10 ástæður fyrir því að gera höfuðstöðuna á hverjum degi…

Höfuðstaðan, headstand (Shirshasana) er oftast nefnd sem konunugur allra jógastaða. Herðastaðan, shoulderstand (Sarvangasana) hinsvegnar nefnd sem drottingin og hér eru 10 ástæður fyrir því að gera höfuðstöðuna á hverjum degi.

1. Með því að fara í viðsnúna stöðu, fætur uppí loft þá svissum við blóðfæðinu algerlega. Hreinsum til í sogæðakerfinu, höfuð og andlitið fá klikkað nýtt og ferskt súrefni og blóð, getum slétt úr hrukkum og húðin glóir.

2. Í höfðustöðunni aukum við næringu og blæðflæði í höfuð og höfuðleðrið.  Sagt hefur verið að gráu hárunum fari fækkandi og við hægjum á öldruninni, gráu hárin fá sinn náttúrulega lit aftur.

3. Blóðstreymi eykst til heila og örvar heilastarfsemina. Bætir minni og einbeitingu.

4. Kemur jafnvægi á innkirtlastarfsemina; skjaldkirtil og kalkkirtla og efnaskiptina komast í betra jafvægi.

5. Frábært að gera þegar þú vilt vekja athygli á þér….  td. í partý. Fólk mun taka eftir þér!!

6. Örvar ónæmiskerfið og styrkir hjartað, æðakerfið og sogæðakerfið. Losar okkur við bjúg.

7. Styrkir kviðvöðva, líffæri hviðarhols, æxlunarfæri endurnærir kynkirtlana og við bætum kynlífið með höfuðstöðunni.

8. Bætum meltingarkerfið og hreinsum til í þörmunum og losar harðlífi. Líkamshiti eykst.

9. Styrkjum algerlega miðjuna okkar, kviðvöðva og ef við höldum í pínu stund er gott að styrkja magavöðva og einbeitinguna með því að setja fætur í splitstöðu, báðum megin. Þegar lengra er komið að fara með báðar fætur beint upp í höfuðstöðu og niður, þannigstyrkjum við kjarnan.

10.Gefur unglegt útlit og æskuþrótt!!! Hver er ekki til í það??

Mótteygja við höfuðstöðuna er t.d. barnið….  Umbreytum byrðum þeim sem við berum á herðum okkar í frelsi og léttleika með því að fara í höfuðstöðuna.

Mæli samt algerlega með því að jógakennari aðstoði þá sem ekki hafa farið í höfuðstöðu áður til að byrja með og þið sem gerið heima að gera upp við vegg….  förum varlega ef þú ert með blóðþrýstingsvandamál eða viðkvæma hálsliði.  Nú ætlum við að fara vel og ítarlega í gegnum höfðustöðuna í PRANA JÓGA tímunum sem eru á mánudags og miðvikudagsmorgnum kl.6:20-7:20.  Ég er að kenna Hot yoga 4x í viku í Egilshöllinni og Pranajóga 2x í viku

Eigið dásamlega daga, sjáumst á jógadýnunni….  Namaste!

Gyða Dís jógakennari frá jógakennaraskóla Kristbjargar.

 

One Reply to “10 ástæður fyrir því að gera höfuðstöðuna á hverjum degi…”

  1. Þú ert svo langflottust elsku Gyða – þú ert svo falleg að innan sem utan!!! Svo er þessi síða þín alveg ofsalega flott. Fylgist með þér darling

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math