Mergjaður Kínóa grautur

Ég hef nú ekkert sett á bloggið mitt í allt of langan tíma.  Langar að einmitt til að gera aðeins of mikið.

  • uppskriftir
  • jóga
  • jógastöður
  • öndun
  • hugleiðsla
  • jóga “reatreat”
  • handavinnan
  • fjölskyldan
  • lífið

Ég er að segja þér það, en ég ætla byrja á því að setja inn uppskriftina af mergjuðum Kínóa grautunum mínum – ég samt vara þig við að þú getur sett í hann það sem þig langar til og hjá mér er hann aldrei eins!!!  Núna í morgun var hann klikkaður og ég ætla setja þá uppskrift inn 🙂 Hvernig líst þér á það?

Kínóa grauturinn er þrí dosha..  og þá sérstaklega góður fyrir Kapha doshur. Kínóa er virkilega góð uppspretta af próteini og ég bæti við hemp fræum og saman eru þau afar góðir prótein gjafar.  Hempið er gott og fallegt fyrir húð en sömuleiðs með góðum og nauðsynlegum amonísýrum.  Smart “combo” og einnig gefa hempfræin þér þann skammt af Omega 3 sem þú þarft á að halda daglega og þetta dularfulla “hnetu” bragð.  Að sjálfsögðu nota ég “Ayurvedic” tips fyrir góða meltingu, blóðflæði og bragðið.

Innihald:

1 bolli Kínóa …  Athugið að leggja í bleyti kvöldinu áður eða 8klst áður en þú notar.

4 bollar vatn

2 tsk. Spice mix  Hér eða

1/8 tsk Engifer, 1 tsk. kanil og 1/8 tsk. kardimommur

10 stk rúsínur

Sjávarsalt

 

Hreinsa kínóa grjón – skola vel. setja í pott ásamt öllu innihaldinu.  Sjóða í opnum potti í 20 mín. hræra af og til í pottinum.  Að því loknu er gott að setja lokið á, taka pott af hellu og láta standa örstutta stund.

Ég breyti oft til, set til dæmis þurkaða aprikosur og sveskjur eða döðlur. Epli skorið í bita og sýð með.

Naslið ofaná grautin:

1 msk. hemp fræ

1 msk. kókosflögur

1 msk. bóghveiti fræ sem þegar er búið að liggja í bleyti og þurkað í þurkofni ( má sleppa )

1 msk fræ, sólblóma og graskersfræ

Ef þú gerir ekki möndlumjólk getur þú sett t.d. möndlumulning útá.

Möndlumjólk, kókosmjólk, rísmjólk eða kínóamjólk. Ef þig langar til að sæta meira eða bara setja krydd útí suðuna þá er gott að setja hunang og hræra vel í skálinni eftir suðunni.  Alls ekki setja hunang útí pott og sjóða með….  þar eyðileggur þú hunangið og virkni hunangsins.

Hvaða upplýsingar langar þig í?  Nú er ég að prufukeyra brauð sem er mjög spennandi og læt ykkur vita hvernig gengur.  En verðandi amman hefur í nógu að snúast og orðin virkilega spennt fyrir nýju hlutverki í þessu geggjaða lífspartíi.

Hlakka til að heyra í þér… sendu mér endilega skilaboð

[email protected] eða comment hér fyrir neðan.

 

Kærleikur og ljós til ykkar allra,  Jai bhagwan

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math