Sumar 2013 rigning eða sól, hvaða máli skiptir það?
Sumarið er tíminn ekki satt? Dálítið dulúðugt við sumarið, lifnum við þegar þessi gula lætur sjá sig og himininn heiður og tær svo brosum við breitt ef hitastigið fer yfir 10 gráður ekki satt? Sumarnætur eru dásamlegar og jafnvel vakir maður mun lengur og þarf einhvern veginn bara ekkert að sofa eða hvað! Fyrir utan það hvað birtan og sólin og súrefnið gerir okkur gott fyllum kroppin af D vítamíni, andleg heilsa verður betri og líkamlega því oftar en ekki ferðu frekar út í göngu eða skokk ef veðrið er gott – sumsé þú hreyfir þig meira úti á sumrin ef sól er á lofti, breytum þessu bara! Í mínu hjarta er alltaf sól, mantran í dag; sól sól skín á mig lýstu upp hjarta mitt – hjartastöðin galopin og falleg. En veistu þú þarft ekkert á þeirri gulu að halda til að lýsa upp hjartastöðina þína.