Sofðu á vinstri hliðinni!

Hefur þú velt því fyrir þér hvort sé betra fyrir þig að sofa á hægri hliðinni eða vinstri hliðinni?

Samkvæmt Ayurveda er vinstri hlið líkamans allt öðruvísi en hægri hliðin 🙂 hér stikla ég á nokkrum ástæðum fyrir því að sofa á vinstri hliðinni. Meðal annars vegna þess að það auðveldar líkamanum alla vinnslu í ristli, sogaðakerfinu og miltanu.  Hjartað dælir auðveldara og hringrásin aftur til hjartans verður auðveldara, gallið og gallfæði fær enn meiri og betri hvatningu. Kíktu á myndbandið og skoðaðu þessa mynd sem er fyrir ofan greinina.

Í þessu myndbandi hér  er útskýrt á hvaða hlið er best að sofa en hvernig þú sefur hefur áhrif á starsemi meltingarfæra þinna. Spurningin er auðvitað hvor hliðin gerir gæfumuninn – þyngdaraflið hefur nefnilega áhrif. Prófaðu þig áfram í kvöld og sjáðu hvernig þér líður þegar þú vaknar.  Þegar við vöknum eigum við að vera heilbrigð, verkjalaus og tilbúin í daginn….  nýjan dag og ný þú eftir góða hvíld.

Næsta Ayurveda námskeið hefst á miðvikudaginn 14. september n.k. kl: 19:00 ~ fjórar vikur og opið í alla tíma í tímatöflu í Shree Yoga.

Jai bhagwan

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math