Sumar “cocktail” Lárperu Twist

Það er svo brjálæðislega skemmtilegt og hvetjandi að prufa eitthvað nýtt og búa til “cocktail” sem allt í senn getur verið forréttur, snakk á milli mála eða hreinlega njóta á hvenær sem er á fallegum sumardegi. Einng skemmtilegt álegg á t.d. hrískökur, hrákex eða með grænmeti. Til að gera meiri matarstemmingu er smart að nota Tortillur eða Fajitas og fylla með fallegu íslensku grænmeti og þá ertu komin með góðan og sumarlegan aðalrétt.  Þessi “twist” samsetning er sumarleg og skemmtileg.

Fyrir 4

Kjúklingabauna mús

  • 1 1/2 bolli kjúklingabaunir (leggja í bleyti yfir nótt og sjóða í ca 40 mín)
  • 1/2 teskeið turmeric
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/4 bolli Olífuolía
  • 1/2  teskeið íslenskt sjávarsalt 

Allt sett í blandara og blanda þar til orðið nokk mjúk

Avacado mús

  • 1 – 2 Avacado
  • 1/8 tsk cayenne
  • 1 teskeið lime safi
  • 1/2 teskeið íslenskt sjávarsalt ( má vera minna ) 
  • 1/8 teskeið svartur pipar – malaður

Allt sett í blandarann og blandað þar til orðið silkimjúkt.

Kjúklingabauna músin sett í botn á fallegu glasi og því næst setur þú avacado músina ofan á.  Toppar með niðurskornum agúrku bitum, ferskri myndu og pínu salti.  Það má einnig nota steinselju ofan á til skrauts og bragðyndis.

a94acf9c-f7c1-4014-af03-68af22f9bdfa--Tidbit_MG_5587

Þessi er skemmtileg og já þrátt fyrir að vera á hráfæði núna svona 90% þá fæ ég mér stundum svona dýrðlegheit.  Hvet ykkur til að prufa þennann rétt. Engin sykur aðeins hamingja og gleði sem endurnærir þig og gleður alla leið.

Njótið og hlakka til að deila fleirri uppskriftum með ykkur í sumar…. svona sumarlegum og léttum sem eru fljótlegar í senn og fallegar.

Jai bhagwan

IMG_2491

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math