Tímarnir, námskeiðin og H-in þrjú!

Alveg splunkunýtt sem við köllum H-in þrjú ~ 3xH; HANDSTAÐA, HÖFUÐSTAÐA OG HERÐASTAÐA

Nú þegar maður hefur meiri tíma þá situr maður yfir stundatöflugerð og námskeiðunum og innflutninginum í litla jógasetrinu Shree Yoga sem er vaxandi.  Námskeiðin hefjast í annarri viku í Ágúst eða þann 8/8/2016.

N Á M S K E I Ð  ~ Lokaðir tímar

  • Byrjendanámskeið
  • Framhaldsnámskeið
  • Ayurveda og jóga
  • Jóga fyrir 60 ára +
  • Anusara námskeið I & II
  • Einkatímar og ráðgjöf
  • Einkatímar og ráðgjöf
  • Hráfæði, súkkulaði og jóga
  • 3 x H ~ Handstöður, Höfuðstöður og Herðastöður ~Inversion
O P N I R T Í M A R
  • Hlýtt, Vinyasa flæði ~~ Nýtt!
  • Hatha jóga
  • Yin Yoga
  • Djúpslökun

Í Shree Yoga setrinu verður ávallt til hveitgrass og engiferskot sem er sérlega gott að skella í sig eftir morguntímanna.  Leggings og toppar frá Kdeer sjáið hér mikið úrval til, þægindin í fyrirrúmi og þú vilt helst ekki fara úr þeim.  Klofsaumurinn gerir þig enn kvennlegri og strengurinn er hár og þægilegur.

Manduka jógadýnur og jóga aukahlutir svo sem teppi, strapar, púðar, fatnaður og fleira sjáið hér Manduka jógadýna verður þinn sálufélagi í ferðalaginu.

Ayurveda ~ lífsvísindin, meltingin, kryddin og jurtirnar, Triphala og Kitcheri kryddblandan fæst hjá okkur í litlu jógabúðinni.  Hefur þú annars prufað Kitcheri pottréttinn?  Ef ekki getur þú komið á námskeið Ayurveda og jóga og lært um lífsvísindin, jóga fyrir þina líkamsgerð, mat og jurtir ofl sem hentar þinni dósu / líkamsgerð 🙂 doshurnar eru þrjár  VATA,  PITTA  OG KAPHA.

Væri gaman að fá skilaboð og komment frá þér um óskatíma í jóga ~ er þinn óskatími snemma á morgnanna eða á kvöldin?  Þú getur sent mér tölvupóst á [email protected]

Hlakka til að hefja fulla starfsemi í águst með ykkur. Og megið endilega láta boðskapinn um nýtt jógastúdíó í Kópavogi flæða með í ferðalaginu.  Takk takk og JAI BHAGWAN.

 

Ps…  fyrirhugað er einnig að eiga til góða næringu til að taka með sér í vinnuna og jafnvel hrákökusneið eða konfekt. Allt í bullandi vinnslu og hönnun.  Þetta er klikkað gott búst, hindberja, Vanillu ó ég elska vanillu og svo súkkulaði og allt í sama bústinu nammmmi nammi gott!

 

búst kl

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math