppskriftir munu koma fljótlega inn – já ég talaði náttúrulega ekkert um matinn en hann var hreinn / sattvic og fallegur og ummmmm  góður..  Maccarónusúkkulaðikökurnar voru ja hvað skal segja “tryllt” góðar ó já – enda var þetta dekur helgi —-   þið megið endilega hjálpa mér í að finna rétta íslenska orðið yfir “retreat”  svo ég kalla þetta það áfram.   Njótið áfram veðurblíðunar og þess að vera þú sem þú ert – láttu ekkert breyta þér eða segja þér hvernig þú átt að vera 🙂 svona eða hinseginn….  nei horfðu í spegil á hverjum degi og sjáðu þessa fögru sál og þitt fagra musteri og segðu við spegilmyndina þína ; hæ hæ og góðann daginn fallega þú, hlakka sko til að eyða degin með þér!!!

Processed with VSCOcam with c1 preset

IMG_9763

IMG_9670

Processed with VSCOcam with c1 presetIMG_9762

Picture16

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Om Shanti Shanti Shanti….   Friður friður friður….

Jai bhagwan.

 

 

Vorhreinsun og orkuhleðsla “retreat” jóga og hráfæðisssss iss

03 Jun
3. June, 2014
Það verður hörkufjör og stuð á okkur um helgina. Gefðu þér gjöf, vertu með og njóttu – endurærðu þig með dásemdar hráfæðissöfum, snakki, kökum ofl ofl. Jóga fyrir alla og allir eru velkomnir en hámarksfjöldi er 20 manns.
Við ætlum að leika okkur saman og dagskráin er svona um það bil og allt breytingum háð en báða daganna erum við frá kl 9-17 með tveggja tíma hádegishléi þar sem við spjöllum – borðum og getum farið í pottinn eða göngu.
skráðu þig endilega og verð báða daganna er kr: 18,500,-  ef þú vilt aðeins vera annann daginn er það 10,000,-   [email protected]

WhereDoYouGetYourProtein(Cartoon)
Hey ég verð með PRANA jógastuð í Gerplusalnum alla laugardaga í sumar…. aðrir dagar munu bætast við og hér erum við að tala um 2-4 tíma jóga- og hráfæðisstuð…. Verð með ca einu sinni í mánuði hráfæðisköku sýnikennslu og að sjálfsögðu verða kökurnar borðar og safagerð ofl…. hollt og gott fyrir kroppin 🙂
námskeið arm_4159673_n
“raw chocolate FUDGE” verður núna næstkomandi laugardag 7 júní kl 9-13:00 Alltaf greitt fyrir stakan tíma. Prana POWER jógastuð hvað er betra við munum leika okkur með “props” jógadótið – suma tímanna munum við vera í klikkuðum Yin jógaæfingum, Yoga Nidra, Armbalancing, Yoga dance…. chantað og ómað og í sumar ætla ég að kenna ykkur ákveðna tækni sem byggist upp á nokkrum æfingum sem þið getið gert heima og eru algerlega truflaðar æfingar – þú munt sjá og það sem er kallað að vera “anti aging” æfingakerfi, balancar hormónakerfð, styrkir allt innkyrtlakerfið og meira og meira fyrir utan styrkinn og kraftinn og gleðina sem æfingakerfið færir þér gefur þér orku næstu 8 klst…. Já þetta getur þú lært ásamt yfirferð yfir orkustöðvarnar og jógastöður fyrir hverja orkustöð – förum yfir það hver er “patenjali” Yoga sutrur ofl. og fl. og fleira skemmtilegt. Aldrei eins tímar ( eins og þið þekkið )

menningarnótt lub

Næst komandi Laugardag og sunnudag verður sumsé helgin öll tekin í “retreat” gerðu þig klára fyrir sumarið og lærðu að gera góða safa, hráfæðisgraut, súkkulaði og spírusafa og fleira —- uppskriftir fylgja að sjálfsögðu 🙂 Set inn nánari upplýsingar með planið og kostnaðinn sem verður að sjálfsögðu í lágmarki, langaði að sjá hversu margir væru lausir og hefðu áhuga með svona líka stuttum fyrirvara ♥ hlakka til að heyra í ykkur hér á facinu – þetta er lokuð grúppa sem ég sendi til að byrja með en ef þið þekkið lið sem hefur áhuga á að vera með sendið mér þá endilega fyrirspurn [email protected] s: 822 8803

Kærleikur til ykkar
Gyða Dís
Jógakennari frá jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar
240 RYT
398847_10150927036332346_405061860_n