Archive for month: June, 2012

Kókosolía

10 Jun
10. June, 2012

Verð bara aðeins að tjá mig um undur og dásemdir kókosolíunar.  Að fá hreina og hráa kókosolíu er geggjað.  Nota hana bæði á líkamann daglega  og sem andlitskremið smyr líkamann með henni og svo borða ég hana líka 🙂 dásamlegt!!!

Besta sólavörnin, besta “after sun” dæmið og svo er dásamlegt að setja hana í baðið með smá lavender dropum mjúkt og seiðandi. Maka henni í hárið og leyfa vera í sólinni eða yfir nótt og hárið glansar og svo dansar líka kroppurinn af kæti þegar búið er að maka olíunni á hann og jafnvel borða hana líka.  Ég nota ég kokosolíuna útí boostin mín, súkkulaðið mitt og súkkulaðikökurnar.  Verð að deila með ykkur hérna 160 ráðum um það hvernig hægt er að nota kókosolíu, kíkið á þessar upplýsingar um ávinningin af notkun á olíunni.

http://wakeup-world.com/2012/03/02/160-uses-for-coconut-oil/

Svo er ferlega flott grein frá Guðrúnu Bergmann hérna líka

http://mbl.is/smartland/pistlar/gudrunbergmann/1221701/

Semsagt ódýrasta fegrunarkremið er kókosolía spáið í það 🙂  kókosolían frá Kollu grasalækni sem fæst í Jurtaapótekinu er dásamleg eins sú besta sem ég hef fundið hérna heima.  Njótið og prufið endilega mæli með því!!!!   Nameste.

Leitumst við að vera besta útgáfan af okkur sjálfum öllum stundum og í öllum aðstæðum, sjáumst á jógadýnunni. Namaste.

08 Jun
8. June, 2012

Útskrifuð sem jógakennari með alþjóðleg réttindi!!!

06 Jun
6. June, 2012

Já það er bara alveg dagssatt, áttum dásamlegan dag á útskriftardaginn okkar síðastliðin sunnudag með samnemendum mínum og fjölskyldum okkar.  Útskrifuð sem jógakennari frá Jóga- og blómadropaskóli Kristbjargar – skóli ljóss og friðar  sjá heimasíðu  www.kristbjorg.is    Dásamleg vegferð sem ég fór í og hún heldur bara áfram að rúlla jebb ..  úllala….  er skýjum ofar og nýtt þess að vera til.

Verum jákvæð, með jákvæðum hugsunum sjáum við hið ósýnilega og hið ógerlega, allt verður svo miklu miklu auðveldara og fallegara.  Það er líka svo hrikalega gaman að vera innann um jákvæðar manneskjur, fólk er bara frábært.

Farðu vel með þig, upplifðu, stækkaðu vitundina, finndu tilfinninguna og komdu í jóga.  Prana jóga í heitum sal í Egilshöllinni kl.6:10 á mánu- og miðvikudagsmorgnum.  Hlakka til að sjá þig! Namaste.