Archive for month: January, 2014

Möndlu og hindberjafluff

16 Jan
16. January, 2014

Nýtt ár nýtt upphaf eins og einhver vitur sagði..   og mikið  takk fyrir að vera með mér og fylgja mínu ótrúlega skemmtilegu ferðalagi sem lífið er.  Við erum öll á ferðalagi já sama ferðalaginu, og þú velur þína vegferð eða hvernig þú ætlar þér að verja ferðalaginu þínu 🙂 ekki satt!!   Hér er ég með hrikalega góðan rétt – bráðauðveldur – bragðast dásamlega og bráðh0llur, en ekki hvað.  Möndlu og hindberjafluff eða mús.  Hef hana vísvitandi þykkari lagi til að borða með skeið ég skóplaði því sem ég átti til í blandarann minn á gamlárskvöld og volla þetta varð forrétturinn minn…  í þessu eru jarðaber, hindber, chia seed, döðlumauk, möndlumauk, vanilla, jæts ætla koma uppskriftinni hér inná sem er svo sáraeinföld…..

  • Jarðaber, fersk eða frosin
  • hindber
  • chia seed
  • möndlusmjör
  • döðlumauk
  • vanilla
  • mango
  • lime
  • pínu vatn ef vill – jafnvel kókosvatn

Allt set í blandarann og volla dásemdin ein – skreyta með kakonibbum og berjum…   njótið!!

 

 

 

 

 

Hvað gerðist á árinu 2013?

09 Jan
9. January, 2014

Þakklæti er að sjálfsögðu efst í mínum huga fyrir árið sem liðið er ..  2013 var dásamlegt í alla staði fyrir okkur fjölskylduna, heilbrigð og fullkomlega sátt family!! Og hvað svo…  já ég ætla aðeins að vera væmin og lýsa mínum háttum og fjölskyldu minni sem ég elska og er svo lánsöm með.  Eða eins og Ragnar Þór miðjan mín sagði við mig já mamma ef einhver kann að vera væmin þá ert það þú .. ha ha og ég sem er nú í daglega lífinu ekki það væmin – eða hvað!!

Að sjálfsögðu byrjaði árið 2013 hér í Vesturfoldinni með drengjunum okkar öllum þremur og sprengdum upp því gamla og tókum fagnandi á móti nýju ári 2013 – fullviss um að það myndi bera góða visku og kærleik til okkar allra og allra.

Fjölskylda mín er sem hér segir Valli nagli þessi blái jáhá maðurinn minn er Naglinn sjálfur ” blue nail” hefur sjálfur hafið baráttu við blöðruhálskirtislkrabbamein árið 2011 og fór í aðgerð og í framhaldi gerði myndina “Blái naglinn” kem að því síðar.   Svo er það frumburðurinn okkar hann Þórarinn Reynir ” Doddi Reynir” sem varð 25 ára í fyrra, flutti að heiman og byrjaði í skóla og náði sér í yndislega kærustu á árinu hana Ingibjörgu. Næstur í röðinni er Ragnar Þór, stúdentinn minn sem  verður 22 ára núna í janúar já há guðminnalmáttugur og hann sem átti jafnvel ekki að ná tveggja ára aldri sökum alvarleika sjúkdóms síns, hann er snillingur í öllu því sem hann gerir og kemur nálægt kláraði stúdent við Verslunarskóla íslands síðastliðið  vor og hóf nám í Verkfræði í HR.  Yngsti molinn minn er Benedikt Rúnar sem varð 18 ára í desember sl og já brosmildur, kærleiksríkur og einstök mannvera – alger gullmoli sem hefur stundað fimleika í áraraðir og náð ótrúlegum árangri einn besti stökkvarinn á landinu.  Hann varð því miður fyrir því ólani á árinu að rífa hásin 2 vikum fyrir NM í hópfimleikum – leiðinlegt það enn oft er hægt að umbreyta því neikvæða yfir í það jákvæða og án efa verður þetta hin mesta lexía sem hann hefur upplifað og getur nýtt sér það um ókomna tíð – enda ungur enn.

993064_10151785673378313_879083860_nað hefja nám í flugvirkjun hjá Tækniskóla íslands af fullum krafti, strákur  bifvélavirkjun hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á bílum og dundaði sér við það að setja hina ólíklegustu hluti saman hér á yngri árum…  t.d. gleymist það seint þegar Doddi fór á Sorpu sem var í göngufæri héðan náði sér í allskyns græjur og dót og setti upp fyrir fermingu heimabíó kerfi inní herbergi “suround system” já möndlaði þetta úr mömlum hlutum.  Setti saman tölvur og bara fiktaði sig áfram ótrúlega natin og duglegur drengur.

Já fljótt skipast veður í lofti og svo flutti drengurinn að heiman hóf búskap með Ingibjörgu sinni í stúdentaíbúð í Kapellustíg í Grafarholtinu.

IMG_7975

Allt er eins og vera ber og þau þessi yndislegu hamingjusömu krakkar voru hjá okkur á síðasta degi ársins og allir skemmtu sér konunglega vel.  Þegar við fórum yfir árið í á gamlárskvöld hver og einn þá var svo margt sem stóð uppúr hjá öllum og í næsta hring urðum við að nefna aðeins einn atburð og Doddi sagði að erfitt væri að velja júnow það var kærasta, New york ferð, flutti að heiman, fyrsta sinn þjálfari strákaliðs á NM … enn það sem stóð uppúr hjá honum og þurfti að velja var það að setjast á skólabekk hefja nám eftir öll þessi ár – þvílíkt sem við erum stolt af þér strákur!!!

IMG_8006Ragnar Þór miðlungurinn okkar eins og pabbi hans segir svo oft verður 22 ára  þann 15 janúar næstkomandi,  hugsið ykkur þessi ljúfi ljósálfur fæddist með erfiðan genasjúkdóm Spinal Muscular Athrophy eða SMA sem er taugahrörnunarsjúkdómur, miserfiður og hann er með nokkuð grimma týpu af honum.  Hann átti eða hafði litlar líkur samkvæmt því sem læknir hans sagði við greininguna á því að ná tveggja ára aldri og húlla drengurinn er snillingur að verða 20 árum eldri, lífsreynsla sem slíka að eiga langveikan og hreyfihamlaðan dreng hefur að sjálfsögðu breytt sýn okkar til lífsins,  aðstæður manna eru auðvitað mismunandi en þetta er okkar líf og við höfum alltaf gert það besta úr öllu  – hvernig við metum lífið – hvernig við horfum á og lifum lífinu…  fjölskyldumunstrið verður að sjálfsögðu öðruvísi þegar þú ert með lítin bómullarhnoðra sem líklegast er að deyja eða mun ekki ná að lifa lengur en til tveggja ára aldurs úff hvað við vorum glöð þegar sá afmælisdagur rann upp ú já og allir afmælisdagar eru hátíðsdagar því jú maður metur það að hvert ár sem telur er guðsgjöf og því miður eru svo margir sem ekki fá mörg ár.  En nóg um það Ragnar Þór er háður aðstoð við allar athafnir daglegs lífs jú auðvitað líkamlega en andlega og hugarfarslega og félagslega er hann þú veist alla vega 350% klár og skýr glókollur.  Hann er hreint út sagt ótrúlegur drengur sem segir það hreint út; já ég hef akkúrat engan tíma til að hvíla mig eða leggja mig það verður nægur tími til þess þegar ég er dauður!!  Hann er á fullu og hefur alltaf verið það – drengurinn okkar sem klárar prófinn yfir meðaleinkun og gott betur en það fékk viðurkenningu við útskrift úr Verslunarskólanum núna síðastliðið vor – jemundur minn eini þvílík athöfn og þá stóð allur Háskólabíósalurinn upp og klappaði fyrir honum haha pínu “akward”  fyrir okkur foreldrana svo við auðvitað stóðum upp líka og ég margfalt táraðist þann dag.  Hér heima í Vesturfoldinni var haldinn vegleg og skemmtileg veisla að Ragnars hætti með skemmtilegasta fólkinu sem er í kringum hann og skemmti sér konunglega.  Í dag stundar hann nám í HR breytti úr hugbúnaðarverkfræði í tölvunarstærfræði 🙂 spennandi tímar hjá honum og rekur fyrirtækið sitt Ylgur ehf. er í grafískri hönnun ofl tengt forritun og svoleiðis hefur í nógu að snúast mjög iðjusamur ungur maður í blóma lífisins sem nýtur þess að vera til og geta gert þessa hluti sem hann gerir og þann dreng heyrir maður aldrei kvörtunartón frá ó nei Ragnar Þór kvartar ekki!

ragnar versló

IMG_7901Yngsti pjakkurinn minn Benedikt Rúnar er rétt nýorðin 18 ára því líkur gleðigjafi og lukkutröll.  Hann hefur líkt og stóri bróðir sinn stundað fimleika frá 883402_10151495273317346_299865097_ounga aldri og verið í afrekshóp í áhaldafimleikum sem og í hópfimleikum.  Nú er hann einmitt að stríða við þetta leiðindaslys þegar hann sleit/reif hásin 2 vikum fyrir norðurlandamótið síðastliðið haust. Hann tekur bara Ólaf Stef á þetta og kemur margfalt sterkari til baka, er byrjaður í endurhæfingu hjá einum færasta sjúkraþjálfa sem hefur sérhæft sig í slíkum meiðslum, fer í sund daglega og gerir sínar æfingar og fer vonandi hægt og býtandi að styrkjast og geta æft það sem hann elskar þ.e. fimleikana.

Benedikt Rúnar er alltaf brosandi og alger gleðigjafi eins og ég sagði, hann stundaði námi í Borgarholtsskóla en var að skipta yfir í Fjölbraut í Garðabæ FG núna um áramótin þar sem allir vinirnir hans eru og stuðið já Benedikt fannst ekki alveg nógu skemmtilegt félagslíf í Borgó 🙂 þetta eru nú einu sinnu svo kölluð bestu ár lífs þíns þ.e. framhaldsskólinn 🙂 hann ætlar að massa þetta og stefnir á að fara í fimleikaskóla í Danmörku vorið 2015.

Í dag starfar hann hjá Fjölni fimleikadeild og æfir sjálfur  í Gerplu hópfimleika og stefnir á EM n.k. haust, vera komin í lag og keppa með liðinu sínu.  Evrópumeistararkeppnin í hópfimleikum verður haldin hér heima n.k. haust sem er hreint út sagt frábært fyrir alla sem áhuga hafa á fimleikum já fáum tækifæri til að koma og  horfa á allt flotta og efnilega fimleikafólkið frá Evrópu.  Benedikt er mjög fjölhæfur ungur maður sem elskar lífið rétt eins og hinir drengirnir mínir er brjálæðislega réttsýn og má ekkert aumt sjá, jesús minn þegar hann var í grunnskólanum fékk ég stöðugar hringingar frá skólastjórnendunum þar sem var jafnvel verið að kvarta undan því að hann stakk uppí kennara já hann sló alltaf verndarhendinni yfir þann sem minni máttu og ef honum fannst kennari eða einhver nemandi gera eitthvað á hlut annars var minn maður mætur á svæðið og stóð upp tjáði þeim að svona komi maður alls ekki fram við nemendur sína eða samnemendur.  Benedikt Rúnar er með stórt hjarta á réttum stað og kærleikurinn gríðarlegaur hjá mínum manni!  Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig já akkúrat…. þetta er minn maður 🙂

 Benedikt á Grundarfirði að stökkva – fimleikahringurinn

Doddi Reynir er þjálfari hans

stendur hér vinstra meginn við hann…image

Skemmitlega við að eiga þrjá stráka eins og ég eða í raun fjóra með Valla mínum Jóhannesi Valgeir Reynisson Naglinn – stundum veit ég ekki hvor er eldri Valli eða Benedikt!  Allir eru þeir ólíkir  á sinn hátt en hafa það sameiginlegt að vera hvers manns hugljúfi og elska lífið og bera virðingu fyrir sjálfum sér og með kærleikann að vopni þá eru þeim allir vegir færir.  Þetta eru gimsteinarnir í mínu lífi og já ég veit þetta fyrir víst að ég er bara með þá að láni hér á jörðu en nýtt hverjar mínútu með þeim, ég er hér á jörðu til þess að halda utan um þá elska og virða og koma þeim til manns.  Lífið er undursamlegt ekki satt við vitum aldrei hvað morgundagurinn hefur í för með sér en jú eitt er víst að lifa í núinu – akkúrat hér og nú og vera ekki að bíða eftir hátíðisdögum til að leyfa sér að vera og finna til sín og gera eitthvað skemmtilegt já eða klæðast sparifötunum sínum og setja upp hátíðarsvipinn á hverjum degi og leyfðu þér að lýsa upp alla í kringum þig – ljósberi mikli.

IMG_8023

Maðurinn minn hann Valli – Naglinn eða blái naglinn hefur farið sína leið og fundið sig aldeilis í því og hreyft ansi mikið við karlmönnum og kveikt á vitundarvakningu hvað varðar karla og krabbamein.  Hann sjálfur greindist með blöðruhálskrabbamein, fór í aðgerð og myndaði allt ferlið og úr varð heimildamyndin Blái naglinn. Myndin hefur verið textuð fyrir erlendan markað og mikið í gangi.  Naglinn minn hefur aldeilis staðið sig vel gert allt sem í hans valdi til að koma skilaboðunum áfram og misrétti þeim er á kvenfólki sem boðað er í skoðun og svo karlmönnum sem heyra ekkert og jafnvel vita ekki hvert eigi að leita þegar slík mál koma upp að ég tala nú ekki um t.d. vandamálin sem fylgja blöðruhálskrabbameini… endilega fylgist með heimasíðunni hans http://blainaglinn.is/ eða facebook síðunni blái naglinn.  Læt hér staðar numið komið alveg nóg af þessu bloggi – og já strákarnir mínir verða örugglega ferlega glaðir með þetta familí blogg hahahaha….

528091_444757105558368_150792273_n

Takk elsku Doddi Reynir, Ragnar Þór og Benedikt Rúnar og Valli fyrir það  að vera til og vera í mínu lífi elska ykkur óendalega mikið og er gríðarlega stolt af ykkur öllum elskurnar.

575700_10151607138027346_1734328022_n

Njótið lífsins, hvers annars og þess að finna til ykkar sjálfra og gefa ykkur gjöfina að vera hér og nú !!

Þú skiptir svo miklu máli – með hjartað opið og kærleikann að vopni eru þér allir vegir færir 🙂

Jai bhagwan

Gyða Dís