15 ástæður til þess að njóta og bæta smá jóga við líf okkar.

Það eru ótrúlega mörg tækifæri til þess að bæta smá jóga í líf okkar og hér eru aðeins fimmtán tækifæri eða atriði sem þú getur stuðst við til að minna þig á að jóga er ekki  aðeins það að stunda jógastöður og vera flottur í stöðunum,  pældu í því.  Þar sem nú fækkar tímum í jógasölum vegna sumarleyfa þá er um að gera að prufa annað og jóga er svo margt og mikið annað en að vera inní jógasal og gera jógastöður eða láta leiða sig áfram (sem stundum er mjög gott).    Fyrir örfáum dögum áskotnaðist mér gömul bók um jógaheimspeki og í trúnaði þá get ég sagt ykkur að heimspekin hefur það ekki breyst neitt jáhá ótrúlegt en satt þá var þessi bók fyrst gefin út árið 1903 hugsaðu þér og  57 árum seinna þýddi Steinunn Briem þessa dásamlegu bók.  Talað er t.d. um Prönuna – Lífsorkuna sjáðu til; Prana er afl það er liggur til grundvallar öllum orkulyndum alheimsins. Pranan gegnsýrir líf. Hún er í öllu því sem lífi er gætt (svo fallegt) og dulvísindin staðhæfa að líf búi í öllum hlutum…..  pranan er ósýnileg mannlegum augum….  þessa bók ætla ég að stúdera og kannski blogga ég meira, sumarið er tíminn vertu með og njóttu prufaðu þessa 15 lykla hér að neðan til að sjá að jóga og jóga er ekki það sama….  finndu þína leið í lífinu!

  1. Æfðu djúpa öndun þegar þú t.d. ert á biðstofunni hjá tannlækninum eða á læknastofunni. Settu hendina á neðri maga finndu andadráttinn og dýpkaðu hann rólega. Lokaðu augunum og taktu nokkur djúp andartök og findu magan þenjast út og inn.  Við öndum að okkur lífsorkunni og svo um leið og þú andar út eða frá þá slakar líkaminn ósjálfrátt á færir þér slökun og vellíðan. 
  2. Æfðu „pranayama“ djúpöndun á ferðalögum hvort heldur í rútu,bíl eða flugvél eða til og frá vinnu – bara hvar sem er, sestu niður útí guðsgrænni náttúrunni og andaðu.
  3. Hugleiddu á ferðum þínum í hvar sem er í strætó, rútu eða lest hvar sem er. Lokaðu augunum dragðu athyglina inná við, hlustaðu á hjartað þitt slá, finndu slakar axlir, líkamann slakan og finndu fyrir fegurðinni hið innra. Andaðu rólega inn og út finndu loftið flæða um nasirnar.
  4. Ástundaðu ást og kærleika. Elskaðu sjálfan þig, leyfðu þessum eiginleikum; ást og kærleika vera kjarna tilveru þinnar.  Getum alltaf bætt ást og kærleika inn í líf okkar og miklu fremur en að vera uppstökkur eða gramur útí hvað sem er og mundu að vera þakklát mannvera við getum alltaf alltaf verið þakklát fyrir eitthvað í lífinu.
  5. Þakklæti, þegar þú ert í biðröð eða þarft að bíða eftir einhverju eða einhverjum þá prufaðu að hugsa um þrjá hluti sem þú ert þakklátur eða þakklát fyrir. Leyfðu þessu að gerast og verða að pínu hefð til að hjálpa þér við að auka þakklæti og skilning á þakklætinu og hvers ber að þakka og það hvað er það sem fyllir líf þitt af þakklæti.
  6. Gott er að fara í frambeygju „utthanasana“ (standing forward fold) hvenær sem er þegar þú ert stressuð eða stressaður – finnur fyrir ótta og kvíða. Ég fer ansi oft í frambeygju/Utthanasana þegar ég þarf á að halda gott að gera í vinnunni.  Róar taugakerfið og færir meira súrefni og næringu upp til heilans. Í frambeygjunni taka jafnvel utan um sitthvorn olnbogann og hanga og slaka. Hvar sem er úti eða inni.
  7. Í lok hverrar æfingu eða eftir langa setu/kyrrstöðu er smart að fara í viðsnúna stöðu t.d. Viparita karani (legs up the wall pose) fara alveg upp við vegg og láta fætur upp og slaka. Þessi staða hefur ótrúlegan ávining, kemur reglu á blóðflæðið, róar taugakerfið, léttir á kvíða og streitu. Getur losað um höfuð- og bakverki og minnkar möguleika á þunglyndi og bætir svefn.
  8. Farðu með möntrur  þegar þú ert t.d. í sturtu.  Þessi yndislega, fallega og kærleiksríka möntru getur þú alltaf notað   Om Namo Bhagavate Vasudevaya
  9. Áður en þú ferð að borða, sýndu þá þakklæti (hvort heldur með því að sýna það, segja eða hugsa)
  10. Borðaðu heilsunar vegna ekki til að losa þig við kílóin.  Nærðu líkamann þinn / musterið þitt með heilbrigðri, hreinni og hollri fæðu sem færir þér orku og vellíðan. Borðaðu litríkan mat, fullt af ávöxtum og grænmeti og mundu líka að innbyrða góða fitu.
  11. Til þess að koma til móts við daglegar aðgerðir svo sem eftir mikla setu, við akstur, tölvu eða skrifstofuvinnu eða hvaða nöfnum sem ber að nefna þá er gott að fara í jógastöðu sem opnar hjartastöðina „chest opener“  t.d. bara standa í grunnfjallinu setja hendur aftan á spjaldbak láta fingur snúa niður, þrýsta mjöðmum fram og halla höfði aftur í bakfetu og opna hjartastöðinina algerlega – opna fyrir kærleikanum og ástinni.
  12. Viðsnúnar jógastöður ættum við að gera daglega, t.d. fætur upp við vegg (sjá nr. 7) höfuðstöðuna upp við vegg eða handstöðu upp við vegg. Allar viðsnúnar stöður eru góðar fyrir meltingarkerfið, losar um bjúg, hleypir blóðflæðinu af stað og gerir þig sterkari og betri fyrir utan það hvað þér líður vel á eftir, ótrúlegur ávinningur nuddum innkirtlakerfið.
  13. Æfðu þig í að elska sjálfan þig, elska elska elska. Ást til þín sjálfrar og þú ert hæfari til að elska aðra og gefa af þér ást, kærleik og umhyggju. Öll þráum við ást og það að vera elskuð.    Gefðu þér klapp á bakið, þakkaðu þér gjöfina sem þú gefur sjálfri þér með því að elska þú átt það svo sannarlega skilið.
  14. Njóttu augnabliksins, vertu til staðar í núinu akkúrat núna.  Fangaðu fegurðina í augnablikinu og taktu á móti gjöfum jarðar. Slökktu á símanum – sjónvarpinu – og vertu og njóttu með sjálfum þér alein/aleinn eða með vinum.  Farðu út í náttúruna og hlustaðu þögul/ll, finndu lyktina vertu til staðar og njóttu.
  15. Æfing, æfing,æfing……  þetta er ekkert annað en æfing. 

 Andaðu að þér lífsorkunni – prönunni og þegar þú andar frá þá slakar þú á ósjálfrátt það er bara það sem gerist ósjálfrátt, eigðu nú dásamlega daga ætla fara að lesa í nýju jógaheimspeki bókinni minni.

Jai Bhagwan!

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math