Archive for month: September, 2012

10 ástæður fyrir því að gera höfuðstöðuna á hverjum degi…

24 Sep
24. September, 2012

Höfuðstaðan, headstand (Shirshasana) er oftast nefnd sem konunugur allra jógastaða. Herðastaðan, shoulderstand (Sarvangasana) hinsvegnar nefnd sem drottingin og hér eru 10 ástæður fyrir því að gera höfuðstöðuna á hverjum degi.

1. Með því að fara í viðsnúna stöðu, fætur uppí loft þá svissum við blóðfæðinu algerlega. Hreinsum til í sogæðakerfinu, höfuð og andlitið fá klikkað nýtt og ferskt súrefni og blóð, getum slétt úr hrukkum og húðin glóir.

2. Í höfðustöðunni aukum við næringu og blæðflæði í höfuð og höfuðleðrið.  Sagt hefur verið að gráu hárunum fari fækkandi og við hægjum á öldruninni, gráu hárin fá sinn náttúrulega lit aftur.

3. Blóðstreymi eykst til heila og örvar heilastarfsemina. Bætir minni og einbeitingu.

4. Kemur jafnvægi á innkirtlastarfsemina; skjaldkirtil og kalkkirtla og efnaskiptina komast í betra jafvægi.

5. Frábært að gera þegar þú vilt vekja athygli á þér….  td. í partý. Fólk mun taka eftir þér!!

6. Örvar ónæmiskerfið og styrkir hjartað, æðakerfið og sogæðakerfið. Losar okkur við bjúg.

7. Styrkir kviðvöðva, líffæri hviðarhols, æxlunarfæri endurnærir kynkirtlana og við bætum kynlífið með höfuðstöðunni.

8. Bætum meltingarkerfið og hreinsum til í þörmunum og losar harðlífi. Líkamshiti eykst.

9. Styrkjum algerlega miðjuna okkar, kviðvöðva og ef við höldum í pínu stund er gott að styrkja magavöðva og einbeitinguna með því að setja fætur í splitstöðu, báðum megin. Þegar lengra er komið að fara með báðar fætur beint upp í höfuðstöðu og niður, þannigstyrkjum við kjarnan.

10.Gefur unglegt útlit og æskuþrótt!!! Hver er ekki til í það??

Mótteygja við höfuðstöðuna er t.d. barnið….  Umbreytum byrðum þeim sem við berum á herðum okkar í frelsi og léttleika með því að fara í höfuðstöðuna.

Mæli samt algerlega með því að jógakennari aðstoði þá sem ekki hafa farið í höfuðstöðu áður til að byrja með og þið sem gerið heima að gera upp við vegg….  förum varlega ef þú ert með blóðþrýstingsvandamál eða viðkvæma hálsliði.  Nú ætlum við að fara vel og ítarlega í gegnum höfðustöðuna í PRANA JÓGA tímunum sem eru á mánudags og miðvikudagsmorgnum kl.6:20-7:20.  Ég er að kenna Hot yoga 4x í viku í Egilshöllinni og Pranajóga 2x í viku

Eigið dásamlega daga, sjáumst á jógadýnunni….  Namaste!

Gyða Dís jógakennari frá jógakennaraskóla Kristbjargar.

 

Græni safinn okkar Valla

05 Sep
5. September, 2012

Græni safinn okkar, daglegi safinn er alltaf gerður með nokkrum undantekningum. Dásemdin við þennann safa er sú að byrja daginn á safanum og í raun gætir þú borðað hvað sem er það sem eftirlifir dagsins ef þú aðeins færð þér einn skammt eða eitt glas af safanum, pældu í því!!

Við breytum oft til en erum alltaf með sama grunninn í drykknum;

  • 2-4 lúkur af grænu káli t.d. Spínat, íslenska grænkálið, lambhagasalat allt grænt nema Iceberg salat í rauninni!
  • ca 5 cm bútur af engifer ( afhýða) má vera minna
  • 1-2 stk. Lime eða sítrónusafi
  • 1 stk agúrka
  • 4-6 stilkar af Sellerí 
  • Kryddjurtir t.d vatnakarsi (hrikalega hollur og stútfullur af vítamínum), kóríander, mynta eða hvað sem þú átt til
  • 1/2 glas af vatni og jafnvel meira
Gott er að byrja á því að skera niður selleri, agúrku og engifer og blanda saman í blandaranum.  Skellið svo restinni í og blandið.
Brjálæðislega flott byrjun á deginum með því að bústa sig upp og þá líka að sía safann.  Síupoka fái þið hjá Ljósinu á Langholtsveginum. Drekka eitt glass af síuðum safa grænum og fallegum og kroppurinn ljómar!!  Síaði safinn fer beint útí blóðið.  Síðan getið þið drukkið restina af safanum og þegar við erum að byrja á grænum safa þá er ágætt að setja ávexti í hann og mæli ég þá helst með 1 epli eða einni greip.  krökkunum þykkir líka gott að hafa 1/2 bananna líka þá erum við að sæta safann dálítið mikið….  en við getum alltaf trappað okkur niður í sykurþörfinni, prufið að sleppa ávöxtum og setja nokkur korn af himalaya salti í áður en þið mixið þessu öllu saman í blandaranum.
Eins og ég sagði er safinn aldrei eins hjá mér, í dag setti ég aðeins íslenska grænkálið jebb það er klikkað gott og held bara hollasta kál sem fyrirfinnst  🙂 einnig er sellerí, agúrka, engifer, vatnakarsi, lime, fennel, spínat og spirulina.  Ég set oft grænt duft t.d. spirulinu eða græna stöffið sem fæst hjá Kollu grasalækni eða það sem er í uppáhaldi hjá mér og finnst mest og best fyrir kropinn heitir Vitamineral Green og fæst hjá Sollu minni á Gló.  Það er pínu dýrara en meira af stöffi í því dæmi og til dæmis er íslenska Kelpið í því 🙂
Elskurnar mæli með því að þið hlustið á ykkar kropp; á hverju þarf hann að halda og settu það útí grænabústið þitt á morgnanna 🙂 láttu hugmydarflugið ráða og búmm  það getur ekki klikkað.  Njótið og skál í boðinu. Hey ef þú vilt fá upplýsingar um hvernig þú átt að byrja á því að laga til í matarræðinu hjá þér hafðu endilega samband….  elska gefa upplýsingar um hollustu og heilbrigði hvort heldur í matarræði eða hreyfingu…   netfangið mitt er  [email protected]   og krakkar ég er ekki að taka krónu fyrir ráðleggingar neinei aldeilis ekki það fylgir þessu þvílík gleði og  kærleikurinn að geta gefið af sér og deilt því sem er gott fyrir huga, líkama og sál….  namaste!