Reglufesta, agi, ákveðni og eldmóður eða TAPAS

Með iðkun Yamas og Niyamas gætir þú mögulega fundið fyrir djúpum og miklum breytingum í lífi þínu til góðs.

Orðið agi er mögulega eitthvað sem okkur finnst síður spennandi eða skemmtilegt, en ef þú ferð að hugsa um daglega reglufestu og heiðra og standa með þér hvernig þú vilt lifa lífinu til fulls þá mögulega gætir þú áttað þig á því að agi og aðhald gæti verið þinn mesti bandamaður og stuðningsaðili. 

Oft ætlum við okkur að hefja betra á morgun eða mánudegi, ný vika erum búin að semja við okkur um aðhald einhverskonar en mögulega brestur það strax á sama degi einum eða tveimur dögum síðar.  Í alvöru hver kannast ekki við slíkt?

Breytingin ein og sér getur tekið vel á og þá þurfum við ákveðnina og aðhaldið til að halda það út sem og eldmóðin.

Skref 1:   Þú þráir breytingu
Skref 2:  Þú framkvæmir þín áform um breytingu og leyfir því að gerast
Skref 3:  Þú framkvæmir áætlun sem þú skuldbindur þig til að fara eftir

En stundum flækjast góðar fyrirætlanir og bestu áætlanirnar fara til hliðar. Þetta þýðir ekki að þú ættir að gefast upp. Oftar en ekki hreinlega flækjast góðar fyriráælanir og þrár um breytingu ranga leið þar sem auðveldasta leiðin væri að gefast upp.  Nei nei alls ekki, það þýðir ekki að þú ættir að gefast upp.

Endurtaktu áform þín.

Til þess að breytingin gangi upp þarftu að vinna vinnu þína í daglega lífinu, endurskoða löngun þína og áform til að halda út þína eigin skuldbindingu við þitt eigið sjálf.

Hvað er það sem hvetur þig áfram?

Skoðaðu til dæmis afhverju þig langar í breytingu – skoðaðu hvað er það sem hvetur þig áfram, hver er þin hvatning til að halda þetta út? Þegar þú ert að svara þessum spurningum væri til dæmis gott að iðka og skða aðra yömuna SATYA truthfulness/ honesty eða heiðarleiki og sannleikur. Því næst gætir þú farið að leiðbeina sjálfum þér með því að skoða hvernig þér gengur að framkvæma breytinguna sem þú settir upp fyrir þig. Ef þú kemst að því að þú hafir mögulega farið örlítið fram úr þér og ætlað þér um of þá skaltu einfaldlega aðlaga hana og vinna að þinni leið stig af stigi.

Brunin, agi, aðhald, ákveðni og eldmótur eða hreinlega REGLUFESTAN. Þetta er TAPAS.

Þriðja Niyaman er TAPAS að koma aftur og aftur á jógadýnuna daglega / reglufestan. Ef þú iðkar Ayurveda sem eru systurvísindi jóga þá ertu farin að skoða matarræðið, frumkraftana og gúnurnar.

Ayurveda – lífsvísindin.

AYUR þýðir líf og  VEDA þýðir vísindi.

Með skoðun ayurveda og blanda því saman með jógafræðunum þá hjálpar lífsvísindin þér að með breytingarnar á matarræðinu.  Lífsstílsbreytingar og uppgötvar hægt og bítandi hvað er raunverulega gott fyrir þig sem manneskju, tilgangurinn er alltaf sá sami og eini tilgangurinn er að líða betur í líkama okkar á allan hátt.  Öðlast meiri og meiri tengingu við okkur sjálf og sálina okkar.

Ef þú hefur gert við þig samning um breytingar þá hvet ég þig til að skoða Ayurveda og lífsvísindin, fara eftir meginreglum Ayurveda gæti mögulega krafist þolinmæði og úthald TAPAS.  Eitt af því er til dæmis að losa sig úr viðjum Koffíns.  Hvenær og hvar þú ert að borða og hverju þú gætir breytt og sett inn í stað koffíns. Í alvöru tala þá eru nokkur mikilvæg atriði að skoða til dæmis með kaffidrykkju og neyslu koffínsí:

  • Skoðaðu hversu marga kaffibolla þú drekkur daglega
  • Skoðaðu þvagið þitt og lyktina þegar þú pissar
  • Skoðaðu úthald þitt til daglegra starfa, ertu frekar úthaldslítil/ll
  • Skoðaðu hvernig þú verð tímanum þínum – hann er MJÖG dýrmætur
  • Skoðaðu fíkn þína og langanir, ertu með óhóflega löngun í mat
  • Skoðaðu þreytumörkin þín, ertu almennt þreytt/ur allan daginn
  • Skoðaðu svefnmynstrið þitt

Það er vert að benda á að í te leynist koffín meðal annars í svörtu, grænu og hvítu.  Ég held að við verðum að líta a þetta sem heilmikla breytingu á matarræði ( ahar ) og lífsstíl (vihar).

Ayurveda fræðin geta gefið þér fimm lykla eða góðar ástæður til þess að minnka eða hætta neyta koffíns.

  1. Meltingarkerfið þitt mun þakka þér.  Kaffi og te eru biturt, pungent og astringent brögð sem valda því að vatan og pittan verða pirruð sem kemur þeim auðveldlega úr jafnvægi. Hefur þurkandi áhrif á meltingu og stuðla að gasmyndun, hægðartregðu og mögulega niðurgangi.
  2. Þú getur haft betri stjórn á gúnunum Rajas (fíkn/langanir) og Tamas (stöðnun/þyngsli )hringrásinni eða gúnudansinum og taugakerfið mun þakka þér. Koffín er rajasískt og ýtir undir mikla virkni og aðgerðir í huga, stöðug örvun taugakerfisins sem leiðir til andlegrar vanlíðunar, líkamlegarar og tilfiningarlegrar þreytu og sljóvleika sem er TAMAS.
  3. Svefn og friðsæll svefn er allt. Ofvirku hugur á erfitt með að fara tímalega að sofa. Jafnvel gæti aðeins einn bolli af kaffi eða tei ( með koffín ) haft varanleg áhrif á svefnmynstrið þitt og líðan yfir daginn. Flest allir sjá mikin mun og framfarir hjá sér þegar þeir hætta vera á valdi koffíns og sé þess virði mögulega til dæmis aðeins til að bæta svefn og svefnmynstrið sitt.
  4. Sykurneysla, unnin sykur er eins og lyf og eiturefni fyrir líkamann. Unnin sykur er Tamas er kemur ójafnvæi á allar dhosurnar Vata, Pitta og Kapha og þar af leiðandi skapar AMA sem eru óhreinindi sem sest að í líkamanum, liðunum, eyðileggur eða skemmir út frá sér til dæmis líffæri eins og bris og lifur. Líkaminn okkar er ekki gerður til að melta unnar sykurvörur eins og mat þess vegna getum við hreinlega kallað það eiturefni og veikir lífsorkuna OJAS.  Ojas er orð úr Sanskrít og þýðir kraftur/þróttur.
  5. Candida er eitthvað sem þú vilt alveg örugglega forðast. Koffín og hreinsaður sykur er uppskrift af ofvexti candida sem getur ekki annað verið en óþægilegt í alla staði. Candida getur komið fram í þörmum, veldur kláða í leggöngum endaþarmi og öðrum líkamshlutum einnig. Bruna, þráhyggju og röskun á huga. Sykur, kaffi og te ( oft sett útí unnin sykur í bollan sinn ) sykurte eða sykurkaffi í miklu magni getur ræktað sýrt meltingarkefri og það er akkúrat það sem Candidan vill, fær að vaxa í friði og sýking getur myndast í kynfærum, eyrum og munni.  Lykilatriði er að halda Candida í skvefjum til að halda í orkuna  OJAS og almenna vellíðan.
    
    

 

Jæja, ef þú ert að upplifa eitthvað af þessu að ofan þá er komin tími á að iðka TAPAS og búa þér til heilnæmt Ayurveda te.

Heitt jurtate getur hjálpa við að koma jafnvægi á milli dosha, fer eftir eiginleikum teins og virkni þíns sjálfs, stöðu þinnar, núverandi stöðu og líkamsgerð þinnar. Við ættum ekki að sleppa vatnsdrykkju alls ekki heldur bæta inní daglega líf okkar jurtate og drekka vatn á móti. Te getur haft góð áhrif á meltingu þína og allt í hófi er lykilatriðið.  Rjúkandi góður jurtatebolli er allra meina bót og skemmtilegt krydd í tilveruna.  Jurtate getur þú fengið bæði sem eru örvandi, krydduð, ávaxta og heilnæmar jurtir sem stuðla að bættri meltingu.

Náttúrleg sæta.

Njóttu þess að fá þér náttúrulega sætu.  Sæta bragðið róar Vötu og Pittuna og eykur Köphuna ( Líkamstegundirnar – frumkraftarnir / mun koma með það inn síðar ) settu jafnvel 1/2 teskeið í bolla um leið og við ofgerum þá getum við komuð dóshunum / líkamsgerðunum úr jafnvægi.

Hér eru þrír nærandi valkostir:

  1. Hunang er sætt og í hófi eykur pitta og dregur úr vötu og köphunni. Hungang er sattviskt og talið elexír guðanna. Kemur á óvart mögulega fyrir þig að hugnag hefur hægðarlosandi eiginleika og eykur OJAS er mjög nærandi.
  2. Pálmasykur / Kókossykur Lífrænn pálmasykur (kókossykur) er ljúffeng náttúruleg sæta sem er með lágan sykurstuðul. Hann inniheldur vítamín og steinefni eins og kalíum, magnesium, sink og járn. Pálmasykur/kókossykur er unnin úr blómum kókostrjánna en safanum er safnað saman og hann soðinn í karamellu sem er svo þurrkuð og þannig er búinn til pálmasykur. Pálmasykur kemur alveg í staðinn fyrir venjulegan sykur í alla matargerð. Athugið að hann ber að nota í hófi eins og alla aðra sætu
  3. Hlynsíórp er sætt og um leið kælandi, dregur úr pittu einkennum um leið og getur aukið vötu og kapha einkennin.

 Blandaðu þitt eigið jurtate.

Gerðu þína eigin teblöndu úr jurtum, ótrúlega einfald með því að nota ferskt krydd og kryddjurtir sem þá átt til.  Það er talið best að nota jurtirnar og sleppa pokunum eða tepokum sem við kaupum í kössum.  Gætu verið gamalt og búið að sitja lengi í hillum matvöruverslanna.

Taktu þér tíma, gefðu þér ró og næði og njótu teins þíns. Gerðu þetta að einhvers konar athöfn þér til góðs og friðþægar.

Hér koma nokkrar góðar te uppskriftir.

Þrjár yndislegar og auðveldar te uppskriftir fyrir þig og heilsu þína sem stuðla að betri meltingu eða eflir meltingareldinn AGNI.

RÓANDI aust te, kemur jafnvægi á VÖTUNA, fyrir 2.

  • 1/2 tsk. Lífrænt engifer duft
  • 1 heill negul eða 1/4 tsk. negul duft
  • 1/4 tsk. turmerik
  • 1/2 tsk. hunang eða pálmasykur ef vill ( fyrir 1 )

Hitið upp og látið suðuna koma, kælið áður en sætan er sett útí.

Te sem stuðlar að góðum meltingareldi AGNI 

  • 1 tsk. Lífrænn ferskur engifer skorin í bita
  • 1/4 tsk. lakkrís duft
  • 1/4 tsk. fennel
  • 1/2 tsk. hunang or pálmasykur fyrir hvern og einn

Setjið í pott látið suðuna koma upp. Kælið niður, setjið sætu útí.  Róandi og gott að setja möndlumjólk útí til að róa og draga upp Köphuna. 1- 2 bollar á dag hvetur AGNI meltingareldinn.

Kælandi og hreinsandi te

  • 1/2 tsk. coriander fræ
  • 1/4 tsk kardimommu duft eða fræ
  • 4 lauf af niðurskorni myntu
  • 1/2 tsk. hlynsíróp eða 1 tsk fyrir tvo.

Setjið í pott og leyfið suðu að koma upp, kælið áður en þið setjið sætuna í ( sæta er algert aukaatrið og í raun óþörf ) til þess að róa of mikla virkni í agni er gott að setja útí til dæmis möndlumjólk.

Panchakarma ~ home therapy ~ þinn tími til heilunar.