Reglufesta, agi, ákveðni og eldmóður eða TAPAS

05 Oct
5. October, 2019

Með iðkun Yamas og Niyamas gætir þú mögulega fundið fyrir djúpum og miklum breytingum í lífi þínu til góðs.

Orðið agi er mögulega eitthvað sem okkur finnst síður spennandi eða skemmtilegt, en ef þú ferð að hugsa um daglega reglufestu og heiðra og standa með þér hvernig þú vilt lifa lífinu til fulls þá mögulega gætir þú áttað þig á því að agi og aðhald gæti verið þinn mesti bandamaður og stuðningsaðili. 

Oft ætlum við okkur að hefja betra á morgun eða mánudegi, ný vika erum búin að semja við okkur um aðhald einhverskonar en mögulega brestur það strax á sama degi einum eða tveimur dögum síðar.  Í alvöru hver kannast ekki við slíkt?

Breytingin ein og sér getur tekið vel á og þá þurfum við ákveðnina og aðhaldið til að halda það út sem og eldmóðin.

Skref 1:   Þú þráir breytingu
Skref 2:  Þú framkvæmir þín áform um breytingu og leyfir því að gerast
Skref 3:  Þú framkvæmir áætlun sem þú skuldbindur þig til að fara eftir

Read more →

Jóga með Gyðu Dís í Shree Yoga salnum og Reebok Fitness.

03 Sep
3. September, 2019

Dásamlegir haustdagar, litir og fegurð, kuldi og pínu hrím á morgnanna, logn og blíða.  Hvað getum við annað en að vera hamingjusöm og þakklát. Þetta er einnig tíminn þegar allt fer af stað með pompi og prakt og það á svo sannarlega einnig við um jógatíma, námskeið, jógaferðir og jógakennaranám í Shree Yoga Stúdíóinu.  Það er einnig óskandi að þú getir fundið þinn tíma í athvarfinu í Shree Yoga Kópavogi ( Salalaug / Gerpla ) eða í Reebok.  Hvað hentar þér?  Kíktu á tímatöfluna og megir þú eiga blessaðan og fagran dag í dag og alla aðra daga.

TÍMATAFLAN SHREE YOGA OG REEBOK 

MÁNUDAGAR  Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI

6:15-7:15   ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ÞRIÐJUDAGUR        

18:45-19:45  ~ PRANA POWER BYRJENDAFLÆÐI / GRUNNUR ( allir geta verið með)   

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

MIÐVIKUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI                                                       

6:15-7:15  ~ Prana Power Yoga Kröftugt morgunjógaflæði

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

REEBOK FAXAFENI

12:00-13:00 ~ Mjúkt byrjendaflæði í heitum sal.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

FIMMTUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI   

20:05-21:15 ~ Inversion, Yin Yoga & Restorative yoga endurheimt       

ATHUGIÐ!!  tímar falla niður 2. fimmtudag í mánuði þá er dásemdar flot og flottþerapía í Grafarvogslaug 20:30-21:30

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

FÖSTUDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI 

9:30-10:30 ~ Mjúkt jóga, hentar öllum þeim sem vilja hægari tíma og mýkri jóga.  60 ára + sérstaklega velkomnir

REEBOK Völlum / Hafnarfirði

12:00-13:00 ~ Mjúkt byrjendaflæði í heitum sal.

REEBOK LAMBHAGA  – ATHUGIÐ KRAKKAR BREYTTUR TÍMI !!!! 

18:30-19:30 ~ INVERSION viðsnúnar stöður og Endurheimt (yin, restorative, rúllur og boltar)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

LAUGARDAGAR Í SHREE YOGA SALNUM KÓPAVOGI 

8:00-9:15  ~ ANUSARA jógaflæði

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ATHUGIÐ!! AÐ LOKAÐ VERÐUR ÞESSA DAGA Í JÓGASTÚDÍÓ SHREE YOGA  VEGNA JÓGA KENNARANÁMS

Í REEBOK VERÐUR AFLEYSINGA KENNARI

25. september – 5. október 2019.

Megi þið eiga yndislega og nærandi haustdaga og sé ykkur á jógadýnunni.

Jai bhagwna

Kynningarfundur á Heilsueflandi jógakennaranámi

29 Aug
29. August, 2019

Kynningarfundur  á jógakennaranámi hjá Shree Yoga
laugardagin 31.ágúst klukkan 11:00 í Versölum 2, Kópavogi 2.hæð.

Ef þú ert í vafa og hefur einhverjar spurningar að færa komdu endilega og kynntu þér málin.  Við ætlum að hefja námið með vikudvöl útá landi þar sem þú algerlega getur “zonað” út og kafað inná við í þinni innri vinnu og má segja að þar sé hið eiginlega “retreat” eða heilsueflandi vika næringu á andlega sviðinu og líkamlega.

Jógakennaranámið er byggt upp og viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og alþjóðlegu samtökunum Yoga Alliance. Það eru yfir 200 klukkustundanám og verðum í samstarfi með Reebokk á Íslandi þar sem helgar kennsla fer fram í bæði heitum og köldum sölum einnig í Shree Yoga Kópavogi.

Kynning í Reebok Lambhaga, Föstudaginn 6. september klukkan 20:45 

Byggðu upp traustan grunn, öryggi og þekkingu sem jógakennari um leið og þú dýpkar þína persónulega iðkun á fræðunum. Sterkar undirstöður í líffærafræði og líkamsbeitingu svo þú getur kennt af öryggi og vissu”.  

Þetta er það sem ég legg upp með, góða Anatomy kennslu og virkilega góða kennslu í líkamsbeitingu og leiðréttingu inní og út úr jógastöðum.  Ekki eftir útliti heldur hvað hentar þér og okkar vestrænu líkama.

Komdu á kynningarfund, hittu okkur kennarana og nema sem þegar hafa staðfest sitt nám.

Greiðsludreifing er auðvitað möguleg, ekki láta það stoppa þig í að auðga og dýpka þekkingu þína.

Pranayama ~ Öndunaræfingar hjálpa við að eyða Tamas

Asanas ~ Jógastöður hjálpa við að eyða Rajas

Leitumst við að vera Sattvik, hrein og tær, ALLTAF.

Hugsa fallegar hugsanir, Tala fallega og Gera góðverk.

SÉ YKKUR Á LAUGARDAGINN KL. 11.00

Ef þig langar að kíkja í Anusara Jógatíma þá er tími fyrir kynningu…  2 tíma Anusara tími 8.00-10.00 jóga hjartans.

Vertu hjartanlega velkomin

Eða sendu mér skilaboð

[email protected]  ~ s. 822 8803

JAI BHAGWAN

 

 

 

 

Imersion I, vika í Bjarnarfirði / retreat

27 Aug
27. August, 2019

Heilsueflandi jógakennaranám er ekki aðeins fyrir þá eða þau sem ætla sér að verða jógakennarar.  Þú getur komið í Imersion I, verið með í heilsueflandi viku í Bjarnarfirði, tekið fyrsta módulinn / eða fyrsta hlutann og séð svo til hvað þig langar að gera í framhaldinu.

Frábær næring og lærdómur, jóga hjartans Anusara inspierd jóga, samvera, hvíld og næring. Dásamlegur staður, matur og samvera.

Nánari upplýsingar koma inn nú svo máttu endilega hafa samband ef þú hefur áhuga á að vera með koma inní þögn, matarhugleiðslu, dásamlegan vegan heilsueflandi matarræði, heil vika af andlegri og líkamlegri næringu.

Haust 2019

19 Aug
19. August, 2019

Haust taflan verður frekar einföld og fögur í Shree Yoga ~ Kópavoginum

Mánudagar, Miðvikudagar og Föstudagar

***  Morguntímar 6:15-7:15

***  Mjúkir tímar 9:30-10:30

*** Hádegistímar 12-13:00 ( aðeins mánudaga )

Jógadísin ætlar að vera einnig í Reebok Fitness og kenna í Innrauðum sal:

***** LAMBHAGI       ~         Föstudagar 19:30-20:30

Laugardaga  8:30-9:30  og  16:30-17:30

********* VELLIR/HAFNARFIRÐI   ~ Föstudaga 12-13:00

***************** FAXAFEN  ~ Miðvikudagar 12-13:00  ( ath )

HEILSULEFLANDI Jógakennara nám hefst 27.sept -4.okt. 2019 út á landi, þá er frí í Versölum / Kópavogi en afleysingakennarar taka tíma í Reebok.

Mikið sem mig hlakkar til að hefja þetta haust með ykkur kæru jógar og jógínur.  Mögulega breytast tímarnir … heitið á tímunum kemur inn fljótlega og vertu bara spennt/spenntur!!!

Jai bhagwan

 

 

 

Frísk, fjörug og sterk eftir fertugt….. sumarnámskeið.

20 Jun
20. June, 2019

Hæ viltu vera með á sumarnámskeiði með Gyðu Dís í jógasalnum, fimleikasalnum, útí náttúrunni, á fjöllum og fellum, sundlaugum og sjóbaði……  Einnig erum við að skoða matarræðið og hvað er virkilega gott fyrir líkamann, hvað þarf ég til að líða vel, næra vöðva, bein og húð.  Næra sálina ekki egóið…. allt í bland á þessu sívinsæla námskeiði í Shree Yoga.  Hafðu samband… 822 8803 eða [email protected]

Frísk, Sterk og fjörug eftir tvítugt, þrítugt, fertugt, fimmtugt, sextugt eða sjötugt.

Ertu komin yfir fertugt? Það skiptir svo sum ekki öllu máli hvaða aldur það er,  en langar þig ekki að vera í þínu besta formi eftir fertugt? Vera frísk, fjörug og sterk?  Viltu vera í ;
 • Formi
 • Liðug
 • Sterk
 • Kraftmikil
 • Orkumeiri
 • Hamingjusamari
 • Betri í dag en í gær

Svo margar spurningar en um leið þá höfum við ekki mikinn tíma til að stunda líkamsrækt sem hentar mögulega.  Þegar við eldumst viljum við einnig vera í formi.  Í dag er ég í miklu betra formi en ég var tvítug.  Ég er 534ára, elska líkama minn og næri hann og styrki daglega með jóga og styrktaræfingum.  Ég hef fundið það út að einungis jóga er ekki nóg vegna þess að ég elska mat, elska súkkulaði elska að næra mig og borða en ég þarf á hreyfingunni og brennslunni að halda til að halda mér gangandi.  Ég þarf að æfa minna, færri stundir á dag því ég blanda saman jóga, þreki og tabata / brennsluæfingum með í mína daglegu rútínu.

Hreyfing er góð, öll hreyfing og ég hvet þig til að fara út að ganga á hverjum degi, hjóla eða synda og jafnvel skokka.  En ef þú kemst í jóga þá er það gott og stunda einhverja styrktaræfingar og brennslu til að halda þér og lífsklukku þinni gangandi.

Vertu sterk og ungleg

Ég er mun sterkari og unglegri að innan sem utan heldur en ég var á þrítugsaldrinum. Í alvöru, ég hef að vísu ekki birt myndir af mér opinberlega frá þessum tíma ( hef bara ekki þorað því ) en leyndarmálið er bætt matarræði og hreyfing.  Engin geymvísindi og mig langar svo til að miðla þessu og þessari reynslu áfram..  hvað þú getur gert til að bæta heilsu þína og líkamlegt ástand án þess að æfa í marga tíma á dag.  Þú getur horft á þetta svona í stað þess að æfa í tvær klukkustundir daglega þá gefur þú þér 60 mínútur daglega í 30 daga til að koma inní þetta prógram.  Ef þú ert á leiðinni í frí færðu æfingaplan til að gera og betra er að standa áætlunina og gera sína “rútínu” svo þú getir notið enn meira í fríinu.

Samantekt yfir ávinningin – verðlaun þín:

 • Tíma til að leika þér og vera með fjölskyldunni “your life back”  þarft ekki margar klukkustundir daglega til að komast í form.
 • 30 daga af orkumiklum Shree Yoga æfingum í jógasalnum og heima hjá þér. Byggir upp kviðstyrk, handleggi, fætur. Umbreytingin verður slík að þú getur séð fyrir þér jóga og crossfit set saman.
 • Upphitun í formi Vinyasa yoga flæðis, flæði og jafnvægi í upphafi og í lok tíma.
 • Þol, vöðvastyrkur og brennsla eins og þú hafir æft í nokkra klukkustundir
 • Meira jafnvægi, liðir, stöður og anatomy ( líffræðilegar ) upplýsingar um líkamsbeitingu
 • Dagleg áskorun til að halda þér frá meiðslum.
 • Uppliftandi og áhugasamar ábendingar til betri lífs og sjálfsöryggi
 • Heilsusamlegar ábendingar um matarræði – engar öfgar, engin verður hungraður.  Æfingarnar verða skipulagaðar svo þú getir borðað.
 • Endurhlöðunar “restorative” jógastöður fyrir betri hreinsun eða Detox og meltingu og síðar en ekki síst svefn.  Svefnin skiptir höfuðmáli.
 • Djúpslökun, yoga nidra einu sinni í viku.  Endurröðun á líkama huga og sál.  Algerlega nauðsynlegt fyrir meiri og betri árangur.
 • Hugleiðslu- og öndunartækni sem einfaldlega hjálpa þér að sofa betur og takast á við daglegt amstur.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

 • Þið sem viljið spennandi, skemmtilega og kerfi sem virkar
 • Þið sem hafið átt við meiðsli ( er nokkuð góð í að aðlaga og leiðrétta ) æfingameiðsli og eruð að koma ykkur aftur af stað þá er þetta kjörið fyrir þig.  Ekki ef þú hefur átt við alvarleg meiðsli að getur ekki æft á nokkurn hátt.  Þá gætu byrjenda tímar ( kemur inn síðar uppl) hentað betur.
 • Allur aldur yngri sem eldri ( ég hefði viljað slíka tíma þegar ég var á þrítugsaldrinum ) 40 ára og eldri þú getur þetta
 • Allir sem áhuga hafa á jóga blandað jóga, handstöðum og kröftugum æfingu.  Eru upptekin og hafa aðeins 60 mín til að stunda sína hreyfingu.
 • Crossfit og HIIT eða ræktar unnendur sem vilja fá svipað út úr tíminum en hafa minni tíma.
 • Allir sem vilja stunda jóga með styrktarþjálfun
 • Allir sem vilja auka úthaldið og þolið
 • Allir sem vilja halda vöðvastyrk og stykja bein og beinþéttni
 • Detox já þeir sem vilja ná árangri og létta sig og minnka ummálið
 • Allir sem vilja halda áfram að borða sinn elskandi mat
 • Allir sem áhuga hafa á breyttum lífstíl og árangri

Um Gyðu Dís

Gyða Dís hefur kennt frá því hún hóf sinn feril sem jógakennari strax í upphafi námsins hóf hún kennslu í World Class og á eigin vegum og úti í náttúrunni Skógarjóga.  Hefur breytt viðhorfi fólks til jóga og jógaástundunar með því að setja inn fjölbreytileikann, sjá fegurðina í öllu sem er.  Jóga er fyrir alla, hreyfingin er fyrir alla þú gerir það sem þú getur hverju sinni.  Hef lært víða og komið víða við í kennslu meðal annars kennt í World Class, heima í stofu með allavega námskeið í upphafi ferils, kennt Skógarjóga. Kenndi í Heilsuborg til nokkura ára og Hreyfingu.  Hóf samstarf við Gerplu fimleikafélag 2014 opnaði eigið jógastúdíó Shree Yoga í Versölum, Kópavogi.  Námskeið hérlendis og erlendis. Heilsuferðir ~ Jóga- og hráfæðisnámskeið styttri og lengri.  Leitt 7 daga Lúxus Detox “retreat” á Ibiza einnig 4 jógaferðir um landið okkar fallega ísland.

Menntun:

~ 240 RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Júní 2012.

~ 200 RYT Anusara, Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Thailand febrúar 2016.
~ Thai Yoga Bodywork Massage ~ Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Ágúst 2015
~ 560  RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Janúar 2018
~ 500 RYT kennaranám … framhaldsnám 2019-2020
~ Ýmsir námskeið, Anatomy, Yamas og Niyamas hérlendis og erlendis

Hvernig virkar þetta?

Byrjaðu strax, námskeiðið er allt sumar til 31.ágúst næst komandi, þú færð hvatningu á hverjum virkum degi. Gefur þér gjöfina að æfa í jógastúdíóinu Shree Yoga úti í fallegri náttúrunni eða  æfa heima eða í fríinu…. hvar sem er !

Frí gjöf til þín daglega

Andlegur og uppörvandi stuðningur með áhrifamiklum og gefandi orðum í tímum.  Fréttabréf vikulega og uppskriftir af t.d. dásamlegum söfum og hristingum. Gjöfin verður innblástur fyrir hamingjusamara, heilbrigðara og fullkomin lífsstíl.  Afsláttur af klippikorti í lok námskeiðs.

Byrjaðu strax!

Skráðu þig í frísklegt námskeið strax.  Ef þú ert peningalítil en hefur áhuga hafðu þá samband samt sem áður.  Ég vil allt fyrir þig gera en þú þarft einnig að vinna vinnu þína og mæta í tíma, ástunda heima eða í fríínu og mæta öflugri og sterkari þú daglega í þín dagleg störf og vinnu.

Hlakka mikið til að vinna með þér. Hér kemur inn fljótlega linkur til að kaupa námskeið beint á netinu ( er að vinna í því )

Sumarnámskeið  krónur 42.000.-

Mánudagar, Miðvikudaga og Föstudagar 6:30-7:30 Opnir tímar

Þriðjudaga og Fimmtudaga 6:30-7:30  (sumir dagar detta út, erum inni eða úti)

Laugardagar 8-9:30  ( ekki alla laugardaga ) opnir tímar

Sunnudagar 10:00-11:00 Skógarjóga í Gufunesgarðinu, opnir tímar

Jai bhagwan

200 stunda Jógakennaranám

12 Jun
12. June, 2019

Við hefjum fyrsta 200 stunda jógakennaranámið í haust 26.september með vikudvöl Bjarnarfirði. Dásamleg samvera og mikil innri vinna á himneskum stað, engin truflun frá ys og þys stórborgarinar.

Byggðu upp traustan grunn, öryggi og þekkingu sem jógakennari um leið og þú dýpkar þína persónulega iðkun á fræðunum. Sterkar undirstöður í líffærafræði og líkamsbeitingu svo þú getur kennt af öryggi og vissu”.  

Þetta er það sem ég legg upp með, góða Anatomy kennslu og virkilega góða kennslu í líkamsbeitingu og leiðréttingu inní og út úr jógastöðum.  Ekki eftir útliti heldur hvað hentar þér og okkar vestrænu líkama.

Nú er tími til að skrá sig, sendu póst [email protected] eða sími 822 8803,

Raðgreiðslumöguleikar til að dreifa kostnaði.

Jai bhagwan

 

Jógakennaranám, langar þig til að dýpka þekkingu þína á fræðunum?

11 Feb
11. February, 2019

240 klst. Viðurkennt jógakennarnám Shree Yoga í samstarfi við Reebok Fitness á Íslandi hefst 26.september 2019.  Jógakennaranámið mun vera tvískipt. Annars vegar 120 tíma nám og seinni 120 tíma námið útskrifaður jógakennari með samtals 240 tíma mögulega fleirri tímar.

Jógakennaranámið í heild sinni mun bera keim af Anusara yoga. “foundation and form of fundamental” Open up to Grace / jóga hjartans.

Viltu dýpka þekkingu þína fyrir þig sjálfa/n og gefa þér gjöfina? Við bjóðum einnig núverandi jógakennurum til að auka skilning og getuna á því að kenna jóga sem mögulega hafa tekið langa hvíld frá kennslu nú eða vilja bæta við sig svona stig af stigi, góðar leiðbeiningar og lagfæringar í jógastöðum. Ekki eftir útliti heldur líkamsgetu hvers og eins. Leggjum aðaláhersluna á það, hver og einn er með sína getu og nálgast jógastöðuna á sinn hátt. Í jógakennaranáminu leitumst við að sjá fegurðina hjá hverjum og einum nemanda. Ekki hversu djúpt hver og einn kemst í jógastöður t.d. fulla brú eða splitteygju svo eitthvað sé nemt.

IMMERSION I,

Er hannað fyrir framsækna einstaklinga sem óska eftir því að dýpka þekkingu sína á jóga og jógafræðinni.   Hér byrjar jóga eða nemandinn dýpkar fyrri þekkingu sína í jógatækninni.

 • Grunnþjálfun í jóga
 • Anusara Alignment principles – Spíralarnir og loops
 • Jógastöður
 • Elementin fimm og jógafræðin
 • Ayurveda ~ systurvísindi jóga kynnt
 • Pranayama, jógaöndun
 • Möntrur
 • Hugleiðsla
 • Yoga sutrur Patanjalis

Hin áttfalda leið skoðuð gaumgæfilega

 • Nemi skilar inn stuttri ritgerð
 • Yamas & Niyamas —- hvernig nýtum við okkur Yömur og Niyömur sem kennarar og  í daglegu lífinu okkar. 

IMMERSION II,

Hér er farið enn dýpra inn í jógafræðina, jógasagan og jógaheimspekin. Nemarnir fara í dýpra og framsæknari ferðalag í líkamsskynjun, líffæra- og lífeðlisfræðilega eru jógastöður skoðaðar gagnvart líkama og líkamsgetu, orkuflæði, orkustöðvar og orkubrautir. Anatómían og lásarnir þrír

 • Jógafræðin, jógaheimspeki á dýnunni og utan hennar
 • Anatomya – líkamsvitundin – stoðkerfið
 • Orkustöðvar, hlutverk þeirra – skilningur dýpkaður.
 • Orkubrautir
 • Bhagavate Gita og Yoga Sutrur Patanjalis
 • Jógastöður, leiðum og leiðréttum í og úr jógastöðum.
 • Hvernig höndlar þú “sjúklinga” eða barnshafandi konur í jóga
 • Jógakennsla nemi leiðir tíma án kennara á sínu heimasvæði og fær umfjöllun sem þeir skila inn
 • Nemar leiða og byggja upp 60 mínutna jógatíma, hér er lagt áherslu á uppbyggingu og að henni sé fylgt.
 • Stick figures, teikna upp jógatíma – fylgja því eftir.
 • Að jógakennari geti kennt jógatíma án þess að gera jógastöður sjálfur, leiðir tíma munnlega, mun hins vegar nota “hands on” leiðbeiningar inní og úr stöðum. Fær jafnvel annan úr salnum til að sýna jógastöðu.
 • Viðskiptahliðin, kostnaðurinn, hvar á að kenna, hvar á að byrja og hvernig á kennari að beita sér við jógakennslu
 • Siðfræðin, klæðaburður og líkamsburður verðandi jógakennar. Hvað er boðlegt og hvað ekki.
 • Lífsloftin fimm Vayusarnir skoðaðir,
 • Karma, Jnana, Raja og Bhakti Yoga
 • Skoðum Kosha body, Gunur og Dhosur

Ef nemi hefur uppfyllt kröfur í Immersion I og II þá er hann útskrifaður sem jógakennari með viðhöfn og skirteyni þann 12. janúar 2020.

NÁMIÐ:  Nemandi þarf að taka sér frí frá vinnu og eða öðrum störfum meðan á dvöl útá landi stendur yfir.  Æskilegt að nemi geti sótt 2-4 opna tíma vikulega og ástundi daglega heima fyrir – öndun og hugleiðslu.

Námið hefst með dvöl útá landi, Bjarnarfirði.

26.september – 2. október 2019.

**

HELGAR, kennt verður mest í Reebok Fitness Faxafeni;  föstudaga 17:30-20:30. Laugardaga 10:30-17:00 og Sunnudaga 10:30-17:00.  Þessar tímasetningar gætu breyst / opnir jógatímar allar helgar sem koma inní helgarnámið.

DAGSETNINGAR fyrir helgar- og heimavinnu gætu mögulega breyst.

 • 1.-3. nóvember   ANATOMY kennsla. Rakel Dögg sjúkraþjálfari og jógakennari og meistari í þessum fræðum.
 • 30.nóv.-1.des.
 • 13. – 15. desember
 • 3.-5. janúar 2020
 • 10.-11. janúar
 •  útskrift   12. janúar 2020

Inntökuskilyrði:

Almenn heilbrigð skynsemi og tilbúin að hella sér í innri vinnu og skilning á jóga og jógafræðunum. Jóga er meira en að komast í jógastöðu. Jóga er lífið og lífið er jóga. Ef þú hefur áhuga þá skilar inn skriflegri umsókn hér [email protected] einnig hægt að hafa samband s. 822 8803

Aðalkennari:  Gyða Dís

~ 240 RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Júní 2012.

~ 200 RYT Anusara, Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Febrúar 2016.

~ Thai Yoga Bodywork Massage ~ Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Ágúst 2015

~ 560  RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Janúar 2018

~ Anatomy nám hjá Jonas Westring, m.a. farið í líkhús, líkami, vefir, vöðvar, sinar bein rannsakað ofl.

~ ýmis námskeið og vinnustofur í Anatomy, Vinyasa flæði, Yamas og Niyamas ofl. hérlendis og erlendis.

Kennir i Shree Yoga og Reebok Fitness.

Heildarverð krónur 420.000- bæði Immersion I & II, greiðsludreifing – raðgreiðslur sem auðvelda þér kostnaðinn.
*Immerssion I verð 225.000-
*Immersion II verð 225.000-

Lífið er jóga og jóga er lífið.

Megi þér ganga vel á þinni leið.

JAI BHAGWAN 

Nýjasta bloggið en ekki trendið :)

28 Jan
28. January, 2019

Hæ hæ finnst þér ekki tími til komin að rita nokkur orð?  Uss ég hef alls ekki verið að gefa mér tíma í blogg færslur, hef fært mig meira og meira í Instagram færslur og jú facebook einnig.

En elskurnar ég byrjaði að kenna eða leiða jógatíma já já Hot Jóga tíma hjá Reebok fitness í haust.  Það kom smá pása þar sem ég fer alltaf erlendis í námið mitt hjá mínum meistara í nóvember og desember en það er allt komið á bullandi “swing”  tímarnir eru í heitum sal / 35 gráður og miklum raka sem við myndum þegar við fyllum salin. Infrarauður hiti sem er hrikalega hollur og notalegur.

Tímarnir eru svona í Lambhaganum:

Miðvikudagar  – hádegistímar  12:00-13:00

Föstudagar  17:30-18:45 – cozy – jóga við kertaljós

Laugardagar 12:30-13:30 Teygjur og flæði / vinyasa flæði

Einnig ætla ég að brydda uppá nýjungum og vera með stuttar vinnustofur.  Vinnustofa í grunn jógastöðum að flæða úr einni stöðu i aðra og seinni vinnustofan verður farið ýtarlega í höfuðstöðuna og herðastöðu / plóginn.

VINNUSTOFUR Reebok Fitness FAXAFENI :

 • Laugardag 2.febrúar kl. 14:30-16:30  Jógagrunnur/öryggi.
 • Laugardag 9.febrúar kl. 14:30-16:30 Höfuðstöður / inversion

Þessar vinnustofur eru ætlaðar þeim sem eiga kort hjá Reebok en greiða aukalega kr. 3.000- pr. vinnustofu eða kr. 5.000- bæði námskeið jógaflæði og höfuðstöður.

Í framhaldi af þessu þá er mér ljúft að tilkynna opinberlega um það að ég verð með jógakennara nám í samstarfi við Reebok Fitness.  Það hefst 12.apríl 2019 og skráning er hafin.  Sjá nánar hér

Hlakka til að vinna með ykkur í salnum.  Endilega sendu fyrirspurnir á [email protected]

Athugið!

Ég er enn að kenna í Shree Yoga setrinu í Kópavoginum – það klikkar ekki

Mánudaga, Miðvikudaga og föstudaga klukkan:

6:15-7:15

9:60-10:30

…. stundum á laugardögum 9-10:00

Næsta blogg er allt um kennaranámið 🙂 fylgstu með!

Jai bhagwan

 

 

Þegar þú hugsar um að fara í jóga- og heilsuferð verður þú þá óttafull?

24 Sep
24. September, 2018

Hvað hugsar þú um þegar þú heyrir um jóga- og heilsuferðir.  “Retreat” ?  Að það sé mögulega mikill agi, kröfuharka, hræðilega erfitt mataræði, gras í öll mál og mikil vinnusemi eða kapp að vera bestur í armbeygjukeppni?  Hér eru ástæður fyrir því að þetta er ein besta leiðin til að taka frí og kúpla sig frá daglegu amstri.  Leyfa líkama, sálinni og huganum að jafna sig fyrir komandi tíð.

Jóga ferðir eru fyrir alla, í alvöru þá eru einstaklingar sem halda það að svona ferðir séu aðeins fyrir þá sem eru í jóga á hverjum degi, komast í handstöðu, fulla brú, og allar þessar erfiðu jógastöður.  Eða geta setið daginn út og daginn inn í setstöðunni LOTUS, með krosslagðar fætur sem margir eiga hreinlega erfitt með.

Mér finnst svolítið skondið að setja þetta upp svona og langaði að leyfa þér að kíkja á þessar hugsanir og hvað finnst þér.

Tækifærin mín að taka frí “alein” eru ekki mörg yfir árið, kannski ein vika á ári, svo ég óttast heraga, brjálaðar æfingar.  Ég þarf hvíldina!

Já komdu þá í jóga- og heilsuferð með Shree Yoga.  Dagarnir byrja á Öndun og hugleiðslu.  Jógaflæði sem hentar öllum, krefjandi já stundum og þér mun einungis líða brjálæðislega vel og fallega inní daginn.  Svo er nægur tími til að leggja sig, fara í flot ( sundlaugina ) og erlendis t.d. á Ibiza að leggjast í sólbað ~ hvað er dásamlegra?

Svo er það maturinn, sumir eru hræddir við breytingar en aðrir spenntir.  Sumir telja að frí sé einmitt þá sem maður má og á að borða hvað sem er!

Nei þú þarft alls ekki að vera hrædd við matarræðið. RAW food, hreint matarræði, upplifun, og engin neyðir þig, þú borðar það sem þér þykkir gott, öllum þykir þessi matur góður og skemmtilegt ferðalag og reynsla.  Sjá hvernig slíkur matur og desertar, súkkulaði ofl. fari í þig og þína meltingu.  Það fer engin hungraður heim, það skemmtilega er að allir fá uppskriftir og leika sér með hráefni þegar heim er komið.

Ég er ekki nóg, ekki nag fit til að taka þátt!  Hver hugsar ekki svona?

Þetta er einfalt, þú hugsar alltaf um eigin getu. Engin er að dæma engin horfir á jógadýninu við hlið sér.  Fólk hefur verið í allavega ásigkomulagi t.d. ný stigið upp úr erfiðum veikindum.  Í fyrra í Bjarnarfirðinum voru einstaklingar sem gerðu ekkert í jógatíma þ.e. gerðu ekki jógastöður nema þá SAVASANA – slökunarstöðuna alla tímann, heilu 2 klst. og upplifðu samt sem áður mikilfengleikan, því líkami þeirra fór á flug, sofnuðu ekki, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið styrktist og batin kom hægt og sígandi hjá þeim einstaklingum.  Við hlustum alltaf á okkar eigin þarfir og liðkamsgetu.  Engin er eins og ÞÚ ert alveg nóg!

Ég þekki engan!  Þetta er það dásamlegasta við svona ferðir að fara einn og þekkja engan.

Allir eru sammála um að jógaferðirnar eru svo heillandi á margan hátt.  Þú kynnist öðrum dásamlegum mannverum á allt annan hátt, sattviskan og dásamlegan hátt.  Það myndast magnaður vinskapur á meðal jóga eða einstaklinga í svona ferð. Ekki vera hrædd um að koma ein, það er þroskandi og einn betri parturinn af ferðalaginu.  Kynnast sjálfum sér á nýjan hátt í nýju umhverfi.

Okey, ég er samt ekki tilbúin til að sofa “hjá” ókunnugum!

Nákvæmlega en þú getur að sjálfsögðu verið ein í herbergi.  En mæli með því að vera með öðrum til að kynnast fólkinu og ná betri tengslum.  En ef það er alls ekki fyrir þig og þú þarft á hvíldinni að halda þá auðvitað tekur þú einstaklingsherbergi.

Það er allt of dýrt fyrir mig að fara í svona heilsueflandi jógaferð.

Já við reynum að lágmarka allan kostnað.  En taka þarf með í reikninginn þú eyðir engu í mat,  allt er innifalið.  Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.  Snarl og te og súkkulaði inná milli máltíða. Aðstaðan er alltaf eins góð og kostur er í Bjarnarfirði er einkasundlaug, náttúrulaug stór sem er dásamleg til að fljóta í, flothettu getur þú fengið að láni, gisting er góð, jógaaðstaðan er frábær öll aðstaða er 100% fyrir svona heilsuhelgi til að kúpla sig út úr daglegu amstri, byggja upp þrek og þol, bæta meltingu, bæta svefn.  Nuddarar verða með í ferð og hægt verður að fá nudd bæði í vatninu og á nuddbekk og það pantar þú og sérð um þann kostnað.  Verðum að reikna allt með inní dæmið.

Hvað finnst þér, nú getur þú verið óttalaus og kannski hugað að slíkri ferð til að næra huga, líkama og sál.  Komdu með Shree Yoga býður uppá ferð í Bjarnarfjörðin 4-7. október n.k. og það er eitt tveggja manna herbergi laust.

Hafðu samband ef þú vilt fara út fyrir þægindaramman og skella þér í heilsuferð hérlendis eða erlendis.  Næsta verð til Ibiza verður í apríl og mai 2019.

Hlakka til að heyra í þér

Kærleikur og ljós til þín, Gyða Dís s: 822 8803  eða [email protected]

JAI BHAGWAN