Archive for month: February, 2013

Fjölskyldumaturinn

01 Feb
1. February, 2013

Ég hef verið þekkt fyrir það að borða ekki það sem almennt er á boðstólnum hjá öllum sem ég þekki!  Og þá spyr fólk mig alltaf  “og hvað borðar öll fjölskyldan það sama og þú” og ég: nei alls ekki, þrátt fyrir að strákarnir mínir eru aldeilis farnir að færa sig uppá skaftið og get sagt ykkur að superstöffið mitt minnkar hraðar og hraðar en hér áður þar sem sá elsti er nánast dottin í það með mér 🙂 ásamt mínum.

Maðurinn minn borðar sama og ég en þegar við erum með góðan fisk eða lambakjöt borðar hann það líka og kjúkling.  Í gær v0rum við með dásamlegan mat og langar til að deila því með ykkur og líka fyrir ykkur þau sem halda að fjölskyldan mín fái ekki borða nema það sem ég borða!

Lax, sjóbirtingur og bleikja er sá allra allra allra besti fiskur sem ég hef borðar og smakkað.  Elskaði þennan dásamlega fallega rauða og bleika lit á kjötinu hvort heldur grillaðan, gufusoðin, steiktann eða ofnbakaður.  Satt er það fiskurinn er klikkað góður og ef ég gæti hugsað mér að byrja borða heitan og eldaðan mat aftur þá er það fisksins vegna, bragðsins og hollustunni.  Stúttfullur af flottum næringarefnum og omega fitusýru.  Ég ólst upp á þessum dásemdar fisk, ég var mikið í sveitinni með ömmu og afa í gamla daga austur á Klaustri.  Þar var afi einn af þessum flottu köllum sem framkvæmdi það sem honum datt í hug.  Hann hóf að fylla lækinn sinn af seiðum og byggði upp, klakkaði og allt!  Einn af þessum fyrstu hér á landi til að hefja fiskeldi – frumkvöðull já það var kallinn hann afi alger nagli.  Í apríl 1989 var afi gamli heiðraður og gerður að heiðursfélaga hjá landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva fyrir að vera brautryðjandi í fiskeldi.  Þetta var hann afi gamli “Kiddi í Björgun” enn sem ég sakna ömmu og afa í Norðurbrún þau voru mínar fyrirmyndir ótrúlega flott og samrýmd hjón. Read more →