Archive for month: May, 2014

Morgunhressingin mín..

29 May
29. May, 2014

Hvað er það sem drífur ykkur áfram á morgnanna…..  hjá mér jú maturinn minn 🙂 hvað segi þið um það.  Ég er eins og bullandi virkur alkahólisti því ég get oftar enn ekki beðið eftir því að tími sé komin á morgungrautinn minn – ég er ekkert að djóka krakkar 🙂 og get ekki beðið eftir því stundum að klára morgunverkin mín…  jú þau eru að sjálfsögðu á hverjum morgni oftar enn ekki byrja ég daginn kl: 05:30 geri mínar öndunaræfingar og hugleiðslu heima þegar ég fer að kenna kl 6:10 í Ögurhvarfinu fæ útrás þar með jógunum sem er yndi í hita og svitanum !!!   En þegar ég er ekki að kenna þá vakna ég og fer í mína rútínu sem er aldrei eins en byggist alltaf á þessu öndun – að vera og finna miðjuna og stilla sig inní daginn, njóta þess að vera ég já há er farin að njóta þess og elska sjálfan mig – æfingaplanið mitt er mismunandi.  Stundum geri ég kröftugar POWER yoga æfingar mikið af armbalancing og styrk – suma morgna er það bara góðar teygjur og jógastöður og enn aðra morgna fer ég oft út í náttúruna hlusta á fugla söngin hjóla Grafarvogshringin eða skokka / labba á hrikalegu háu paci Foldahringinn sem eru 4km ca en ég stend alltaf á höndum eða fer í höfuðstöðuna á hverjum morgni með æfingaplaninu.  Svo núna eftir þetta dásamlega jógakennaranámskeiði sem ég var á síðustu helgi ” YOGA as MEDICEN” var algerlega magnað og gaf mér svo mikið af öllu og ég hef þegar verið að deila því til ykkar kæru jógar og vinir meira segja er Valli minn / Naglinn farin að gera ákveðna rútínu með mér á morgnanna og það kalla ég kraftaverk!  Þær æfingar byggjast uppá ákveðni tækni sem ég ætla segja ykkur frá síðar og leiða inní mína tíma og þið getið gert sjálf heima og að heiman útí náttúrunni og viti þið hvað!!!!    Þessar æfingar eru svo kallaðar “anti aging program” ú já ávinningurinn fáránlegur – m.a. róar hugann, eykur orkuna / prönuna, styrkir og eykur liðleika, styrkir allann líkamann og mjóbak og hrikalega flottar æfingar fyrir kviðinn og kviðvegginn.  Já það kemur að þessu ég er bara að vinna í því að setja saman prógram.. fylgist endilega með verð með eitthvað skemmtilegt í gangi í Júní mánuði.

Enn krakkar aftur að morgunhressingunni minni….   ók þetta er svo sáraeinfalt en ég sem ég segji hafðu matinn þinn þannig að þér langar í hann og hlakkar til að borða – blessaðu og elskaðu ;

IMG_3214

 • 2-3 msk chia fræ     –  ég legg þau í bleyti um morguninn… stundum lengi og stundum bara 10-30 mín 🙂
 • 1 msk goji ber
 • 1 tsk kardimonur (duft/lífrænt)
 • 1 tsk kanil
 • 1 msk bóghveiti ( búið að láta spíra og þurka í ofni) má sleppa 🙂
 • 1 msk hafrar ( búið að láta spíra og þurka í ofni ) má sleppa
 • 1-2 sveskjur
 • 1-2 fíkjur
 • 2 msk hampfræ
 • 1 lífrænt epli en getur valið líka  peru eða jarðaber / bláber / banani …  hvað áttu til.
 • kakónibbur eða lífrænt kakóduft ( má sleppa )
 • kókosolía ( má sleppa)
 • vanillu

Aðferðin er að sjálfsögðu sáraeinföld og fljótleg…  getur stytt þér leið með að setja í bleyti kvöldinu áður Chia seed í vatn, jafnvel bætt útí t.d. höfrum ( ef þú ert ekki með svona þurkuð og stökk ) útí þetta setur þú goji, kryddið og annað hvort sveskju eða fíkjur. Leyfðu þessu að liggja í bleyti yfir nótt eða bara í þann tíma sem þú hefur þá og þegar á meðan þú gerir mjólkina.

Okey krakkar það sem ég elska þessa daganna er hampmjólkinn og hún er svoooooooo  ótrúlega einföld í gerð – sjáðu til;

Ég nota hampfræin t.d. Navitas, en þú færð allt þetta stöff í Bónus “Sollu vörunum”

HAMPMJÓLKIN:    images-2

Blandarinn tekinn fram í hann setur þú hampseed og kannski 1 döðlu og 1 tsk vanillu og vatn 2 dl er flott og blandarinn af stað. Hér ertu komin með þessa yndislegu hempseed mjólk.    En getur að sjálfsögðu notað möndlumjólk, rís mjólk eða jafnvel eitt sem er klikkað gott lífrænt ræktaðan rjóma frá BIO bú….

Næsta mál er að setja t.d. msk af kókosolíu umm lífræna og ég nota hráa frá DR george, blanda saman, set svo mína hafra og bókhveiti yfir, nú ef ég á lífrænt epli eða peru sem ég sker í litla bita helli mjólkinni yfir og kakonibbum + kanil aðeins yfir….   en ef ég er með berin t.d. jarðaber, banana og bláber þá nota ég ekki kanil yfir.  Njótu – þetta er bara geggjað stöff sem þú verður södd eða saddur af lengi fram eftir deginum.  Oftar en ekki legg ég chia í bleyti í mjólkinni – það er svo miklu miklu betra og verður eitthvað svo sætt og gott.  Svo nú er um að gera að leika sér og njóta matarins – gerðu hann fallegan og leyfðu þér að hlakka til að borða og næra líkama þinn með einni bestu næringu og próteini sem um getur.  Vissir þú að Chia fræin eru svo fáráanlega stútfull af omega fitusýrum!!!!   Nei lestu þig bara til – gúglaðu benefit of Chia, hempseed, goji, vanilla já vanilla er bráðholl, kokosolíu og fáðu þér svo góðan te sopa eða kaffi….  ég kýs te og drekk mitt græna te með restinni að þessari dásemd….  Love your live and live your live.    Hlakka til að heyra í ykkur og gangi ykkur vel…  megið endilega skilja eftir línu hér fyrir neðan.   Sjáumst vona bráðar.

Jai bhagwan

Gyða Dís

[email protected]

hemp_0

 

 

 

Rauðrófusafi

23 May
23. May, 2014

Hrár rauðrófur er málið….   þú getur gert svo ótrúlega margt með rauðrófurnar og ávinningurinn er bókstaflega dásamlegur svo ekki sé meira sagt – ég er búin að lesa mig mikið til um ávinninginn bæði innlendar greinar og erlendar.   Og það sem allir eru sammála um er að hráar rauðrófur er algerlega málið.   Ástæðan jú þá haldast öll efni í rauðrófunum ávinningur fyrir hjarta- og æðakerfi kemur einungis í ljós þegar hrárra rauðrófa eða kald-pressaðs rauðrófusafa er neytt því nítratið skemmist við hitun.   Næringargildið er svakalegt líkt og með flest annað grænmeti, þá eru rauðrófur stútfullar af næringarefnum eins og C-vítamíni, fólínsýru, járni, magnesíum, kopar, kalíum, mangan, fosfór, trefjum, andoxunarefnum og nítrötum 🙂 sumsé allra meina bót og hrikalega flott stuff fyrir íþróttamanninn – og hefur verið talað um sem ofurfæði!  Lækkar blóðþrýsting eykur blóðflæði og áhrifin koma strax “kikka” strax inn og það er ekki slæmt..  Margar greinar hafa verið skrifaðar um rauðrófusafa og hlaupara,  örvar meltinguna, taldar vera góðar gegn ýmsum húðsjúkdómum vegna hreinsandi eiginleika já hugsið ykkur..  Liturinn er gríðarlega fallegur og gefur svip á matarborðið hvernig sem þú matreiðir rauðrófurnar – en mundu að leitast við að hafa þær hráar!   Ég er alveg ofsa hrifin af þessari ofurfæði og nota þær á ýmsan hátt…   t.d. það nýjasta að gera rauðrófu og melónusafa umm klikkað gott eða ég bý til klikkað gott snakk úr þeim “rawfoot” snack.  Hér eru nokkrar upplýsingar;

IMG_3120Rauðrófu- og vatnsmelónusafi

 • 2 meðalstórar rauðrófur – set í safapressu
 • 1/2 vatnsmelóna  og safinn af rauðrófunum settur útí blandarann og blandað saman.

Tips;  gætir bætt útí hverju sem þér dettur í hug t.d. engifer, lime, sellery, gulrótum.

Einnig er ég með upplýsingar um “flensubanan” http://gydadis.is/lattu-matinn-vera-medalid-thitt-og-medalid-vera-matinn-thinn/

 

Raurófusnakk

 • 2 rauðrófur – flysja með ostaskera eða sérstökum grænmetisskrælara
 • lagt í marinerinku;   vatn sem flæðir alveg yfir, saltað að smekk og eplaedik.

Sett inní þurkofn á 41 gráðu í um 6-10 tíma.

 matur 031

 

Látum matin vera meðalið okkar og meðal vera matinn okkar…..  þetta er smart..  Njótið og kíkið á heimildir eða bara “gúglið” ávinning af rauðrófum eða benefit of beetroot 🙂

 Lífið er núna – njótið

Gyða Dís    🙂    Jai bhagwan.

 

http://en.wikipedia.org/wiki/Beetroot

http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=374

http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item18861/Engifer

 

Handstaða og spyrna sér upp

19 May
19. May, 2014

Handstaðan er svo ótrúlega mögnuð.  Þú veist ekki fyrr en alltí einu ertu komin upp….  já ég meina það!  Enn elskan mín það getur tekið mánuði og jafnvel nokkur ár.  Ég er búin að æfa styrkinn í handleggjum og að spyrna upp við vegg í nokkur ár.  Það er ekki fyrr en svona fyrir ári síðan að ég fór að huga að því að standa frístandandi í sekúndubrot..  svo aðeins lengur og ég er enn að vinna í þessu og já þetta er bara æfing og aftur æfing.  Hér er myndband mitt nr. 2 í handstöðuæfingum.  Að spyrna sér upp og þú þarft ekki að hafa áhyggjur um að falla afturfyrir þig nema að þú getir spyrnt seinni fætinum einnig hátt upp…  þá finnur þú út úr því og notar hendurnar og snýrð þér svo þú fallir ekki 🙂 en hey í versta falli dettur þú – og þú ert ekki að reyna handstöðu nema þú hafir einhvern styrk í öxlum og upphandleggjum sem og kviðnum.  Okey svona ferð þú að þessu;

 1. Finnur þér góðan stað – vertu úti í grasinu.
 2. Legðu hendurnar í jörðina – móður jörð, þrýstu fingrunum og þumalbeininu niður og byrjaðu að ýta jörðinni frá þér
 3. Svo byrjar þú á að spyrna hægri fætinum upp og þeim vinstri niður aftur þrisvar sinnum
 4. Vinstra megin, spyrnir vinstri upp og hægri niður aftur gerir þú þetta þrisvar sinnum.
 5. Farðu í barnið og slakaðu aðeins á – róar púlsinn því hann keyrist svo sannarlega upp hér og andaðu djúpt inn og út um nefið.
 6. Aftur upp og reddý í nýja æfingu 🙂
 7. Spyrna hægri fætinum upp og splittar og sá hægri aftur niður, spyrnir aftur hægri upp – splittar og sá hægri aftur niður 3 x
 8. Vinstri upp og splittar 3 x.
 9. Slakaðu á í andlitinu – andaðu og leiktu þér.

Hér enda ég þetta í dag….   annað krakkar ég er sko alls ekki fullkomin og er enn að vinna í henni….   vinna æfing og enn meiri vinna  en í dag er bloggið stutt og laggott 🙂 en fyrst og fremst njóttu lífsins, njóttu þess að geta það sem þú gerir, njóttu þess að vera þú – fullkomin nákvæmlega eins og þú ert en hey eitt hef ég lært ég get miklu miklu meira en það sem ég held og það er bara fyrst og fremst að vera í núinu hér og nú og njóta – upplifa fegurðina í öllum aðstæðum þeim góðu og þeim slæmu 🙂 taka á móti gjöfum jarðar og vera.   LIFÐU – VERTU – NJÓTTU.

Gangi þér vel ég mun örugglega setja eitthvað meira skemmtilegt inn varðandi handstöðuna – ein af mínu skemmtilegustu æfingum því hún allt í senn reynir á svo marga líkamsparta, þolinmæðina gríðarlega jesús minn já þolinmæðina og styrki að innan og sem utan….  treystu og þá kemur þetta.    Takk fyrir mig 🙂    JAI BHAGWAN!

 

Handstöðuæfingar “ég get”

09 May
9. May, 2014

Vorið er svo sannarlega komið og þá er bara gott að fara aðeins út og gera nokkrar jógastöður.  Ég er að kenna eða leiða svokallaða “armbalancing” tíma, að sjálfsögðu komast ekki allir í tíma en ég ætla á næstu vikum að setja inn myndband af handstöðu undirbúning..  svo þú getur æft þig heima, í garðinum eða sveitinni já eða á ströndinni.  Annað að það halda svo ótrúlega margir (flestir) að þeir geti ekki gert handstöðuæfingur þ.e. að nota handleggi og efri líkama…   skiljanlega en ef þig langar þá er það bara skella sér í málið og prufa.   Tek það fram að ég fór ekki þangað sem ég er núna á einni viku, einum mánuði eða ári… nei nei síður en svo allt þetta er bara æfing æfing æfing og meiri æfing 🙂

GÆS get, ætla SKAL

Dubai 087

Það er sko margvíslegar undirbúningsæfingar sem leiða þig uppí handstöðuna og ég geri samt ráð fyrir því að þú sért að stundir jóga, þekkir m.a.  jógastöður sem og hundinn sem horfir niður og upp, armbeygjur og þessar sterku jógastöður.   Ef þig langar til að prufa þá hvet ég þig 100% ….  getur alveg fyllilega verið uppvið vegg ( ég mun setja það inn líka síðar).

Hér erum við bara leika okkur og þegar þú ert leiður eða leið, finnst allt vera ómögulegt er alveg frábært að reyna vel á sig, hreinsa sig, pústa vel og það getur þú gert með handstöðunni…  ávinningurinn er bara klikkað flottur og það sem ég vil minnast á þessa vikuna er þetta;  STERKARI EFRI LÍKAMI já þú þarft ekki að fara í ræktina og hamast í lóðunum prufaðu þetta einu sinni á dag til þess að geta staðið í pínu stund verða axlir, handleggir og efri líkami að búa yfir góðum styrk..  en það er alls ekki ólíklegt að þeir sem eru að byrja muni fara titra já titra smá eftir nokkrar sekúndur þegar – byrjaðu bara á þessu…  og hlakka svo mikið til að heyra frá þér commentin og hvernig gengur.

Laugardaginn 10 mai ætla ég að vera með ARMBALANCING námskeið í Gerplusalnum kl 9-11:30  sjáðu til ef þú ert í stuði komdu og vertu með!   Hafðu samband hér á síðunni eða [email protected]   verðið er kr 2000,-    Klikkað góðar upphitunaræfingar, jógastöður masteraðar, höfuðstaðan, leiði í handstöðu og fleirri armbalancing stöður svo í lok tímans verða endurhlöðunarstöður með púðum/bosters, kubbum og ströppum.  Ekki missa af þessu!

ra apr

 

Þetta myndband tókum við Ásta Einars mín yndislega upp í morgunsárið útá túni hjá mér og fallega appelsínugula Manduka dýnan stóð fyrir sínu eins og ávallt.  Takk takk Ásta mín, og já þetta ætlum að gera þetta einu sinnu í viku næstu vikurnar og pósta upplýsingum með…. hvað segi þið um þetta?  Svo lofa ég ykkur inná milli góðum uppskriftum að orkubitum t.d. sem ég var að leika mér með um daginn 🙂 fíkjuorkubitar klikkað góðir – fylgist með!

Njótið, fangið fegurðinni í augnablikinu og gjöfum jarðar.

Jai bhagwan.

1382147_10151926047607346_1355817134_n