Dásamleg grænmetissúpa

Fæði sem við borðum dagsdaglega skiptir öllu máli er númer eitt – tvö og þrjú.  Hefur þú pælt í því hvernig þú fóðrar musterið þitt / líkama.  Leitumst við að borða sem hreinasta fæði og hér er ég með smarta og dásamlega góða súpu og brauð sem klikkar ekki og olífu tapenade.  Klikkað gott fyrir stórfjölskylduna, saumaklúbbinn eða bara á venjulegum miðvikudegi.

Dásamleg blómkálssúpa JAYU

Blómkáls grænmetissúpa ( maukuð ) í matvinnsluvél/blandara eða töfrasprota. Fyrir 4-6

  • 1 stór haus blómkál
  • 2 stórar bökunarkartöflur ( eða bara litlar 4-5 eftir stærð)
  • 2 gulrætur
  • 2 grænkálsblöð eða lúka af spínati
  • 1 laukur
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1-2 tsk turmerik
  • 2-3 tsk karry (milt)
  • 2-3 tsk kórianderduft
  • ½ tsk múskat
  • 1/8 tsk ceyennepipar
  • 1-2 grænmetisteningar
  • 1 dós kókosmjólk
  • 3 bollar vatn
  • Ghee eða góð olía til steikingar

Aðverð; Saxa lauk og hvítlauk, mýkja í ghee eða olíu. Setja síðan kryddið útí og láta malla aðeins ( ekki of mikill hiti)  Skræla og skera kartöflur í stóra ten. Skera blómkálið í litla bita (geyma ca 1/3 af blómkálinu). Steikja allt með lauk og kryddi í 2-3 mín. Í stórum potti ásamt söxuðum gulrótunum.  Mala vel af svörtum pipar útí.  Setja vatn útí en ekki láta fljóta yfir grænmetið. Sjóðið í 10-15 mín ásamt söxuðu grænkálinu og grænmetisteningunum þangað til græntemið er meyrt.  Mauka allt í matvinnsluvél/blandara/tofrasprota.  Setja aftur í pottinn með kókosmjólkinni og vatni eftir smekk – en súpann á að vera frekar þykk. Sjóða restina af smátt skornu blómláinu rétt sem snöggvast í litlu vatni með smá salti og bæta útí í lokin.  Salta og pipra eftir smekk.

Sítrónusafi er alltaf góður – en alls ekki of mikið hér má jafnvel sleppa því.

Þessi súpa er „súpergóð“ gott að baka sitt brauð með.  Þið eruð örugglega með góðar uppskriftir en hér kemur ein sem klikkar ekki!  Endilega krydda eftir smekk, þetta er alls ekki sterk súpa en bragðgóð og börnum finnst hún góð!  Gott að vera með nýbakað brauð með súpunni.

 

speltbraud01

Speltbrauð með fjallagrösum

Þessi uppskrift er í grunni sú sem Solla birti í Hagkaupsbókinni (Grænn Kostur Hagkaupa). Gerðar hafa verið minni háttar breytingar, t.d. nota ég ýmis bragðaukaefni, meira af fræjum og baka stærri brauð.

Þurrefni:

1 kg spelt

10 tsk lyftiduft

2(-3) tsk salt

u.þ.b. 800 mL fræblanda (hér er um að gera að nota sköpunargáfuna). Hér er nýjasta blandan:

300-350 mL graskersfræ

400-500 mL sólblómafræ

1  msk sesamfræ (pínulítið í deigið og svo stráð ofan á brauðið)

Vökvi/te:

0,7 L sjóðandi vatn

2-3 tsk íslenskt jurtate / valmöguleiki

2 tsk mulin fjallagrös

1-3 msk hunang

0,5 L AB mjólk

Blöndun:  Sjóðandi vatn er hrært aðeins í minni skál með telaufum (jurtate/ef þú notar), fjallagrösum og hunangi. Leyft að standa meðan þurrefnum er blandað í skál.  Því næst er AB mjólkinni bætt útí teblöndunua og vökvanum síðan bætt út í þurrefnin. Allt hrært mjög varlega saman með stórum gaffli (nota salatgaffal). (Ath: speltdeig þolir illa hrærslu.) Þetta á að vera eins og mjög þykkur hafragrautur.

Bökun:  Deiginu er hellt í mót (nota tvö stærri silikonmót) og sesamfræi stráð ofaná. Bakað í ofni við 200 °C í 45-50 mínútur eða þar til brauðið er orðið brúnt að ofan. Brauðin eru tekin út og látin standa í mótunum með viskastykki yfir meðan þau eru að kólna svo að rakinn fari ekki úr þeim. Ég frysti oft hluta af afrakstrinum, sker t.d. hvert brauð í 3-4 hluta.

Tapanede - humus

Tapende / humus

  • 2/3 bolli steinlausar olífur
  • 4 msk. capers, þurkaðar
  • 3 hvítlauksrif / smátt skorið
  • 2 msk. Sítrónuhýði / raspað (lífræn)
  • 3 msk. Sítrónusafi
  • 3 msk. Steinselja – fersk

Allt sett í matvinnsluvélina og maukað.  Gott með góðu heimaökuðu brauði.

 

Njótið vel og munið að sofa vel, borða vel og hreyfa ykkur daglega.

Jai bhagwan

Fangaðu fegurðina í augnablikinu og taktu á móti gjöfum jarðar!

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math