Archive for month: March, 2014

Súkkulaði og desertar…

24 Mar
24. March, 2014

Í gær voru frændurnir mínir fermdir Arnar Leó og Elvar Már 1237556_10203287201291652_391560499_njá yndisleg athöfn í Grafarvogskirkju.  Ræðann hjá prestinnum var svolítið sérstök og líkti fermingarbörnunum við peninga 🙂  í góðri mynd.  En spurning hvort þetta sé löglegt eða ekki að fara svona með íslenska gjaldmiðilin margumrædda eður ei skal ég ekki sagt hafa!  En sumsé það sem presturinn vildi koma til skila til barnanna og notaði 1000 króna seðil og veifaði honum og spurði hver vildi þúsund kallinn… öll réttu þau upp hönd. En svo krumpaði hún og vöðlaði saman og henti í gólfið og traðkaði á honum og spurði aftur ” krakkar vilji þið eignast þennann þúsund kall núna” og enn sögðu þau já 🙂 svo nú reif presturinn þúsundkallinn í tvennt og spurði fermingarbörnin aftur sömu spurningu og ja en færri sögðust vilja seðilinn en sum þó!  Það sem hún vildi meina með þessu athæfi var það að þrátt fyrir að þúsundkallinn væri krumpaður og ljótur og jafnvel rifin héldi hann gildi sínu og jú þú getur farið með hann í banka og fengið nýjann í staðinn fyrir þennann af því hann er rifinn.   Og krakkar sama skapi á þetta við ykkur þó þið séuð miklu miklu miklu meira virði heldur en þúsund kalla þá elskar Guð ykkur alltaf hvar og hvenær sem er – í hvaða aðstæðum sem þið eruð….  þegar þið eldist og verið pínu krumpuð og gömul og veik þá elskar Guð ykkur ávalt og þið getið leitað til hans….  Smart enda mjög skiljanlegt fyrir krakkanna þegar svona myndlíking er notuð á tímum app og smartsíma og þið vitið allt svo miklu hraðar að gerast heldur en hér í denn ekki satt.   En ég dæmi ekki,  kannski er þetta alveg löglegt hver veit, pínu umhugsunarefni jú og líka gott að láta krakkana vita að Guð elskar þau alltaf hvað sem þau gera og gera af sér þá er alltaf hægt að leita til síns GUÐS.  Og ekki má gleyma því að börnin eru að sjálfsögðu mjög verðmæt og meira verðmætari enn nokkur þúsund króna seðill já sei sei já og í augum foreldrana erum þið gull sem glóir ALLTAF.1504095_10152263422463076_480631277_n

Eftir athöfnina var frábærlega skemmtileg veisla í Rúgbrauðsgerðinni með mat og alles já og skemmtilegum skemmtiatriðum ( frá móðurfjölskyldunni ) við í föðurfjölskyldunni vorum ekkert að láta mikið á okkur bera haha mjög hress og skemmtileg veisla 🙂 svo kom kaffi og sætindi með því þetta týpíska kransakaka sem er ógurlega vinsæl og ricekrispís kransakaka, himneskir ávextir og konfekt….  og hrákaka sem ég gerði og sú kláraðist upp á svipstundu!  Og já þess vegna setti ég saman þetta blogg en þessi kaka er bara sú einfaldasta í heimi og geimi og yfir haha…  og lítið mál fyrir ykkur að gera krakkar – það eru góðu fréttirnar en svo þarftu að eiga réttu áhöldin og hráefnið skiptir miklu máli líka!

Tækinn sem við notum eru:

 • Blandari ég nota VitaMIX
 • Matvinnsluvél ég notast við MagiMix

Hráefnið:

 • Hrákakó
 • Döðlur
 • Kókosmjöl
 • Kókosolía ( hrá ) sú besta er dr. George
 • Vaniluduft eða vaniluextract
 • Möndlur
 • Kasjúhnetur (lagðar í bleyti svona 2 tíma ca )
 • Agave
 • Himalayasalt
 • Cayanne pipar  ( valmöguleiki )
 • Appelsínudropar / appelsínubörkur ( valmöguleiki )
 • Kakónibbur
 • Kókosflögur

Svo getur þú breytt til og búið til avacado mús í stað fyllingunar…  jæja sjáðu bara hér neðar!

Og aðferðin er sáraeinföld  – þessi hrákaka klikar ekki!

Blandarinn uppá borð og allt þetta fína hráefni sett í hann :

 • 150 gr. möndlur ( ég byrja reyndar á þeim, svo restin )
 • 150 gr kókosmjöl
 • ca 40 gr kakó
 • 250 gr döðlur ( lagðar í bleyti ja 30 mín, ef þær eru verulega harðar þá lengur )
 • himalaya salt pínu pons eða eftir smekk
 • cayanne piparkorn  – nokkur (lítið í einu)

Hér blandar þú þessu saman og þjappar svo í form, döðlurnar þurfa að blandast vel samanvið og þú finnur þegar þú getur farið að þjappa þessu í form, ég nota oftast eldfast mót frá Rosental þetta stærra. Auðvitað má setja þetta í muffins form, hringlaga form bara hvað dettur þér í hug 🙂  settu svo formið inní frystir og þú gerir fyllinguna.

 • 3 dl kasjúhnetur lagðar í bleyti svona 2 tíma
 • 1 1/2 dl agave
 • 1 dl kókosolía
 • 4 msk kakoduft ( byrjaðu á þremur og sjáðu svo til )
 • 1 tsk vanilluduft eða vaniluextract ( ég set 1 1/2 )
 • pínu himalayasalt

Áður en þú setur kremið langar þig og ert í stuði til að setja banana bita ofan á kökubotnin það er gott – stundum geri ég það alls ekki alltaf.  Fyllingin framkvæmd þannig að Kasjúhnetur,agave og kokosolíu ( set stundum í vatnsbað / vel volgt vatn – hef fljótandi ) Blöndum þessu saman og þú sérð fljótlega hvort þetta sé ekki orðið silkimjúkt svo setur þú restina af uppskriftinni útí.  Færð silkimjúka áferð umm smakkar til.   Hellir yfir kökubotnin og skreytir eftil vill með kakonibbum eða kóksoflögum. Setjið svo í frysti.

…..   ég breyti alltaf eitthvað til, gerði þessa hráköku fyrir fermingarveisluna hjá tvíburafrændum mínum og snillingum en í kvöld langaði mig agalega mikið í svona köku en jafnframt langaði mig í raun enn meira í avacadómús.  Ég átti til botninn í frysti og snaraði avacadó mús með bönunum ofaná og volla kvöldmaturinn minn bara klár!

Hlakka til að heyra viðbrögðin hjá þér….   njótið vel og prufið ykkur áfram.  Verði ykkur að góðu, JAI BHAGWAN!

Jógastuð – PRANA jóga “playtime”

14 Mar
14. March, 2014

Hæ hæ 🙂 já þú ertu til í tveggja tíma jógastuð á laugardaginn frá kl 14-16. Nú ætla bjóða öllum sem hafa stundað jóga og komið á námskeiðin til mín og þeir sem ekki hafa komið 🙂 að koma í skemmtilegt jógaflæði í Gerplusalnum 2 hæð í Kópavoginum. Stór salur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og – hér verður tekið á í kröftugu jógaflæði – kröftug upphitun, jógastöður, aðeins leikið við armbalancing og hrikalega góð slökun í lokin. Það er gaman að leika saman hver veit hvað dagurinn mun bera í skauti sér….. láttu þér dreyma um að komast í krákuna eða bara þessa laufléttu “standing head to knee” 🙂 allt er þetta hugurinn. Playlistinn er í vinnslu – verður rokkaður dagur og hlakka til að hitta ykkur sem flest. Miðað við að verðið sé kr. 1.500.-

Komdu með jákvætt hugarfar og jógamottuna þína, sokka, peysu og jafnvel teppi og leyfðu þér að eiga frábært stefnumót við sjálfan þig á jógamottunni….  og í lokin verður eitthvað “surprice”  fyrir þig!!!

ANDA – FINNA – SLEPPA – SLAKA – NJÓTTA……..

Sjáumst á laugardaginn 🙂 Gerplusalnum fyrir ofan Salarlauginna Versölum 3 – Kópavogi.

Það væri  svakalega gott að fá meldingu um það hvort þú komir, þú  getur sent mér skilaboð á [email protected] eða á facebook undir viðburðininum;

Jógastuð- PRANA jóga – playtime.

550
Jai bhagwan
Gyda Dís

Heimagerð möndlumjólk

09 Mar
9. March, 2014

Möndlur eru ekki bara góðar þær eru bráðhollar og próteinríkar.  Ég nota þær að sjálfsögðu mjög mikið og finnst þessi uppfinning mín að setja lesetín útí möndlumjólkina alveg ótrúlega “brilljant” sko mjólkin er bara silkimjúk og freiðandi eins og mjólk á að vera ótrúlega falleg.   Möndlurnar legg ég í bleyti yfir nótt og leyfi þeim að spíra sjáðu þá verða þær auðmeltanlegri og sætari fyrir vikið – það er bara eitthvað sem gerist þegar þær eru lagðar í bleyti.  Nú svo afhýði ég þær og hendi hýðinu.

Lesitín er bindiefni og smart að nota í möndlumjólkina.  Það gefur matvælum Rjómalagaða og slétta áferð og ég er farin að nota það í meira magni t.d. í möndlumjólkina og humusinn, súkkulaði/konfekt og td í fallegu kökunni “rósinni” já það kemur uppskrift fljótlega af henni.  En krakkar lesetín  er efni sem stuðlar að viðhaldi og uppbyggingu frumuhimna í líkamanum þar sem það er eitt af stærstu uppbygginarþáttum í þeim hluta frumuhimnunnar sem inniheldur fosfólípíða (krill olía inniheldur mikið magn fosfólípíða, eins t.d. lýsi) og styður þar sem að heilbrigði fruma, teygjanleika þeirra og “smurningu”. Oft er talað um lecithin sem “heilameðal” sem slíkt þar sem heilinn er að stórum hluta byggður á fosfólípíðum.  Svo það sem ég hef komist að er að nokkrar rannsóknir sýna fram á að lecithin geti stuðlað að lækkun LDL kólesteróls (slæma kólesterólið) og þríglýseríða ásamt því að stuðla að auknu HDL kólesteróli (góða kólesterólinu) í líkamanum. Lecithin inniheldur einnig choline sem er nauðsynlegt eðlilegri starfssemi taugakerfisins.  Að sjálfsögðu er ósköp einfalt að búa til sína eigin möndlumjólk og þú þarft alls ekki að bæta neinum viðbættum sætu útí en ég geri það svona til hátíðarbrigða og nota þá döðlurnar sem sætuefni og hér er uppskriftin sáraeinföld:

 • 1 bolli möndlur lagðar í bleyti yfir nótt – sjá þær spíra!
 • 3 bollar af vatni
 • 2-4 döðlur eða bara sleppa
 • pínu salt
 • vanilla extract
 • 1 -2 tsk lesetín ( prufaðu þig áfram )

Ég notast við ameríska bolla “cup” sem eru stærri en vanalegir bollar og nota þá alltaf 2 tsk af lesetíni.  Nú ég afhýði möndlur, set í blandarann og bæti restinni útí og set blandarann af stað og leyfi honum að ganga í svolitla stund.  Ég kýs að hafa möndlumjólkina aðeins volga og því get ég stjórnað með tímanum sem blandarinn er í gangi. Því næst næ ég í síu pokann minn ( frá Ljósinu ) og sía hratið frá,  set hratið í poka og inní frystir og nota það síðar t.d. í hrákökugerð, konfektfyllingu eða boostið stundum í hrákexið eða hrábrauðið.  Möndlumjólkin geymist í svona 4 daga í ísskáp í lokuðu íláti.

En krakkar ég elska chia grautin minn að sjálfsögðu 🙂 hann er með ýmsum útfærslum og æðið mitt núna eða nammið mitt núnar er þetta:  chiafræ lögð í bleyti í vatni og möndlumjólk – já möndlumjólk og það gerir gæfumunin, útí þetta set ég stundum þurkaða ávexti eins og fíkjur, aprikósur, sveskjur og eða gojiber ásamt kanil og kardimonum ummm.   Stundum hef ég þetta í bleyti í 2- 3 tíma hvað ég hef tíma í.  Sker niður lífrænt epli og set útvötnuðu og þurkuðu bóghveitikorn og haframjöl og kakónibbur.  Helli möndlumjólk útí og strái pínu kanil í restina.   Þessi er alger klikk góður og ef ég er í miklu sunnudagsstuði eins og í dag set ég “raw” kókosolíu útí ummm hrikalega gott. Hvet þig til að prufa þig áfram og kíktu á upplýsingar um lesetínið það er svolítið skemmtilegt efni og svo ef þig þyrstir í frekari upplýsingar um möndlur þá bara leitar þú á netinu – þar er allt sem við þurfum haha.  Ef mér tekst til þá set ég inn myndir af ferlinu sjá neðst á síðunni…..

Ef þú vilt kanna betur um þetta flotta bindiefni þá hvet ég þig til að leita á netinu að upplýsingum og hér er ein slóðin sjáðu: 

http://www.heilsa.is/fraedsla/baetiefni/onnur-baetiefni/lesitin/

Upplýsingar um möndlur; http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=227

Um að gera prufa sig áfram…  og njóta.

Jai bhagwan.

Möndlurnar í bleyti í ca 8 klst.

IMG_2686

    Sjáðu svona eru þær búnar að spíra!

 IMG_2688

Afhýða þær

IMG_2689

Lesetín-ið

IMG_2690

Og allt komið ofaní og blandarinn á fullt!!

IMG_2696

.. Þá er það síupokinn góði frá Ljósinu

IMG_2702

Semsagt síum mjólkina frá hratinu og sjáðu… þetta er notað í ýmsa rétti…

IMG_2706

Og sjáðu dásemdina 🙂 freyðandi og falleg og passar vel við  sneið af súkkulaðiköku eða súkkulaðimola!

IMG_2705

IMG_2710

Hvernig líst ykkur á  “Orange Flavor Fudge” ?  Spurning að skella svuntunni aftur á sig og reyna við þá köku sem mun passa óþyrmilega vel við möndlumjólkina!!!                                                                                                                                                                                                         

IMG_2608

Þessir dásemdardropar frá Mediciene Flower úff ég elska þá ummm…..   þeir eru að sjálfsögðu til í Mamma veit best.

 

Om Namo Bhagavate Vasudevaya

07 Mar
7. March, 2014

Kærleiksmantran yndislega sem við förum með í lok hvers jógatíma…  og oftar en ekki er mantran sungin af Deva Premal eða Krishna Das.

En það sem mig langaði að segja þér í dag er að Om-ið er talið vera guðlegt eða ISVARA ofar öllum öðrum guðum.  Hefur þú ekki fundið fyrir því hversu dásamlegt það er að óma í upphafi tímans og lok tíma eða bara þegar þú ert heima hjá þér að undirbúa þig fyrir öndunaræfingar og jógastöður að óma er hrein dásemd.

OM (AUM) er afar fornt hljóð. OM táknar alheiminn.  Það er talið vera frumhljóðioð – hljóð sköpunarinnar allrar.  Í hinni heilögu bók stendur að Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið er Guð. OMið tengir allt saman þannig að allt er eitt og eitt er allt – sameiningin í Guði og þér ( sama hver Guðinn er hann eða hún, þinn GUÐ)

Við myndum svokallað AUM hljóð þegar við ómum og við ómum í gegnum allar orkustöðvarnar sjö; rótarstöðina – magastöðina – sólarplexus – hjartarstöðina – hálsstöðina – ennisstöðina og endum á Minu þegar við erum í höfuðstöðunni /hvirfilsstöð.   Dragðu djúpt inn andan og ómaðu kröftuglega upp í gegnum allar orkustöðvarnar og finndu hvernig þú dregur kundulinu orminn upp og endar á sjöundu orkustöðinni á Minu.

Prufaðu bara – og finndu dásemdina.   Hlakka til að sjá þig á jógamottunni og óma með þér!

Vonandi hefur þetta litla stutta blogg í dag hvatt þetta þig í að prufa að OMa svo getur þú leitað á youtube eftir t.d. :      https://www.youtube.com/watch?v=wQLX-ErAm7s

chakras

Om namo bhagavate vasudevaya

Jai bhagwan.