Archive for month: August, 2012

31 Aug
31. August, 2012

Young livingkjarnaolíurnar eru hreint algert undur og dásemd….  uppáhaldið mitt algerlega og nota ég ýmist Joy eða Peace and calming eða Inner child sem ilmvatn dagsdaglega.  Svo er bútíið við olíurnar að allar hafa þær einhvern tilgang fyrir utan það að ilma hreint unaðslega.   Hafðu endilega samband ef þú vilt fræðast meira og fá þér jafnvel kjarnaolíu, hér er netfangið mitt   [email protected]

Hérna set ég  inn einhverjar upplýsingar um olíurnar núna eru það biblíuolíurnar svo mun ég halda áfram að fræða ykkur um það sem mér þykir áhugavert og skemmtilegt og sem hefur eitthvað að segja með heilbrigði á líkama – huga og sál!     Namaste.

Bíblíuolíurnar – hinar 12 fornu olíur!

 • Aloas/SandalwoodThe oil of inner stillness. Má nota i smurningu, inntöku og til innöndunar – góð í allt! Húðina, bólur og þurra sprungna húð (frunsur). Góð við blöðrubólgu og öndunarvegsvandmál, einnig gegn niðurgangi. Góð v. ótta, styður við jákvæðar tilfinningar og vellíðan. Olía innri kyrrðar og sameiningar
 • CassiaOne of God´s holy anointing oil.  Cinnamonlík en ekki skildar olíur. Heit olía – getur verið ertandi, ekki til inntöku – hafa blöndunaroliu við hendina. Ver vel t.d. með innöndun og á fætur gegn flensu og meltingarvanda, sótthreinsar góð á sveppasýkingu.
 • Cedarwood. The oil of strength in times of crisies – Í Bíblíunni er talað um að bera Cedarwood og Hyssop á efsta hluta eyra, á hægri þumalfingur og hægri stóru tá. Í svæðameðferð tengjast þessi svæði losun og hreinsun tilfinninga gagnvart foreldrum. Þumall hreinsar ótta og vitsmunalegar hindranir t.d gangnvart námi og til að brjóta upp fíkn og stjórnlausa hegðun. Góð fyrir húð og alls kyns sýkingar. Góð til að hreinsa áruna í heilun.
 • Cypress. An oil of transition and transformation.  Samandragandi, góð til að stoppa blæðingar, gyllinæð og styrkja æðakerfi.  Styrkir ónæmiskerfið og blóðrás. Slakandi því góð við asma og hósta. Góð gegn vírusum og bakteríum. Skordýrafæla. Andlega er hún kyrrandi og slakar á reiði, ergelsi og streitu.
 • Galbanum. An oil of letting go of old ideas.  Af steinseljufjölskyldunni – ilmurinn tengir tilfinningar jörðinni (grounding) Exodus 30,34-36 Gefin Moses og enn notuð 1000 árum síðar af gyðingum við trúarlegar athafnir. Góð á sár og sýkingar, við verkjum og krampa, losar vökva. Jafnar orkuna, tilfinningar. Losar úrelt viðhorf, góð til að sjá fram á veginn.
 • Frankincense.  An oil of spiritual freedom and quiet contemplation. Egyptar höfðu þá trú að Frankincense væri alhliða lækningarmeðal. Frankincense og Myrrha voru þær olíur sem Jesúbarninu voru færðar af vitringunum. Dýrmætar gjafir til að varðveita heilbrigði barnsins og veita vernd. Hefur margskonar virkni bæði tilfinningalega beint inná heilastöðvar og á stjórnstöðvar innkirtlakerfisins m.a. heiladingul. Góð gegn taugaspennu og þreytu, ótta, sorg,  kvíða og neikvæðni. Frankincense er góð í alla heilun, gott að setja á enni og fleiri orkustöðvar, einnig á hendur og fætur. Má nota í inntöku í hylki eða í vatn og góð til innöndunar. Frankincense er góð í alla heilun, á enni, orkustöðvar og hendur og fætur einnig til inntöku og innöndunar. Nýjar rannsóknir sýna að boswellic acid, aðalefnið í Frankincense virkar vel á krabbameinsfrumur m.a. blöðru-krabbamein og brjóstakrabbamein.
 • Hyssop. An oil of purification and protection. Andlega upplyftandi, hreinsar syndir manna og þjóða. Góð v. Kvefi og brokítes (sbr Psalm 51:1-4) Hyssop kemur nokkuð við sögu í síðustu kvöldmáltíðinni og í krossfestingunni. Hyssop er af mintufjölskyldunni eins og peppermint, oregano, thyme, basil og marjoram allar notaðar í Regndropameðferðinni.
 • Myrtle.  An oil of freshness and new beginnings. Samkvæmt franska sérfræðingingum Penoel er Myrtle styðjandi f  hormónajafnvægi skjaldkirtils, kalkkirtla og eggjastokka og góð f. Öndunarkerfið – frekar mild og má því nota á börn með hósta, asma oþul. Góð f. Húðvandamál s.s psoreasis og einnig f feita húð, mar og blæðingar (gyllinæð). Hefur verið notuð til að losa stíflur í blöðruhálskritli./
 • Myrrh.  An oil of tranquility and peace.  Þetta var fyrsta olían sem nefnd er  í biblíunni, það fyrsta sem Jesú fær og það síðast sem hann neitir. (And they gave him a drink mingled with myrrh. Mark 15:23). Myrrh er alhliða lækningarolía og var mjög hátt metin áður fyrr.
 • Onycha. (heit olía/ertandi – ekki til inntöku)  Góð við húðvanda. Má nota í innöndun við hálsbólgu og hósta.
 • Rose of Sharon  An oil for elevating the emotions. Hefur góð áhrif á hormónakerfi kvenna. Vinsæl olía í ilmvatnsframleiðslu. Há tíðni olíunnar hvetur og örvar frumur líkamans. Róar taugarnar.  Notið ekki á meðgöngu.
 • Spikenard(ekki til inntöku) An oil of faith and surrender.  Þegar Jesús var á krossinum smurði María frá Betaniu hann á fótum og höndum með þessari olíu til að hjálpa honum að losna frá jörðinni, gefa sig Guði á vald.  Spikenard undirbjó Jesú undir greftrunina. Græðandi olía og kemur í veg fyrir öramyndun.

 

 

Spergilkál

30 Aug
30. August, 2012

Spergilkálð er hrein dásemd og nú sem aldrei fyrr er mikið til af íslenska græna og fallega spergilkálinu í verslunum um allt land.  Endilega prufið að nota spergilkálið á allann hátt sem ykkur dettur í hug.  En hér er ég með ofureinfalda uppskrift af þessum dásamlega ofur grænmeti svo hrikalega einfalt að það hálfa væri nóg.  Hér erum við að tala um einn haus af spergilkáli, olíu og skál…  allt of sumt og toppurinn er að strá pínu himalaya salti yfir. Þetta er gríðarlega vinsæll “réttur” og margir af mínum vinum orðnir algerlega háðir honum, enda hrein dásemd!!

Aðferð:  Takið Spergilkálið og skolið, skerið í bita  (nota stilkin líka).  Setjið í skál, takið olífuolíu eða hampolíu ( elska hampolíuna) ég kýs hampolíu og hellið yfir kálið.  Nuddið nú olíunni inní blómið og passið að allt baðast í olíunni.  Stráið aðeins himalaya saltinu yfir og búmmmm  klikkað góður réttur tilbúin!!!   Best er að láta vera í ískáp og taka sig í eina klukkustund eða svo.  Gott með öllum mat eða bara eitt og sér í kvöldmat 🙂 nammi nammi nammmmmm.

Áhrif spergilkálsins eru meðal annars. 

Taugakerfið,  spergilkál inniheldur mikið magn af kalíum sem hjálpar að okkur í að viðhalda taugakerfinu, heilastarfsemin og vöðvauppbyggingunni heilbrigðari,

Blóðþrýstingur,  ásamt því að innihalda mikið magn af kalíum þá inniheldur spergilkál einnig magnesium og kalk sem hjálpa við að halda blóðþrýstinginum eðlilegum og jöfnum.

Vitamín C,  einn bolli af spergilkáli inniheldur ráðlagðan dagskamt af C vítamíni og áhrifaríku andoxunarefnum.

Heilbrigði beina, spergilkál inniheldur eins og fyrr sagði mikið magn af kalsíum einnig K-vítamíni sem bæði eru mjög nauðsynlegt til að verjast beinþynningu og styrkja beinabúskapinn í líkamanum.

Sólbruni,  spergilkálið aðstoðar okkur við að endurgera og leiðrétta húðina t.d eftir sólbruna einnig hjálpar það við að losa okkur við eitrun eða úrgang úr húðinni.

Ónæmiskerfið, styrkir ónæmiskerfið, inniheldur beta-karótín, snefilefni eins og sink og selen.

Forvörn gegn krabbameini,  spergilkál inniheldur mjög svo öflug andoxunarefni sem eru góðar forvarnir gegn krabbameini t.d. glucaraphanin, h.pylori og indole-3-carbinol og í þokkabót styðja þessi efni við lifrastarfsemina.                                                                                                                                                                              

… krakkar endilega skoðið þessa frábæru og einföldu leið í átt að bættum lífstíl og heilbrigði.  Það þarf alls ekki að baða kálið í olíunni, hægt að nota hrátt eða létt gufusjóða.  T.d. hitavatn í potti, þegar suðan er komin upp þá taka af helli og slökkva á hellunni.  Spergilkálið er tilbúið og skorið hellið því í pottin setjið lokið á og takið pottinn strax upp hellið innihaldinu í sigti  og búmmmmm  fáið dökkgrænt og fallegt spergilkál án þess að vera búin að eyðileggja það með að sjóða í mauk inniheldur enn góðu efnin og er mýkra undir tönn…  bara alls ekki að sjóða eins og var gert í gamla daga

Njótið lífsins, hugum að líkama okkar og hvað við setjum ofaní okkur.  Það þurfa alls ekki allir dagar að vera nammidagar – en krakkar þegar þið prufið þessa aðferð á kálinu þá er þetta algert nammi….   Segi enn og aftur ég er enginn sérfræðingur né snillingur, hægt er að lesa sig til á netinu bara googla broccoli and benefits…   eða áhrif brokkolísins 🙂 Namaste!

 

22 Aug
22. August, 2012

og..

22 Aug
22. August, 2012

Myndir úr Hallargarðinum….

22 Aug
22. August, 2012

Ég get nú ekki annað en verið hrikalega glöð og ánægð með skógarjóga á menningarnótt, fullt af frábæru og mögnuðu fólki mættu í skógarjóga í Hallargarðinum…  áttum saman dásamlegan tíma í yfir 20 stiga hita.  Takk enn og aftur fyrir allt elskurnar, þið eruð algerlega frábær, set inn nokkrar myndir úr Hallargarðinum.

Skógarjóga túnflötinni í Gufunesi Grafarvogi næstkomandi sunnudag kl: 11.00 …  komdu og vertu með og upplifðu.

Eigið dásamlega daga og hugum að okkur sjálfum, nærum okkur vel á líkama og sál og hugleiðum hvað við setjum ofan í okkur, namaste.

Menningarnótt – skógarjóga með Gyðu Dís í Hallargarðinum kl: 13:30 og aftur kl: 14:30

10 Aug
10. August, 2012

JÓGA – skógarjóga kl.13:30 og kl.14:30

í Hallargarðinum, Fríkirkjuvegi.

 Skógarjóga eða útijóga í Hallargarðinum á menningarnótt, hvað er betra en það! Allir eru velkomnir hvort heldur þeir sem eru lengra komnir jógar eða þeir sem eru að byrja og langar að forvitnast um hvað er jóga.  Hugmyndin er að kynna jóga fyrir þeim sem langar að prufa – nú er tækifærið. Það er algerlega frábært og ólýsanlegt að gera jóga úti í náttúrunni með hóp af fólki,  þvílík orka sem myndast.  Stefnum að einum fjölmennasta útitímanum á íslandi þennan dag.

Jóga er stundað um allan heim í þeim tilgangi að auka heilbrigði og andlegan þroska einstaklingsins. Jóga þýðir eining og þegar við iðkum jóga fáum við meira og betra tækifæri til að stíga aðeins út úr huganum og hverfa inn í sálina, tengjast,  finna og upplifa það sem maður raunverulega er.  Dagurinn í dag er sá besti og gerðu hann að þínum með að upplifa, njóta og vera.

Komdu með jógadýnuna þína eða bara teppi og leikum okkur saman í mögnuðum félagsskap með hóp af fólki í skógarjóga í Hallargarðinum kl. 13:30 og aftur kl 14:30.

Hlakka mikið til að sjá þig.

Namaste, Gyða Dís jógakennari.

Leyndarmálið á bak við elífa æsku.

04 Aug
4. August, 2012

Ég hef verið að leika mér við kornsafagerð / spírusafa ( rejuvelac ) að hætti dr. Ann Wigmore, geggjað að fá sér á fastandi maga ódýr og góður kostur fyrir þá sem þurfa taka inn ensym eða asitofilus.  Aðeins það tekur smá tíma að gera og koma sér upp rútínu elskurnar prufið þið þetta er bara svo skemmtilegt og maður setur auðvitað slatta af ást og kærleik í spírusafann og hann verður guðdómlegur.  Er núna að gæða mér á Kínóa safa skál elskurnar njótið njótið og njótið skál og  gleðilega verslunarmannahelgi.

Kornsafa er hægt að gera úr öllum korntegundum. Næring safans fer eftir því hvaða korntegund er notuð. Rúg- og hveitikornssafi er rikastur af næringarefnum. Í kornsafa af þessum tegundum er mest af andoxunarefnum. Kornsafi er mjög próteinríkur. Í honum er mikið magn af aspergillus og lactobacillus mjolkursýrugerlum, en þeir eru nauðsynlegir fyrir meltinguna. Einnig er safinn ríkur af B, C og E vítaminum og hvötum (ensímum, efnakljúfum). Drykkurinn hjálpar okkur að brjóta niður erfið mólekúl s.s. fitu og sterkju.

KORNSAFAGERÐ Það sem til þarf er glerkrukka, grisja /gömul bleyja, teygja, korn (lífrænt korn) og vatn.  1 bolli korn eru þveginn og lögð í bleyti í ca 12 klst. Notum stóra og góða krukku td. IKEA krukkurnar fyllum svo upp með vatni látum standa í dimmu rými.

SPÍRUN/AÐFERÐ
Kornið er skolað og sett í krukku sem er lokað með grisju og teygju. Krukkunni er hallað á grind uppþvotta grind t.d. svo að allt vatnið leki úr henni. Þetta er endurtekið tvisvar sinnum á dag í 2-4 sólahringa td. kinóa þarf aðeins 2 sólarhringa eða þar til litlu spírurnar sem koma út úr frækorninu eru jafn langar og kornið sjálft.

Núna eru kornspírurnar settar í krukku með rúmlega helmingi meira vatni. Krukkunni er lokað með grisju og teygju. Krukkan er látin standa á eldhúsborðinu í 2-4 sólarhringa.

Vökvanum – Kornsafanum er hellt frá sigtaður og hann settur á flösku eða í könnu og geymdur í ísskáp. Hann geymist í u.þ.b. viku – 10 daga.

Hægt er að nota sömu kornspirurnar tvisvar sinnum í viðbót og er vökvinn í seinni skiptunum látinn standa í 2 sólarhringa á eldhúsborðinu.

Þegar hellt er af korninu í fyrsta skiptið er gott að láta nýjan umgang af korni í bleyti til að viðhalda framleiðslunni, við getum gefið svo fuglunum kornin sem við erum þegar búin að spíra og fá safa úr tvisvar sinnum.

Safinn verður bragðmeiri við geymslu. Sumum finnst hann þá betri. Hann geymist lengi í kæli. Safann má nota hvenær sem er að deginum. Sumir drekka hann á fastandi maga, aðrir fyrir mat. Getur blandað spírusafanum útí djúsa eða safanna þína ef þér finnst hann bragðvondur en hey hann er geggjaður og ……  spáið í þetta kornsafinn stutfullur af ensímum, en þau munu vera leyndarmálið á bak við eilífa æsku! Pælum aðeins í þessu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Rejuvelac