Heilsueflandi jóga og hráfæðishelgi

23 Mar
23. March, 2017

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.  Meðal annars þetta;
~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ FLOT ( EINKASUNDLAUG ) NÁTTÚRLAUG
~ AYURVEDA 
~ JURTIR
~ NUDD (HÆGT AÐ PANTA TÍMA)
~ SNYRTIFRÆÐINGUR (ÝMISLEGT Í BOÐI)
~ NÁTTÚRULAUG
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga
~ Hreyfiflæði
~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hvað er betra en að fara að heiman en vera samt heima hér á landi sem við ættum að elska enn meira en við gerum. Það er bara ekki alltaf í boði að fara erlendis í jóga og heilsueflandi ferð, landið okkar hefur uppá mikið að bjóða og er farið að vera sívinsælla að bjóða uppá ferðir hérlendis til heilsueflingar.

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Verð fyrir 3 nótta ferð í himneska heilsuhelgi og í dásamlegum félagskap við himnasæluna á Hótel Bjarnafirði / Hótel Laughól 233km frá Reykjavík er krónur 55.000- á mann í tveggja manna herbergi. Ef þú vilt eins manns herbergi þá bætist við 10.000- krónur
Ef þú kemst ekki í 3 nótta ferð þá gætir þú komið í 2 nótta ferð föstudag-sunnudags 45.000 kr (tveggja manna herbergi )

Staðfesting krónur 10.000- inná reikn 537-26-8803 kt 560316-0540
Ferðin verður 27/4-30/4 2017.

Jógakennarar eru Gyða Dís eigandi Shree Yoga á íslandi og Elísabet Anna Finnbogadóttir jógakennari og heilsumarkþjálfi.  Nuddari ætlar að vera okkur, hún mun bjóða upp á nudd þú getur fengið þitt dýrmæta nudd hjá Olgu Hörn nuddara.  Dagskráin og dagsskipulagið kemur inn um helgina, viðburður er hér á facebook hér

Athugið þið getið fengið endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin ykkar vegna heilsueflandi ferðar.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803

 

 

Gyllta mjólkin

07 Mar
7. March, 2017

Ég eins og svo margir hef verið að berjast við slitgigt.   Sem lýsir sér í því að liðir í fingri bólgna og verða aumir.  Hefur aðeins ágerst með árunum og vitið þið að turmerikið getur haft virkilega góð áhrif til batnaðar og að hindra slitgigtina til að þróast.  Daglega fæ ég mér allavega eina teskeið af turmerik útí volgt vatn, hræri vel í bæti svo við 1/8 tsk af svörtum pipar og msk af ólífuolíu lífrænni að sjálfsögðu.  Þessi uppskrift hér að neðan er dásemd og ávinningurinn af turmerikinu er ólýsanlegur. Alger “elexír” bara það að hann vinni á eða hamlar krabbameinsfrumum að myndast er magnað.  Náttúrulegt dæmi krakkar.  Skoðið þetta og leitið ykkur upplýsingar um þetta fallega krydd.

Ayurveda og ayurveda vísindin eru hjálpsamleg, jurtirnar þessar náttúrulegu eru magnaðar.  Hugaðu að því og leitaðu þér upplýsinga á netinu við þínum kvilla eða já sendu mér skilaboð ef eitthvað er að angra þig og kroppinn þinn.  Getur sent mér beint á [email protected]

Ávinningurinn er meðal annars þessi:

 • Bólgu og verkjaeyðandi
 • Vinnur á kvefbakteríum og er einstaklega gott hóstasaft
 • Er nokkurskonar detox á blóðið og lækkar blóðþrýsting
 • Hreinsar lifrina
 • Eykur og auðveldar meltingu
 • Eykur orku
 • Passar upp á kólestrólið
 • Er gott fyrir minni og heilastarfsemi
 • Kemur í veg fyrir, eða dregur úr einkennum Alzheimer
 • Gott fyrir húðina og hina ýmsu húðkvilla
 • Hefur styrkjandi áhrif á hjartað, og þessvegna vinnur það á móti myndun hjartasjúkdóma og kvilla ýmisskonar
 • Gott við liðagigt
 • Turmeric inniheldur efni sem hamla krabbameinsfrumum að myndast
 • Hjálpar til við þyngdarstjórnun

Okey þá er komið að mjólkinni gyltu dásamlegu.

Innihald

1 bolli möndlumjólk

1 msk. kókosolía ( hrein )

1 tsk. lífræn turmerik / kúrkuma

1/2 tsk. lífrænn kanill

1/4 tsk. lífræn engifer

1 tsk. lífrænt og gott hunang eða hlynsýróp

1/8 tsk svartur pipar ( hjálpar allri virkni í turmerikinu )

Aðferð

Allt sett í blandarann og blandað saman.  Því næst sett í pott og hitað upp en ekki láta suðuna koma upp.

Já og svo er bara njóta yndislegrar kvöldstundar, setjið mjólkina í fallega krukku eða glas og njótið.

Lestu meira um ávinningin af gylltri mjólk hér

 

Ayurvedískar hugleiðingar og ráð við flensu og slappleika.

15 Feb
15. February, 2017

Þrátt fyrir dásamlegt veður og daginn farinn að lengja þá hefur flensan látið á sér kræla, kvef, hiti, magapestir og allt í gangi. Flensan getur verið ansi ágeng, öndunarfærasýkingar, þrengsli og erting í öndunarfærum og oftast er það Kapha doshan sem er í ójafnvægi. Ef meltingin gengur ekki eðlilega fyrir sig… það er ef fæðið sem þú borðar meltist ekki almennilega og vinnslan eigi sér stað í kerfunum þínum þá safnast upp óhreinindi “Ama” eða eitur í líkamanum sem eykur Kapha, þyngslin í líkama, brjóstkassa, höfðuð, háls og maga.  Ayurveda fræðin geta aldeilis hjálpað til hér ef þú hefur áhuga á jurtunum og að lesa þig aðeins til um þessi fræði.  Ég er enn að læra og sækist í að hlusta og nema í þessum fræðum samferða jógafræðunum ~ já enda er Ayurveda systurvísindi jóga.

Hvað er til ráða til að koma í veg fyrir og berjast við flensu og flensueinkennin?  Það er gott að vita sína líkamsgerð ertu Vata – Pitta eða Kapha?   Með því að auka þessar tvær og ýta undir Vata og Pitta doshur / líkamsgerðir til að rífa upp og losa öndunarfærasjúkdóma, kvef og magaveiki svo eitthvað sé nefnt.

 1. Fæði: Skoðaðu matarræðið þitt, borðaðu léttan og einfaldan mat, súpur og kitchari.  Forðastu mjólkurvörur, sykur, djúpsteiktan mat, kjöt, banana og hveiti og ger.  Forðast kaldan mat og drykki, drekka heit, te, soðið vatn og halda vatnsbúskapnum gangandi.  Ferskur engifer, heitt engiferte er mjög áhrifaríkt til að viðhalda hringrásinni er hreinsandi, svitaaukandi og slímlosandi.
 2. Lífstíllinn: Neti pottur til að hreinsa nefgöngin daglega er magnað, setja volgt vatn og íslenska sjávarsaltið í pottinn láta standa og kólna aðeins og hefjast handa ( set inn myndband ) Passa hitastigið, ekki láta þér verða kalt, forðast of mikinn svefn því það er Kapha aukandi.
 3. Ayurvedic jurtir: Dásamlega og bragðgóða maukið eða sultan Chywanaprash mátt taka inn daglega til að styrkja lungun og keyra upp innkirtla starfsemina. Ein tsk. á morgnanna.  Chywanaprash er talið eitt öflugasta náttúrumeðalið til að kveikja meltingareldinn og styrkja um leið ónæmiskerfið. Sultan er sögð auka upptöku næringar, skerpa minnið, vera blóðhreinsandi, styrkja hjarta, þétta húð og næra vöðva. Það síðastnefnda er vegna þess að með bættri meltingu eykur Chyawanaprash upptöku próteina. Þannig eykst þróttur og þrek sem heldur okkur ungum á öllum aldri. Það kemur því tæpast á óvart að Chyawanprash – sem er gefin uppskrift að í hinum 5000 ára vedísku ritum- sé flokkuð sem sjálfur lífselexírinn; einhverskonar “lýsi” indversku lífsvísindannaTurmeric er stútfult af andoxunarefnum og bólgueyðandi. 1/2 tsk. af turmerik og volgt vatn hræra vel og drekka eins oft yfir dagin að vild.  Í drykkin má bæta svörtum pipar eins og við þekkjum hann eða Pippala langur pipar malaður.
 4. Heimilisráðin: Í sögu Ayurveda er sagt að ekkert í heiminum sem ekki er meðal og þú getur notað margt úr eldhúsinu til að búa til þína eigin “remedíu”.  Til dæmis þessi hér:
 • Blandaðu tsk. af hverju engiferdufti, turmerik, svörtum pipar.  Taktu svo 1/2 tsk af þessari fínu blöndu og settu í volgt vatn, hrærir vel og drekkur tvisvar yfir daginn, getur sett 1/2 tsk góðu hunangi útí.
 • Blandaðu 1/2 tsk. engifer, svartur pipar, kardimommum, negul, kanil, og turmerik. Blandar 1/2 tsk af þessari blöndu með hunangi í volgt vatn.  Getur drukkið svona tvisvar á dag.
 • Ferskur engifer djús og 1/2 tsk. hunang, drekka þrisvar á dag.

Viltu vita meira um Ayurveda og fræðina?  Næsta námskeið hefst 8. mars n.k.

Kryddin eru mögnuð, kíktu í skápinn hjá þér og auðvitað viljum við hafa þessi krydd lífræn.  Fæðan skiptir meginmáli í Ayurveda fræðunum.

Ayurveda og líkamsgerðirnar
Ayurveda snýst um hvernig við getum öðlast jafnvægi í lífinu í gegn um val á heilsutengdum þáttum, s.s. mataræði, lífsmunstri, hreyfingu, hugleiðslu o.fl. Samkvæmt Ayurveda fræðunum er maðurinn þrískipt vera, sál, líkami og hugur. Þessa þrjá þætti þarf alla að rækta ef viðhalda á góðri heilsu og jafnvægi. Ayurveda heilsufræðin getur hjálpað fólki að öðlast skilning á því hversvegna hinir ýmsu sjúkdómar myndast. Sá skilningur getur hjálpað fólki til að sættast við afleiðingar sjúkdóma og getur þá heilunarferlið hafist, en það sem er mest um vert, er að Ayurveda kennir aðferðir til að koma í veg fyrir að ójafnvægi, sem orsakar sjúkdóma, myndist.

Ayurveda fræðin snúast m.a. um að koma jafnvægi á það sem fræðin nefna ,,dóshur“ eða líkamsgerðir. Líkamsgerðirnar eru skilgreindar sem Vata, Pitta og Kaffa. Ef þær fara úr jafnvægi upphefst sjúkdómsástand og með því að koma jafnvægi á þær má hafa áhrif á heilsufar til hins betra. Enn fremur leggur Ayurveda áherslu á að allt í alheiminum er byggt upp af frumefnunum fimm. Þessi frumefni eru jörð, vatn, eldur, loft og eter (eða rými). ,,Vata, Pitta og Kaffa“ hugtökin eru byggð á þessum 5 frumefnum, ásamt eiginleikum mannslíkamanns og öllu í náttúrunni.

Vata: Hefur eiginleika lofts, en einnig rýmis eða eters, (eter er nokkurskonar ástand milli orku og efnis). Vata hefur því gott af eiginleikum vatns og jarðar til að ná stöðugleika og jarðtengingu, auk eiginleikum Pitta eða elds þar sem Vata er köld.
Pitta: Hefur eiginleika elds og hefur því gott af kælingu vatns og jarðar og þarf einnig að hafa loft í hæfilegu magni til að örva eldinn þegar við á.
Kaffa: Hefur eiginleika vatns og einnig jarðar. Kaffa hefur því gott af eiginleikum Vata sem er rými (eters) og lofts en einnig hitann sem Pitta býr yfir þar sem Kaffa er köld og þarf örvun. Þannig vinna andstæðurnar saman og hægt er að ná bæði andlegu og líkamlegu jafnvægi í gegnum þá þekkingu sem þessi vísindi gefa okkur.

Nærandi súkkulaði drykkur

08 Feb
8. February, 2017

Er ekki komin tími á einn góðan?

Ég elska súkkulaði og það hefur aldeilis ekki farið fram hjá neinum.  Ég ætla hafa þetta stutt og laggott (skrítið orð ) en ég bara hreinlega læt þetta mjög oft eftir mér og “sukka” eins og engin sé morgundagurin og þá passa ég mig á því að hafa eitthvað holt og nærandi og gott stöff sem styður við kerfin mín og reyni að sækjast í það sem hentar minni líkamstegund. Því meir sem ég eldist færist ég meir og meir í Vata doshuna!!!  Hvað finnst ykkur og Vötunni líkar alls ekki við kaldan mat!  Jebb ég er að skoða að færa mig yfir í meira eldaðan mat samkvæmt Ayurveda fræðunu.

Nærandi súkkulaði drykkur

1 bolli möndlumjól, sólblómamjólk, kókosmjólk eða kókosvatn

1 msk. Maple sýróp, coconut suger eða 2-4 döðlur eða döðlumauk (uppskrift )

½ bolli cacoa duft, hreint – lífrænt /raw  eða kakó nibbur 1/4 bolla

1 tsk hversdags sæt kryddblanda  sjá hér  eða 1 tsk kanil

1 tsk ashwaganda

Valkostur:   setja í bragðefni, já stundum hef ég svona lakkrísþörf þá set ég “raw” lakkrísduft útí eða kaffidropana mína frá Medicine flower eða bara það sem þér dettur í hug!

Kakónibbur, múskat duft eða kanilstangir til að skreyta bollann.

Setjið allt í blandarann, keyrið blandaran í smá stund til að hitinn komi í drykkin.

Setjið í fallegt glas eða bolla

Stráið yfir múskati setjið kanilstangir og jafnvel kakónibbur…   nammi namm 🙂

Stundum geri ég hann matarmeiri og set bananana mína 1, 2 og jafnvel þrjá ( trúðu mér ) og chia, haframjöl.

Ashwagandha gerir drykkin að meiri næringu og heilnæmari fyrir þig. Ashwagandha er of talað um sem Indverska gingsenið. Hefur góð uppbyggjandi áhrif, nærandi fyrir bein og beinþéttni og styrkir innkyrtlakerfið.

Það er geggjað að eiga kako nippur og setja þær útí í staðin fyrir kakóduft. Kakónippurnar eru “raw” og það verður meira úr drykknum.

Ef þú vilt “spica” drykkinn en meira upp er smart að setja nokkur cayenne korn útí.

Ef ég á ekki til möndlumjólk þá nota ég möndluhrat eða bara möndlur / kasjúhnetur eru einnig mjög góðar. Alltaf best að leggja möndlurnar í bleyti þær þurfa 8 kls. En kasjú 2 klst.

Döðlumauk:

Setja döðlur í krukku eða skál og vatn fljóta yfir. Leyfa liggja í bleyti ca 20 mín til 60 mýkjast upp (alltaf gott að leggja döðlur í bleyti áður en er notað útí kökur ofl.)

Setjið döðlur í blandarann, hellið af vatninu útí – passa setja ekki of mikið.. bæta frekar meira í. Blanda saman og þú ert komin með dásemdar Döðlumauk eða Döðlusultu.

 

JÓGA ER LÍFIÐ

11 Jan
11. January, 2017

Þið getið nálgast viðtalið við mig í Morgunblaðinu inná Smartlandi.

hér

Minni ykkur líka á að það er afsláttarvika í Shree Yoga sjoppunni.  Allar leggings og toppar frá Kdeer á 20% afslætti.

Kíkið á okkur, sendu skilaboð eða hringdu fyrir frekari upplýsingar.  Kdeer leggings hefur einn reynst barnshafandi konum frábærlega, teygjan í mittinu er breið og þær eru háar upp í mittið.  Sjón er sögu ríkari.

16114403_10154907807652346_7898818575016342762_n

 

Að leika í Kdeer er bara eitthvað allt annað.  Viðsnúin staða, höfuð fyrir neðan sálina, náttúrulegt botox.

Kíktu á úrvalið – kíktu í jógasjoppuna og kíktu í prufutíma í jóga hjá Shree Yoga í Versölum 3, Kópavogi

Getur haft samband [email protected] eða hringt í síma 822 8803

Jai bhagwan

Möntrusöngur

27 Dec
27. December, 2016

Deities + Chanting  ~ Sálin og Guðirnir

Möntrur eru heilög orð sem sögð eru hafa viss áhrif á hugavirkni og efnaskipti heilans, allan líkama okkar og sál. Við víbrum út í alheiminn og inn á við merkingu þeirra og hefur hver mantra sín sérstöku áhrif. Við erum í raun að syngja fyrir okkur sjálf, sálina okkar “deities” eða Guðinn í þér.  Sálarkynni okkar eru eins og garðurinn okkar. Það sem fær að vaxa í honum mun bera ávöxt. Sumar jurtirnar í garðinum eru smáar og fyrirferðalitlar og við tökum ekki eftir þeim fyrr en þær gægjast á milli stóru plantanna eða eftir að við höfum reytt í burtu íllgresið.  Sálargarðurinn okkar lítur sömu lögmálum og plöntugarðurinn. Við þurfum að snúa okkru að sattviku líferni, hreinu og göfugu eða í átt að sólu. Þurfum að hreinsa illgresið, sem eru rajasik og tamasik hugsanir, tilfinningar og athafnir.  Gefa áburð með því að næra hugann með lestri rita, hugleiðslu, möntrusöng og stöðugu gjörhygli starfsemi hugans, þjálfa okkur í að láta tilfinningarnar renna hjá okkur eða í gegnum okkur, ekki stoppa í okkur og taka vitundina yfir, næra þær með því t.d. að hlusta á fagra tónlist, biðja og rækta ástina í lífi okkar.  Ástunda öndunaræfingar og möntrusöng og athafnir sem efla okkur á öllum sviðum.

Gayatry Mantran

Oṃ bhūr bhuvaḥ svaḥ

tát savitúr váreṇ(i)yaṃ

bhárgo devásya dhīmahi

dhíyo yó naḥ prachodáyāt

 

 

Lausleg þýðing;  

Ó Drottinn

Þú sem skapaðir alheiminn

Þú sem ert þess verður að vera tilbeðin

Þú sem ert þekking og ljós

Þú sem eyðir allri fáfræði og myrkri

Ég bið þig

Að þú lýsir upp huga minn og vitsmuni

Og leiðir mig í sannleikann allan.

Gayatry bænin er í kaun kjarni Vedafræðana RIGVEDA. Hún er alheimsbæn og fyrir alla. Hún er bæn til hins ÆÐSTA. Óendanlega Guðlega Sannleika að allir menn megi uppljómast til að þekkja hinn æðsta kjarna alls sem er.

Best er að fara með bænina upphátt þrisvar yfir daginn, alla daga á morgnanna, miðjann dag og á kvöldin. Milli 4-8 kvölds og morgna eru helgustu stundir sólahringsins (sattvik) og þær eru því þær best földnu til að ástunda það sem heilagt er og göfugt Við syngjum bænina minnst x 3 í hvert sinn eða 3 x 3 eða 6 x 9 allt uppí 108 sinnum.

OM

BHU BHUVAH SVAH

TAT SAVITUR VARENYUM

         BHARGO DEVASYA DHEEMAHE

DHIYO YO NAH PRACHODAYAT

SWAHAH

Eins og sólarupprás eyðir myrkri nætur, eyða geislar Gayatri myrkri og fáfræði og fyrri gjörða og hin Guðlegi kraftur lýsir upp vitsmuni okkar. Hún veitir þekkingu, visku og skarpskyggni til að riðja úr vegi hverskonar hindrunum, veraldlegum sem andlegum. Hin Guðleg orka veitir okkur heilsu og styrk, hreinsar áruna og verndar okkur. Sambandið við Guð (þinn Guð) eflist og styrkist og loks náum við að lifa í Guði.         Guð er allt sem er.  Guðinn í þér, þinn guð.

Mantran sem við förum með í innsetningu á Anusara jógatíma ( ekki nauðsyn, en oftast gert)

3 sinnum farið með Om-ið

OM~OM~OM

Ómum hindrunum frá okkur

Anusara innsetningin, farið er með innsetningu 3 sinnum;

OM NAMAH SHIVAYA GURAVE

I honor the essense of Being, the Auspicious One,

the luminous Theacher within and without

SACCHIDANANDA MURTAYE

Who assumes the forms of Truth, Consciousness and Bliss

NISHPRAPANCAYA SHANTAYA

Is never absent, full of peace,

NIRALAMBAYA TEJASE

Ultimately free and sparkles with a Divine luster.

Endum á OM 1 x.

Það er dásamlegt að “chanta” möntrur, hér getur þú séð frekari upplýsingar á síðunni hjá mér möntrur  og hér en svo eru til margar fallegar útgáfur af td. Gayatree möntrusöng hér 

Eða Om Namo Bhagavate Vasudevaya – ég held mikið uppá kirtan söngvara sem kalla sig Shantala hér

Jógarnir mínir í Shree Yoga hafa einnig tekið eftir því að ég er ekki mikið upptekin af “playlista” í jóga.  Það er eitthvað sem ekki kallar á kraftmikin og djúpan jógatíma.  En hinsvegar spila ég sama eða sömu möntruna aftur og aftur og aftur, reply again and again.  Heilög tala 108 … prufi þið að skella á möntru og kirja með.  Það geta allir sungið möntrusöng.

Við erum í raun að syngja fyrir okkur sjálf, sálina okkar “deities” eða Guðinn í þér.  Sálarkynni okkar eru eins og garðurinn okkar. Það sem fær a vaxa í honum mun bera ávöxt. Sumar jurtirnar í garðinum eru smáar og fyrirferðalitlar og við tökum ekki eftir þeim fyrr en þær gægjast á milli stóru plantanna eða eftir að við höfum reytt í burtu íllgresið.  Sálargarðurinn okkar lítur sömu lögmálum og plöntugarðurinn. Við þurfum að snúa okkru að sattviku líferni, hreinu og göfugu eða í átt að sólu. Þurfum að hreinsa illgresið, sem eru rajasik og tamasik hugsanir, tilfinningar og athafnir.  Gefa áburð með því að næra hugann með lestri rita, hugleiðslu, möntrusöng og stöðugu gjörhygli starfsemi hugans, þjálfa okkur í að láta tilfinningarnar renna hjá okkur eða í gegnum okkur, ekki stoppa í okkur og taka vitundina yfir, næra þær með því t.d. að hlusta á fagra tónlist, biðja og rækta ástina í lífi okkar.  Ástunda öndunaræfingar og möntrusöng og athafnir sem efla okkur á öllum sviðum.

Njótið hátíðar og megi dagarnir verða ykkur bjartari og bjartari.  Gerðu það sem er gott fyrir þig og sálina þína.

Jai bhagwan

ANUSARA námskeið ~ gestakennari

13 Dec
13. December, 2016

Ég er alveg ótrúlega mikið spennt að fá fyrsta gestakennarann til okkar í Shree Yoga setrið á milli jóla og nýárs.  Það verður hún Hrönn Kold sem er Anusara kennari og með mikla reynslu.  Hér eru upplýsingar um hana og upplýsingar um þema tímans og “peak pose”

Þetta eru jólin fyrir mér.  Nú ég lærði sjálf Anusara hjá Jonasi í Thailandi fyrr á þessu ári.  Draumurinn er að hafa einn tíma í viku þar sem þið kaupið sérstakt kort í Anusara tíma en svo opið í alla aðra tíma.  Tímarnir eru langbestir og skemmtilegastir ef lengd tímanns er frá 90 – 180 mínútur.  Það er bara klikkað gott, hægt að brjóta niður og nálgast há stöðuna með góðum undirbúning. Ef þú vilt með þá ferðu hér inn Skráning og skráir þig eða sendir mér tölvupóst

Jæja nóg um það en þetta er hún Hrönn Kold…

15392912_10154856226644851_9184182286220234101_o
About the teacher: Hrönn Sigurðardóttir is Anusara Inspired and Rasa yoga teacher, certified with Yoga Alliance as E-RYT® 200, RYT® 500, YACEP®. She lives in Denmark and teaches regular classes in Hamsa Yoga Studio and her own YogaPlace. Practicing yoga with Hrönn is intense, lots of fun, insightful as she always works with themes in her teaching. The themes invite you to go deep into your practice and cultivate qualities of the heart that support your growth as a human being. Hrönn’s teaching is easy to follow, challenging and motivational at the same time. She is compassionate and very respectful of the individual and she inspires her students to push their boundaries in a safe and nourishing way.

Hrönn kennir á ensku, ef þú vilt spyrjast frekar um námskeiðið hafðu þá endiega samband við mig.

Njótið aðventunar elskurnar.

Jai bhagwan.

 

Anusara “workshop”

29 Nov
29. November, 2016

Gefðu þér gjöf og vertu með í kröftugu og vel skipulögðu Anusara jóga “workshop” á milli jóla og nýárs.  Þema verður Y A M A S  ..  allt um það hvernig við tæklum hið ytra, umhverfið og allt utan um okkur!.  Nærðu þig og hlúðu að þér og gefðu þér gjöf.

Svona verður skipulagið ;

 • Þriðjudagur 27. desember kl: 17-19:00  Hrönn gestakennari, þema tímans er; Access Backbends through the power of Joy. This 90 minute Anusara class will lead you through a creative sequence of poses building up to Eka Pada Urdhva Dhanurasana – (one legged (upward bow)wheel pose). The class is available to all levels of yogis and there will be modifications of challenging poses. The class will be taught in English.
 • Miðvikudagur 28. desember kl: 17-20:00 SATYA ~ Heiðarleiki og Sannleikur 180 mínútna tími
 • Fimmtudagur 29. desember kl: 17-20:30  ASTEYA ~ Nægjusemi og  Sjálfskoðun 90 mínútna tími
 • Föstudagur 30. desember kl: 17-19:00 BRHAMACHRYA ~ Hófsemi og Tjáning 120 mín
 • Laugardagur 31. desember kl: 9:30-11:30 APARIGAHA ~ Óeigingirnin  ~ Gjafmildi og Þú ert alveg nóg ~ Fullkomnun 120 mínútna tími

Skipulagið er spennandi, verð með gestakennara og þú getur fræðst um Anusara hér og svo set ég meira inn fljótlega….  Það verður takmarkaður fjöldi og óvænt gleði á námskeiðinu.  Hlakka mikið til ~ kannaðu málið og hlúðu að jálfri þér.

Til að skrá sig er ofur einfalt og verðið er krónur 17.000.- en meðlimir / korthafar Shree Yoga kr. 14.000.-

 • Sendu tölvupóst   [email protected]
 • Hringdu s. 822 8803

Kærleikur og ljós inní dimman en skemmtilega mánuð.

Jai bhagwan.

eagle pose

Jógasjoppan

07 Nov
7. November, 2016

Litla fallega jógasjoppan er staðsett í Versölum 3 ~ Kópavogi.  Í sama húsnæði og fimleikafélagið Gerpla ( er í samstarfi með Gerplu ) einnig er Salarsundlaugin í sama húsi og já Rebook fittness.  Í Kópavoginum er bara allt að gerast!

Í jógasjoppunni færðu ýmislegt fallegt og nytsamlegt fyrir þig og þá sem þér þykir vænt um.  Ég legg áherslu á að vera með sem hreinustu vörurnar í jurtum, olíum og kremum. Vöruúrvalið er alltaf að aukast en sjoppan er lítil svo við ætlum að halda okkur við naumhyggjuna og hafa fáa en góða hluti til sölu og meðal annars eru þessi vörumerki til í sjoppunni.

# Jurtir, krydd, krem og líkamsolíur frá Banyan hér

# Jógadýnur, jógahandklæði ( hot yoga ) og props frá Manduka hér

# Kdeer leggings og toppar hér

# Leðurtöskur O My Bag allar gerðir Eco friendly hér

En nýjasta viðbótin eru töskurnar, veskin, Ipad og fartölvuumslögin frá O My Bag.  Vörurnar eru hannaðar í Amsterdam en framleiddar í Indlandi.  Hanndunnar vörur og dásamlega fallegar, vel gerðar sterkar litlar og stórar töskur.  Herratöskur og dömutöskur, snyrtitöskur, pennaveski seðlaveski ofl skemmtilegt.  Er með þessar töskur á lágmarskverði og kynningarverði núna út Nóvember mánuðin.  Þú getur eignast þína eigin O My Bag tösku auðveldlega.  Leðrið í þeim er dásamlega fallegt.  Annars vegar getur þú fengið töskurnar í “hunter leðri”  sem er mjög náttúrulegt “vintage look” og eldist mjög vel, verður mýkra með tímanum.  Já eldist hrikalega vel.  Sömuleiðis erum við með töskur úr leðri sem eru meira unnið mýkra og mikil handvinna í því.  Þið sjáið algerlega munin ~ sjón er sögu ríkari.

Alltaf velkomin í jógasjoppuna til mín í te, spjall og knús.

Jai bhagwan.

 

 

Hvað ætlar þú að gera í dag til að gera líf þitt betra?

12 Oct
12. October, 2016

Lífið er svo frábært og svo dásamlegt – hættu að láta aðra hafa slæm áhrif á lífið þitt. 

Það er ég sem stjórna því hvernig mér líður og ég er meistarinn í mínu eigin lífi.  Já og ég skrifa mína sögu í ferðalaginu….  enginn annar.

Ég er að meina þetta í alvöru.  En fyrir marga er þetta mjög erfitt.  Sjálf hef ég verið í þessum sporum og látið aðra stjórna lífi mínu og reyna hafa áhrif á skoðanir mínar og gjörðir.  Kannist þið við þetta?  Erum við ekki oft að láta leiða okkur áfram af öðrum hvötum en okkar eigin?  Hættum því núna strax!

Við erum öll mismunandi, með mismunandi skoðanir, mismunandi útlit, mismunandi heilsu bæði líkamlega og andlega. Mikið veikt fólk er oft mjög hamingjusamt!  Hafi þið tekið eftir því?  Hinsvega við sem heilbrigð erum erum oft að horfa eftir “staðalímyndum” og viljum vera öðruvísi en við erum sköpuð fyrir þetta líf. Elskaðu líkama þinn nákvæmlega eins og hann er.

Hamingjanm, allir vilja vera hamingjusamir og við leitumst að vera hamingjusöm. Hvað er það sem gerir þig hamingjusama/hamingjusaman?  Þú skapar þína eigin hamingju. Vera jákvæð og sjá það jákvæða í öllu sem er.  Umbreyta þessu neikvæða í það jákvæða ~ alla vega að reyna það eftir fremsta megni.  Já það gerist ekkert jákvætt í lífinu okkar ef við erum bara búin að pakka öllu neikvæða í ferðatöskuna þegar við höldum áleiðis útí lífið, vinnuna, skólann, við heimilisstörf og leik.

“Mótlæti styrkir okkur og herðir okkur” þetta sagði amma mín heitin alltaf og já þetta líka “það sem drepur okkur ekki styrkir okkur” …  það væri gaman að skrifa blogg um visku forfeðra okkar, það var nú gaman að hlusta á ömmu og afa í gamla daga.  Þau upplifðu nú ýmislegt, kulda, vosbúð og voru ekki að hafa áhyggjur af því að eignast nýjan bíl eða fara erlendis í innkaupaferð fyrir jólin eða komast í ræktina í morgunsárið og svo aftur um kvöldið!

Skilaboð mín eru þessi;;;;

 • Vertu innan um fólk sem styrkir þig og dregur alla styrkleikann þinn fram en ekki veikleikann.  Vertu glaður/glöð með lífið og tilveruna
 • Það er einhver ástæða fyrir mótlætinu og hindrununum sem við öll takið eftir lendum í á lífsleiðinni.  Hindranirnar eru prófraun á þig, hvernig þú tæklar það þegar þessar dyr lokast og hvort þú sjáir ljósið og hina hurðina og tækifærin.
 • Vertu opin fyrir tækifærunum því þau eru allt um kring.
 • Sóttu í ífélagsskap þeirra sem eru dyggðugir, góðir og greiðvirknir. Leyfðu þér að dást af öllum góðum eiginleikunum sem þeir hafa og þeir munu að lokum verða þínir líka.
 • Samgleðstu með þeim sem gengur vel í lífinu og standa sig vel.
 • Talaðu alltaf fallega og vel um alla, ekki taka þátt í kjaftagangi.
 • Elskaðu sjálfan þig og dáðst að þér… vertu bara pínu ástfangin af sjálfum/sjálfri þér.

bakteygja

Ég rakst á þennan texta sem mér fannst tilvalið að deila með ykkur. (Höf. óþekktur). 

Við sannfærum okkur sjálf um að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst börn og síðan annað barn.

Síðan pirrum við okkur á því að krakkarnir verði nógu gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur stödd þegar að því kemur.

Við teljum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifærið til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna.

Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viðurkenna þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður á hverjum degi.

Vinur minn sagði eitt sinn: Í langan tíma hafði mér virst eins og lífið væri í raun að hefjast – hið raunverulega líf. En alltaf var einhver hindrun í veginum, eitthvað sem þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Þessar „hindranir“ eru lífið mitt.

Varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deilir því með einhverjum sérstökum. Nógu sérstökum til að eyða tíma þínum með og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt, eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú eignast börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, eða eftir að þú hættir að vinna. Að þú giftist eða skiljir. Eftir laugardagskvöldinu eða Sunnudagsmorgninum.

Hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftir að þú ert búinn að borga upp bílinn eða húsið. Bíða eftir sumrinu, vorinu, haustinu eða vetrinum. Hættu að bíða eftir að þú fáir þér drykk og svo að bíða eftir því að það renni af þér. Hættu að bíða eftir því að þú deyir.

Hættu að bíða….

Það er enginn betri tími en einmitt núna, að vera hamingjusamur.

Í dag er akkúrat tíminn til að vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda.

Elska eins og enginn hafi nokkurn tímann sært þig.

Dansa eins og enginn sé að horfa.

Dagurinn til að vera hamingjusamur er í dag.

Njóttu augnabliksins á meðan þú hefur ennþá augnablik til að njóta.

Byrjaðu að njóta lífsins núna á meðan þú hefur ennþá líf til að njóta.

1470347_616192005084106_2052793071_n