Ég ákvað það í fyrrasumar að fara til Thailands til að nema og upplifa jóga og Thai yoga bodywork massage í Janúr 2016. En svo voru ýmsir hlutir sem komu upp og frestaði ferðinni og hugsaði ekkert um það.  Þar til bara um áramót varð góð breyting allt gekk upp og dísin keypti famiða til Thailands fyrir tilstilli allra minna stuðningsmanna sem eru eiginmaðurinn og strákarnir mínir.

image

Hér er ég að læra Jóga nefnt ANUSARA jóga sem er magnað og virkilega djúpt jóga, jógastöður sem þið flest þekkið en nálgunin og hugmyndafræðin svolítið önnur en í venjulegum Hatha jóga tíma eða Prana Power tíma. Í stuttu máli þá er ég algerlega fallinn fyrir þessari tækni. Hér er verið að hugsa um að koma í veg fyrir meiðsli. Stöður séu réttar, axlir, mjóbak… já mjóbak t.d. þar sem ég hef verið að eiga við pínu mjóbaksvandamál þá er þetta algerlega nýr heimur. Mikið um “assistant” í Anusara jóga sem er angi af Lyanger Jóga.imagee

Ástæðan fyrir því að ég valdi Thailand og ANUSARA jóga var sú að Jonas Westring kom til Íslands síðastliðið sumar, hitti hann reyndar fyrst fyrir tveimur árum í workshopi á íslandi og heillaðst strax af því sem hann var að gera. En sl. Sumar þá kom hann og var með námskeið í Thai Yoga Bodywork Massaga sem ég tók og útskrifaðist með Diploma í Thai yoga nuddi sem er bara klikka nudd – crazy gott fyrir alla sér í lagi íþróttafólk; hlaupara, fimleikafólk, jóga og svo lengi mætti telja. Í lok námskeiðsins átti ég dag með Jónasi á Íslandi og fór með hann í göngu á Esjuna í fallegu veðri uppá topp og í sjósund. Ég átti góðar stund með honum og við gátum talað og rætt þessi mál vandlega og hér er ég… í Chiang Mai núna.

Jónas er sænskur en hefur búið síðastliðin 20 ár bæði í Ameríku og Thailandi, hann er alþjóðlegur kennari sem ferðast víða hér getið þið séð síðuna www.shantaya.com og frekari upplýsingar.

imageEn aftur að ANUSARA jóga, árið 1997 stofnaði Johmn Friend Anusara yoga sem snýr að þessum hliðum jóga sem við þekkjum (Hatha, Jnana og Bhakti) hjalpar við að opna allar hliðar í að vera eitt… huga – líkama og sál.

Upphaf og opnun fulls… hvernig er staðan, hvernig er líkamsbeitingin, hvernig opnar þú til fulls?

Meira um Anusara jóga.. yogadísin er að sjóða saman nýja stundatöflu í nýja jógastrinum mínu í Gerplusalnum í Kópavogi sem mun hefjast 29 febrúar kl 6:15 já hefðbundnu morguntímarnari verða til staðar.. þeir mega ekki detta út! En ég er einnig að hugsa um að vera með einn tíma í viku jafnvel laugardaga og sá tími er lokaður ANUSARA jógatími (ef ég næ kennararéttindunum) sá tími verður í það minnsta í tvær klukkustundir. Meira um það síðar hvað verður gert í tímanum sem er fyrir alla já líka byrjendur og það skiptir máli fyrir okkur strax og sér í lagi þegar við erum ung að byrja í jóga að huga að réttri líkamsbeitingu svo líkaminn haldi áfram að styrkjast og eflast ekki ofgera og skemma eða meiða. Ef þú ert komin þanngað hafir t.d. slasað þig eða meitt í jóga ~ leyfðu þá jóga að laga “fixa” þig og endurgera!

En í stuttu máli um ferðina mína sem tók ansi langan tíma vegna tafa í Oslo 4 klst og 20stiga frost – var verið að afhýsa mótorana en Thai air kom mér alla leið og ég var nú ansi þreytt og lúin í 1 dag eftir ferðalagið og líka það að fara svona langt í fyrsta skipti alein og þurfa stóla á sig á allann hátt… ég veit ungu krakkarnir gera það auðveldlega ferðast um allann heim Indlands, Colimbiu, Vietnam og svo mætti lengi telja en jú þegar maður eldist aðeins verður þetta svona aðeins meira “scary” að fara einn… ég gat þetta alveg og er bara nokkuð stolt af mér að hafa ákveðið að fara í þetta stóra og mikla ferðalag í minni leið ~ minni jógaleið og leiðinni heim í hjarta mitt. Aðbúnaður er frábær í alla staði, maturinn er mjög góður og alltaf eitthvað fyrir hráfæðisdísina að borða mjög gott en ég hef verið að fá mér tærar Thai grænmetissúpur (eini gallinn – svolítið mikill sykur settur í matinn) en ekki í hráfæðis!!!

Kuldinn og rigninginn er Chiang Mai jarðarbúum kærkomin og gróðurinn vá ég heyri hann skríkja af kátínu og gleði 🙂 jörðin er svakaleg drulluleðja og pollar. Hefði verið smart að vera með gúmístigvélin en ég er vel klædd og líður vel og er hamingjusöm þrátt fyrir að hér sé virkilega kalt…. held að í dag hafi verið 5 gráður í mesta lagi! En það á að stytta upp á morgun og sólin kemur enda er ég sallaróleg verð hér í 4 vikur til viðbótar!

Nóg sagt í bili, ég mun reyna blogga og setja myndir inná bloggið og fylgist með mér á facbook og instagraminu sem og Snapchat þar er ég undir nafninu; gydadis velkomið að fylgjast með!

Kærleikur og mundu að þú ert allt og algerlega einstök.
Jai bhagwan.

Ps… er búin að fara nokkrum sinnum í Thai nudd sem er dásemd þegar maður er að vinna svona mikið með kroppinn sinn. Og þannig læri ég hvað mest að finna upplifa hvernig aðrir nudda. Fengum einnig gesta kennara í morgun 3 tímar með Lyanger jógakennara alger upplifun! Nú verð ég að hætta og undirbúa mig fyrir tímann á eftir.

image

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math