Archive for month: May, 2012

Jógatímar

28 May
28. May, 2012

Jóga jóga jóga jóga, dásamlegt! Nú er að koma að því að ég muni útskrifast sem jógakennari, allt að gerast!  Er komin með vinnu sem jógakennari hjá World Class, ætla kenna Hot Yoga 2 sinnum í viku föstudaga kl 17.15 og laugardaga kl 11.00.  Svo það skemmtilega er að ég ætla líka kenna Prana Jóga á mánudags og miðvikudagsmorgnum kl. 06.10 í 70 mínútur.  Lofa klikkað góðum tímum;  anda, sleppa, slaka, finna og njóta!

PRANA JÓGA – ORKU JÓGA í Egilshöllinni; í þessum tímum verður boðið uppá jóga fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður í alla þrjá þætti sem tengjast jóga; öndun (pranyama), jógastöður (asana) og hugleiðslu og slökun (dharana /möntrur).  Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér  reynum við á alla þætti líkamanns,  aukum liðleikann á allann hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum betri og meiri teygju.  Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu og aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.

Þegar við byrjum að ástunda jóga markvist fer ákveðið ferli í gang svo sem hreinsun í líkamanum,  taugakerfið róast, stoðkerfið eflist og öll líkamsstarfsemi verður virkari.  Í jóga fáum við tækifæri til að stígu út úr huganum og leita inná við í hjarta okkar.  Viskan býr hið innra og við verðum meira og meir meðvituð um sjálfan okkur.  Prana þýðir lífsorka og því meiri lífsorka því meiri gleði!

Hittumst á jógadýnunni, namaste!

Orkusprengjan mín ♥♥♥

13 May
13. May, 2012

Dásamlegi morgungrauturinn minn, sem dugar svo lengi fram eftir degi enda stútfullur af öllu því sem gott er fyrir líkama og sál. Uppskriftin er frekar einföld en leggja þarf í bleyti kvöldinu áður hverja korntegund fyrir sig í sérskál og látum vatnið flæða yfir, hér er hugmynd en það þarf alls ekki að nota allar þessar tegundir. Hvað er til í skápnum og nota það svo er alltaf hægt að bæta við og prufa sig áfram þegar fram líða stundir.

Hráefni;
2 msk. hörfræ
2 msk. sólblómafræ
2 msk. sesamfræ
2 msk. chia seed (hræra aðeins saman við vatni
2 msk. Haframjöl ( má sleppa) set þau þá í bleyti með hörfræjunum
1 msk goji ber og 1 msk. cacoa nibs (setja saman í skál og láta vatn fljóta yfir) nota svo vökvan líka.
Það er alveg nóg að setja í bleyti í 10-20 mín.

Read more →

En hvaðan færðu þá prótein?

05 May
5. May, 2012

Dásamleg spurning,  já en bíddu nú við hvaðan færðu þá próteinið?  Ef þú borðar ekki kjöt og fisk og engar mjólkurvörur…  við sem erum á hráfæði og einnig þeir sem eru grænmetisætur fáum þessa spurningu lang oftast, jebb nánast daglega. Mér finnst gott að fá þessar spurningar og aðalbjútíð er að hafa svarið á hreinu. Ykkur að segja þá er ég að fá prótein úr öllum mat sem ég borða daglega, úr fræjunum og hnetunum og allt sem grænt er svo sem spínati, grænkáli, kryddjurtum og spergilkáli, sellery og svo lengi mætti telja.  Ég tek líka stundum syrpur og nota hampprótein útí súkkulaðisjeikinn minn, úr maca og blómafræflum eða bee pollen.  Hérna langar mig að deila með ykkur uppskrift af hummus sem ég hef útfært á alla kanta og fyrir löngu búin að lofa setja hér inn. Read more →