Archive for month: October, 2013

Haustbústið…. uppáhaldið þessa daganna :)

29 Oct
29. October, 2013

Ber eru náttúrulegur hollustugjafi og því full ástæða til að hvetja fólk til að tína ber og nýta sér þau, bæði til að borða beint og í matargerð. Ekki skaðar að með því að fjölskyldan fer saman í berjatínsluferð þá skapast skemmtilegar samverustundir og það er um að gera að leyfa börnunum að tína berin upp í sig eins og þau lystir ? Börrn á Íslandi borða almennt of lítið af ávöxtum.  Þar sem ég komst ekki í berjamó sl sumar þá verð ég að versla þau bara útí búið og ég hef fengið fín lífrænt ræktuð ber í Víði, Hagkaupum og Lifandi Markaði.

Til að bæta upp berjaátið og koma þeim ofaní börnin okkar er tilvalið að gera boost, þau þurfa alls ekki að vera með svo miklu í aðeins þetta t.d. bláberin eða blönduð ber, möndlur eða casjúhnetur (útvatnaðar ) kókosvatn eða jafnvel létt ABjólk, banani eða hunang

Uppáhaldsbústið mitt í dag er eftirfarandi en ég tek það fram að þetta breytist auðvitað og nú fer að koma að því að gera úlfadrykkina aftur þar sem farið er að kólna aðeins, ég skutla honum inn í kjölfarið á þessum.

þessi er æði og uppskriftin er fyrir 2.

1    bolli    bláber

1/2 bolli hindber, jarðaber eða blönduð

1/2 bolli chia ceed

1 msk.  Macca

1 msk. Lucuma

1 msk hunang lífrænt eða t.d. einn banani eða sem er æði 1 lífræn appelsína ( gefur klikkað gott bragð ) þá sleppi ég banana og hunanginu

4 bollar kalt vatni

pínu múskat, kanill og kardimonur  ( allt eftir smekk )

2 msk.  hampprótein

1 msk hampseed

1 msk kakonibbur

1/2 grænt duft ( má sleppa )

1 tsk. Reishe duft

1 tsk.

þessi er bara algert æði til að dekra við mig og ef ég á til kókosvatn nota ég það í staðinn einnig er gott að setja Tahini ( sesamsmjör ) útí kannski eina msk.

umm alger snild og saðsamur er þessi fallegi drykkur, þú ættir að prufa þig áfram en hér fyrir neðan er pínu lesning um hollustu berjana 🙂

 

image

 

Vítamínauðug og hitaeiningasnauð
En hvað er svona hollt og gott við berin? Jú þau eru auðug af vítamínum, steinefnum, trefjaefnum og öðrum hollustuefnum. Sérstaklega eru þau rík af C-vítamíni og talsvert er af E-vítamíni í aðalbláberjum og bláberjum. Bæði þessi vítamín eru andoxunarefni en þau hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans. Þessi sindurefni eru talin tengjast hrörnun og því að ákveðnir sjúkdómar þróast í líkamanum, s.s. krabbamein, æðakölkun og ský á auga.

Rannsóknir hafa sýnt að bláber hafa sérstaklega mikla andoxunarvirkni en auk áðurnefndra vítamína er litarefnið anthocyanin, sem gerir þau blá, virkt andoxunarefni en það er talin vera ástæðan fyrir þessari sérstöðu bláberjanna. Töluvert er af járni í krækiberjum en rannsóknir sýna að mörg börn og konur á Íslandi fá ekki nægjanlegt magn járns úr fæðunni. Krækiber og aðalbláber eru einnig trefjarík en trefjaefni eru nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu.

Margir eru að huga að þyngdinni og þeir geta glaðst yfir því að óhætt er að borða töluvert af berjum því í 100 g, sem er um einn og hálfur desilítri, eru ekki nema á bilinu 27-60 hitaeiningar, minnst í krækiberjum en mest í bláberjum. Sama magn af bláberjum veitir 38 mg af C-vítamíni sem eru tæplega 2/3 hlutar af ráðlögðum dagskammti og fimmta part af ráðlögðum dagskammti fyrir E-vítamín.

Hollusta Berjanna

Bláber eru ávextir bláberjalyngsins sem er af bjöllulyngs ætt. Berin eru afar C-vítaminauðug ásamt því að vera stútfull af andoxunarefnum, meira eftir því sem þau eru dekkri og eru því aðalbláber enn hollari en þau venjulegu. Bláber eru því talin undir “superfoods” eða ofurfæða en það er fæða sem inniheldur meira af næringarefnum en gengur og gerist í annarri fæðu.Andoxunarefnið er mjög svipað andoxunarefninu, sem er að finna í vínberjum og rauðvíni. Það finnst einnig í vínberjum, en er í mun meira mæli í bláberjum.

Bláberin góð gegn niðurgangi.

Í norska tímaritinu Allers var fyrir skömmu umfjöllun um bláber og þar talað um að þurrkuð bláber gætu reynst vel gegn niðurgangi. Á meðan berin eru fersk innihalda þau ávaxtasýru sem getur þýtt að börn fái jafnvel niðurgang. Ef berin eru þurrkuð geta þau róað magann og hjálpað börnum sem eru með niðurgang. Einnig er bláberjasúpa og bláberjasaft góð við niðurgangi.

Athugið að þessar flottu upplýsingar um berinn fékk ég hjá Berjavinum og Matis….   njótið krakkar bætum berjum þessum bláu sérstaklega við okkar daglegu fæðu eða annann hvern dag það væri smart ekki satt!!!

Jai bhagwan.

Pínu vídeó fyrir okkur alla!!

18 Oct
18. October, 2013

Dásamlegt vídeo af einni 92 ára sem er jógakennari og að geta haldið áfram….  svona ætla ég að verða ef ég næ þessum aldri…  kíkið á þetta!!

Jai bhagwan!

Meistaramánuður og hvað á maður ekki að taka þátt?

02 Oct
2. October, 2013

Lífið hefur nú uppá ýmislegt að bjóða, ef maður er tilbúin að taka þátt og vera með 🙂 og horfa á og taka á móti lífinu með jákvæðum augum í hverju andartaki og öllum þeim aðstæðum sem við lendum í að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum okkur ALLTAF.  Þá hreinlega gerast hlutirnir og þú munt uppskera. Nú í dag 1.október var að hefjast svo kallaður “meistaramánuður” frábært framtak hjá þessum sem hófu þetta fyrir einhverjum árum síðan og fólk tekur þessu nú bara nokkuð alvarlega og setur sér markmið og reynir eftir fremsta megni að uppfylla markmiðin sín.  Gæti verið að standa sig betur í skólanum, hreyfa sig meira eða eitthvað, borða meira af ávöxtum og grænmeti og eða bara almennt að borða hollari mat og sleppa öllum skyndibitamat í október, vera góð við sjálfan sig og aðra, hugsa jákvæðar og fallegar hugsanir til þeirra sem á þurfa að halda,  taka eftir öllu því sem er að gerast í nærumhverfinu þínu, vera til staðar fyrir þá sem áþurfa að halda, ekki drekka áfengi í október, sleppa öllu brauði ( ég veit um einn sem ætlar að gera það) byrja taka inn olíur t.d. hörfræolíu á hverjum degi í einn mánuð og sjá hvað gerist ( þekki einn sem ætlar að massa það ) já svo skemmtilegt, en hvað ætlar þú að gera?  Endilega segðu frá og leyfðu okkur að fylgjast með!  Oft er betra setja markmiðið sitt niður á blað og opinbera það svo það verði auðveldara að framkvæma og fylgja því og jú fá stuðning frá þínu neti – vinum og fjölskyldu og vinnufélögum!!  Mitt er komið ég ætla fyrst og fremst að nota meistaramánuð til að skipuleggja mig ( jebb ha finnst þér á þurfa að halda 🙂 ) já skipulag á alla hluti hér innann heimilisns, elsti drengurinn er fluttur að heiman og nú losnaði um pláss og skipuleggja mig varðandi hráfæðis og jóga námskeiðin (armbalancing/inverse) og bara í daglega lífinu.  Og einnig að stunda jóga á hverjum degi þ.e. öndunaræfingar á hverjum degi og síðast en ekki síst að ganga þó ekki sé nema 20-30 mín daglega og þar getur maður hugleitt og notað möntrur verið einn með sjálfum sér eða í hóp og í göngu er gott að nota öndunaræfingar ( þar gæti ég slegið tvær flugur í einu höggi) já ég hlakka til að heyra í þér hvað þú ætlar að gera!

Ég er þó búin að skipuleggja tvo námskeið í október “armbalancing/handstöður” og hráfæðis námskeið annað verður laugardaginn 12 október og það seinna laugardaginn 26 október.  Ef þið hafið áhuga endilega sendið mér póst á [email protected] .

höfuðstaða sirsasana

 

 

Model for a day!

01 Oct
1. October, 2013

 

Lífið er yndislegt ég get ekki neitað því……   en  ég hef verið svo ótrúlega léleg að blogga í sumar og haust já skömm frá að segja hef  bara verið ansi upptekin úff…  enda er rík þörf á góðri skipulagningu í mínu lífi svo allt gangi vel fyrir sig og ekkert gleymist en mig langar til að deila með ykkur ótrúlegri skemmtilegri reynslu sem ég varð fyrir í sumar 🙂 pínu ótrúlegt en ég miðaldra konan fékk boð um það að hér væri að koma til íslands frægur hönnuður með allt sitt teymi og vantaði íslensk módel.  Jógakennarafélagið sendi út á kennara (félagsmenn) “skemmtilegt tækifæri”.   Ég sló til sendi af mér öll mál og myndir og takið eftir að þetta hef ég aldrei gert þetta áður ALDREI.  Ótrúleg dirfska Í mér ójá bara það eitt að senda frá sér þessar upplýsingar haha..  jú mín gerði það og viti menn ég var boðuð í prufumyndatöku jebb umhum….  hér erum við að tala um Issey Miakey þennann líka fræga japanska hönnuð.  Teymið var staðsett á Marina hóteli, órúlega flottur hópur af japönum sem kláruðu málið fljótt og vel enda ótrúlega flinkir og velskipulagðir ( tek það til fyrirmyndar í meistaramánuði).  Þarna var ég spurð spjörunum út mynduð og látin máta föt og mynduð enn og aftur. Þessi reynsla var mögnuð og fór í reynslubankann, sátt var ég og glöð því þarna voru auðvitað stúlkur sem ég  voru módel ungar og fallegar hver á sinn hátt með ótrúlega slétta og fallega húð eins og barnsrass, sítt og fagurt hár, ljósar, dökkar og skolinhærðar ótrúlega flottar týpur frá Eskimo, Elite, Listdansskólanum ofl….   nú ég þessi miðaldra tók þetta bara á gleðinni og naut og hugsaði með mér úff “what are you doing hear Gyda Dis” …   En svo leiðir bara eitt af öðru og ég fór sátt af hótel Marina í mína daglegu vinnu hjá Víkurvögnum og sagði mínum mönnum þar frá þessu var bara opinská leyfði fólkinu að fylgjast með – ha ha fyrst var ég feimin við það en hugsaði með mér ; þetta er bara ákveðin lífsreynsla og afhverju ekki að upplýsa og segja frá enda er um klikkað frægan hönnuð að ræða.  Veit til þess að Björg Guðmunds okkar sönkona hefur verið í kjól frá honum 🙂

Nú og svo kom að því að ég fékk boð um það að hafa verið valin sem eitt af modelum fyrir Issey Miakey og gjöra svo vel að mæta á Hótel Marina kl 4:45 að morgni föstudags og allur dagurinn færi í módelstörfin.  Við  vorum sem sagt á leið á Hveravelli og þar með byrjaði mitt ferli í módelbransanum og endaði sama dag líklegast og kom ekki heim fyrr en undir 22 þá um kvöldið eftir dásamelga skemmtilegan dag með hinum 5 módelunum sem voru allt yngri stúlkur og ég gat auðvitað verið móðir þeirra allra þar á meðal var ein sem átti 18 ára afmæli sama dag og önnur sem kom svo í ljós að ég og mamma hennar vorum saman í grunskólanum og í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.  Ótrúlega sátt með daginn og hrikalega gaman að vinna með þessum yndislegu stelpum og japanska teyminu aðeins bílstjóri rútunar var íslendingur …  geggjað – öðruvísi – lífsreynsla – afhverju ekki –

Issey Miakey var að mynda allt collectionið sitt frá því 1976 og koma á út bók með allri hans hönun árið 2016 og þá verða ljósmyndirnar og fleirra opinbert ekki fyrr en ég set nú eitthvað hér inn ( ekki módelmyndir ) ….

Ljós og friður til ykkar í meistaramánuði… læt vita af mér af og til segi frá mínu gengi og langar til að heyra frá þér líka!!!    Jai bhagwan!

Issey Miyake 092 Issey Miyake 086 Issey Miyake 111 Issey Miyake 126 Issey Miyake 131hveravellir sumar 2013