Yoga fitness og Vellíðan – námskeið.

23 Feb
23. February, 2021

Nú er jógadísin búin að hanna skemmtilega samblöndu af jóga og fitness tímum.  Byrjum á lokuðu námskeiði og svo þegar haustið rennur í garð verður miní útgáfa af þessu í opnum tímum í haust.

FÖSTUDAGAR

16:45 – 18:15    Y O G A  FITNESS & VELLÍÐAN – NÁMSKEIР

                            Námskeið í fjórar vikur kr. 35.000-  frítt í alla tíma í töflu – hefst 13.mars

                            Hugmyndin hér er að tengja saman jóga, hreyfiflæði, lyftingum með léttum lóðum

                            teygjum, handlóðum og fótlóðum ( þyngja og styrkja )

                            Helstu markmið með þessu námskeiði er að sjá hve þolmörkin eru, hve styrkurinn vex

Er svo fáránlega spennt yfir þessum nýju og skemmtilegum tímum.  Þú verður ekki vonsvikin.  Hér ætla ég að leiða þig inní skemmtilega lífsreynslu í 90 mín föstudags “spa” fitness tímum.  Frítt í alla opnu tíma í töflu sem eru ansi margir hjá Shree Yoga.  Veistu skráning er hafin og þú sendir mér einfaldlega skilaboð [email protected] eða hringdu s. 822 8803

Nú það er svo einnig byrjendanámskeið að hefjast þann 8. mars n.k.

12:00-12:55 ~ Byrjendajóga 4 vikna námskeið 

                              Hefst 8. Mars – 3. Apríl 2021

                              Hentar algerum byrjendum sem og þeim sem vilja rifja upp gamla takta og enn og aftur

                              ef þú hefur átt við langvarandi veikindi eða erfiðleika að stríða þá gætu námskeiðið

                              hentað þér.  Verð kr. 22.000-  Tveir lokaðir tímar í viku, aðgangur að tímum í töflu.

Með því að ástunda vináttu gagnvart þeim sem eru hamingjusamir og samúðmeð þeim sem eiga erfitt, gleði gagnvart góðmennsku og jafnaðargeð
gagnvart íllsku, þá verður hugurinn skírari og þér líður alltaf betur íalla staði.  Þegar á botnin er hvolft er það þú sem hefur
vinningin með betri líðan og lífsgæði. Sýnum nærgætni og friðsemd.

 


Jai bhagwan 

Heilsueflandi jógaferðir

12 Feb
12. February, 2021

Það er nú bara þannig að við erum að fara í ferð #2 #gyðjurnáttúrunnar á Snæfellsnesið í vor.

Nú hefur þú tækifæri til þess að draga að þér öll orku / prana –  náttúruöflin, kraftinn úr jökli og umhverfi í kring.  Gyðjur náttúrunar er sérsniðin ferð fyrir þig, vinkonur, mæðgur systur eða og síðast en ekki síst þig eina.

Heilsueflandi jóga- og matarupplifun, hreint fæði, RAW eða hráfæði, PLANT BASED FOOD eða plöntufæði, jurtir og kræsingar og það sem við köllum fæði guðanna SÚKKULAÐI.

Upplýsingarnar streyma inn hægt og róllega og örfá pláss laus ( nú erum við ekki að grínast ).  Takmarkað pláss líklegast eru um 2 tveggja manna herbergi laus.

Drögum í okkur kjark til að leita inná við skoða kvenn- og sköpunarkraft.

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, hrein dásemd innan um fallegar sálir.

Meðal annars þetta;

~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ AYURVEDA – kynning 
~ JURTIR
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga – flæði, styrkur og viðgerðir – bandvefslosun ofl. Jóga fyrir byrjendur – yin & yang 

~ Hreyfiflæði – body movement

~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur – sterkari þú andlega og líkamlega
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N  í allri sinni dýrð
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hlakka til að fá þig með í ferðina. Annars vegar eru eins manns herbergi og tveggja manna herbergi.

Hvenær:
Fimmtudagur 22.apríl mæting kl.19:30
Heimferð sunnudag 25. apríl kl. 13:00
Staðsetning:
Snæfellsnes 90 mín. keyrsla frá Rvk.
Gisting í nýjum sumarhúsum 70m2, fullkomin lúxus í glænýjum húsum eða ný uppgerðum húsum.
Tveggja manna herbergi pr. mann 79.000 ( tveir í herbergi )
Einn í herbergi pr. mann 99.000- 
Hlakka til að heyra í ykkur… Já og nánari upplýsingar síðar, skipulag og hvað þú tekur með of.
Endilega greiðið til að staðfesta ykkar herbergi / rúm.
Bankaupplýsingar
537-26-8803
kt. 560316-0540

Athugið með endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin, sendu mér skilaboð ef þú vilt frekari upplýsingar. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Því liðugri sem hryggurinn þinn er 

Því unglegri er líkami þinn.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803
Jai bhagwan

AYURVEDA 2021

01 Jan
1. January, 2021

Ertu tilbúin til að finna fyrir FRELSINU frá meltingarvandamálum…. frá og með núna!

 • Tilbúin til að LIFA, hamingjusömu lífi og frjáls?
 • Meltingarvandamál eru að hafa svo ótrúlega mikil áhrif og alls ekki til góðs og þess vegna, eru hljóðlátir og láta mögulega ekki á sér bera.

Ert þú að ströggla með ….

 • einkenni sem þessi; magakrampa, uppþembu, niðurgang og lausar hægðir, hægðatregðu, bakflæði eða og vindgang
 • kvía eða depurð án ástæðu
 • húðvandamál, exem, psoriasis eða umnglingabólur
 • þráláta kviðfitu eða léttist án þess að óska eftir því
 • kvenn- hormónaflakk og ójafnvægi, fyrirtíðarspennu, legslímuflakk eða hormónatengdar unglingabólur
 • bælt ónæmiskerfi tengud mögulega lífsstíl og fæðuvals
 • sólgin í kolvetni, ójafnvægi í blóðsykri og vonleysi í að missa úr máltíð með því að hreinsa líkamann á eðlilegan og náttúrulegan hátt – endurstilling
 • að hugsa út fyrir ramman og mæta sjálfum þér þar sem þú ert, vandræðalegt að gera þínar eigin heilsuáskoranir, finnst þú einangruð/einangraður eða einmanna.
 • safna hugrekki og styrk því það getur verið þung byrði að bera í raun óþarfa byrði að sjá ekki birtuna í enda ganganna.

Ayurveda námskeið hefst 9. janúar 2021 kl. 10:30 viltu vera með?  Skráðu þig og við vinnum saman í gegnum netið, á Zoom og í salnum þegar tækifæri gefast.

Sendu línu

[email protected]

Verð 5.000-

 

 

10 Sep
10. September, 2020

Allt þetta græna er svo gott fyrir kroppin og frumurnar.

Vissir þú að Klettasalat væri svarin óvinur krabbameinsfrumna?  Ég komst að þessu því mér finnst ótrúlegt hvað það vex og er viljugt svona pínu eins og arfinn!!

 

Til dæmis:

1. Minnkar áhættu á krabbameini

Ýmsar rannsóknir gefa til kynna að klettasalat sem virkar í útliti eins og arfi já og lítur þannig út í beðinu hjá mér í raun og veru er bara svona fjandi sterkur og með þennan glæsilega ávinning.

Læt þetta fylgja með …

Finnst einnig mjög spennandi að bok Choy sem auðvelt er að fá núna og er t.d. í kálið sem ég nota með salat dressingunni. Það er fallegt og hrikalega gott já og við viljum alltaf borða eitthvað sem er gott fyrir kroppinn okkar.

Researchers have found that sulforaphane can inhibit the enzyme histone deacetylase (HDAC), which is involved in the progression of cancer cells. The ability to stop HDAC enzymes could make foods that contain sulforaphane a potentially significant part of cancer treatment in the future.Reports have linked diets high in cruciferous vegetables with a reduced risk of breast cancer, colorectal cancer, lung cancer, prostate cancer, and more. However, the research is limited, and scientists need more high-quality evidence before confirming these benefits.  Easily recognized cruciferous vegetables include broccoli, cauliflower, kale, cabbage, Brussels sprouts, and turnips. Less well known types include arugula, bok choy, and watercress.

2. Varnir gegn beinþynningu,

Það er hátt hlutfall af kalki og k-vítamíni í klettasalati. Í raun allt þetta græna er með hátt hlutfall af K vitaminni.. munum bara að skella smá spínat, grænkál eða vatnakarsa í bústið okkar. Höldum beinunum okkar sterkum með því hvernig við fóðrum musterið okkar og hoppa og skoppa í raun og veru. Fá smá högg á líkama nei ég er ekki að tala um að hlaupa maraþon… langt í frá. Hoppaðu alltaf á morgnanna inná baði á fastandi maga eða sippaðu eða farðu út og skokkaðu í kring um húsið / blokkina eða út götuna.. jafnvel meira þetta gefur ótrúlega mikið.

3. Sykursýki

Já nokkar rannsóknir sýna einmitt fram á hvað lífstíll og grænmeti minnkar í raun og veru áhættuna á sykursýki 2.

type 2 diabetes. A review study from 2016 reports that leafy green vegetables are especially beneficial. One test tube study showed that arugula extract had antidiabetic effects in mouse skeletal muscle cells. They produced this effect by stimulating glucose uptake in the cells.Plus, arugula and other cruciferous vegetables are a good source of fiber, which helps to regulate blood glucose and may reduce insulin resistance. High fiber foods make people feel fuller for longer, meaning they can help tackle overeating.

 1. Hjartaheilsan

Allt þetta græna hvað það er gott fyrir okkur!!!

A 2017 meta-analysis reports that diets rich in cruciferous vegetables, salads, and green leafy vegetables have links with a reduced risk of cardiovascular disease. In addition, a 2018 study published in the Journal of the American Heart Association reported that consuming a diet high in cruciferous vegetables could reduce atherosclerosis in older women. Atherosclerosis is a common condition where plaque builds up in the arteries, increasing a person’s risk of cardiovascular problems. The heart protective effects of these vegetables may be due to their high concentration of beneficial plant compounds, including polyphenols and organosulfur compounds.

Amerríska FDA’s miðar við að borða daglega einn bolla af klettasalati sem inniheldur :

 • 20 grams 5 kaloríur
 • 516 g Prótein
 • 132 g Fitu
 • 7% K- Vítamín
 • 2% Kalk
 • 5% C – Vítamín

Klettasalat inniheldur einnig Járn, magnesium og kalíum og A-vítamín.

Klettasalat getur þú notað á ýmsa vegu t.d. í pesto sjá uppskrift nú í súpuna, á pizzu ( uppskrift síðar ) á salatið og það sem þér dettur í hug hverju sinni. Auðvelt er að rækta klettasalat.

UPPSKRIFT AF KLETTASALAT PESTÓ DÁSEMD

 • 2 bollar basil
 • 2 bollar klettasalat
 • 1/3 bolli furuhnetur eða kasju
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 msk. Næringarger
 • 1 msk. Sítrónusafi
 • pínu salt og pipar
 • 2 msk. Hrein og góð olífuolía

AÐFERÐ

 • Basil, klettasalat, hnetur, hvítlaukur og næringarger, sítrónusafi og salt sett í matvinnsluvél. Blandað saman gróflega ekki of fínt það er ekki eins spennandi. Á meðan vélin vinnur setur þú olíu útí eða setur í skál og blandar olíu útí ( ég geri það í raun alltaf með öll pesto ) svo bragðbæti ég með salti og pipar.

Klettasalat með ýmsum mat t.d. vefju og grænmeti eða svartbauna pasta eða kínóa pasta fæst í Vegan búðinni og stundum í Nettó og Krónunni nú skilst mér að heilsudagar Nettó verði í lok September.

Gangi ykkur vel.

 

UPPSELT!!! Gyðjur náttúrunar ~ HEILSUEFLANDI jóga- og vellíðunarferð

28 Aug
28. August, 2020

Mögnuð ásókn í dásamlega ferð á Snæfellsnesið.  Fylgist með ekki missa af næstu ferð!!!

 

Nú hefur þú tækifæri til þess að draga að þér öll orku / prana –  náttúruöflin, kraftinn úr jökli og umhverfi í kring.  Gyðjur náttúrunar er sérsniðin ferð fyrir þig, vinkonur, mæðgur systur eða og síðast en ekki síst þig eina.

Heilsueflandi jóga- og matarupplifun, hreint fæði, RAW eða hráfæði, PLANT BASED FOOD eða plöntufæði, jurtir og kræsingar og það sem við köllum fæði guðanna SÚKKULAÐI.

Upplýsingarnar streyma inn hægt og róllega og örfá pláss laus ( nú erum við ekki að grínast ).

Drögum í okkur kjark til að leita inná við skoða kvenn- og sköpunarkraft.  Náttúrukrans gerð undir leiðsögn Auðar Árnadóttir blómameistari og eigandi verslun AUDUR blómaverkstæði Garðatorgi. Hún mætir með allt efni í kransagerð.

 

Ég ætla leiða þig inn í undarsamlega veröld jóga og jógafræði, viðsnúnar stöður, öndun og hugleiðslu, rólegt og kröftugt flæði allt hvað hentar þér í himneskri nýju rými fyrir ást og gleði sem kemur til með að næra og styrkja hverja einu og einustu frumu líkama þíns.

Hvenær:

Föstudaginn 25.sept. mæting kl.14:00 til sunnudags 27.sept. heimferð kl. 17:00

Staðsetning:

 • Snæfellsnes 90 mín. keyrsla frá Rvk.

Gisting í nýjum sumarhúsum 70m2, fullkomin lúxus í glænýjum húsum.

 • 6 saman í húsi pr. mann 59.000- er 7 manna hús ( tilvalið fyrir vinkonuhóp )
 • 4 saman í húsi pr. mann 59.000-  ( tveir í herbergi 2.metra reglan )
 • 2 saman í húsi pr. mann 65.000-  Sitt hvort herbergið
 • Ein í húsi 75.000-   UPPSELT 

 

STAÐFESTU ÞITT PLÁSS

Með greiðslu inná reikn. 537-26-8803.  Kt 560316-0540

Sendu póst fyrir frekri upplýsingar

[email protected]

eða hringdu s. 822 8803

Hér erum við að tala um algeran LÚXUS!!! Kæra gyðja,  ýmislegt innifalið sem ekki er getið hér um.

VELLÍÐAN

KYRRÐ OG SLÖKUN

HEILDRÆN UPPLIFUN

Hver er  Gyða Dís.

Gyða Dís

Hver er Auður

https://audurblom.is/index.php/my-product/audur-i-natturu-islands/

 

K Y N N I N G A R F U N D U R

17 Aug
17. August, 2020

Kynningarfundur  á jógakennaranámi hjá Shree Yoga tveir fundir og förum eftir öllum reglum 2metra
laugardag 29.ágúst  og 5.september klukkan 15:00 í Vesturfold 48, Grafarvogi Skráning  [email protected]

Ef þú ert í vafa og hefur einhverjar spurningar að færa komdu endilega og kynntu þér málin.  Við ætlum að hefja námið með vikudvöl útá landi  þann 28.október – 3. nóvember 2020 þar sem þú algerlega getur “zonað” út og kafað inná við í þinni innri vinnu og má segja að þar sé hið eiginlega “retreat” eða heilsueflandi vika næringu á andlega sviðinu og líkamlega.  Jógakennarar verða á staðnum og segja frá sinni reynslu frá náminu.

Jógakennaranámið er byggt upp og viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og alþjóðlegu samtökunum Yoga Alliance. Það eru yfir 200 klukkustundanám og verðum í samstarfi með Reebokk á Íslandi þar sem helgar kennsla fer fram í bæði heitum og köldum sölum einnig í Shree Yoga Kópavogi.

Byggðu upp traustan grunn, öryggi og þekkingu sem jógakennari um leið og þú dýpkar þína persónulega iðkun á fræðunum. Sterkar undirstöður í líffærafræði og líkamsbeitingu svo þú getur kennt af öryggi og vissu”.  

Þetta er það sem ég legg upp með í náminu góða Anatomy kennslu og virkilega góða kennslu í líkamsbeitingu og leiðréttingu inní og út úr jógastöðum.  Ekki eftir útliti heldur hvað hentar þér og okkar vestrænu líkama.

Komdu á kynningarfund, hittu okkur kennarana og nema sem þegar hafa staðfest sitt nám og útskrifaða nema 2019-2020

Greiðsludreifing er auðvitað möguleg, ekki láta það stoppa þig í að auðga og dýpka þekkingu þína. Þá er alltaf hægt að hliðra til á þessum tímum og alls alls ekki hika við að spyrja að því.

Pranayama ~ Öndunaræfingar hjálpa við að eyða Tamas

Asanas ~ Jógastöður hjálpa við að eyða Rajas

Leitumst við að vera Sattvik, hrein og tær, ALLTAF.

Hugsa fallegar hugsanir, Tala fallega og Gera góðverk.

SÉ YKKUR Á LAUGARDAGINN 29. ágúst á fyrsta fundinum svo aftur eða 5.september kl 15:00

Hringdu í mig fyrir enn nánari upplýsinga eða sendu mér línu á netfangið mitt.

[email protected]  ~ s. 822 8803

Jógakennaraskóli SHREE YOGA  –  jóga hjartans.

JAI BHAGWAN

 

 

Axlargrindin, íþróttameiðsl og meðhöndlun.

01 Mar
1. March, 2020

19 Jan
19. January, 2020

240 klst. Viðurkennt jógakennarnám Shree Yoga í samstarfi við Reebok Fitness á Íslandi hefst 24. september 2020.  

Jógakennaranámið í heild sinni mun bera keim af Anusara yoga. “foundation and form of fundamental” Open up to Grace eða  jóga hjartans.

Viltu dýpka þekkingu þína fyrir þig sjálfa/n og gefa þér gjöfina? Við bjóðum einnig núverandi jógakennurum til að auka skilning og getuna á því að kenna jóga sem mögulega hafa tekið langa hvíld frá kennslu nú eða vilja bæta við sig svona stig af stigi, góðar leiðbeiningar og lagfæringar í jógastöðum. Ekki eftir útliti heldur líkamsgetu hvers og eins. Leggjum aðaláhersluna á það, hver og einn er með sína getu og nálgast jógastöðuna á sinn hátt. Í jógakennaranáminu leitumst við að sjá fegurðina hjá hverjum og einum nemanda. Ekki hversu djúpt hver og einn kemst í jógastöður t.d. fulla brú eða splitteygju svo eitthvað sé nemt.

IMMERSION I, Er hannað fyrir framsækna einstaklinga sem óska eftir því að dýpka þekkingu sína á jóga og jógafræðinni.   Hér byrjar jóga eða nemandinn dýpkar fyrri þekkingu sína í jógatækninni.

 • Grunnþjálfun í jóga
 • Anusara Alignment principles – Spíralarnir og loops
 • Jógastöður
 • Elementin fimm og jógafræðin
 • Ayurveda ~ systurvísindi jóga kynnt
 • Pranayama, jógaöndun
 • Möntrur
 • Hugleiðsla
 • Yoga sutrur Patanjalis

Hin áttfalda leið skoðuð gaumgæfilega

 • Nemi skilar inn stuttri ritgerð
 • Yamas & Niyamas —- hvernig nýtum við okkur Yömur og Niyömur sem kennarar og  í daglegu lífinu okkar. 

IMMERSION II, Hér er farið enn dýpra inn í jógafræðina, jógasagan og jógaheimspekin. Nemarnir fara í dýpra og framsæknari ferðalag í líkamsskynjun, líffæra- og lífeðlisfræðilega eru jógastöður skoðaðar gagnvart líkama og líkamsgetu, orkuflæði, orkustöðvar og orkubrautir. Anatómían og lásarnir þrír

 • Jógafræðin, jógaheimspeki á dýnunni og utan hennar
 • Anatomya – líkamsvitundin – stoðkerfið
 • Orkustöðvar, hlutverk þeirra – skilningur dýpkaður.
 • Orkubrautir
 • Bhagavate Gita og Yoga Sutrur Patanjalis
 • Jógastöður, leiðum og leiðréttum í og úr jógastöðum.
 • Hvernig höndlar þú “sjúklinga” eða barnshafandi konur í jóga
 • Jógakennsla nemi leiðir tíma án kennara á sínu heimasvæði og fær umfjöllun sem þeir skila inn
 • Nemar leiða og byggja upp 60 mínutna jógatíma, hér er lagt áherslu á uppbyggingu og að henni sé fylgt.
 • Stick figures, teikna upp jógatíma – fylgja því eftir.
 • Að jógakennari geti kennt jógatíma án þess að gera jógastöður sjálfur, leiðir tíma munnlega, mun hins vegar nota “hands on” leiðbeiningar inní og úr stöðum. Fær jafnvel annan úr salnum til að sýna jógastöðu.
 • Viðskiptahliðin, kostnaðurinn, hvar á að kenna, hvar á að byrja og hvernig á kennari að beita sér við jógakennslu
 • Siðfræðin, klæðaburður og líkamsburður verðandi jógakennar. Hvað er boðlegt og hvað ekki.
 • Lífsloftin fimm Vayusarnir skoðaðir,
 • Karma, Jnana, Raja og Bhakti Yoga
 • Skoðum Kosha body, Gunur og Dhosur

Ef nemi hefur uppfyllt kröfur í Immersion I og II þá er hann útskrifaður sem jógakennari með viðhöfn og skirteyni þann 24.janúar 2021.

NÁMIÐ:  Nemandi þarf að taka sér frí frá vinnu og eða öðrum störfum meðan á dvöl útá landi stendur yfir.  Æskilegt að nemi geti sótt 2-4 opna tíma vikulega og ástundi daglega heima fyrir – öndun og hugleiðslu.

Námið hefst með dvöl útá landi, Bjarnarfirði þann 24.september -1.október 2020. Himeskur matur og nattúrufegurð. Núllstillum kerfin okkar til að opna fyrir því sem jóga kennaranámið býður uppá.

HELGARVINNA;  föstudaga 17:30-20:30. Laugardaga 10:30-17:00 og Sunnudaga 10:30-17:00.  Þessar tímasetningar gætu breyst / opnir jógatímar allar helgar sem koma inní helgarnámið.

ATHUGIÐ!! DAGSETNINGAR fyrir helgar- og heimavinnu gætu mögulega breyst, allir verða vera með í helgarvinnu.

 • 30.okt-1.nóv 2020.  ANATOMY kennsla. Rakel Dögg sjúkraþjálfari og jógakennari og meistari í þessum fræðum.
 • 13-15. nóvember
 • 27-29.nóvember
 • 8-10.janúar 2021
 • 22-24. janúar
 • Útskrift 24.janúar 2021.

Inntökuskilyrði:

Almenn heilbrigð skynsemi og tilbúin að hella sér í innri vinnu og skilning á jóga og jógafræðunum. Jóga er meira en að komast í jógastöðu. Jóga er lífið og lífið er jóga. Ef þú hefur áhuga þá skilar inn skriflegri umsókn hér [email protected] einnig hægt að hafa samband s. 822 8803

Aðalkennari:  Gyða Dís

~ 240 RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Júní 2012.

~ 200 RYT Anusara, Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Febrúar 2016.

~ Thai Yoga Bodywork Massage ~ Shantaya Yoga ~ Jonas Westring. Ágúst 2015

~ 560  RYT Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmannsdóttur. Janúar 2018

~ Anatomy nám hjá Jonas Westring, m.a. farið í líkhús, líkami, vefir, vöðvar, sinar bein rannsakað ofl.

~ ýmis námskeið og vinnustofur í Anatomy, Vinyasa flæði, Yamas og Niyamas ofl. hérlendis og erlendis.

Kennir i Shree Yoga – Versölum 3,Kóp. og Reebok Fitness Lambhaga.

Heildarverð krónur 440.000.- bæði Immersion I & II, greiðsludreifing – raðgreiðslur sem auðvelda þér kostnaðinn.

Lífið er jóga og jóga er lífið.

Megi þér ganga vel á þinni leið.

JAI BHAGWAN 

Gleðilegt nýtt heilsuár 2020

06 Jan
6. January, 2020

Andleg melting: agni, tejas og prana.

Þegar kemur að matarræði þá reyni ég eftir fremsta megni að vanda mig á allan hátt. Hefur þú tekið eftir því að við erum mögulega háð tilfinningum okkar þegar við ákveðum hvað við borðum? Það er réttast að borða sem fjölbreytast að sjálfsögðu og sem hreinasta fæðu er mögulegt er. Vanda vel vökvamagnið, drekka vel og viðhalda vökvamagni sem líkaminn þarf á að halda daglega.  Það má alveg passa sig á því hvað hugurinn vill eða óskar eftir og hvað þú rauverulega þarft til að þrífast og takast á við hin daglegu störf.  Undir miklu álagi er ekki óalgengt að skyndibitamaturinn sé sterkur inni, gos, sælgæti og óþarfa “þægilegt” fæði sem gefur akkurat enga orku þegar á þarf að halda heldur dregur þig niður, gerir þig lata, syfjan og missir einbeitingu – verður einfaldlega sljór í hugsun og gjörðum. Sömuleiðis á þetta við t.d. í mikilli vinnutörn eða prófum þá er oftar en ekki “dottið” í það: kaffidrykkja algerlega úr öllu hófi, örvandi te eða gosdrykkir.  Afleiðingarnar – já þið þekkið það örugglega þú endar mögulega með einhvers konar kvíða ( nærð alls ekki að klára verkefnin ) og svefnleysi. Að vera meðvitaður um ástandið og taka í taumanna er besta vopnið til handa þér sjálfum/sjálfri.

Agni er meltingareldurinn og þann eld viljum við hafa sterkann og þéttann og hvernig gerir þú það?

Tejas er kjarni elds er stjórnar  meltingu, uppsogi næringarefna og samlögun.

Prana er lífskraftur, orka, lífskraftur eða lífsorka og er í öllu sem er.  Segi stundum “prana er lífið og lífið er prana”  vegna þess að þar sem engin prana er er ekkert líf.  Prana er í öllu sem lifir dýrum, plöntum og mönnum.

Ojas  hefur verið þýtt sem “vigor” á ensku eða “lífsþróttur”. Ojas í líkamanum tengist eiginleikum eins og styrk, heilsu, langlífi, ónæmiskerfinu og huglægri sem og tilfinningalegri velferð.

Allt hefst þetta á fæðunni sem við innbyrðum og þá er það umbreytingin. Agni meltingareldurinn þarf að vera öflugur og til taks í réttu samræmi við Prana / lífsorkuna og því næst er það Tejas umbreytingin og uppsog.

Þetta er nú ekki langur pistill eða þungur en í meginatriðum fyrir þig að uppgötva hvað fæðan skiptir okkur miklu máli.  Ég hef engan áhuga á því að leiðbeina fólki til þess eins að fara í megrun eða grennast!!!  Bara alls ekki krakkar enda er það svo löngu úrelt.  Ég vil hinsvegar leiða þig áfram í átt að betri þú, bætt heilsa með bættu matarræði og góðri hreyfingu. Styrktaræfingum, jóga, hugleiðslu og slökun. Ef þú hélst að ég ætlaði að tala eitthvað um “megrun” eða hvernig þú eigir að létta þig þá ertu ekki á réttum stað.

Ayurveda vísindin eru systurvísindi jóga og ótrúlega mögnuð vísindi sem ég er enn að fræðast um og læra daglega eitthvað skemmtilegt.  Ég elska að benda ykkur á það hvað örvar meltinguna jú vegna þess að um 80% sjúkdóma tengjast meltinarfærunum okkar…. hugsaðu þér.  Heilbrigð melting = ljómi í maganum.  Úthald og heilsa og ljómi.

Ghee eða skírt smjör er talið “demanturinn” Ayurveda læknavísindunum.

Líkt og kókosolía inniheldur ghee miðlungslangar fitusýrur sem nýtast okkur beint sem orka og kemur jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Frábær fita sem þessi vinnur jafnframt gegn öldrun, lækkar slæma kólestrólið, hamlar myndun bólgu- og sjálfsofnæmisjúkdóma og geymir hinar lífsnauðsynlegu omega 3 og 6 fitusýrur í hárnákvæmum hlutföllum. Það sem ghee hefur umfram kókosolíu er að hún er sex sinnum öflugri næring fyrir heilann skv. vísindalegum rannsóknum. Þetta birtist í því þegar líkaminn brýtur niður fituna til að framleiða ketóna. Það ferli krefst mikillar orku sem færir okkur kýrskíra hugsun.

Ghee er einfalt að gera sem krefst kannski smá þolinmæði til að byrja með en þér tekst vel til ég skal lofa þér því. Ghee eða skírt smjör þjappar saman og styrkir Agni, Tejas, Ojas og Prönu.  Langar þig til að spreyta þig á ghee-i? Kíktu á uppskriftina og fleiri mjög góðar uppskriftir sem koma öllum líkamanum og líkamsgerðunum í jafnvægi hér.

Byrjum árið á því að huga að hvort þú sért að borða fyrir egóið eða sálina, góðri ástundun jóga, hugleiðsla, öndun og styrktaræfingum. Held áfram að spjalla um Ayurveda og lífsstílinn inní komandi áratug 2020… #tuttugututtugu.

Þú mannst einnig eftir áskoruninni #gangadaglega3km og auðvitað er jógadísin með sína áskorun meðal annars spígat teygjuna sem virðist alveg vera vonlaus en gefst ekki upp.

Haltu áfram að bæta þig og vera betri útgáfa í dag en í gær.  Hættum að horfa á eftir fornum frægðum eða það sem við vorum og erum ekki í dag.  Vertu í nútíðinni og líkaðu við þig sjálfa nákvæmlega eins og þú ert, það er langbesta lausnin því þú munnt alltaf þurfa að elska sjálfan þig og umbera þig sjálfa… þess vegna er ekkert annað í stöðunni en að elska, elska og elska aðeins meira.

Gangi þér vel og veistu að skírt smjör þolir ótrúlegan hita.

Jai bhagwan

 

 

Heilsueflandi jógaferðir 2020

23 Dec
23. December, 2019

Verður árið 2020 þitt ár í jóga og vellíðan fyrir þig sjálfa/nn?

Ég stefni á tvær ferðir í Bjarnarfjörðin í ár kannski þær ættu að vera miklu miklu fleirri því ásókn er góð og allir vilja vera með þó þeir séu ekki að stunda jóga dags daglega.

Heilsueflandi jóga- og vellíðunarferð

8-11. apríl 2020

1-4. október 2020

Þú þarft ekki að vera vanur jógi eða búin að stunda jóga til margra ára og komast í allaveg fettur og brettur. Hér eru öll stig velkomin, við ætlum að gefa egóinu frí og endurnæra sálina okkar og finna hver við raunverulega erum.

Heilsuhelgarnar sem ég hef leitt undanfarin ár hafa verið ótrúlega vinsælar og mikil ánægja og staðið undir væntingum. Treystu því bara að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.

Líkamleg og andleg hreinsun umkringd dásamlegri náttúruöfl, hreint loft, hreint matarræði, nátturulega upphituð einkasundlaug, flot og hrein dásemd innan um fallegar sálir.

Meðal annars þetta;

~ JÓGA
~ NÁTTÚRA
~ SLÖKUN
~ KYRRÐ
~ ÖNDUN OG HUGLEIÐSLA
~ ÞÖGN
~ HREINT FÆÐI
~ HRÁFÆÐI
~ SÚKKULAÐI
~ FLOT ( EINKASUNDLAUG ) NÁTTÚRLAUG
~ AYURVEDA 
~ JURTIR
~ NUDD (HÆGT AÐ PANTA TÍMA)
~ SNYRTIFRÆÐINGUR (ÝMISLEGT Í BOÐI)
~ NÁTTÚRULAUG
~ ALGER HVÍLD Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
~ JÓGA ~ allavega jóga
~ Hreyfiflæði
~ Arm balance ( handstöður, kennsla ofl. )
~ Kraftur og styrkur
~ NIDRA djúpslökun og hugleiðsla
~ S L Ö K U N
~ ENDURNÆRING Á LÍKAMA, HUGA OG SÁL

Hlakka til að fá þig með í ferðina. Annars vegar eru eins manns herbergi, tveggja eða þriggja.

Verð fyrir einn í tveggja manna herbergi með ÖLLU.

Kr. 82.500- pr. mann

Verð fyrir eins manns herbergi

Kr. 108.500

Verð fyrir þriggja mannaherbergi pr. mann

Kr. 69.500-

Athugið þið getið fengið endurgreiðslu hjá þínu stéttarfélagin ykkar vegna heilsueflandi ferðar.

Frekari upplýsangar koma inná viðburðin, sendu mér skilaboð ef þú vilt frekari upplýsingar. Endilega staðfestið sem fyrst og sendið mér fyrispurn ef frekari upplýsinga er þörf.

Kærleikur og ljós
Gyða Dís
[email protected]
s. 822 8803
Jai bhagwan