Archive for month: April, 2014

Jógastuð “PLAYTIME” pranajóga á skírdag já já já….

15 Apr
15. April, 2014

Jóga á páskum að sjálfsögðu, byrjum á skírdag og þá verður jógastuð í Gerplusalnum / speglasalnum fyrir ofan Salarsundlaugina.   Ég ætla bjóða uppá tveggja tíma jógastuð – pranajóga – leikstund með skemmtilegum jógum frá kl.: 09:00-11:00 sundlaugin er opin þann dag svo þú getur skellt þér í laugina á eftir 🙂1016857_10152264306297346_231847779_n

Komdu og leiktu með okkur, kryddum sólarhyllinguna, styrkjum efri líkama og kviðvegg, byggjum upp hitann líkamann með kröftugum kviðæfingum, sólarhyllingu –  opnum axlir og efra bak.  Leiði inní kröftugar “arm balances” stöður sem og handsstöðuna, krákuna, plankann og fleiri stöður.   Stór salur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  Það er gaman að leika saman hver veit hvað dagurinn mun bera í skauti sér…..  láttu þér dreyma um að komast í krákuna eða bara “standing bow” dansarann já eða splitt.  Playlistinn er í vinnslu – þetta verður án efa rokkaður dagur og hlakka til að hitta ykkur sem flest.

1896870_649325795104060_2106506843_n

Það sem þú þarft er að  koma með  jákvætt hugarfar og jógamottuna þína, sokka, peysu og jafnvel teppi / handklæði og jógadótið þitt!  Leyfðu þér að eiga frábært stefnumót við sjálfan þig á jógamottunni….  skoðum orkustöðvarnar, slökun og hugleiðsla og í lokin verður eitthvað “surprice”  nammigott fyrir þig!!

550

ANDA – FINNA – SLEPPA – SLAKA – NJÓTA……..

Sjáumst á skírdag 17 apríl 🙂 í Gerplusalnum 2 hæð fyrir ofan Salarlauginna Versölum 3 – Kópavogi.  2 tíma jóga kr. 1500-

Það væri  svakalega gott að fá meldingu um það hvort þú komir, þú  getur sent mér skilaboð á [email protected] eða á facebook  gydadis verð einnig með viðburðinn þar líka….

ra apr

Sjáumst á skírdag – já þú mátt alveg bera út boðskapinn því fleirri því skemmtilegra er það 🙂

Jai bhagwan.

Sólarplexus -MANIPURA þriðja orkustöðin…

13 Apr
13. April, 2014

Manipura – Solarplexus skærgula orkustöðin fyrir neðan bringubein. Nú höfum við lokið neðri þríhyrningnum í orkustöðvunum, gerðum það í morguntímanum í dag! En vissir þú að guli liturinn er litur viljastyrks og ákvarðanartöku. Sólarplexus sem og hinar orkustöðvarnar viljum við hafa í jafnvægi. Í jafnvægi sýnir þú; frumkvæði, hefur gott sjálfstraust, hefur allt sem þú vilt, girnist ekki meira þarft ekki meira og ert ekki að dæma og allt er í lagi eins og það er. Í ójafnvægi; orsakar græðgi algert TAMASIK, sjálfhverfu, skortir sjálfstraust, ofur stjórnsemi, stífni, skortir hæfni til að taka ákvörðun… sjáðu fyrir þér Golrir. Já gaman að skoða hvernig hver og ein orkustoð virkar og hvað jóga getur hjálpað okkur með að opna dyrnar pínu lítið og svo aðeins meira og þegar þú ert tilbúin þá galopnast dyrnar og þú ERT. Hlakka til að eiga fleiri jógastundir með ykkur dásamlegu jógar og jógynjur. Uppfæri ykkur síðar hvernig hvernig jógatímarnir verða um páskahelgina hjá mér í Gerplusalnum þegar lokað er í WC. Stefni á tíma n.k. fimmtudag og annann í páskum kl. 9:00 tveggja tíma jóga.

Sjáumst á morgun í höllinni, horfðu á gula litin og opnaðu meira og meira fyrir þessari fallegu orkustöð MANIPURA sem hefur með Lifur, milta og bris að gera. Berðu höfuðið hátt og sólarplexusinn rís til himna.

JAI BHAGWAN

bakteygja

Konfektgerð- og armbalancing jóganámskeið!!

09 Apr
9. April, 2014

Það er ótrúlega gott og göfgandi að stunda jóga nota sinn eigin líkama og finna hversu langt og dýpra þú getur farið inní stöðunna hverju sinni.  Og því meiri æfing, mæta á dýnuna og æfa sig því dýpra ferðu.  Jóga fer að gera þig – og þá ertu að gera jóga J náðið þú þessu???

armbalancing“  handstyrktar – æfingar eins og handstaðan, höfuðstaðan, krákan eru ansi krefjandi æfingar.  Og að sama skapi er það æfing, æfing og æfing en í senn mjög skemmtilegegar og  orkugefandi æfingar sem byggja upp sjálfstraustið – förum á allt aðrar hæðir og finnum barnið í okkur.

Komdu og vertu með á laugardagsmorguninn næsta þann 12 apríl  kl 9:00 – 12:00 í Gerplusal v/Salarlaugina í Kópavoginum.  Þrír tímar af fullu fjöri og skemmtilegu spjalli um styrkinn okkar hið innra þessar stöður sem og allar jógastöður snúast um magastyrkinn sérstaklega, styrk í handleggjum, úlnliðum og öxlunum.  Það tók mig tíma að ná handsstöðunni og ég er enn að æfa mig í jafnvæginu í handstöðunni.

sukkuladi

Lærðu einnig að gera þitt geggjaða hráfæðis konfekt já fæði guðanna með fullt af superstöffi sem er afar holt og gott fyrir þig..   Já gerir þitt eigið páskasúkkulaði!.

Langar þig í frekari upplýsingar sendu mér línu [email protected] eða hringdu í mig síma 822 8803.

Njótið ferðalagsins…  Jai bhagwan.

handstaða

Gyða Dís