Archive for month: August, 2013

Sumar 2013 rigning eða sól, hvaða máli skiptir það?

09 Aug
9. August, 2013

Sumarið er tíminn ekki satt? Dálítið dulúðugt við sumarið, lifnum við þegar þessi gula lætur sjá sig og himininn heiður og tær svo brosum við breitt ef hitastigið fer yfir 10 gráður ekki satt? Sumarnætur eru dásamlegar og jafnvel vakir maður mun lengur og þarf einhvern veginn bara ekkert að sofa eða hvað!   Fyrir utan það hvað birtan og sólin og súrefnið gerir okkur gott fyllum kroppin af D vítamíni, andleg heilsa verður betri og líkamlega því oftar en ekki ferðu frekar út í göngu eða skokk ef veðrið er gott – sumsé þú hreyfir þig meira úti á sumrin ef sól er á lofti, breytum þessu bara!  Í mínu hjarta er alltaf sól, mantran í dag;  sól sól skín á mig lýstu upp hjarta mitt – hjartastöðin galopin og falleg.   En veistu þú þarft ekkert á þeirri gulu að halda til að lýsa upp hjartastöðina þína.

Read more →

Hráfæðis og jógadagur “handstöður, raw desert og sá græni”.

05 Aug
5. August, 2013

Ég sit hér í auðmýkt og gleði, líkamlega þreytt en andlega algerlega endurnærð og ef ég væri beðin um eitthvað óhugsandi (sem ég hef aldrei gert áður) það væri lítið mál akkúrat núna fyrir mig.  Hamingjan sanna ég hef svo mikið fundið og fengið staðfestingu á því að ég er á réttri leið, hjartað mitt segir það og það eitt og sér er næg vitneskja “láttu hjartað ráða för”  eða leiðin liggur í gegnum hjartað….   ástæðan fyrir gleði minni og auðmýkt er sáraeinföld, í raun er það þannig að ég er jógakennari og elska það starf, elska að vera áhorfandi á fallegu jóganema sem eru að finna sig og finna sína leið og finna hvers þeir verða megnugir dag frá degi og þegar jógar hætta láta hugann segja jáhá þetta getur þú ekki góða mín ekki reyna það! Finna til sín og síðast en ekki síst finna hjartað sitt galopið af ást og auðmýkt og kærleika þá eru þér allir vegir færir!

Read more →