Ástar- og hatursamband mitt við svartan lakkrís!

16 May
16. May, 2017

Lakkrís er kjarni sem er unninn úr sætum, þurrkuðum rótum og jarðstöngli ýmissa afbrigða af lakkrísplöntunni,  Glycyrrhiza glabra, sem vex villt í heittempruðu loftslagi.  Forsíðumyndin er af lakkrísjurtinni.


Þetta fékk ég að láni hjá Heilsutorg.is “Ef hjarta þitt sleppir slagi í hvert skipti sem þú gerir sérlega vel við þig með svörtum lakkrís veit hjartað kannski eitthvað sem þú veist ekki“.

Ef þú borðar of mikið af honum kemur hjarta þitt raunverulega til með að taka kipp, sleppa úr slagi eða tveim, já eða jafnvel mörgum.

Þó það gerist sjaldan getur svartur lakkrís valdið óreglulegum hjartslætti hjá sumum, segir matvæla-og lyfjaeftirlitið (FDA) í Bandaríkjunum. Og umfram allt, þetta getur jafnvel valdið alvarlegum skaða.

í Kvennablaðinu 12 júlí 2015 skrifar Kolbrún Hrund um Lakkrísin og já fyrsta greinin sem ég las um það hvað lakkrís gæti verið í raun stórhættulegur þeim sem þola hann ekki eða með ofnæmi fyrir honum.  Ég var samt ekki að kveikja á neinum viðbrögðum þá!  Sjáið frábæru skrif Kolbrúnar og einlægni hennar um veikindi sín sem rekja mátti til ofneyslu á lakkrís  getur lakkrís verið lífshættulegur

Read more →

Nýjir tímar ~ hádegistímar alla vikuna ~ Planið vikuna 24-29. april 2017

23 Apr
23. April, 2017

Hvernig leitast þú við að rækta þinn innri mann, innri kennara?

Hvernig leitast þú við að rækta og leitast við að vera betri í dag en þú varst í gær?

Hvað gerir þú?

Hvað gerir þú með eigin vanlíðan og depurð sem við öll sem erum mannleg finnum fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni?

Þegar stórt er spurt þá kannski eru fá svörin!!  Forðumst sektarkenndina og forðumst Rajas gúnuna sem leiðir okkur áfram inní Tamas gúnu.  Leitumst við að vera í SATTVIKU gúnunni okkar.  Leitaðu hið innra, kennarinn býr hið innra með okkur í heilbrigða egóinu okkar. Byrjaður á því að horfa í kringum þig og sjáðu gleðina í öllu sem er, byrjaðu þar, börnin, blómin, náttúran, vatnið, fjöllin, grasið, dýrin,vorið, lyktin af vorinu, náungarkærleikurinn og þakklætið.

Ég eins og allir spyr mig margoft þessar spurningar!!!!!   Hver er ég?  Hvaðan kem ég?  Hvert stefni ég?  Allt snýr þetta að okkur sjálfum og svörin búa hið innra með þér eða okkur sjálfum.  Þú ert þú, aðrir eru þeir sem þeir eru.  Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að þú þarft mögulega að horfa inná við, kafa eftir demantinum og kjarkinum og vera tilbúin að segja við sjálfan sig ” ég er ekki fullkomin”.

Mig langar svo sannarlega að halda áfram með þetta og já ég geri það, þessar spurningar eru magnaðar og skoðaðu þetta með gúnurnar SATTVA, RAJAS OG TAMAS.  En þessi stutta lýsing er bara til að benda þér að kjarkurinn, dugnaðurinn og staðfestan býr hið innra með þér.  Skoðaðu heilbrigða egói og óheilbrigða egóið.  ÞÚ ERT MEISTARINN Í ÞÍNU LÍFI.

 

TÍMARNIR í Shree Yoga verða svona í vikunni…  nýjir hádegistímar!!!

M Á N U D A G U R

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Þ R I Ð J U D A G U R 

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Kvöldtími flæði fyrir byrjendur og lengra komna 17:30-18:30

M I Ð V I K U D A G U R 

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30

ATHUGIÐ !  Það verður ekki hádegistími hér – en annars alla miðvikudaga.

F I M M T U D A G U R 

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

Kvöldtími flæði fyrir byrjendur og lengra komna 17:30-18:30

F Ö S T U D A G U R 

Jóga fyrir 60 ára+  og þá sem vilja rólegri og mýkri tíma   kl: 9:30-10:30  ( djúpteygjur og djúpslökun )

Hádegisflæði fyrir byrjendur og lengra komna  12:00-13:00

 

L A U G A R D A G U R 

Yoga Þrek  8:00-9:30

Prana Power Yoga flæði og Inversion 10-11:30  ~ hér geta allir leikið með 🙂

HLAKKA TIL AÐ LEIKA MEÐ YKKUR Í SALNUM.  Næsta blogg í vinnslu ” Hvað er Sattva, Rajas og Tamas” Fylgist með.

 

 

Svadhyaya: Sjálfsvitund og samúð

07 Apr
7. April, 2017

Ferðalagið okkar er margslungið, já margslungið er skemmtilegt orð sem minnir mig á ömmu mína, alla vega krókar, hæðir og lægðir, hindranir, krossgötur, stórfenglegt, orkumikið, gefandi og dásamlegt.  Allir upplifa sitt ferðalag á einhvern máta og jú flest allir ef ekki allir ganga í gegnum hindranir í lífinu og yfirstíga þær hindranir á sinn máta, finna réttu leiðina og hlusta á hjartað.  Lífið er í raun heilmikil afrakstur og vinna að komast af, halda sér heilbrigðum í ferðalaginu

Svadhyaya er fjórða Niyaman,  gengur út á sjálfsskoðun og sjálfsvirðingu. Innri rödd Svadhyaya er ekki þessi sem segir; hey þú hefðir nú getað gert þetta betur eða þú ert nú meiri asnin, afhverju sagðir þú þetta? Já eða “hey ég átti langbestu handstöðuna í tímanum í dag”. Skoðum okkar innri mann og hvað hann hefur að geyma. Temjum okkur góðvild SHREE sjá allt það fallega í öllu sem er í okkur sjálfum einnig. Verum samúðarfull gagnvart okkur sjálfum og sýnum okkur virðingu og lífið verður miklu betra.

Þegar ég ákvað að fara til Thailands til frekari jóganáms í byrjun árs 2016 og um leið að vinna í sjálfri mér og fjárvesta í aukinni þekkingu á jóga, vera ein og fjarri mínum nánustu.  Ég hóf kennaranám í Anusara Jóga sem er jóga hjartans “open up to Grace  ~ flow with grace”  finna það góða í öllu.  Mig langaði mikið til að læra meira um Anusara þar sem ég var heilluð af tækninni sem mentorinn minn Jonas Westring notar.  

Mig þyrstir í að læra meira í Anusara undir leiðsögn Jonasar.  Þú útskrifast með kennara réttindi 200 RYT. Fyrsta skrefið er að útskrifast sem Anusara Elements jógakennari. Vinn þannig í tvö ár og því næst er að sækja um að vera “Anusara  – Inspired Techer” sem ég er að sjálfsögðu að vinna í en það krefst ótrúlega mikils sjálfsvilja og festu.  Vera ávalt við kennslu, finna fyrir því að maður þróar og  stækkar sviðið sitt,  þroskast sem kennari, kynnast sér og sínum innri mann.

Ég mun því kenna einu sinni í viku Anusara tíma sem verða 90 mínútna tímar og líklegast munu þeir vera áfram á laugardögum kl. 10 -11:30.  Þemað er mismunandi fyrir hvern tíma, sungin innsetning ( þið þurfið þess ekki ) Miklar áherslur eru lagðar í líkamsbeitingu í jógastöðunum.  Bara grunnstaðan t.d. grunnfjallið.  Staðsetning á fótum, tær og hælar, innanverðu jarki og utanverðu.  Draga orkuna upp finna fyrir vöðvunum, beinunum og finna kraftinn í grunnfjallinu.  Það er bara magnað krakkar.  Ég var auðvitað heilluð, hef alltaf kennt þannig að ég legg og hef alltaf gert lagt mikla áherslu á að leiðrétta og laga í stöðunum.  Ekki endilega fara sem dýpst og pína sig áfram… nei við eigum aldrei að pína.  Við finnum okkar mörk, þú gerir hverju sinni þína 100% jógastöðu og við höfum leiðbeiningarnar og reynum að nálgast stöðuna eins og útskýringarnar eru.  Ég get mögulega verið að laga og leiðrétta einn jógann í salnum, notað þrýstipunktana, innsnúning og útsnúning, herðalyftu og koma við og lyfta upp úr mittinu ofl.  en allir í salnum finna að ég er að leiðrétta hvern.  Anusara jógakennsla felst mikið í því að tala fólk inní jógastöðurnar en ekki gera þær og leiða þannig inn, það er töff, miklu erfiðara en að gera jóga með jógunum allann tímann hvort sem hann er 60, 75 eða 90 mínútna tími, trúið mér!  En það er líka skemmtileg reynsla, skemmtilegt ferðalag og þegar ég var útí Thailandi upplifði ég mig algerlega vanmáttuga stundum þegar átti að leiða tíma, kenna á ensku og leiða í gegnum tíma án þess að sýna jógaæfingarnar.  En ég komst yfir þessa hræðslu, komst yfir það að halda ég talaði slæma ensku og komst yfir það að þurfa ekki að sýna allar jógastöðurnar.  Heitið á jógastöðunum þarf að vera fast í minni, ensku  og íslensku heitið og helst Sanskritar heitið.

Það sem ég vildi aðeins útskýra með þessu bloggi er hvað Anusara jóga er og til þess að sækjast eftir því að vera Inspired Anusara jógakennari þarf ég að taka upp nokkra jógatíma og senda á mentorinn minn og hann mun yfirfara og senda svo á  Anusara Yoga School of Hatha og Yoga Alliance. Þetta verður spennandi ég mun byrja taka upp í sumar, en þið elsku jógar eruð ekkert endilega í mynd, kannski mögulega þegar ég er að aðstoða ykkur, en aðallega hvernig ég leiði tímann ( ekki vera hrædd – ég mun auðvitað láta ykkur sértaklega vita af því ) svo er bara svo hallærislegt að heyra í sjálfum sér í mynd og hálf asnalegt að fylgjast með sér í upptöku!!!   Ennnnn við græjum það – þetta verður engin hindrum.

“Yoga is the journey of the self, through the self, to the self.” — The Bhagavad Gita.

En jóga er ekki jóga ef þú stúderar ekki Yamas & Niyamas úr jógasútrum Patanlai’s hin áttfalda leið jógans. Sumir kalla Yamas og Niyamas “10 boðorðin í jóga” Engin sem stundar jóga af einhverju alvöru kemst hjá því að rekast á Yamas og Niyamas.  Leiðin sjálf til sjálfsvirðingar og hamingju, leitast við að lifa lífinu án ofbeldis, hreinleiki, fara ekki með fleipur, vera sannur sjálfum sér og öðrum, borða hollan mat.  Góð lýsing er að samaeina huga líkama og sál – jú það er það sem jóga gengur útá og Yömur og NiYömur hjálpa til við að hreinsa hugann og hugarstarfsemina og reyna tengjast líkamanum.

Ein af Niyömunum er Svadhyaya stunda sjálfsskoðun, lesa heilög rit og uppgötva það guðlega í manni sjálfum.  Þar er ég akkúrat núna, vinna í þessari Niyömu.  Erfitt ja það er erfitt að fara í gegnum sjálfskoðun – hverjum finnst það ekki?  Því meir sem við ástundum sjálfsskoðun komumst við að því hver við raunverulega erum, hvert við stefnum – það er eins og allt skýrist upp.  Nákvæmlega það sem öll jógaástundun snýst um.

Í jógaástundun getum við notað Svadhyaya, til dæmis stunda öndunaræfingar og hugleiðslu.  Einnig á jógadýnunni í jógastöðu spyrðu sjálfan þig; hvernig þessi jógastaða mun hafa áhrif á líf mitt. Hver er rótin og hvað læri ég af þessu?

Hlakka til að leika með ykkur í Prana Power tímum og Anusara jógatímum.

“Watch your thoughts, they become words;
watch your words, they become actions;
watch your actions, they become habits;
watch your habits, they become character;
watch your character, for it becomes your destiny.”

– Author Unknown

Til gamans set ég textann af innsetningunni á Anusara jógatíma….  Það er dásamlegt að syngja möntrur

Jai bhagwan

Jóga tímarnir í Shree Yoga

02 Apr
2. April, 2017

Fæ þessar spurningar oft; hvað er Anusara yoga, Prana Power Yoga og Hatha yoga??  Hver er munurinn?  Setti saman lýsingu sem er þó ekki tæmandi svo þú fáir nokkurskonar hugmynd um hvað tímarnir eru.

ANUSARA 

Það má segja að í Anusara jóga erum við alltaf að leita og kafa eftir því góða og hinu guðdómlega hið innra með okkur.  Sjá það góða í hverjum og einum til þess að öðlast færni til að sjá og finna það hjá sjálfum sér. Meðal annars með því að; vekja upp hjartastöðina og meðvitundina, stöðugleika og gleðina hið innra. Gleðin endurspeglast, hún og leyfir hjartanu þínu að skýna eða glitra þessu góða út í samfélagið og alheimin. Það er mjög mikil áherslu á hvernig líkamsstaðan er, jógakennari aðstoðar og leiðréttir nema í tímum. Ávinningurinn er að nemandinn öðlast góða meðvitund um líkamann sinn og fer öruggur í jógastöður, nær enn meiri opnun og tengslum við sjálfan sig og jógastöðuna sem kennarinn leitast við að koma nema í með virðingu fyrir hverjum og einum og þú ert alltaf á þínum eigin forsendum og enn og aftur hlustar á líkama þinn.  Með djúpri virðingu fyrir því liðna, ósk um bjarta framtíð með þakklæti og kærleika fyrir því sem er.Anusara jógakerfi er heilandi og heillandi kerfi hentar öllum stigum.

PRANA POWER YOGA

Er í raun allt jóga sem ég kenni.  Leitumst ávalt við að byggja upp Prönuna eða lífskraftinn.  Prana er lífskraftur eða lífsorka og er í öllu sem er.  Segi stundum “prana er lífið og lífið er prana”  vegna þess að þar sem engin prana er er ekkert líf.  Prana er í öllu sem lifir dýrum, plöntum og mönnum.

Þessir tímar byggja svo sannarlega á Hatha yoga eins og allt jóga gerir.  Legg áherslur á öndun, hugleiðslu, styrk og kraft. Ýmsar grunn jógastöður t.d. fjallið er margoft tekið fyrir viku eftir viku til að minna á hversu raunveruleg staðan er og hvað staðan gerir fyrir þig og undirbýr þig fyrir aðrar erfiðar og úthaldsmeiri jógastöður.  Viðsnúnar stöður, undirbúningur fyrir drottningu allra jógastaða sem er herðastaðan nú og svo einnig fyrir konung allra jógastaða sem er Höfuðstaðan.  Við leitumst ekki eftir útkomunni heldur hvernig þér líður í jógastöðunni, hvernig ber þú þig að, hvert ferðalagið þitt er og hvernig það er.

Þú getur valið um kröftuga PPY tíma, morgun tímar og hádegistímar.

JÓGAFLÆÐI 

Jógaflæði seinniparts tímar eru grunnur 1 og 2.  Allir velkomnir í þessa tíma, hér er farið hægar yfir, hver staða skoðuð og sýnd.  Í öllum jógatímum notumst við við “props” eða aðstoðarhluti svo sem kubba, strappa eða púða.  Þeir sem eru lengra komnir eða hafa stundað jóga í töluverðan tíma finnst gott að koma í Grunn aftur og aftur til að minna sig á áhersluatriðin og fara rétt í jógastöðuna.  Þessir tímar henta vel byrjendum og já lengra komnum, ég legg alltaf áherslur á mikilvægi Öndunar (pranyama) Jógastöður (asana) hugleiðslu og slökun Möntrur (dharana) í öllum tímum.

JÓGA FYRIR 60 ÁRA +

Nærandi jógatímar á stólum og gólfi þar sem boðið er upp á rólegar æfingar eftir getu hvers og eins.  Áhersla er á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun. Jóga fyrir 60+ hentar vel þeim sem vilja auka vöðvastyrk, hægja á beinþynningu, ná betra jafnvægi og auka úthald við dagleg störf.  Hér þarftu ekki að vera orðin 60 til að koma í tímann.  Ef þú hefur átt við langvin veikindi að stríða og ert að koma þér af stað aftur þá henta þessir tímar þér vel.  Auðvitað geta tímarnir verið kröftugir en alltaf innan ákveðinar marka.

Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
 Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
 Hugleiðslan hjálpar við að hægja á hugsanaflóðinu og njóta hvers andartaks betur.

SÚKKULAÐI & JÓGA

Hráfæðis súkkulalaði og jóga….  geggjað að gera þitt eigið konfekt og eiga mola í skápnum.Næring fyrir þig… ofur næring fyrir líkama og sál. Lærðu af hverju þú ættir að borða dökkt súkkulaði fyrir heilsuna þína… Á námskeiðinu verður farið yfir meðal annars:

* Ofurfæðan súkkulaði og heilsueflandi áhrif þess á líkamann.

 • Vísindin á bakvið kakóbaunina, næringarefni og virk efni.
 • Áhrif súkkulaðis á geðið, þyngdarstjórnun, hjarta-og æðakerfi..
 • Sætuefni og hráefni til að nota í súkkulaðigerð og heilsubakstur
 • Kvöldnamskeið /  Dagsnámskeið

* Uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar mínar:

– konfekt, kökur og fleira gómsætt

* Allir þáttakendur fá súkkulaðiglaðning með sér heim

Þátttakendur fá súkkulaðiuppskriftir,

YOGA NIDRA & YIN YOGA   EÐA   DJÚPSLÖKUN & DJÚPTEYGJUR

Yin Yoga er tilvalið til að efla núvitund og styrkja orkubrautirnar og líffærin. Í Yin Yoga er asana/jógastöðu haldið í 5 – 10 mínútur sem hefur styrkjandi áhrif á bein og bandvef og opnar fyrir orkuflæði í líkamanum.  Frábær leið til að auka einbeitingu og liðleikann og um leið er það hugleiðsla inná þau svæði sem við erum að opna.  Tíminn byrjar á 25 mínútna Yin æfingum og svo er það Yoga Nidra.

Jóga Nidra er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðslu. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir.  Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar!  Þú gefur líkamanum leyfi til að heila sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma.

Er að vinna í því að gera tímatöfluna betri og lýsingu á tímunum.   Fylgist endilega með.

Næst er það jóga heilsuhelgin í

HEILSUEFLANDI JÓGA OG HRÁFÆÐISHELGI

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.  Meðal annars þetta;

Hvað er betra en að fara að heiman en vera samt heima hér á landi sem við ættum að elska enn meira en við gerum. Það er bara ekki alltaf í boði að fara erlendis í jóga og heilsueflandi ferð, landið okkar hefur uppá mikið að bjóða og er farið að vera sívinsælla að bjóða uppá ferðir hérlendis til heilsueflingar.

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Verð fyrir 3 nótta ferð í himneska heilsuhelgi og í dásamlegum félagskap við himnasæluna á Hótel Bjarnafirði / Hótel Laughól 233km frá Reykjavík er krónur 55.000- á mann í tveggja manna herbergi. Ef þú vilt eins manns herbergi þá bætist við 10.000- krónur
Ef þú kemst ekki í 3 nótta ferð þá gætir þú komið í 2 nótta ferð föstudag-sunnudags 45.000 kr (tveggja manna herbergi )

Staðfesting krónur 10.000- inná reikn 537-26-8803 kt 560316-0540
Ferðin verður 27/4-30/4 2017.

Jógakennarar eru Gyða Dís eigandi Shree Yoga á íslandi og Elísabet Anna Finnbogadóttir jógakennari og heilsumarkþjálfi.  Nuddari ætlar að vera okkur, hún mun bjóða upp á nudd þú getur fengið þitt dýrmæta nudd hjá Olgu Hörn nuddara.  Dagskráin og dagsskipulagið kemur inn um helgina, viðburður er hér á facebook hér

Ef þið hafið spurningar varðandi tíma og staðsetngu þá bara endilega hringdu eða sendu mér skilaboð sími 822 8803 eða [email protected]

 

Heilsueflandi jóga og hráfæðishelgi

23 Mar
23. March, 2017

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.  Meðal annars þetta;
~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ FLOT ( EINKASUNDLAUG ) NÁTTÚRLAUG
~ AYURVEDA 
~ JURTIR
~ NUDD (HÆGT AÐ PANTA TÍMA)
~ SNYRTIFRÆÐINGUR (ÝMISLEGT Í BOÐI)
~ NÁTTÚRULAUG
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga
~ Hreyfiflæði
~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hvað er betra en að fara að heiman en vera samt heima hér á landi sem við ættum að elska enn meira en við gerum. Það er bara ekki alltaf í boði að fara erlendis í jóga og heilsueflandi ferð, landið okkar hefur uppá mikið að bjóða og er farið að vera sívinsælla að bjóða uppá ferðir hérlendis til heilsueflingar.

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Verð fyrir 3 nótta ferð í himneska heilsuhelgi og í dásamlegum félagskap við himnasæluna á Hótel Bjarnafirði / Hótel Laughól 233km frá Reykjavík er krónur 55.000- á mann í tveggja manna herbergi. Ef þú vilt eins manns herbergi þá bætist við 10.000- krónur
Ef þú kemst ekki í 3 nótta ferð þá gætir þú komið í 2 nótta ferð föstudag-sunnudags 45.000 kr (tveggja manna herbergi )

Staðfesting krónur 10.000- inná reikn 537-26-8803 kt 560316-0540
Ferðin verður 27/4-30/4 2017.

Jógakennarar eru Gyða Dís eigandi Shree Yoga á íslandi og Elísabet Anna Finnbogadóttir jógakennari og heilsumarkþjálfi.  Nuddari ætlar að vera okkur, hún mun bjóða upp á nudd þú getur fengið þitt dýrmæta nudd hjá Olgu Hörn nuddara.  Dagskráin og dagsskipulagið kemur inn um helgina, viðburður er hér á facebook hér

Athugið þið getið fengið endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin ykkar vegna heilsueflandi ferðar.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803

 

 

Gyllta mjólkin

07 Mar
7. March, 2017

Ég eins og svo margir hef verið að berjast við slitgigt.   Sem lýsir sér í því að liðir í fingri bólgna og verða aumir.  Hefur aðeins ágerst með árunum og vitið þið að turmerikið getur haft virkilega góð áhrif til batnaðar og að hindra slitgigtina til að þróast.  Daglega fæ ég mér allavega eina teskeið af turmerik útí volgt vatn, hræri vel í bæti svo við 1/8 tsk af svörtum pipar og msk af ólífuolíu lífrænni að sjálfsögðu.  Þessi uppskrift hér að neðan er dásemd og ávinningurinn af turmerikinu er ólýsanlegur. Alger “elexír” bara það að hann vinni á eða hamlar krabbameinsfrumum að myndast er magnað.  Náttúrulegt dæmi krakkar.  Skoðið þetta og leitið ykkur upplýsingar um þetta fallega krydd.

Ayurveda og ayurveda vísindin eru hjálpsamleg, jurtirnar þessar náttúrulegu eru magnaðar.  Hugaðu að því og leitaðu þér upplýsinga á netinu við þínum kvilla eða já sendu mér skilaboð ef eitthvað er að angra þig og kroppinn þinn.  Getur sent mér beint á [email protected]

Ávinningurinn er meðal annars þessi:

 • Bólgu og verkjaeyðandi
 • Vinnur á kvefbakteríum og er einstaklega gott hóstasaft
 • Er nokkurskonar detox á blóðið og lækkar blóðþrýsting
 • Hreinsar lifrina
 • Eykur og auðveldar meltingu
 • Eykur orku
 • Passar upp á kólestrólið
 • Er gott fyrir minni og heilastarfsemi
 • Kemur í veg fyrir, eða dregur úr einkennum Alzheimer
 • Gott fyrir húðina og hina ýmsu húðkvilla
 • Hefur styrkjandi áhrif á hjartað, og þessvegna vinnur það á móti myndun hjartasjúkdóma og kvilla ýmisskonar
 • Gott við liðagigt
 • Turmeric inniheldur efni sem hamla krabbameinsfrumum að myndast
 • Hjálpar til við þyngdarstjórnun

Okey þá er komið að mjólkinni gyltu dásamlegu.

Innihald

1 bolli möndlumjólk

1 msk. kókosolía ( hrein )

1 tsk. lífræn turmerik / kúrkuma

1/2 tsk. lífrænn kanill

1/4 tsk. lífræn engifer

1 tsk. lífrænt og gott hunang eða hlynsýróp

1/8 tsk svartur pipar ( hjálpar allri virkni í turmerikinu )

Aðferð

Allt sett í blandarann og blandað saman.  Því næst sett í pott og hitað upp en ekki láta suðuna koma upp.

Já og svo er bara njóta yndislegrar kvöldstundar, setjið mjólkina í fallega krukku eða glas og njótið.

Lestu meira um ávinningin af gylltri mjólk hér

 

Ayurvedískar hugleiðingar og ráð við flensu og slappleika.

15 Feb
15. February, 2017

Þrátt fyrir dásamlegt veður og daginn farinn að lengja þá hefur flensan látið á sér kræla, kvef, hiti, magapestir og allt í gangi. Flensan getur verið ansi ágeng, öndunarfærasýkingar, þrengsli og erting í öndunarfærum og oftast er það Kapha doshan sem er í ójafnvægi. Ef meltingin gengur ekki eðlilega fyrir sig… það er ef fæðið sem þú borðar meltist ekki almennilega og vinnslan eigi sér stað í kerfunum þínum þá safnast upp óhreinindi “Ama” eða eitur í líkamanum sem eykur Kapha, þyngslin í líkama, brjóstkassa, höfðuð, háls og maga.  Ayurveda fræðin geta aldeilis hjálpað til hér ef þú hefur áhuga á jurtunum og að lesa þig aðeins til um þessi fræði.  Ég er enn að læra og sækist í að hlusta og nema í þessum fræðum samferða jógafræðunum ~ já enda er Ayurveda systurvísindi jóga.

Hvað er til ráða til að koma í veg fyrir og berjast við flensu og flensueinkennin?  Það er gott að vita sína líkamsgerð ertu Vata – Pitta eða Kapha?   Með því að auka þessar tvær og ýta undir Vata og Pitta doshur / líkamsgerðir til að rífa upp og losa öndunarfærasjúkdóma, kvef og magaveiki svo eitthvað sé nefnt.

 1. Fæði: Skoðaðu matarræðið þitt, borðaðu léttan og einfaldan mat, súpur og kitchari.  Forðastu mjólkurvörur, sykur, djúpsteiktan mat, kjöt, banana og hveiti og ger.  Forðast kaldan mat og drykki, drekka heit, te, soðið vatn og halda vatnsbúskapnum gangandi.  Ferskur engifer, heitt engiferte er mjög áhrifaríkt til að viðhalda hringrásinni er hreinsandi, svitaaukandi og slímlosandi.
 2. Lífstíllinn: Neti pottur til að hreinsa nefgöngin daglega er magnað, setja volgt vatn og íslenska sjávarsaltið í pottinn láta standa og kólna aðeins og hefjast handa ( set inn myndband ) Passa hitastigið, ekki láta þér verða kalt, forðast of mikinn svefn því það er Kapha aukandi.
 3. Ayurvedic jurtir: Dásamlega og bragðgóða maukið eða sultan Chywanaprash mátt taka inn daglega til að styrkja lungun og keyra upp innkirtla starfsemina. Ein tsk. á morgnanna.  Chywanaprash er talið eitt öflugasta náttúrumeðalið til að kveikja meltingareldinn og styrkja um leið ónæmiskerfið. Sultan er sögð auka upptöku næringar, skerpa minnið, vera blóðhreinsandi, styrkja hjarta, þétta húð og næra vöðva. Það síðastnefnda er vegna þess að með bættri meltingu eykur Chyawanaprash upptöku próteina. Þannig eykst þróttur og þrek sem heldur okkur ungum á öllum aldri. Það kemur því tæpast á óvart að Chyawanprash – sem er gefin uppskrift að í hinum 5000 ára vedísku ritum- sé flokkuð sem sjálfur lífselexírinn; einhverskonar “lýsi” indversku lífsvísindannaTurmeric er stútfult af andoxunarefnum og bólgueyðandi. 1/2 tsk. af turmerik og volgt vatn hræra vel og drekka eins oft yfir dagin að vild.  Í drykkin má bæta svörtum pipar eins og við þekkjum hann eða Pippala langur pipar malaður.
 4. Heimilisráðin: Í sögu Ayurveda er sagt að ekkert í heiminum sem ekki er meðal og þú getur notað margt úr eldhúsinu til að búa til þína eigin “remedíu”.  Til dæmis þessi hér:
 • Blandaðu tsk. af hverju engiferdufti, turmerik, svörtum pipar.  Taktu svo 1/2 tsk af þessari fínu blöndu og settu í volgt vatn, hrærir vel og drekkur tvisvar yfir daginn, getur sett 1/2 tsk góðu hunangi útí.
 • Blandaðu 1/2 tsk. engifer, svartur pipar, kardimommum, negul, kanil, og turmerik. Blandar 1/2 tsk af þessari blöndu með hunangi í volgt vatn.  Getur drukkið svona tvisvar á dag.
 • Ferskur engifer djús og 1/2 tsk. hunang, drekka þrisvar á dag.

Viltu vita meira um Ayurveda og fræðina?  Næsta námskeið hefst 8. mars n.k.

Kryddin eru mögnuð, kíktu í skápinn hjá þér og auðvitað viljum við hafa þessi krydd lífræn.  Fæðan skiptir meginmáli í Ayurveda fræðunum.

Ayurveda og líkamsgerðirnar
Ayurveda snýst um hvernig við getum öðlast jafnvægi í lífinu í gegn um val á heilsutengdum þáttum, s.s. mataræði, lífsmunstri, hreyfingu, hugleiðslu o.fl. Samkvæmt Ayurveda fræðunum er maðurinn þrískipt vera, sál, líkami og hugur. Þessa þrjá þætti þarf alla að rækta ef viðhalda á góðri heilsu og jafnvægi. Ayurveda heilsufræðin getur hjálpað fólki að öðlast skilning á því hversvegna hinir ýmsu sjúkdómar myndast. Sá skilningur getur hjálpað fólki til að sættast við afleiðingar sjúkdóma og getur þá heilunarferlið hafist, en það sem er mest um vert, er að Ayurveda kennir aðferðir til að koma í veg fyrir að ójafnvægi, sem orsakar sjúkdóma, myndist.

Ayurveda fræðin snúast m.a. um að koma jafnvægi á það sem fræðin nefna ,,dóshur“ eða líkamsgerðir. Líkamsgerðirnar eru skilgreindar sem Vata, Pitta og Kaffa. Ef þær fara úr jafnvægi upphefst sjúkdómsástand og með því að koma jafnvægi á þær má hafa áhrif á heilsufar til hins betra. Enn fremur leggur Ayurveda áherslu á að allt í alheiminum er byggt upp af frumefnunum fimm. Þessi frumefni eru jörð, vatn, eldur, loft og eter (eða rými). ,,Vata, Pitta og Kaffa“ hugtökin eru byggð á þessum 5 frumefnum, ásamt eiginleikum mannslíkamanns og öllu í náttúrunni.

Vata: Hefur eiginleika lofts, en einnig rýmis eða eters, (eter er nokkurskonar ástand milli orku og efnis). Vata hefur því gott af eiginleikum vatns og jarðar til að ná stöðugleika og jarðtengingu, auk eiginleikum Pitta eða elds þar sem Vata er köld.
Pitta: Hefur eiginleika elds og hefur því gott af kælingu vatns og jarðar og þarf einnig að hafa loft í hæfilegu magni til að örva eldinn þegar við á.
Kaffa: Hefur eiginleika vatns og einnig jarðar. Kaffa hefur því gott af eiginleikum Vata sem er rými (eters) og lofts en einnig hitann sem Pitta býr yfir þar sem Kaffa er köld og þarf örvun. Þannig vinna andstæðurnar saman og hægt er að ná bæði andlegu og líkamlegu jafnvægi í gegnum þá þekkingu sem þessi vísindi gefa okkur.

Nærandi súkkulaði drykkur

08 Feb
8. February, 2017

Er ekki komin tími á einn góðan?

Ég elska súkkulaði og það hefur aldeilis ekki farið fram hjá neinum.  Ég ætla hafa þetta stutt og laggott (skrítið orð ) en ég bara hreinlega læt þetta mjög oft eftir mér og “sukka” eins og engin sé morgundagurin og þá passa ég mig á því að hafa eitthvað holt og nærandi og gott stöff sem styður við kerfin mín og reyni að sækjast í það sem hentar minni líkamstegund. Því meir sem ég eldist færist ég meir og meir í Vata doshuna!!!  Hvað finnst ykkur og Vötunni líkar alls ekki við kaldan mat!  Jebb ég er að skoða að færa mig yfir í meira eldaðan mat samkvæmt Ayurveda fræðunu.

Nærandi súkkulaði drykkur

1 bolli möndlumjól, sólblómamjólk, kókosmjólk eða kókosvatn

1 msk. Maple sýróp, coconut suger eða 2-4 döðlur eða döðlumauk (uppskrift )

½ bolli cacoa duft, hreint – lífrænt /raw  eða kakó nibbur 1/4 bolla

1 tsk hversdags sæt kryddblanda  sjá hér  eða 1 tsk kanil

1 tsk ashwaganda

Valkostur:   setja í bragðefni, já stundum hef ég svona lakkrísþörf þá set ég “raw” lakkrísduft útí eða kaffidropana mína frá Medicine flower eða bara það sem þér dettur í hug!

Kakónibbur, múskat duft eða kanilstangir til að skreyta bollann.

Setjið allt í blandarann, keyrið blandaran í smá stund til að hitinn komi í drykkin.

Setjið í fallegt glas eða bolla

Stráið yfir múskati setjið kanilstangir og jafnvel kakónibbur…   nammi namm 🙂

Stundum geri ég hann matarmeiri og set bananana mína 1, 2 og jafnvel þrjá ( trúðu mér ) og chia, haframjöl.

Ashwagandha gerir drykkin að meiri næringu og heilnæmari fyrir þig. Ashwagandha er of talað um sem Indverska gingsenið. Hefur góð uppbyggjandi áhrif, nærandi fyrir bein og beinþéttni og styrkir innkyrtlakerfið.

Það er geggjað að eiga kako nippur og setja þær útí í staðin fyrir kakóduft. Kakónippurnar eru “raw” og það verður meira úr drykknum.

Ef þú vilt “spica” drykkinn en meira upp er smart að setja nokkur cayenne korn útí.

Ef ég á ekki til möndlumjólk þá nota ég möndluhrat eða bara möndlur / kasjúhnetur eru einnig mjög góðar. Alltaf best að leggja möndlurnar í bleyti þær þurfa 8 kls. En kasjú 2 klst.

Döðlumauk:

Setja döðlur í krukku eða skál og vatn fljóta yfir. Leyfa liggja í bleyti ca 20 mín til 60 mýkjast upp (alltaf gott að leggja döðlur í bleyti áður en er notað útí kökur ofl.)

Setjið döðlur í blandarann, hellið af vatninu útí – passa setja ekki of mikið.. bæta frekar meira í. Blanda saman og þú ert komin með dásemdar Döðlumauk eða Döðlusultu.

 

JÓGA ER LÍFIÐ

11 Jan
11. January, 2017

Þið getið nálgast viðtalið við mig í Morgunblaðinu inná Smartlandi.

hér

Minni ykkur líka á að það er afsláttarvika í Shree Yoga sjoppunni.  Allar leggings og toppar frá Kdeer á 20% afslætti.

Kíkið á okkur, sendu skilaboð eða hringdu fyrir frekari upplýsingar.  Kdeer leggings hefur einn reynst barnshafandi konum frábærlega, teygjan í mittinu er breið og þær eru háar upp í mittið.  Sjón er sögu ríkari.

16114403_10154907807652346_7898818575016342762_n

 

Að leika í Kdeer er bara eitthvað allt annað.  Viðsnúin staða, höfuð fyrir neðan sálina, náttúrulegt botox.

Kíktu á úrvalið – kíktu í jógasjoppuna og kíktu í prufutíma í jóga hjá Shree Yoga í Versölum 3, Kópavogi

Getur haft samband [email protected] eða hringt í síma 822 8803

Jai bhagwan

Möntrusöngur

27 Dec
27. December, 2016

Deities + Chanting  ~ Sálin og Guðirnir

Möntrur eru heilög orð sem sögð eru hafa viss áhrif á hugavirkni og efnaskipti heilans, allan líkama okkar og sál. Við víbrum út í alheiminn og inn á við merkingu þeirra og hefur hver mantra sín sérstöku áhrif. Við erum í raun að syngja fyrir okkur sjálf, sálina okkar “deities” eða Guðinn í þér.  Sálarkynni okkar eru eins og garðurinn okkar. Það sem fær að vaxa í honum mun bera ávöxt. Sumar jurtirnar í garðinum eru smáar og fyrirferðalitlar og við tökum ekki eftir þeim fyrr en þær gægjast á milli stóru plantanna eða eftir að við höfum reytt í burtu íllgresið.  Sálargarðurinn okkar lítur sömu lögmálum og plöntugarðurinn. Við þurfum að snúa okkru að sattviku líferni, hreinu og göfugu eða í átt að sólu. Þurfum að hreinsa illgresið, sem eru rajasik og tamasik hugsanir, tilfinningar og athafnir.  Gefa áburð með því að næra hugann með lestri rita, hugleiðslu, möntrusöng og stöðugu gjörhygli starfsemi hugans, þjálfa okkur í að láta tilfinningarnar renna hjá okkur eða í gegnum okkur, ekki stoppa í okkur og taka vitundina yfir, næra þær með því t.d. að hlusta á fagra tónlist, biðja og rækta ástina í lífi okkar.  Ástunda öndunaræfingar og möntrusöng og athafnir sem efla okkur á öllum sviðum.

Gayatry Mantran

Oṃ bhūr bhuvaḥ svaḥ

tát savitúr váreṇ(i)yaṃ

bhárgo devásya dhīmahi

dhíyo yó naḥ prachodáyāt

 

 

Lausleg þýðing;  

Ó Drottinn

Þú sem skapaðir alheiminn

Þú sem ert þess verður að vera tilbeðin

Þú sem ert þekking og ljós

Þú sem eyðir allri fáfræði og myrkri

Ég bið þig

Að þú lýsir upp huga minn og vitsmuni

Og leiðir mig í sannleikann allan.

Gayatry bænin er í kaun kjarni Vedafræðana RIGVEDA. Hún er alheimsbæn og fyrir alla. Hún er bæn til hins ÆÐSTA. Óendanlega Guðlega Sannleika að allir menn megi uppljómast til að þekkja hinn æðsta kjarna alls sem er.

Best er að fara með bænina upphátt þrisvar yfir daginn, alla daga á morgnanna, miðjann dag og á kvöldin. Milli 4-8 kvölds og morgna eru helgustu stundir sólahringsins (sattvik) og þær eru því þær best földnu til að ástunda það sem heilagt er og göfugt Við syngjum bænina minnst x 3 í hvert sinn eða 3 x 3 eða 6 x 9 allt uppí 108 sinnum.

OM

BHU BHUVAH SVAH

TAT SAVITUR VARENYUM

         BHARGO DEVASYA DHEEMAHE

DHIYO YO NAH PRACHODAYAT

SWAHAH

Eins og sólarupprás eyðir myrkri nætur, eyða geislar Gayatri myrkri og fáfræði og fyrri gjörða og hin Guðlegi kraftur lýsir upp vitsmuni okkar. Hún veitir þekkingu, visku og skarpskyggni til að riðja úr vegi hverskonar hindrunum, veraldlegum sem andlegum. Hin Guðleg orka veitir okkur heilsu og styrk, hreinsar áruna og verndar okkur. Sambandið við Guð (þinn Guð) eflist og styrkist og loks náum við að lifa í Guði.         Guð er allt sem er.  Guðinn í þér, þinn guð.

Mantran sem við förum með í innsetningu á Anusara jógatíma ( ekki nauðsyn, en oftast gert)

3 sinnum farið með Om-ið

OM~OM~OM

Ómum hindrunum frá okkur

Anusara innsetningin, farið er með innsetningu 3 sinnum;

OM NAMAH SHIVAYA GURAVE

I honor the essense of Being, the Auspicious One,

the luminous Theacher within and without

SACCHIDANANDA MURTAYE

Who assumes the forms of Truth, Consciousness and Bliss

NISHPRAPANCAYA SHANTAYA

Is never absent, full of peace,

NIRALAMBAYA TEJASE

Ultimately free and sparkles with a Divine luster.

Endum á OM 1 x.

Það er dásamlegt að “chanta” möntrur, hér getur þú séð frekari upplýsingar á síðunni hjá mér möntrur  og hér en svo eru til margar fallegar útgáfur af td. Gayatree möntrusöng hér 

Eða Om Namo Bhagavate Vasudevaya – ég held mikið uppá kirtan söngvara sem kalla sig Shantala hér

Jógarnir mínir í Shree Yoga hafa einnig tekið eftir því að ég er ekki mikið upptekin af “playlista” í jóga.  Það er eitthvað sem ekki kallar á kraftmikin og djúpan jógatíma.  En hinsvegar spila ég sama eða sömu möntruna aftur og aftur og aftur, reply again and again.  Heilög tala 108 … prufi þið að skella á möntru og kirja með.  Það geta allir sungið möntrusöng.

Við erum í raun að syngja fyrir okkur sjálf, sálina okkar “deities” eða Guðinn í þér.  Sálarkynni okkar eru eins og garðurinn okkar. Það sem fær a vaxa í honum mun bera ávöxt. Sumar jurtirnar í garðinum eru smáar og fyrirferðalitlar og við tökum ekki eftir þeim fyrr en þær gægjast á milli stóru plantanna eða eftir að við höfum reytt í burtu íllgresið.  Sálargarðurinn okkar lítur sömu lögmálum og plöntugarðurinn. Við þurfum að snúa okkru að sattviku líferni, hreinu og göfugu eða í átt að sólu. Þurfum að hreinsa illgresið, sem eru rajasik og tamasik hugsanir, tilfinningar og athafnir.  Gefa áburð með því að næra hugann með lestri rita, hugleiðslu, möntrusöng og stöðugu gjörhygli starfsemi hugans, þjálfa okkur í að láta tilfinningarnar renna hjá okkur eða í gegnum okkur, ekki stoppa í okkur og taka vitundina yfir, næra þær með því t.d. að hlusta á fagra tónlist, biðja og rækta ástina í lífi okkar.  Ástunda öndunaræfingar og möntrusöng og athafnir sem efla okkur á öllum sviðum.

Njótið hátíðar og megi dagarnir verða ykkur bjartari og bjartari.  Gerðu það sem er gott fyrir þig og sálina þína.

Jai bhagwan